Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 11.03.1899, Blaðsíða 4

Dagskrá - 11.03.1899, Blaðsíða 4
128 Raddir úr ýmsum áttum. —o— Húsavík 10. febr. 1899. Herra ritstjóri! Þér haflð sýnt góðan vilja á að skemta lesendum „Dagskrár" með ferðasögu yðar umhverfis landið á næstliðnu sumri, og tekist það að miklu leyti, og á sinn hátt, vel. — Flestum, sem nokkuð lesa, er mesta ánægja í að lesa fallega sagða ferðasögu, með því það er jafnan nokkur fróðleikur, nema því meira mistakist að skýra rétt frá því, sem lýst er. Einkum verður lesarinn spentur, þá er hann* veit að ferðamaðurinn er kominn sögu sinni að hans eigin heimkynni. I’annig fór oss Húsvíkingum, þá er þér hurfuð frá sögu yðar við Flatey á Skjálfanda. — Yér urð- um að bíða næstu póstferðar með óþreyju. — í’á kom sagan til vor í 22. tbl. Dagskrár, og þér segið miklu meira um oss og bygð vora, en vér áttum von á. — Nú var orðið dimt þegar þér komuð, við- dvölin stutt, og við fáa að tala, þar eð sinn var við hverja heimsk- una bundinn, svo sem: Útreiðir, síldarafla, uppskipun, vagnreiðir ofan af bakkanum? og á Bakkus- arvegum. Af því auðsætt er, að þér viljið fræða lesendur yðar um oss hérna á norðurkjálkanum, þó fáir séum og smáir; en að yður heflr varit- að nauðsynleg tæki til þess, þá viijum vér nú bjóða yður nokkr- ar setningar til fyllingar frásögu yðar, í þeirri trú, að þér gjarna ijúkið „Skránni" yðar upp fyrir bréfsneplinum. — Og setningarnar hljóða þá svona: Yér Húsvíkingar erum við næst- liðin áramót samtals, stórir og smáir, 277 (fyrir 8 árum 138). Af þessu eru 89 karlmenn yfir 18 ára. — Vér búum í 44 húsum, ýmizt vænum eða vesælum, og sumum þess á milli. — Af þessu eru 12 timburhús, án moldarskýl- is með öllu. — Þá eru 4 að mestu af timbri, en að nokkru af mold. Hin býlin eru öll með moldar- veggjum, þakin grastorfi. — All- staðar eru íveruherbergi, eitt eða fleiri alþiljuð. — Hús þessi standa á víð og dreif um nálægt 100 tún-teigastórt svæði; og er það sem einn hvammur vestanundir 900 feta háum einstæðum fjall'- hnjúk. — Hér segja sögur, að Garðar Svavarsson hafl fyrstur — að minsta kosti norðurlandabúa — bygt hús á landi voru; og er þá bygðin hér hin elzta. Sýslumaður I’ingeyinga er einn á meðal vor, eins og þér vitið. — Ærið hefir hann að starfa að em- bætti sínu; en aldrei hefir hann skipað „sjálfur" upp úr nokkru skipi hér, og enginn af oss gprir það einn. — En hver af oss sem á svo bátsförmum nemur, með einu skipi, sór sjálfur um flutning á því úr skipi eða í. — Tíðinda- kveldið 21. ágúst átti sýslumaður að kalla einn, það er flytja þurfti úr „Hólum". Hann réði þvi menn til vinnunnar og vóru þeir 8, er að unnu. -- Þó sýslumaður hafi tekið með 'öðrum á einum morpokanum, telur enginn ’hér neina vanvirðu, hvorki honum né öðrum. — Aldrei snertir kvenn- fólk hór á uppskipun; það mundi þykja ljótt, enda hafa þær nóg annað að starfa- Þrjár eru hér sölubúðir. — í einni þeirra er aldrei selt neitt vín, og eigi keypt nein íslenzk vará. •L— í annari vantar aldrei bækur. — Að öðru leyti eru þær ekki ein- kennilegar. Fyrir hartnær 16 árum bygði hið elzta pöntunarfélag í landinu hér hið fyrsta hús til þesskyns nota. — ■ Fólag þetta, er nefnir' sig „Kaupfélag íhngeyinga" vill alt vel; þó tregðast það einatt í út- svarsgreiðslu til sveitarsjóðs vors. Fáir af oss eru meðlimir í því.— Það heflr ógjarna fisk til gjaldeyr- is; enda ekki aðstöðu til fiskverk- unar, — en vér seljum ailan fisk vorn blautan. Sparisjóður hér geymir hátt á 7. þúsund króna; ekki í skáp, heldur í útlánum. Hann er fjög- urra ára gamall. Bókasafn eða lestrarfélag var um sömu mundir stofnað í þorp- inu. Ekki kaupir það dagblöð; enda eiga þau heima nálega í hverju húsi, fleiri eða færri. Enn var um sömu mundir þ. e. um haustið 1895, byrjað að byggja hér ís- og frystihús, og lokið við það undir fyrirsögn íiins góðfræga ísaks ísakssonar í júlí- mánuðí 1896. Eígi er hér á Skjálf- anda eða við hann nein virkileg síldarveiðistöð — heldur aðeins sildarhlaup endur og sinnum. —- Þessi þrjú ár höfum vér á hverju sumri, fyrri eða seinna fengið á þann hátt heima aflaða síld til að frysta og geyma til beitu. ■— Aldrei hefir sú beita hrokkíð að fuilu; ekki einusinni orðið fylt frystihúsið. Hingað hefir þó aldrei . verið flutt sild frá nokkru frysti- húsi, nema í eitt skifti -— það var í sumar sem leið — keyptum vér aðflutt til frystingar 10 tunnur af nýrri síld. Síðan hús þetta kom, hefir aukist hér sjósókn nálega til þriðjunga. Á næstliðnu ári var haldið út 20 förum. Öll eru þau smá nema eitt; það er nótabátur. Á honum verður farið miklu lengra og verið úti fleiri dægur; á hann aflaðist og bezt. Of mikið höfum vér sumir hveij- ir haldið uppá vín um næstliðin missiri. Enginn heflr nokkurn- tíma, svo vér munum, haldið hér fyrirlestur uni ofdrykkju eða bind- indi. Eigi að síður berum vér virðingu fyrir bindindi, og svo ijót þykir oss ofdrjíkkja, að eigi munu það hafa verið riéma tveir eða þrír menn, er það hafi hent að fara af fótum/ósjálfbjarga á almannafæri. Og víst er það, að enginn af oss var flatur af víni fyrir yður þetta minnisverða kveld. Úr öðrum fjórðungum landsins voru þá nokkr- ir sjómenn hér, og sumir illa á sig komnir; sázt það svo mjög hér sem oftar, að af þeirra háttheldi var það að ráða, að annarstaðar | væri drykkjuskapur á enn hærra stigi en hér, þó um of hafi verið. Eigi var von að ókunnugir að- greindu þessa frá þoi’psbúum, þótt j bjart hefði verið. Ilingað sýnist, eigi vera að flýja fyrir sjómenn úr öðrum veiðistöð- um undan hinum illræmdu troll- urum. Þeir eru hér æ spakari og nærgöngulli. Aldrei hefir „Heim- dallur" sézt hér á Skjálfanda til gagns; og ekki fókst „Hóla“- stjóri til að finna þá. Enginn sýslumaður skiftir sér lengur af þeim, svo um só getið. Samfara þessu virðist fiskur þverra, og skyggja yfir framtíð sjómanna hér,- eigi síður en annarstaðar. Þá er urn landið hór að segja, að túnrækt þokar áfram nokkurn- veginn á móts við fólksfjölgunina. í sumar er leið telst svo til, að vér höfum fengið af töðu 12—1300 tíu* fjórðunga vættir. Kýr höfum vér 15. Sauðfó 4—500. Hesta höfum vér og nokkra; svo og hæns og hunda. Allir eru þeir rækilega læknaðir, og allir hafa þeir ein- kennisband um hálsinn. Lítið eitt hefir garðyrkja verið stunduð af sumuin á síðustu ár- um. í haust eð var fengum vér að samtöldu nálægt 24 tunnur af jarðeplum og rófum; en hvort- tveggja þreifst i þetta sinn með lakara móti. Á mjög lágu stigi ætlum vér oss vera í þessari grein, því að það er rúmlega ein tunna á hverja 12 menn. Yonandi er að vór fáum með tímanum vilja, vit og dug til að hefja oss 11 stigum hærra, svo að ein tunna aflist á hvern mann. Mínna eða lægra hámark mættu menn ekki setja sér nokkursstaðar á sjávar- ströndinni landið í kring. Um dýrgrip einn mætti enn geta; það er „lækur“ sá er þér nefnið í ferðasögu yðar, en heitir frá ómunatíð „Búðará". Hana á- lítum vér hafa alla þá kosti til stórvirkja, sem vatn getur haft. Hér við hana vildum vér í upp- hafi — og viljum enn — hafa Magnús á Halldórsstöðum með tóvinnu sína; en vór fengum ekki fyrr né seinna nokkuð áunnið í því efni. Búðaráin starfar þvi eigi enn annað en að hreifa myllu þá, er þér nefnið; en það er nauðsyn- legt og gott verkfæri, jafnvel þó að hún 'mali reyndar eigi nema rúg. Þó að margt só hór fleira, er vert væri að drepa á, þá látum vór þetta nægja til viðbótar og skýringar áminstum sögukafla yðar. ' Athugasemd. Ég hefi heyrt að þeim Húsvík- ingum þyki ég ekki hafa sagt sem réttast frá í ferðapistlum minum, og má vel vera að svo sé; en hins skal þó getið, að það er hvergi af ásettu ráði gert að halla á þá. Það er undir mörgum atvikum komið, hvernig ókunnur staður kemur manni fyrir sjónir, og það fólk, er þar býr, og getur auðveld- lega ýmisleg ónákvæmni átt sér stað, þótt alt sé sagt eftir beztu vitund. Ég sá tiltölulega marga drukkna á Húsavík; en hvort þeir hafa verið þarlendir eða ekki, var mér alls ómögulegt að vita, eins og gefur að skilja. Það var held- ur ekki ætlun mín að segja það sýslumanni til lasts að hann hefði sriert hendi sinni við líkamlegri vinnu; ég virði altaf þá menn, sem gera það, því vér eigum nóg af teprum og óverum, sem ekki vilja drepa hendi í kalt vatn. Eg er þakklátur bréfritaranum af Húsavík, og vildi gjarna óska eftir likum athugasemdum víðar að, ef þess þykir þörf. Ritstj. Reykvíkingar! Þar eð ég hefi ákveðið a.ð hafa færri menn á vinnustofu minni framvegis en að undanförnu og gera mór. far um að hafa alt enn þá vandaðra enn áður, bæði að efrri og frágangi, þá sel ég ekkert öðruvísi en gegn peningum við móttöku, en gef þar á móti 10 °/0 og sjá þá allir, hversu afar-ódýrt þeir geta fengið skótau hjá mér. Allir þekkja hversu vandað það er. Reykjavík, 9. marz 1899. J. 0. Johnsen. -U> G G w c G 'O '> Sd C3 G CD u. o £ S "e CC bú Jh c3. G co -+—1 O cz w O QO Ö P 1 .£ <D S— S cö > -o < & *-M ■ 'O G -u> bfi <D •r-l XO W r— H rG Ph 'O <D Levenskjold Fossum - Fossum pr. Skien. tekur að sér að útvega kaupmönnum við. Einníg eftir teikningum að byggja hús. Semja má við PÉTUR M. BJARNASON á ísafirði. M< ;nn ættu að nota tækifærið, því hvergi mun fást ódýrari viður, eða með betri kjörum en hjá undirskrifuðum. Pétur M. Bjarnason. 'iSST Lífsábyrgðaríélagið „STAR“. m Skrifstofa félagsins Skólavörðustíg nr. 11, er opin hvern vii'kan dag frá 12—2 og 4—5. PRÉDIKUN Útgefandi: Félag eltt I Reykjavík. í Breiðfjörðs hlí$i á sunnudaginn Ábyrgðarm: Sig, Júl. Jóhannesson. kl. 6V síðd. Aðgangur að eins =------------------------------------ með miðum. D. Ostlund. Aldar-prentsmiðja.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.