Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 04.03.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 04.03.1899, Blaðsíða 1
III. No. 31. j| Reykjavík, laugardaginn 4. marz. 1899. Dagskrá kemur út á hverjum laugardegi, árg. kostar 3,75 (erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. okt. Afgreiðsla og skrifstofa er í Kirjustræti 4, opin hvern virkan dag kl. 11—12 og 4—5 siðd. Til minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—31 /2. Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. Hl/2—IV2 síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbólcasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; IMánud., Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (Glasgow) op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Okeypis lækning- ar Þriðjud. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ðkeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánud. í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 (*V. Bernhöft). Fastír fundlr í Goodtemplarhúslnu. „Hlín“ Mánud. kl. 8 síðd., „Yerðandi“ Þriðjud. - — „Bifröst11 Miðvikud. - — „Einingin“ Fimtud. - — „Dröfn“ Laugard. - — Barnast. „Svava“ Sunnud. kl. 11/2 síðd. Barnast. „Æskan“ Sunnud. kl. 31/2 siðd. Barnaguðsþjónusta hvern Sunnud. kl. 10 á.rd. Fastir fundir I húsi W. Ó. Breiðfjörðs. Stúdentafélagið annanhvorn Laugard. kl. 81/2 síðd. Davið 0stlund Sunnud. kl. 6I/2 síðd.og Föstud. kl. 8 síðd. ísl. goodtemplarstúkan Geysir Sunnud. kí. 8. Fastir fundir í Framfarafélagshúsinu., Fundir Framfarafélagsins á hverjum Sunnudegi kl. 4 síod. Sjómannafélagið Báran kl. 7 síðd. Fastir fundir I Iðnaðarmannahúsinu. Fundir Iðnaðarmannafélavsins 1. og 3. föstud. í hverjum mánaði kl. 9 síðd. Thorvaldsensfélagíð annanhvorn þriðjud. ltl. 8 síðd. Bandalagið síðasta Fimtuð. í hverjum mánuði. Prentarafélagið 1. Sunnud. í hvejrum mánuði kl. 11 árdegis Skósmiðanemendafélagið Lukkuvonin Sunnud. kl. 3 síðd. Endurminning Sæfínns, laglegur maður, duglegur maður, starfandi maður, áhugamikill og tilflnningaríkur; en hann breyttist alt í einu — varð svo að segja á einu augnabliki að andlegum steingjörfingi. Það er sagt að or- sökirt hafl verið sú, að stúlka hafi brugðið við hann heitum, en hon- um hafl orðið svo mikið um það, að hann hafl aldrei náð sér aftur. Það hafa verið ritaðar 2 sögur um Sæflnn; önnur birtist í Suðra fyrir nokkrum árum eftir Gest Pálsson, og heitir „Vöggur". Þar í er þessi einkennilega vísa. „Yöggur karlinn vatnar borg, Vögg þó flestir gleyma; enga gleði’ og enga sorg á hans líf að geyma." Hin sagan birtist í íslandi í fyrra eftir Hjálmar Sigurðsson og heitir „Yatnsberinn". Báðar sög- urnar eru einkar fagrar. í kvæði því, sem hér fer á eftir, er Sæflnnur látinn tala sjálfur. Ég man það svo vel þegar vorgol- an þaut um voginn og báran hló, og dalinn minn litaði daggarskraut, og drottins ljós skein yflr hæð og laut, en alt var svo angurblítt þó. Það var eins og hvíldi’ einhver heig- ur blær yflr hverju, sem augað leit, og heilnæmt var loftið ogsvipfríð- ur sær, og sagnrúnum brosandi eygló skær með gullflngrum grundirnar reit. 4-f lotningu grét þá hver steinn og hvert strá, er straumljóðum kvað við þaufoss; það var efns og fjöllunum vöknaði’ um brá, er vermandi skein þau sólin á og kysti þau eldheitum koss. Sæflnnur var maður, sem flestir Reykvíkingar kannast við, og miklu fleiri. Hann var eitt af ölnboga- börnum náttúrunnar. Hann ól aldur sinn hér í bænum um lang- an tíma og liafði þann starfa að sækja vatn. Sæflnnur var öðru vísi en aðrir menn; hann lifði öðruvísi en aðrir menn og heflr sjálfsagt hugsað öðruvísi en aðrir menn. Það var eins og hann tæki ekki eftir neinu, sæi ekkert, heyrði ekkert, findi ekkert, eða að minsta kosti var svo að sjá sem allar til- flnningar hans væru sljóvar. Hann hafði samt ekki alt af verið þannig. Hann hafði verið gáfaður maður, Svo breyttist það alt á svo ör- skammri tið og ekkert varð sjálfu sér líkt; æ, sælan var horfln þér, sveitin mín fríð, ég sá þar ekki’ annað en fátækt og stríð, sem áður var auðug't og ríkt. Hver léttasti þytur varð þungskil- ið mál, varð þrungið og kveinandi hljóð, sem læsti sig gegnum líkama’ og ' sál, sem linaði jafnvel hið harðasta stál og ís hieypti’ í elaheita gióð. Og náttúran talaði tárvot um brár þeim tungum, er skildi fár, en hljómurinn skar eins og hvass- asti ljár og hjartanu fanst sem hin blæð- andi sár ei læknuðu eilíf ár. Og ógæfu stráði’ einhver hulin hönd og hrygð yflr þessa sveit; þar gat ekki noklcur reist við rönd, og reirt var þar alt í þau heljar- bönd, sem enginn að eilífu sleit, En hvernig stóð á því? — ég vissi það vel, ég vissi það einn - og hún; það sjálf hafði’ hún rofið, sem rjúfa’ átti’ ei hel; hví reif hún það niður, sem bygt var svo vel? — é fæ ekki ráðið þá rún. Ó, langt er nú síðan; já, langt, svo langt — þó lifði ég alla þá tíð — lifði ég! — nei, það er rangt, það er rangt! hún rænti mig lífinu — æ, það er * strangt, þetta andvana, eilífa stríð. Sig. Júl. Jöhannesson. Yaltýsan,. n. „Ætti Valtýsan að vera fulln- aðar úrslit? Hver sér það? Frumvarpið var bundið því skilyrði, að því væru engin takmörk sett, hve lengi það skyldi standa, með neinu móti. Það skyldi óákveðið eins og með vanaleg lög. Því getur heldur ekki verið svo til ætlast, að það sé vopnahlé, eins og Fjallk. álítur. Vopnahlé, er ávalt bundið við glöggari eða óglöggari frest. Vopnahlé, sem við engan frest er bundið, er mjög lilcrar þýðingar og fullnaðar úrslit. Engin lög, eng'in fullnaðar úrslit, og engir samningar eru bundnir því skilyrði, að þeir geti ekki breyzt ef hlutaðeigendur vilja báð- ir eða allir breyta, og engar brýn- ar ástæður standa móti breyting- unni. Þangað til þetta verður, er Valtýsfrumvarp fullnaðarúrslit. í ráðgjafa bréfl 31. maí 1897 er þvertekið fyrir það að nokkrar aðrar kröfur eða réttindi en þau, sem í frumvarpinu standa, megi inn í það bætast, eigi það að ná staðfestingu. Allar aðrar kröfiu' skulu niður falla og með engum öðrum réttindum hreift þangað til sést hvernig frumvarpið reynist, og það mun reynt til þrautar. Þá er þing vort heflr samþykt Valtýs frumvarp heflr þingið af- salað sér öllum öðrum kröfum og réttindum, sem það hefir framfylgt, en þeim, sem fengin eru með frum- varpinu, sem í raun og veru eru minni en engin. Ekki má hreifa íslands ráðgjafa úr rikisráðinu, og ekki fylgja fram sérstjórnarrétt- indum þeirn, sem í stjórnarskrá og stöðulögum felast. Þó vill einn orðabelgurinn ganga að Valtýs frumvarpi, fara síðan í mál við stjórnina út af sérstjórninni, ofan í skilyrðin sem sett eru fyrir því, að frumvarpið nái staðfestingu, og sem þingið gengur að, fallist það á frumvarpið. Samningur þessi stendur ekki lengur en þangað til stjórn og þing kemur sér saman um að frumvarpinu sé ábótavant. En livenær verður það? Líklega nokkru áður en himin og jörð líða undir lok. Þó allir þingmerm standi upp og æpi í einu hljóði að réttindi íslanfls skuli ekkert skert eftir sem áður, er það gjálfur eitt, gangi þeir að skilyrðum stjórnarinnar, þeir hafa jafnt fyrir því selt þau fyrir vesæla Valtýsu. Eitthvað þykir ráðgjafa komið undir því, að frum- varpið nái fram að ganga, með því þykist hann komin úr ógöng- unum, sem hann kallar. Það er stjórnin, sem er í ógöngunum, hún brýtur stjórnarskrána sífelt. Hún hefir aldrei framkvæmt sérstjórnar- atriði hennar hvað yfirstjórn sér- málanna snertir. Vér erum einnig í ógöngum, það eru surnt öðruvísi ógöngur, vér náum ekki rétti vornm, en það er hin aumasta útlausn úr ógöngum, ef vér köstum frá oss rétti vorum, en það gerum vér ef vér aðhyilumst Valtýsuna; þá göngum vér að skilmálum ráð- gjafa. Allar kröfur og öll vor sérréttindi skulu dauð vera. Vér eigunr það undir náð stjórnarinnar hvort hún reisir þau upp frá dauð- um, ef henni verður einhvern tíma ógeðfelt frumvarp Valtýs. Sjálf- sagt eigum vér undir högg að sækja réttindi vor, þau er oss enn vantar. Það er þó baráttuvegur að þreyta við lögbrot og rangindi, en engin úrræði þegar búið er að kasta burt rétti sínum með laga- ákvæði. Rétturinn er ekki frarn- ar eign þess, er kastar honum frá sér með samningi, livort sem samn- ingurinn er beinn eða óbeinn og ekki sízt þá er tíminn er óákveðinn.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.