Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 04.03.1899, Síða 3

Dagskrá - 04.03.1899, Síða 3
123 syo er nú siglt út með þessa menn, sem varla — og ekki — kunna vaðarhald, hvað þá heldur annað meira,, ef um önnur skipverk er að ræða; hugsar rnargur að hann megi eiga frí við þau, af því hann kunni þau ekki, þótt honum séu skipuð þau jafnt.og öðrum; hýmir hann svo bak við þá, sem vanir eru og lætur sem minst á sér bera, þetta má ekki líðast, því þeir ráða sig upp á sama kaup og vönu mennirnir, verða því að vinna helzt meira en þeir, þegar gott er veður, því þegar vont er, taka þeir betri verkin afþeim. En þeg- ar óvanir diaga sig þannig í hié þegar þeir geta (dettur mér þá oft í hug að spyrja þá, hvort hinir færu rétt að því að vinna verkið, því það lítur út sem þeir stjórni því, og mundi þá svarið verða: Ég veit það ekki, ég kann það ekki) en ég segi mig þá ekki svo góðan, að ég ka.sti ekki til þeirra miður góðum orðum, sem fréttaritarinn mundi svo kalla, en þess verður hann að gæta, að þessi orð eru seinasta tilraunin til að vita hvort þessir menn hafi heyrt skipanina; en hvað þeir læra bezt og fljótast, hlýtur að vera undir þeirra eðlisfari komið, en ekki má fréttaritarinn heimta stóra breyt- ingu á, því á eins stuttum tíma og þessir austan menn eru hér, sem vanalega eru 6 vikur. Þessi stutti tími er til að venja þá af landvinnu meir en kenna þeim sjó- mensku, því margan má finna sem ekki kann að binda á öngulinn sinn eftir tímann. Hvað drykkju- skap viðvíkur þá veit ég engan, sem að austan hefir ki'inið að hann hafi ekki haft vit á að setja flösk- una á munninn þegar hann hefir komið að austan, hafi hami nokk- uð verið með í þá áttina, og engan heldur fara heim meiri drykkju- mann en hann hefir komið að heiman. Ég hefi ekki víða vejið á þilskipum, enda þekki ég ekki eins ósæmilegt framferði eins og hann gefur manni að slcilja að sé á þilskipunum við Faxafióa. En mér finst, hann komast svo langt inn í þetta málefni, þó með fám orðum sé, að hann finni sig knúð- an til að tilkynna þá menn, sem þessu framferði valda, því þeir mega gjarnan koma í Ijós. Engey, 25. febrúar 1899. Bjarni Magnússo n. Framfarafélagsfundurinn, í blaði yðar, hr. ritstjóri, er út kom 25. f. m. er í „Dagbók Reykja- víkur“ skýrt frá fundi i „Fram- farafélagi Reykjavíkurf 18. f. m., sem mér sem þingmanni var boðið á. Skýrsla þessi er að íleiru en einu leyti ónákvæm eða röng, en að þessu sinni vil ég leiðrétta það, sem þar er sagt um meðferð stjórnarbóta,rmálsins á fundinum, og sem er mjög villandi fyrir al- menning, sem læsi skýrsluna og legði trúnað á hana. Ályktunin í þá att að skora á alþiugi að haina iiinni svo kölloðu Yaltýs-stefnu i stjórnarbótarmálinu, sem þér finnið ástæðu til að skýra almenningi frá, en þó með alt öðr- um orðum en fram komu á fund- inum, var ekki samþykt, af fundin- um, eins og þér orðið það, heldur að eins af litlum hluta fundar- manna, með 14 atkvœðum (þar á meðal Þorbjörgu Sveinsd. og Bene- dikt Sveinssyni, sem bæði var utan- bæjar og utanfélagsmaður) gegn 6 atkvæðum. Fleiri greiddu ei at- lcvæði um tillöguna, vegna þess, eins og fram kom á fundinum að þeir vildu ekki gerast dómarar milli þingflokkanna í þessu vanda- sama máli — og voru þó á fund- inum um eða yfir 50 manns. En svo látið þér hins ógetið í skýrsl- unni, að strax á eftir var samþykt tillaga til ályktunar frá mér með öllum atkvœðum gegnl (Éorbj.Sveins- dóttur) svo hljóðandi: „Framfara- félag Rejdijavikur lýsir yfir þeirri ósk, að næsta þing samþykki frum- varp um nauðsynlegar bætur á stjórnarskránni, en gæti þess þó vandlega að gefa elckert eftir af sjálfsforræði því, er landið nú hefir eða á heimting á“. Éegar þessi ályktun fundarins er tekin með verður niðurstaðan sú, að fundur- inn með yfirgnæfandí meiri hluta vildi eigi kveða neinn áfellisdóm upp yfir Valtýs-stefnunni, heldur fela þinginu málið að öllu leyti, og er það nokkuð annað en að „fundurinn" hafi skorað á mig að koma í veg fyrir framgang Valtýs- frumvarpsins, ef það kæmi aftur til meðfnrðar á þinginu. Þessa leiðréttingu vænti ég að þór, herra ritstjóri, finnið yður skylt að birta í næsta blaði Dag- skrár. Reykjavík, 1. marz 1899. Jón Jensson. * * * Athugasemd. Ég hef ekki viljað synja þessum línum upptöku, en skil hins vegar ekki, að nokkrum manni geti dul- ist að það sem samþykt er á fundi með meira en tveimur þriðju atkvæða þeirra sem greidd eru, það samþykkir fundurinn. Hr. Jón Jensson er sjálfur þingmaður og veit vel að sú regla gildir þar. Frásögn Dagskrár um áskorunina er því alveg rétt og vonandi að þingmaðurinn verði við henni, enda er hún í samræmi við tillöguna frá honum sjálfum. Ritstj. reykjavík:. Éessi vika hefir verið viðburða- , lítil. Fiskiskipin ílest koiniu á höfn- ina og leggja út innan skamms. Bríet hélt fyrirlestur og sýn- ing a kvennfólkí á sunnudaginn og voux þaj' nála'g't 30 manns; þar af liinum g fnir aðgöngumiðar. 8ú fregn hefir flogið fyrir að Björn ísafoldar muni verða sokt- aður háum sektum fyrir ósann- indi í málgagni sínu þar sem hann segir, að verzlanir þeirra Jensens og Böðvars Éorvadlssonar muni leggjast niður. Ekki er gott vita í hvaða tilgangi hann liefir búið þetta til, fremur en sumt annað úr þeirri átt. Það er verst ef hann verður sektaður svo hátt, að hann verður aftur að fara að lifa Hafnar- lífinu sínu gamla. — David Hstlund hefir nú sett sér upp prentsmiðju og eyðilagt prettverk Jóns Ólafssonar, munu flestir fagna þeim skiftum. Að sjálfsögðu verður prentsmiðja herra Hstlunds lokuð á laugardögum. — JónÓlafsson’virðist vera orðinn persónulegur fjandmaður Éorsteins Gíslasonar.og hafi þ ess verið getið ið til að það væri sökum þess sökum þess, að hann hefir ekki getað farið eins með hann í við- skiftum þeirra og hann er vanur við félaga sína. cŒramsóRn hafa þær mæðgur frú Sigríður Porsteinsdóttur og ungfr. Ingibjörg Skaftadóttir selt frú Jarðþniði Jóns- dóttir og ungfru Ólafíu Jóhanns- dóttur. BÍaðið er því flutt til Reykjavíkur. Frámsókn hefir frá upphafi verið gott og skemtilegt blað og þarf ekki að efast um að svo verði hún einnig framvegis í höndum hinna nýju útgefenda. Raddir úr ymsum áttum, —o— Árnessýslu 28. febrúar 1899. Éegar inenn skrifa fréttir í blöð, þá byrja þeir oftast að segja frá tíðinni, og verð ég líka að liafa þann sið, helzt sökum þess að fátt ber til tiðinda, sem í letur só fær- andi um þennan tíma árs, nema um tíðarfarið, því öll mikilsvarð- andi mál liggja í dái, en sjálfsagt verða þau vakin upp þá vorið kem- ur, því þá lifnar alt og glæðist við komu sumarfuglanna, þegar þeir koma með sinn undnrfagra sumar- söng o. s. frv. Framan af vetrinum voru óvana- lega miklir stormar og úrferð sitt á hvort, stundum ösku útsynnings- byljir; en annað veifið úrfellis-rign- ing og þessi hroða-veðrátta gekk alt fram yfir jól og var því allur fénaður kominn á gjöf hór i Ár- nessýslu víðast hvar um miðja jólaföstu. Um nýárið kingdi niður snjó töluverðum, svo færð var hin versta um tíma, en með þorra- byrjun gerði þýðn góða, svo hagar komu nægir fyrir fénað manna, og er snjór því núna hér um bil ; allstaðar upptekinn, því tíðin er j svo inndæl, sem orðið getur, ein- ]■ læg hægð og blíða, aldrei rieinn krassi. frost eða stórkostleg úrferð j áf neinni átt, og er því ótrúlegt, að menn þurfi að drepa úr hor í vor enda heyrast ekki neinar heylejysis- kvartanir núna, en um þessar mundir var nóg af slíku í fyrra, því það hefir verið eitt hið versta og mesta átumein í búskap vor íslendinga, hversu menn hafa sett skepnur sínar illa á vetur, þó slíkt sé altaf að smálagast og menn að vakna til alvarlegrar umhugsunar um vellíðan skepna sinna. Bráðapestin gerði með lang- minsta lagi vart við sig í haust; enda kom Magnús Einarsson dýra- læknir hingað austur i haust og bólusetti fé á stöku stað og gaf mönnum leiðbeiningar í því efni. Sunnudaginn 19. þ. m. hélt Sig- ui’ður Eiriksson orgelleikari af Eyrarbakka bindindisfund við Ölvesárbrúna á „Tryggvaskála", og sóttu hann alt of fáir, helzt sakir þess að hann var boðaður of seint og vissu svo fáir af hon- um. Hugmyndin hjá Sigurði var sú, að stofna þar stúku, en með því móti að hann fengi þar 3 menn til að gangast fyrir því, og þeir menn, sem hann ha.fði augastað á, voru: Sínion Jónsson á Selfossi, Sigurður F’orsteinsson á „Tryggva- skála“, og Eggert Benediktsson á Laugardælum og höfðu þeir skor- ast undan því með lítilfjörlegum afsökunum, nema Eggert lofaði að styrkja fyrirtækið, sem hann gæti. Ekkert varð úr stúkustofnun í þetta sinn og er það þó bagalegt, því þar væri stúka á hentugum st.að við brúna, þar sem svo hæg- lega þrír hreppar gætu sótt fundi (Hraungerðis-, Sandvíkur- og Ölves- -hreppuij. Þess vildi óg óslca af heilum hug, að einhver góður og atorku- samur Gord-Templar kærni og stofnaði stúku í mínum hreppi, þá skyldi ég ekki láta mitt eftir liggja að styrlcja það, sem hægt væri og mér væri framast unt, því nóg er af ungum og efnilegum mönnum, sem alt um of aðhyllast áfengið, þann skaðlega og skammarlega löst, sem er of algengur hér á landi. Róið 1 Eyrarbakkaflóann 24. þ. m. og 11 í hlut hæst. Heilbrigði manna fremur góð. líréfkafli af Austurlaiidi. Ég þori naumast að ininnast á pólitík, því allstaðar er ég illa heima og ekki sízt í henni. Éó er það eitt, sein alla snertir fevo tilfinnan- lega, að enginn getur verið því með öllu ókunnugur. Pað er: „Fátækramálið". Ég veit að þetta er nokkurt vandamál, en jiví meiri furða er, hve alþingi leggur litla rækt við það. Það er þó haiia mikilsvert, þó það heiti þessu nafni. Ég get ekki skilið hvað getur ver- ið á móti þvi, að hver maður eigi þar framfærslurétt, sem hann á lögheimili,- og þarfnast hans*). Með þessu hyrfu hinir leiðu, en þó oft nauðsynlegu fátækrafiutningar. Éó sami maður þægi af sveit í 3—4 hreppura, þyrfti alls ekkert órétt *) Hjá húsráðanda fjrsta árið.

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.