Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 25.03.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 25.03.1899, Blaðsíða 1
I III. No. 34. Reykjavík, laugardaginn 25. marz. 1899. \ I O'qIv TÚ kemur ú* á hverjum UCL^OÍYlCL laugardegj^ árg, kostar 3,75 (erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. olít. A-fgreiðsla og skrifstofa er í Kirjustræti 4, opin hvern virkan dag kl. 11—12 og 4—5 siðd. Innheimtu og reikningsskil á Dagsskrá annast búfræðingur Sigurðui* l^ór- ólfsson, og er hann að hitta á af- greiðslustofu blaðsins i Kirkjustræti 4, kl. 4—5 síðdegis á virkum dögum. Til minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. h'mtd. í j mán., kl. 5 síðd. Fátækrauefndar-fundir 2. og 4. Pmtd. í | mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími ! til sjúklinga dagl. kl. 2—3V2. Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — j Bankastjóri viðst. kl. lll/2—1>/2 síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. j Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn j dagl. 12—2; á Mán d.,Mvkd. og Ld. j til kl. 3 síðd., og þá útián. Náttúrugripasafnið (Glasgow) op. kl. 2—3 á Sunnudögurn. Keykjavikur-spítali. Ókeypis lækning- ar JPriðjad. og Eöstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. ld. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. | í hv. mán. á spítaianum kl. 11—1. j Tannlækningar ókcypis 1. og 3. Mánad. í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 ! (V. Bernhöft). Pingmál í sumar. --0-- II. Skólar og kennsEumál. Eins og heyist hefir úr ýmsum áttum nú á síðari tímum, eru augu manna smám saraan að opn- ast fyrir því, hversu kennsiumál- | um vorum er ábótavant í mörg- j um greinum, bæði að því, er hina j æðri og lægri mentun snertii-. Um í nám grísku og latínu í lærða skól- anum, sem tekur upp mikinn part af námstímanum, heíir þegar verið rætt • svo rækilega, að ekki þykir þurfa að fara um það mörgum orðum, hversu nauðsynlegt væri að hætta því, að mestu eða öllu og láta eitthvað þarfa-ra skipa sæti forntungnanna. Það dettur víst engum í liug að álíta, að ekkert gagn só að kunna þær, eins og sumir vilja hakia fram, að and- ] raælendur þeirra segi. Hér kero- ur að eins til greina val, eins og í í öllu öðru, þegar um það er að ræða, að hætta námi forntungn- ] anna, þá er alls ekki farið fraro | á að stytta námstímann í skólan- um yflr höfuð eða minka kennsl- ] una, heldur er spurningin einung- j is þessi: Er .það heppilegt að verja lengst- um tíma til þess að læra dauðu I málin? væri ekki hægt að nema eitthvað annað gágnlegra, prakt- j iskara í þeirra stað? og oss finst sem allir þeir, er skoða þetta mál til hlítar, verði að komast að þeirri niðurstöðu, að ástæðurnar verði bæði þyngri og fleiri, er með því inæla, að ryðja þeim úr sessi. Aðrar þjóðir, sem komnar eru miklu lengra en vér á vegi ment- unar og menningar, hafa þegar stig- ið spor í þessa átt. Það er gamall og góður málsháttur, að vér lær- um ekki fyrir skólann, heldur fyr- ir líflð, en eftir því sem skóla- mentun vor er nú, virðist mega snúa þessum setningum við, að því er oss snertir. Ætli prestarnir á íslandi gætu ekki eins vel stáðið i stöðu sinni, þótt þeir hefðu var- ið að ininsta kosti styttri tíma til grískunáms og latínu? ætli það væri ekki nauðsynlegra fyrir þá, að geta talað við tækifæri skýrt og skipulega, án þess að þurfa að sitja kófsveittir heilan dag á und- an hverjum ræðustúf, til þess að búa sig undir og tína svo alt, upp af blöðum illa og óáheyrilega? ætli það væri ekki nær fyrir þá að læra dálítið meira í nýju má- unum, t. d. ensku, til þess að þeir þurfi ekki að standa eins og glópar, glápandi á útlenda ferða- menn, án þess að skilja nokkra setningu, þegar þeir heimsækja þá, sem mentaða menn, lærða menn, og vilja fræðast af þeim um hitt og þetta? Annars finnst oss ekki þörf að mæla frekar með afnámi griskukennslu og latínu, það vinn- ur æ meira og meira fylgi, þrátt fyrir það, þótt einstakir „forngripir" haldi í það dauðahaldi. Latínu- skólinn, eða réttara sagt lærði skól- inti, á að vera til þess að búa menn sem bezt undir lifið og þar þarf kennslu að vera öðruvísi háttað að möi'gu leyti en nú á sér stað. Ilöfum vór áður ritað um það helzta í þá átt í þessu blaði og vísum til þess þeim, er lesa vilja. Þá er að minnast á stóra málið, • deilumálið mikla, háskólann, sem sumir hafa viljað gera að stórkost- legri og ægilegri grílu. „ísafold" hefir nýlega minst á það mál og i er ekki armað að hej7ra, en hún j vilji nú fyrir hvern mun hafa há- skóla. Ivveðst hún áður hafa fyigt | þeirri stefnu, en það er hlægilegt ! misminni. Yý munum ekki bet- j ur en að hún hafl einmitt verið j andstæðinguy þessa máls. „í’jóð- j ólfur“ og „Ðagskrá" eru þau blöð, j sem hafa haldið því frarn, en „ísa- fold“ e/chi. Þa.ð gleður oss samt j að hún er nú komin á þá réttu skoðun, að háskóli eígi að vera hér heima. Ég man eítir því í gamalli sögu, að sagt er að ekk- i ert sé svo aumt., að ekki sé betra ! að hafa það með sér en m*>ti, cg það er eflaust satt. Flestir íslendingar, sem náms- veginn ganga, læra eitt af þrennu: . lögfræði, guðfræði og læktiisfræði. Tvent hið síðartalda eiga þeir að vísu kost á að nema hér heima, en bæði löggjöfin og stjórnin hafa tekið saman höndum til þess að gera það næstum frágangssök að nota þesfear stofnanir, þar sem hafnarsmognu kandidatarnir eru altaf látnir sitja í fyrirrúmi fyrir þeim er, heima hafa numið, og það þótt hinir fyi/nefndu standi þeim langt að baki. Ef þetta er ekki banatilræði við þær stofnanir, er vér nú höfum, þá vitum vér ekki hvað banatilræði er. Éingið í sumar ætti að sam- þykkja lög um háskóla, þar sem kend væri guðfræði, læknisfræði, lög- fræði og Norræna, og ekki nóg með það, þingið ætti að hafa þau ákvæði í lögunum, að kandidatar af íslenzka háskólanum gengi fyrir þeim, er erlendis hefðu lært. Ef sú stefna er heppileg að draga mentunina inn í landið, sem vér vonum að enginn mæli á móti, og vitum að enginn sannur íslendingur gerir, þá verður líka að gera eitthvað til þess að hvetja menn til að nota það, sem fæst heima, en ekki gera þeim þá afar-kosti að þeir sjái sér vænna að flýja landið, á meðan þeir eru að búa sig undir lífsstarf sitt. Aldrei heflr komið nokkur skyn- samleg ástæða á móti því, að kenna hér lög, og hún er ekki til að vorri hyggju. 'Skóli þessi ætti að geta haft afarmikla þýðingu í þá átt, að auka álit vort í aug- um grannþjóða vorra. Eins og vór mintumst á, ætti að kenna þar Norrænu og kenna hana vel. Hreysti n. [Niðurl.j Hreystin, hófið og ráðsvinnan er eins töfrahornin og töfrapyngj- urnar: Hornin fyltust ávalt aftur, hve mikið sem úr þeim var drukk- ið, ef þau voru ekki tæmd, en væru þau tæmd, fyltust þau aldrei framar; eins voru pyngjurnar, þær fyltust ávalt aftur ef siðasti pen- ingurinn var aldrei tekinn úr þeirn, en væri hann tekinn, fvltust þær aldrei og voru alt af tómar. Fram- fa-ra- og blómaþjóðirnar hafa allar tærnt hornið og sumar framfara- og blómaþjóðirnar, sem nú eru, virðast vera að drekka það í botn. 1 staðinn fyrir sólskin hreystinnar, sparseminnar og mannkostanna, kemur þoka og korgur munaðar og bleyðiskapar. Hugurinn hættir að hafa viðræður við stjörnuleiftrið í himinblámanum; í þess stað sekk- vur hann sér ofan í spekina og fremdina á skytningi. Þar lýsa honurn hræfarlogar eyðileggingar og ófrægðar og skina fegurra í augum hans en himinljósin. Ég hefi enga trú á þeirri þjóð, sem æpir í hverri þraut og kallar starf og áreynslu ánauð og þræla- kjör, eða sem býr sér til óteljandi þarfir- úr hégóma og flugnayængj- um, og lætur flugnavængjaglamp- ann ginna sig ígildrur; ekki gildr- ur sem búnar eru til fyrir refl, heldur gildrur sem reíir búa til fyrir sauðL Fjóð, sem lætur alt dýrmæti sitt og helgasta sveita Þingið ætti nú þegar að veita ein- hverjum efnilegum manni styrk til þess að lesa rækilega Norrænu í því skyni. Yér stöndum betur að vígi í því tilliti, en nokkur önnur þjóð, og það stendur oss næst að kenna þessa grein. Oss er engin vorkunn á að kenna hana svo vel að skölinn fyrir það fengi á sig orð og álit og þjóðin yxi við það ekki all-lítið. Skólinn ætti a.ð geta orðið fyrirmynd í þeirri grein. Þangað myndu sækja Danir, Svíar og Norðmenn, þótt þeir, ef til vill yrðu ekki margir. Andstæðingar háskólamálsins hafa það eitt með öðru að ástæðu tL móti honuro, a.ð hann verði að engu merkur, og verði einungis þung byrði en aíli oss engrar frægðar, einskis álits; en í þessari grein, Norrænukennslunni, ætti hann ekki einungis að stánda jain- fætis öðrum háskólum á Norður- löndum, heldur að geta tekið þeim langt fram. Það er illa áhaldið ef það getur. ekki orðið. til þess að ala flugnahöfðingja og þý þeirra, og ber ánauðarfesti um hálsinn; sjálfkjörna ánauðarfesti. Éó aðrar eins þjóðir vinni að frarn- förum og vinni vel, stendur samt á skildi framfaranna: „dýpra og dýpra“ svo enginn veit livar lend- ir þá er drukkið er út úr horninu og heróp andans þagnar. Bleyði, kveifarskapur og sérhlífni er gagnstætt hreystinni; það er uppspretta allrar vansælu, eymdar og ófrægðar. Éá verður alt að ógnunum, alt að emjandi þrautum, alt að nauðurigarboðum; maðurinn býr sér til harðstjóra úr hverju viðviki, nauðsynin verður að harð- stjóra svipum, þá er eins og öll áreynsla komi við kviku. Þessu lundarfari bleyðiskaparins íylgir og munaðarsýkin. „Nú svínbeygði ég Vátnsdælagoðann“ sagbi Bergur rakki. En það er ekki Bergur rakki, sem svínbeygir nú göðana, það er brennivín og glysvarningur, hégómi og flugnavængir, sem Ás- geir Sigurðsson kveður um í aug- lýsingum.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.