Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 25.03.1899, Síða 2

Dagskrá - 25.03.1899, Síða 2
134 Kaupmanns tungan er mjúk og Ijúf fyrir dáðlausa og grunnhygna menn að gera sér góðan eldhús- dag af hunangi hennar, en ekki er það frægðarlöngun að hlaupa eftir öðrum eins orustu lúðri. Fyrir heilbrigða menn er það lítil fremd, að gerast að fífii og skot- spæni mangarans. Þvílíkum þjóð- um er illa treystandi til stórræða. Hreystip þarfnast ávalt leiðar- stjörnu; hún getur ekki verið án skynsemi og hygni, án hennar vinnur hún oft fyrir gýg og sóar til einskis þeim kröftum, sem til frama og vegsemdar máttu verða. Hreystin þarf að hafa jafna yfir- burði yflr bleyðinni í hyggindum eins og hún hefir yfirburði yfir hana í kraftinum. Þvílíkan dýr- grip, sern hreystin er, ætti hvorki að ofurselja ógætni né flasfengni. Raunar fylgir henni meiri fögnuð- ur og vegsemd þö hún berjist fávís- lega, heldur en bleyðiskapnum þó hann berjist hyggilega. En ef hreystin berst óhyggilega, missist hinn dýri ávinningur, sem skal greiða veg framförum og hugsjón- um. En speki hreystinnar er marg- brotin og vandlærð. Fað er líka hin dýrasta hugsjón heimsins og lífsþrá, að hreystin verði meir og meir fullnuma í ment sinni. En þau eru verst afglöp hreystinnar, þegar hún vinnur alt af síngirni og sest að krásinni, snæðir og sofnar yfir henni, tæmir nægta- hornið, og v.aknar ekki fyr en hreysti nýrra víkinga steypir sér yfir krásina og rífur hana af eig- endunum. Þó er enn aumiegra útlit hjá bleyðunum, þær hafa ölmusukrásir og setjast að þeim áður en þær hafa aflað þeirra og reita sig fyr- ir krásir, sem engin saðningur er í, og engin sönn nautn. Yíkinga- þjóðirnar hafa keypt sér bleyði fyrir herfangið, en bleyðurnar afla sér fyrir ölmusurnar enn meiri bleyði, svo margt er nú líkt með skyldum. Svona verður það þang- að til hreystin verður hreinsað gull og vopnast í hjörtum almenn- ings og leggur svo undir sig lönd og lýði. J. B. Nýmóðins réttlæti er það, sem beitt hefir verið við ölmusu- eða réttara sagt styrk- veitingar 1 lærða skólanum, núna eftir miðsvetrarprófið. Eins og getið hefir verið um áður í þessu blaði, hefir verið ail-róstusamt í skólanum í vetur, hverju sem það er að kenna. Er kennurum óljóst um, hver valdur sé að sumum af þeim brekumj er þar hafa fram farið, en þykjast að sögn gruna einhverja úr 4. bekk fremur öðr- um. Út af þessu hefir verið grip- ið tii þess óyndisúrræðis, að vor- um dómi, að svifta aiian 4. bekk efnilegasta bekkirm í skóla, eft- ir dómi sjálfs rektors ■— styrk þeim, er hann átti að fá, fyrst um sinn, að minsta kosti fram í maí- mánuð. Hefh' verið skilið eftir nokkuð af styrk þeim, sem skól- anum er ætlaður, sem geymast á til þess tíma og þá á að skifta því meðal bekkjarsveina, ef þeir verða þœgir þangað til. Þess skal getið, að fé það, sem eftir hefir verið skilið i þessu skyni, er miklu minna en það á að vera, samkvæmt venju í skólanum. Ástæðan sem kvað vera færð fyrir þessu, er sú, að ekki hafi þótt rétt eða viðkunn- anlegt að gera þannig upp á milli pilta í bekknum, að þeir fengju styrk, sem áreiðaniegt var að eng- an þátt áttu í nokkurri órósemi, en hinir ekki, þar sem ekki væri með vissu hægt að segja hverjir sekir væru. En nú stendur þann- ig á, að ekki er heldur hægt að segja hvaða bekkur er sekur og er það því alveg jafnórétt að gera þannig upp á milli pilta yfir höfuð. Það liggur í augum uppi hve mik- il óþægindi þetta hefir í för með sér fyrir fátæka pilta, sem hafa stundað nám sitt af kappi allan veturinn og þar af leiðandi, ekki gefið sór tíma til þess að innvinna sér neitt í hjáverkum, treystandi því, sem sjálfsagt var og þeir áttu heimting á, að þeir fengju styrk að afloknu prófi; eru líkindi til að sumir piltar verði jafnvel að hætta námi í bráð fyrir bragðið, þar sem þeim brást það, er þeir bygðu á lífsvon sína. Þetta tiltæki hlýtur að mælast afarilla fyrir og Dagskrá sér ekki betur en að það só blátt áfram gjörræði. Ferðapistlar eftir Sig. Júl. Jóhannesson. —o— XI. Vopnafjörður er einhver stærsta sveit landsins. Liggja að henni heiðar og fjallgarðar á þrjá vegu, en sjór á einn veg. Sveitin skift- ist í þrjá aðal-dali, er svo heita: Selárdalur, Yesturárdalur og Hofs- árdalur. Til suð-vesturs úr Hofs- árdal, liggur aftur Sunnudalur, en utar er „Fjallasíða", er liggur út með firðinum að sunnanverðu. Milli Selárdals og Yesturárdals er fjallhryggur sá, er Núpur nefnist; á suðurenda hans eru haugar þrír eða dysjar; er sú'sögn um þær, er hór segir: Lýtingur og Ljótur hétu bændur tveir, Lýtingur bjó að Lýtingsstöðum, en Ljótur að Ljótsstöðum. Peir deildu um landa- mærin og óvinguðust svo að af varð fullur fjandskapur. Kom loks til vopnaviðskifta þeirra á milli. Fékk Lýtingur nágranna sinn í lið með sér. Sá hét Leifur og bjó að Leifsstöðum. Börðust þeir við Núpinn og féllu aliir; voru þeir síðan heygðir í Núpnum og eru dysjarnar haugar þeirra. Fað vár trú manna, að gersemar nokkrar ! væru í haugunum fólgnar. Tóku [ merm sig því til einn góðan veð- urdag, bjuggu sig að tækjum og tólum og fóru með vígahug mikl- um í því skyni að rjúfa haugana. Hugðu menn sér gott tii frægðar og féfanga og tóku til starfa. En ekki lröíðu þeir all-lengi að verið, er þeim varð litið til næsta bæjar og yirtist hami standa i íjósum loga. Urðu þeir næsta felmtsfull- ir við sýn þessa, sem von var, og vildu koma til hjálpar; hljóp þá hver sem betur gat frá verki sínu til þess að slökkva eldinn og stöðva brunann. En þetta reyndust mis- sýningar einar, og var göldrum haugbúa um kent. Fékk þessi at- bui-ður mönnum svo mikils geigs, að enginn hefir siðan gerst svo djarfur, að raska ró þeirra, er haug- ana byggja. Vopnfirðingar munu allvel efn- um búnir. Meiri hluti bænda stund- ar landbúnað og er jörð þar all- vel ræktuð, einkum tún umhverfis kaupstaðinn. Fiskafli er þar mik- ill einkum á haustin og síðári hluta sumars. Par dvelja Færeyingar sumarvistum og þykja heppnir og dugandi og útsjónarsamir til fisk- fanga. Veður var einkar fagurt þann dag, er við komum á Yopna- fjörð, og gladdi það mig stórlega, því ég vonaðist til að alt gengi fljótt og greitt og við kæmumst af stað kl. 2, eins og ákveðið var: við vorum orðnir á eftir tímanum hér um bil hálfum öðrum sólar- hring og það þótti mér ilt, því ég þurfti að standa við sem lengst á Seyðisfirði; það var einn af þeim fáu stöðum, þar sem ég þekti nokkurt fólk og æskti því að hafa þar viðdvöl. Ki. 2 vóru allir far- þegar komrúr á skip út eins og skipstjóri hafði fyrir mælt; en þá var hann sestur að drykkju ásamt einhverjum verzlunarfulitrúa, er nefndur var Bache, að mig minn- ir. Þegar liðnar vóru 2 klukku- stundir (kl. orðin 4) var skipstjóri spurður, hvort ekki væri óhætt að fara í land, en hann kvaðst mundu fara á hverri stundu. Pannig leið fram á kvöld, að ekkert varð af framkvæmdum; veitingaþjónninn bar hvern bakkann á fætur öðrum inn til þeirra, fulla af vinflöskum og alt var tæmt; fólkið stóð tug- um saman á þilfarinu, bölvandi þessum drætti og frámunalega slóðaskap, að slæpast inn á höfn heilan dag í hvíta logni, án þess að hafa hið minsta að gera annað en að hneyksla náungann, vera orðinn langt á eftir tímanum, og hafa marga farþega-, sem þurftu að hraða ferð sinni. Að eyða þannig mörgum hundruðum króna. frá fá- tæku fólki, til þess að svala dýrs- löngun sinni, teppa dýrt gufuskip með öllu tiiheyrandi o. s. frv. Það er svo langt farið í öfuga átt, að engum ætti að líðast slíkt. Getur þess konar athæfi haft al- varlegri afleiðingar i för með sér, en með tölum verði talið, og ætti skipstjóri þessi að gæta betur skyldu sinnar að sumri, ef hann vill eiga vinsæla framtíð fyrir höndum hér við land. REYKJAVÍK. --0-- Austanátt og bezta veður hefir hvass nokkuð öðru hvoru. Fiskilítið á þilskip; en hákaria- skipið „Matthildur" (skipstj. Þorl. Teitsson) kom í fyrra dag/með ÚO tuníium lifrar efth' l úma viku. í Miðnessjó kvað vera nokkur afli á oprium bátum, en í Garðsjó ekki fiskivart. 21. þ m. andaðist Ingibjörg Guðmundsdóttir hér í bænum, móðir Guðmundar læknis Magnús- sonar. 22. þ. m. lést ungfrú Ragnhild- ur Skúladóttir Sivertsen frá Hrapps- ey. Hún var systir frú Katrínar konu Guðm. iæknis Magnússonar. 18. þ. m. andaðist Sveinn bóndi Bjarnason í Sauðagerði við Reykja- vík. Póstskipið „Laura“ kom frá út- löndum 18. þ. m., og með því nokkrir farþegar, þar á meðal kaupm., B. H. Bjarnason og Ben. Þórarinsson, Einar, Helgason garð- yrkjufræðingur, Jón Jónsson frá Ráðagerði, Jón Þorkelsson stud. jur. frá Reynivöllum, Páll Torfason frá Flatey, Magnús Magnússon skipstjóri, W. Baldt, Oddur Sig- urðsson véifræðingur, Ólafur H. Benediktsson, M. Ward fiskikaupm., einn íslendingur frá Ameríku og skipstjórarnir af „Oddi“ og „Reykja- víkinni". Frá Vestmannaeyjum Magnús Jónsson sýslumaður. Próf í læknisfræði við háskól- ann hefir tekið Áki Scierbeck með 2. einkunn. Lækniseinbættift í Vestur- Skaptafellssýslu er veitt, Friðjóni Jenssyni, aukalækni á Mýrum. Lansn frá embætti hefir Tóm- as læknir Helgason á Patreksfirði fengið, með eftirlaunum. Yeitt prestakall. Þóroddsstaður í Köldukinn er veittur séraSigtryggi Guðlaugssyni, presti að Svalbarði, samkvæmt kosningu safnaðarins. cJCiíí og þoíta. —0--- Laun prestanna i Kristjaniu. Sóknarpresturinn í „Söfnuði frels- arans“ hefir 7,200 kr. og aðstoð- arprestur 4,400; sóknarpresturinn í „Jóhannesar söfnuði" 4,500 og aðstoðarprestur 3,400; sóknarprest- urinn í „Þrenningar söfnuði" 12,- 000, og aðstoðarprestur 11,000 og þriðji prestur 8,900. Sóknar- presturinn í „tiraníuborgar söfnuði “ 10,300; sóknarpresturinn í „Gamie Akers söfnuði“ 7,400 kav og að- stoðarprestur 5,200; sóknarprest- urinn í „Sagenessöfnuði" 5,300, presturinn í „Pálssöfnuði" 3,000 og „Péturssöfnuði" 6,400, en að- stoðarprestur 2,500. Presturinn í „Jakobssöfnuði" 3,200 og aðstoðar- pr. 1,800; presturinn í „Græn- landssöfnuðinum" 5,400 og aðstoð- arpr. 3,200; presturinn í „Stríðs- söfnuðinum" 4,800, aðstoðarprest- urinn 2,400, presturinn í „Osloar- | söfnuði" 5,200 aðstoðarpresturinn | 3,000. Pað er munur að vera | prestur í Noregi og á íslandi. Það | er ekki furða þótt íiorsku prest- arnir geti gefið sig betur við em- bætti sínu. *

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.