Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 11.03.1899, Blaðsíða 3

Dagskrá - 11.03.1899, Blaðsíða 3
127 fyr. , Eitt er það, að hún geti rek- ist á annan hnött og molast í sundur. Ef hún rækist á reiki- stjörnu, mundi það hafa sömu á- hrif og eldhaf væri utan um hana alla, sem væri 2 miljón sinnum meira að rúmtaki en öll jörðin. Það eru til halastjörnur svo stór- ar, að hali þeirra gæti vaflst 8000 sinnum utan um jörðina; og þetta hafa menn óttast fyrir löngu síð- an. Árið 1000 hóldu menn að heimsendi mundi koma. Síðar var Lúther sannfærður um að hann væri nálægur, og að samtíðarmenn sínir myndu heyra blásið í lúður- inn. í öðru lagi telja menn hættu búna af fólksfjölda. Yísindamaður einn heflr reiknað það út, að eftir 260 ár verði yflr tólf þúsund milj- ónir manna á jörðinni og þá deyi menn af fæðuskorti. Einu sinni var því spáð, að þegár öllum kol- um væri eytt myndum vér deyja af eldiviðarskorti; þá yrðu engar vóla,r notaðar, en nú er rafmagnið fundið til þess að bæta úr þvi og eldiviðarskortur verður því ekki; munn flnna eitthvað upp í stað kolanna. Að menn deyi af fæðu- skorti árið 2167 er ekki hættu- legt, eftirkomendur vorir flnna ein- hver ráð. (Norske Intelligenssedler). Svertlngjasvefu. Meðal sjúklinganna á sjúkrahúsi einu í London eru tveir svertingj- ar, sem þjást af svefnveiki,. Þeir hafa verið þar lengi. Veiki þessi er mjög sjaldgæf í Evrópu, en mjög almenn í Yesturafríku milli Sene. gal og Loanda. Veiki^ þessi er oft nefnd „Kongó-svefnsýkin" eða „Svertingjasvefninn“. Eins og síð- ara nafnið bendir á eru það ein- göngu svertingjar, er þessa veiki fá, og menn hafa þess ekki dæmi, að hvítir menn hafl fengið hana. fað er einnig einkennilegt að sýk- in hættir oft í 7 ár; þegar hún svo kemur aftur, þá er hún öld- ungis ólæknandi. Enskur læknir Grattan Guinness, heflr sent þessa tvo sjúklinga á sjúkrahúsið; annar þeirra er 20 ára gamall og heitir Eli Mboko, hinn heitir Tonda Mkalov og er 11 ára. Eli var fyrir nokkrum árum dugandi og gáfaður maður, en alt í einu varð hann veikur af „Svertingjasvefni". Hann er hér um bil alt af hálf-meðvitundarlaus, en gegnir þó þegar hann er ávarp- aður. Hann er mjög þunglyndis- legur á svipinn; stundum svarar hann skynsamlega, en talar aldrei eitt einasta orð að óþörfu. Vana- lega deyja menn eftir 9 mánuði, er þeir sýkjast af þessu og nokkr- um tíma fyrir andlátið liggja þeir alveg meðvitundarlausir. Enskur læknir, Dr. Manson kveður sýkina munu orsakast af örlítilli jurt eða dýri. (Britisli Medical Journal). (jrul’uskip árið 1543. í þýzku blaði segir svo frá, að árið 1543 hafl verið reynt gufu- skip, er spánskur skipstjóri Blasko de Cardy hafi smíðað og fundið upp, og hafl verið áhorfandi að því Karl 5. og Filippus 2. sonur hans. Blaðið vitnar í rit eftir spánskan höf. Don Martin Fer- nandez de Navalette 1820, þar sem talað er um spánskar landa- leitaferðir. Hann talar um þá erflð- leika, er smiður þessa áralausa og seglalausa skips hafi átt við að stríða, áður en hann hafl fengið Karl keisara til þess að gefa því nokku'rn gaum. Skipið var reynt á höfninni i Barcelona 17. júní 1543. í skipinu voru 200 ton af kolum. Nefnd manna var sett til þess að dæma um skipið og kvað hún þetta vélaskip vera alveg eins örugt og áreiðanlegt eins og vana- legt skip. Skýrsla nefndarirmar er sagt að flnnist enn í konungiega safninu í Madríd. Skipið fór mílu vegar á klukkustundinni. Nákvæm lýsing á vólinni flnst ekki; einung- is er þess getið, að verið hafi eitt áhald til þess að hita afarmikið af vatni til þess að hreifa nokkur hjól. Kanslarinn var mjög mót- faílinn þessu og vildi hvorki heyra um það talað nó sjá það. Keisar- inn fór skömmu síðar í ferð, þá sendi kansla.rinn Blasko á burtu og braut í sundur vólina í smá stykki og eyðilagði hana. Feðgar bcrjast imi hrcnnivíns- iiösku, í’aðirinn drepur son sinn. Maður hét Jakob Nielsson og átti heima nálægt Varde; hann var 70 ára gamall og bjó hjá syni sín- um. Eitt föstudagskveld kom Ní- els lieim, drukkinn eins og hann var vanur; sonur hans, er hót Andrés, hafði lært að drekka af föður sínum og fóru þeir nú að drekka í fólagi úr flösku, er gamli maðurinn hafði komið með. Fyrst komu þeir sér allvel saman, en þegar lækkaði á flöskunni dró úr vináttunni. Báðir óttuðust að hinn afdrykki sig og loksins flugust þeir á um flöskuna. Alt í einu greip gamli maðurinn flöskuna og tæmdi hana, þetta sárnaði Andrósi, þreif flöskuna og keirði hana í höfuðið á föður sín- um svo að blóðið lagaði iír hon- um; en karlinn greip hníf, er hann hafði til körfugerðar og rak son sinn í gegn, varð það hans bani. Andrés vai um þrítugt og lét eftir sig konu og 4 börn. Gamli maðurinn fór sjálfur og kærði sig fyrir lögreglunni. Hann sitar nú í fangelsi. Smælki. Venedig er bygð á 80 eyjum og þar eru 400 brýr. Ferðapeningar þýzkalandskeisara með prússneskum járnbrautum eru 90,000 krónur um árið. Betur væri þvi varið til annars. Af þrem mönnum, sem verða fyrir eldingu, batnar tveimur. í Cliili eru fleiri skáld tiltölulega við fólksfjölda, en nokkru öðru landi í heimi, nefna ef vera skyldi í Noregi. Allar járnbrautir í heiminum eru jafn langar og 17 sinnum í kring um jörðina um miðjarðarlínu. í Rússlandi fær karlmaður ekki yflrráð yflr því fé, er kona hans á, þegar hann gengur að eiga hana. I fornöld -var dans ráðlagður til lækninga. Tveir þriðju partar allra karl- manna í heiminum neyta tóbaks. St. Páls kirkja í Lundúnaborg er vátrygð fyrir 1,700,000 kr. í 10 fólögum. Dagbók Reykjavíkur. Föstudagur (3. marz). Lygnt og gott veður, lítið frost. Haldinn almennur borgarafundur í Iðnaðarmannahúsinu, til þess að ræða um, hvort ekki væri æskilegt að reyna að koma á vínsölubanni (ekki vínfiutningsbanni). Töluðu þar margir og voru allir þeirrar skoðanar að það myndi heillavæn- legt. Þótti oss bindindismönnum það næstá gleðilegt að Bakkus skyldi ekki eiga einn einasta vin eða kunningja innan veggja þar, sem jafn fjölmennur flokkur var saman kominn, sem vildi leggja honum eitt einasta líðsyrði eða hefði kjark til þess. Talað var um ýmsar mótbárur, sem fram kynnu að koma og var það helzt tekjumissir landsjóðs, er tollsins misti, en vel og greinilega var sýnt fram á að hægt væri að bæta það upp með því einfalda ráði að hækka um helming toll á tóbaki. Bezt allra mæltist Guðmundi hér- aðslækni Björnssyni, og lýsti hann yflr því að síðustu, að hann ætlaði sér að ganga að verki með oss bindindismönnum frá , þeim degi og gera sitt ýtrasta til þess að útrýma drykkjubölinu. Var þessi yfirlýsing hið mesta gleðiefni fyrir oss. Loksins voru samþyktarsvohljóð- andi tillögur í einu hljóði: 1. að fundurinn skoraði á alþingi 1899 að semja lög um algert sölubann allra áfengra drykkja á íslandi. 2. að landsjóði skyldi bættur tekju- hallinn, er af þessu stafaði, á þann hátt að hækka toll á tóbaki. 3. að , barist skyldi á móti frurn- varpi því um takmörkun á sölu á- fengra drykkja, sem fróst heflr að stjórnin muni leggja fyrir næsta þing, þar eð fundurinn álitur að það verði einungis til þess að seinka fyrir vínsölubanni. Laugardagur (4. marz). Austan kaldi, nokkuð frost. Nokkrir félagar úr stúkunni „Dröfn“ héldu skemtun í líúsi W. Ó. Breiðfjörðs. Var þar moðal annars, leikið leikrit eftir Erik Bögh, er „ Grákufl “ nefnist; fjörugt rit og skemtilegt. Jóhannes stud. med. & chir, lék þar ágætlega vel eins og honum er lagið. Hann er einn af beztu leikendum í Reykjavík. Suiinudagiir. Austan kaldi fyrri partinn, en gekk í norður síðari hlutann. Stúkan „Geysir" hélt skemti- samkomu til þess að kveðja sjö- menn, sem nú eru óðum að kveðja. Leikið í Iðnaðarmannahúsinu: „Varaskeifan" og „Hermannaglett- ur“. Mánadagur. Lygn á austan, töluvert frost. Ópinber fundur í stúkunni „Hlín“ og þar rætt um Þjóðminningar- dagana yflr höfuð, og helzt í sam- bandi við bindindi. Umræður fjörugar og skemtilegar. Þriðjidagur. Logn og töluvert frost. Jón Ólafsson stefndi ritstjóra þessa blaðs fyrir þjófnaðarskýrsl- una, er birtist í Dagskrá síðast. — Hann hefir tekið það alt til sín, maðurinn, að því er mér virð- ist. — Skyldi hann hafa ástæður til þess? Hver veit nema tíminn sýni það. Veit hundur hvað étið heflr, datt mér í hug. Miðvikudagur. Frostlítið og lygnt; hvesti dá- lítið um kveldið á austan. Stúkan „Bifröst" hélt stór-merki- legan fund. Var þar rætt um „aðdráttrrafl sálarinnar". Jóhann stud. art. Sigurjónsson hóf umræð- ur og var ræða hans einkar froð- leg, skemtileg og vel flutt. Hann talaði bæði urn áhrif einstaklings- ins á fjöldann, og áhrif þau, er einstaklingarnir hefðu hver á ann- an. Hann mintist á dáleiðslur, ýmsar sýnir, er virðast vera yfir- náttúrlegar o. fl., og leitaðist hann við með ljósum rökum að sýna fram á, að alt þetta stjórnaðist af •náttúrlegum lögum, þótt manns- andinn væri að minsta kosti ekki enn þá kominn svo langt að skilja það. Að síðustu talaði hann urn ástina, er hann kvað vera liina hreinustu og sönnustu vináttu og endaði með þessu orðtaki Austur- landaþjóða: „Elskaðu mig lengi, elskaðu mig heitt og láttu mig vita af því öðruhvoru". Var gerð- ur hinn bezti rómur að ræðunni. Eftir það töluðu 'þau um sama efni, Indriði Einarsson stórtempl- ar og Ólafí.i Jóhannsdóttir. F'iiutldagur. Sunnan, stormar og'-regn. Sagt var að Jón Ólafsson hefði legið uppi í rúmi, breitt upp fyrir höfuð og grátið í sekk og ösku yflr því að hafa tekið til.sín þjófn- aðarsöguna í Dagskrá síðast. Það er vei'st ef svo verður af honum dregið, að hann getur ekki mætt á sáttafundi!

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.