Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 11.03.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 11.03.1899, Blaðsíða 1
D AGS K RÁ. III. No. 32. Reykjavík, laugardaginn 11, marz. 1899. I Vl ( Tclr T'fl kemur út á hverjum laugardegi, árg. kostar 3,75 (erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. okt. Afgreiðsla og skrifstofa er í Kirjustræti 4, opin hvern virkan dag kl. 11—12 og 4—5 siðd. Innheimtu og reikningsskil á Dagsskrá annast búfræðingur Sigurður Þór- ólfsson, og er hann að hitta á af- greiðslustofu blaðsins í Kirkjustræti 4, kl. 4—5 síðdegis á virkum dögum. Til minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd: í mán., kl. 5 síðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—S'/j. Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. IH/2—IV2 síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; á Mán d., Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (Glasgow) op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Okeypis lækning- ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl. 5—6 siðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 1L—1. Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 (V. Bernhöft). Fastir fundlr I Goodtemplarhúslnu, „Hlín“ Mánad. kl. 8 síðd., „Verðandi11 l’riðjad. - — „Bifröst11 Miðvikud. - — “Einingin“ Fimtad. - — „Dröfn“ Laugard. Barnast. „Svava“ Sunnud. kl. lt/2 síðd. Barnast. „Æskan“ Sunnud. kl. 3i/2 siðd. Barnaguðsþjónusta hvern Sunnud. kl. 10 árd. Fastlr fundlr f húsi W. Ó. Brelðfjörðs. Stúdentafélagið annanhvorn Laugard. kl. 8Va síðd. Davið 0stlund Sunnud. kl. ö1,! síðd.og Föstud. kl. 8 síðd. ísl. goodtemplarstúkan Geysir Sunnud. kl. 8. ___________ Fastir fundir í Framfarafélagshúsinu, Fundir Framfarafélagsins á hverjum Sunnudegi kl. 4 síðd. Sjómannaféíagið Báran kl. 7 síðd. Fastir fundir ( Iðnaðarmannahúslnu, Fundir Iðnaðarihannafélagsins 1. og 3. föstud. í hverjum mánaði kl. 9 síðd. Tliorvaldsensfélagíðannanhvorn þriðjad. kl. 8 síðd. Bandalagið síðasta Fimtað. í hverjum mánuði. Prentarafélagið 1. Sunnud. í hverjum mánuði kl. 11 árdegis Skósmiðanemendafélagið Lukkuvonin Sunnud. kl. 3 síðd. Bindindisfélag ísl. kvenna fyrsta mánad. í hvorjum mánuði kl. 81/2 síðdegis í Hj álpiræðisherskastalanum. Þakkarávarp. Þegar óg varð fyrir því slysi að missa augað, sýndu margir mér hluttekningu og hjálp, og viljum við hjónin hórmeð þakka þeim öllum af insta hjarta og biðja guð að launa veittar vel- gerðir. Sér í lagi viljum við þakka herra B. Ólafssyni fyrir alla n<á- kvæmni. Reykjavík á Marz 1B99. Þorkell Helgason. Steinunn Ouðbrandsdóttir. Y altýsan. [Niðurl.]. fó stjórnarstörf þau,- sem ráðgjafanum í þessum efn- um er trúað fyrir, verði að framkvæmast eftir sömu reglum og samráði, eins og stjórnarstörf hinna annara ráðgjafa konungs. — Það þarf eigi að færa rök að því, að ráðaneytið eigi muni geta ráðið til slikrar breytingar á hin- um gildandi ákvæðum, er hefði það í för með sér, að hin sérstöku löggjafarmálefni og stjórnarmálefni íslands yrðu eigi eftirleiðis lögð undir atkvæði rikisráðsins eða borin upp fyrir konungi af ís- lands ráðgjafa svo að hann hefði sömu st.öðu, að því er þetta mál snertir, og allir ráðgjafarnir til samans í ríkisráðinu, að þvi er til annara mála kemur. í bréfkafla þessum er það af- dráttarlaust sagt, eins og hver maður sór, að öll íslenzk löggjöf og allar þýðingarmiklar stjórnar- athafnir íslands séu lögð undir at- kvæði ríkisráðsins í sameiningu. Á því sóst hve mikilsvirði kenslu- greinir Valtýsunnar eru um það, að íslands ráðgjafl sé einráður um íslands mál fyrir ríkisráðinu eða svo gott sem einráður, eða um það að ráðgjafar konungs vinni að mikiu eða rnestu leyti hver út af fyrir sig að löggjöf og þýðingar- miklurn stjórnar athöfnum. Illa er bréf þetta samhjjóða því, er síðan heflr verið hermt um skýrslu ráðgjafa um þetta sama efni, sjá ísafold 30. apríl þ. á. og víðar, hermt eftir sama ráðgjafa um sama atriði og um sama leyti. Ráðgjaflnn lilýtur að vera málinu kunnugur, kunnugri en ísaf. í bréflnu 29. maí 1897 talar hann auðsjáanlega í alvöru, getur skýrt rétt frá málarekstri í ríkisráðinu og gerir líka eflaust. Þá sýnir bréflð að ekki brestur veganda vopn til að kvista niðut' skilning vorn á stjórnarskrá vorri' og stöðulögum, og að ekki er á- rennilegt fyrir oss sem stendur að sækja rétt, vorn i greipar Dana- stjórnar. III. \ í upprifjunum sínum heldur ísaf. góða lofræðu um þjóðfundinn, með- al amiars að enginn geti, sagt að sá fundur hafi viljað selja DönUm í hendur nokkurn snefil af réttindum íslands, og telur hon- um það til gildis. En svo eridar j hún grein sína með þessum orðum: j „En nokkur hugarstyrking ætti j það að geta verið oss, að nú í aldarlokin höfum vór fengið tiiboð um stjórnarfyrirkomulag, sem bæði er hugkvæmara og tryggir betur sjálfstæði þjóðar vorrar held- ur en það, sem vitrustu, frjáls- lyndustu og þjóðhollustu íslend- ingar fóru fram fyrir tæpum 50 ár- um“. Valtýs frumvarp er alþekt, en til þess að hver sem vill geti borið það saman við frumvarp þjóðfund^rins, set ég hér greinir þær, sem hneyxia ísafold. I:>á sjást bezt framfarirnar. 4. gr: ísland slcal eiga eiindisreka af sinni hálfu hjá konunginum. Erind- indisreki þessi skal vera íslenzkur maður, kosinn af konungi. Hann skal eiga setu og atkvæði í ríkis- ráðinu eins og aðrir ráðgjafar konungs, í þeim málum, sem sam- eiginleg kunna að verða, og ísland varða. 12. gr: Konungur setur íslenzka menn til ráðgjafa, sem hafa á hendi alla hina æðstu stjórnar- athöfn í landinu. 15. gr: Erindisreki hjá kon- ungi ber fram fyrir hann allar á- lyktanir alþingis og önnur mál þau, er þurfa konungs úrskurðar eða samþykkis, bæði frá ráðgjöfun- um og öðrum mönnum í landinu. Erindisrekinn skal ábyrgjast öll þau verk sin bæði fyrir konungi og alþingi. Það er eftirtektarvert að ísaf. slengir saman 4. og 15. gr. svo aliar ályktanir, sem hún dregur út af þeim, verða torskildar og villandi. Hún segir „að með flutningi málanna af erindisrekans hálfu sé búseta ráðgjafanna á ís- landi, svo tilfinnanlega hnekt, að hún verði lítilsvirði hjá þeim agnúa. Erindisrekinn segir hún hefði orðið að verða aðal-ráðanautur konungs, og alþingi nær aldrei í hann“. Samkvæmt þessari eftirtektaverðu kenningu áttu íslenzku ráðgjafarnir að verða undirlægjur hans. En þannig hugsaði ekki ‘Jón Sigurðs- son. Hann ætlaði að hafa erinds- rekann til þess að flytja málin fyrir konung eins og konngdóm- inum sæmir, án þess hann hefði nokkra heimild til að breyta þeim eða traðka. Sjálfsagt mátti hann skýra fyrir konungi ástæður ráð- gjafanna ef þörf gerðist. í þing- bundnu stjórnaratferli munu kon- ungar heldur ekki breyta eða ó- nýta stjórnaratliafnir ráðgjafa, allra sízt þar sem þeir eru jafn ókunn- ugir og Dana konungur er á ís- landi. Svo ekkert er ólíklegra en það, að konung'ur hefði leitað ráða hjá erindisrekanum til að undiroka ráðgjafána. Það mun vera siður konunga, líki þeirn illa við ráðgjafa, að skifta um ráðgjafa, en ekki að undiroka þá meðan þeir sitja við stýrið, það getur valla staðist með ábyrgðinni. Eftir þessu er engum vorkennandi að dæma um hvort það sé tryggara fyrir sjálfstæði þjóðar vorrar að eiga ráðgjafa sérmála vorra, sem undirlægju ríkisráðsins í Kaup- mannahöfn, eða hvort það er hug- kvæmara að sækja úrslit allra þeirra mála, sem ekki liggja undir aðgerðir konungs, til Hafnar og í ríkisráðið, eilegar hafa þau heima hjá sér. Eftir frumvarpi þjóðfund- arins er konungi óheimilt að leggja nokkurt sérmál íslands undir ríkis- ráðið, eins og hver maður getur sóð; eftir Valtýsfrumvarpi er hann skyldugur að leggja hvert mál undir ríkisráðið. Rað er daufleg aldamótasorgarhátíð, að Valtýsar þykjast sjá betur en Jón Sigurðs- son sá. J. B. !5íf úr fiól virðist liann koma, náunginn, sem skrifar í „Ej.konuna" 5. tbl. þ. á. um Dýraverndunarfélagið í Reykja- vik. Ilann heflr ekki vitað fyrr að það var til, með öðrum orð- um, hann veit ekkert um það, sem blöðin flytja, ekkert um það, sem auglýst er á götum, ekkert um almenna fundi. Ekki fylgjast nú allir vel með, þótt í höfuðstaðn- um sé. Félagið er ekki ársgam- alt enn, og þó heflr það gert tölu- vert, ef tekið er tillit til þess, hversu erfltt það á aðstöðu. Vér höfum engin dýraverndunarlög, sem hægt sé að halda sig að, og það er því það fyrsta, sem félagið setti sér fyrir markmið, að fá þau samin og afgreidd á næsta þingi. í þessurn tilgangi heflr verið kos- in nefnd, skipuð ágætum mönnum, þar á meðal einum þingmanni og alkunnum dýravin og framkvæmd- armanni, hr. bankastjóra Tryggva Gunnarssyni; er því óhætt að treysta því, að þetta verði að fram- kvæmdum og þá mun félagið sýna livort það lætur ekkert til sín taka. Þess skal getið, að fólagið heflr þegar gert eigi all-iítið, þótt hr. B. B. viti ekki af þvi. Það hefir haft eftirlit með meðferð á skopnum, kært þá, sfem það heflr séð sér fært. Það heflr skorað á bæjarstjórnina að smala land bæj- arins og gæta þess, að hér séu ekki hross án húss og fóðurs og I

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.