Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.04.1899, Blaðsíða 2

Dagskrá - 08.04.1899, Blaðsíða 2
142 efni er til í osta í landinu sjálfu og sjálfsagt meira en handa því. Sama er um 3. lið að segja: feitmeti gefur landið svo mikið af sér að smér mætti verða mikil verzlunarvara. 4 lið: sjálfir ættum vér að geta soðið mat vom, enda soðið fyrir aðrar þjóðir. Um 5. lið: Vór munum ekki ábatast á því að láta mat vorn fyrir harin. 6. og 7. lið mundum vér geta mist. 8. lið geta hinir eldri ekki mist, sem vanist hafa á hann, að minsta kosti ekki sumir. 9. lið mundi víst mega drjúgum minka að ó- sekju fyrir heilsuna. 10. og 11. lið held ég einnig mætti drjúgum minka, en kiæðast í vaðmál og fá þófaramylnu, svo betur færi á þeim. Um 12. lið sagði B. Thor- arensen: „Sæmri mun ei sínum ver silkiklæddur sprakki en meyja hrein og hýrlynd er hulin vaðmáls-stakki. Við 13. lið er það athugandi að kaup á honum munú vera til gagns fyrir þá, sem vefa dúka úr garninu, þar sem vaðmál þykir ekki hæfa. 14. iið mætti víst Tninka ef ekki stryka út. 15. lið- ur. Alt of margir og mai'gar læra nú að sauma til þéss að fá að svo mikinn saumaskap, um voðirnar sama að segja og um 10. og 11. lið. 16. lið held ég mætti neyð- arlaust stryka út. 17. lið held óg mætti stytta, það eru rúsínur, sveskjur o. fl. 18. mætti líka stytta, ef ekki gengju skinn út úr landinu, en það verður ekki séð, hve mikið af honum er sútað, ég gizka á að það mundi nema 43- 000 kr. þá yrðu ósútuð skinn 100,000 kr. Það veit enginn hve mörg hutídruð þúsund ' krónur með því mundi sparast, ef hætt væri að kaupa skinn, áður en miltisbrandur yrði innlendur sjúk- dómur. Svo væri líklega kleyft að landsmenn lærðu sjálfir að súta skinn. Skinn, sem út úr landinu hafa gengið meðan fjársala var í blóma, hafa verið á annað hundr- að þúsund kr. eða kring um 200- 000 »kr. 19. lið væri óhætt að minka sem því svarar, er brent er tii ösku af kaffi, og þó meira væri mundu dugandi menn þola. 20. lið þarf ekki að kaupa að, hér geta vaxið meira en nógar kartöflur fyr- ir landið. Um 21. lið má það segja að' margir eru hér trésmiðir, en um það skal ég ekki dæma, hvort haganlegra sé að láta smíða stofu- gögn hér heima eða kaupa. þau frá útlöndum. 22. mundi líklega mega stytta. 23. ef til vill stryka út; ég man nú ekki hvað í honum er, en einkis saknaði ég af nauðsynjavöru, svo hún er lítii eða engin í hon- um. Sama má segja um kartöfl- ur,alla-n útlendan veínað ogfatnað; sé lítið og illa unnið í landinu sjálfu, er þörfin mikil, en sé mikið og vel unnið í því, minkar þörfin og verð- ur að litlu eða engu. Allir þessir liðir eru til samans 4,386,097 kr., en alt, sem flutt var til landsins árið 1896 var eftir því sem næst verður komist 9,440,752 kr. svo munaður og ó- þarfavara er nærri því helmingur. En svo er ótalið alt vín og kaffi og annar munaður, sem landar eyða á gufuskipunum, svo.munað- arvaran verður nálægt hálfri 5. miljón. Svo það er ótrúlegt að af því mundi standa líðanir eða hallæri þó óþarfa kaupskapur væri minkaðurum 2,000,000 kr. 2,500,- OOOættiaðduga. Kaup ánauðsynja- vörum mætti vafalaust minka að skaðlausu um 500,000 kr. og um 500,000 kr. mundi verzlunin batna ef landsmenn kæmust úr verzlun- arskuldunum. En mundi ekki mega batna fyrirkomulag á pönt- unarfélögum, svo að arðurinn ykist um' hálfa eða heila miljón? og allar þessar umbætur geta fengist án þess að fá nýja markaði. Allar eru þær frambvæmanlegar, en bæði þarf til þess vit og dugnað, en hagnaðurinn verður heldur ekki í sumu eða flestu af þessu talinn með tölum. [Frh.]. Raddir úr ýmsum áttum. —o— Hornafirði 8i marz 1899. Fróttir eru fáar; tíðin afbragðs góð; fénaðarhöld með betra móti og vonandi nóg hey hjá öllum. Næstliðið laugardagskveld vildi til það slys að eldur kviknaði í íveruhúsi O. Tuliniusar hér í Höfn. Eldurinn kom upp á öðru lofti þar sem mikil föt voru geymd, og brunnu þau upp að rrriklu leyti og húsið skemdist talsvert. Skað- inn er metinn á 300 kr. Hefði Tulinius ekki verið svó heppin að aðgæta eldinn í því augnabliki, hefði húsið brunnið upp til ösku og máske allur kaupstað- urinn. — Heilbrigði manna góð, en því miður ekki sem bezt útlit með björg, ef ekkert fæst úr sjó. Hvalur kom hér inn á Hornafjörð á þorranum, en slapp út aftur á meðan maður var sóttur til þess að drepa hann, því engir voru til að verja honum út. Annars er það töluverð lífshætta að leggja að hvölum hér á firðinum, en sá sem engu hættir, vinnur ekkert. Skagafirði 10. marz 1899. „— — — Lítið er hér minst á pólitík, en margir munu þó hafa ákveðnar skoðanir í því máli,og ekki láta leiða sig í gönur með glam- uryrðum og útúrdúrum, hversu fögrum fyrirsögnum sem flaggað er með, eins og ísafold hefir reynt að gera í vetur. Sjá það margir, seiri betur for, að ekki er nokkurt vit í að sleppa þeim kröfum, sem frumvarp Benedikts Sveinssonar fer fram á, þótt vér ekki séum vissir um að fá því framgengt undir eins; eða mundi ísafoldarritstj. fara þann- ig að, ef einhver skuldaði honum 20—30 kr. fyrir ísafold, en vildi ekki greiða skuldina, að hann þá I gengi inn á samninga við hann svohljóðandi að hann þyrfti ekki að borga nema 2—3 kr. ef hann greiddi þær undir eins, en hugsaði ineð sjálfum sér að krefja inn alia skuldina síðar, þrátt fyrir áð- urnefndan samning um uppgjöf á henni? Pað mætti margtir ætla að hann væri þó dálítið fróðari í lögum en svo að honum dytti nokkru sinni í hug að beita þeirri aðferð, sem hór er nefnd, og von- ast samt eftir sigri. En þegar um það er að ræða að krefja frelsis fyrir hönd landa sinna, sem þeir eiga með réttu heimting á að fá og áttu fyrir löngu, þá virðist oss Valtýsliðar með góðri samvizku geta haldið því fram, sem réttu og sjálf- sögðu. Nei, islenzka þjóðin er enn ekki svo blind, að hún skilji ekki hvað bogið er við þetta — hún skoðar það blátt áfram sem Loka- ráð. — — — Fað er enginn efi á því, að þjóðín á „Dagskrá" það að þakka, hversu maklegar viðtök- ur Valtískan fókk á síðasta þingi; hefði enginn verið til þess að fletta sauðargærunni af refnum, þegar hann skautst á land, þá er óvíst hvernig farið hefði, og heill sé Ein- ari Benediktssyni fyrir sína drengi- legu framgöngu í því máli; hann veitti ófreskjunni bæði mörg högg og stór og treystum vér því, að „Dagskrá" og „Þjóðólfur" liggi ekki á liði sinu í sumar, ef hún kemur afturgengin. Vér væntum þess, að hún beri einhverstaðar á sór merki eftir óþyrmileg tök Ein- ars og fleiri góðra manna og verði því ekki sórlega erfitt að kveða hana niður aftur á næsta þingi —“ B. Seyðisfirði í marz 1899. „— — — Ég hefi nýlega lesið „Eiinreiðina" síðustu, og bjóst óg við að finna þar fróðleik og skemt- un, en þegar óg hafði lesið hana, datt mér í hug þessi makalausa vísa, eftir Steingr. Thorsteinson. „Um frelsis vínber seydd við sólarkyngi mín sálin unga bað; en krækiber af þvældóms-lúsalyngi mér lífið réttir að.“ Mér brá heldur en ekki í brún, þegar ég sá 46 — segi og skrifa fjörutíu og sex — blaðsíður tekn- ar frá öðru þarflegu og fræðandi til þess að tína krækiberin af þræl- dóms-lúsalýnginu þerira Valtýsliða. Ég ætla ekki að skrifá langt mál um þessa ritgerð doktorsins, en þótt ég sé enginn stjóramálagarp- ur, þá held ég, að ég treysti mór til þess að sýna eitthvað af allra- stærstu glompunum í röksemdafær- slu doktorsins, og illa þekki ég Bene- dikt Sveinsson, ef hann nær ekki ærlegum tökum á Valtý og fylgj- urum hans, þegar hann hefir lesið þessa Einrieiðarþvælu. — Okkur alþýðumönnum þykir annars nokk- uð misboðið með því, að fylla Eimreiðina með þessum marg þvældu tuggum úr vikublöðum. Þess konar á alls ekki heima í tímaritum og mun Eimreiðin hafa lifað sitt fegursta, ef þessu heldur áfram. Sumir andstæðingar Bene- dikts frumvarpsins hafa það flytj- anda þess til ámælis, að hann hafi ekki flutt það á síðasta þingi, vilja jafnvel reyna að telja mönnum trú um, að hann sé horfinn frá því. Mér dettur í hhg að segja dálitla sögu í þessu sambandi. Það var einhverju sinni bóndi — ég man ekki hvar — hann átti akur, sem honum var ant um að rækta sem bezt. Nú var það einn dag, að drepsótt kom upp þar í landi, og margir af verkamönnum hans sýktust, en sjálfur varð hann og aðrir, sem heilbrigðir vóru, að verja öllum tíma til þess að hjúkra þeim veiku. Peir gátu þar afleiðandi ekki gefið sig við akurræktinni á meðan, en ósvífni myndi það hafa þótt í meira lagi, að fara smánar- orðum um húsbóndann fyrir það, og geta þess til að hann myndi ekki hugsá neitt um akurinn leng- ur- Er ekki alveg sama. máli að gegna hér hjá oss? Má ekki líkja frelsi því, er Ben. Sveinsson hefri' barist fyrir, við ak- ur sem verið sé að rækta? Er ekki Valtýskan sann-nefnd drepsótt, sem gagntekur líf og limu margra verkamannanna, þingmanna? er það ekki sjálfsagt fyrir þá, sem heil- brigðir eru að hjúkra hinum? Og er nokkur von til þess, að þeir geti geíið sig við akurræktinni á með- an? Er þetta ekki einmitt það, sem endurskoðunarmennina hefir tafið? Hafa þeir ekki verið önn- um kafnir að lækna andlegar drepsóttir, sem komið hafa inn á hvert þingið á fætur öðru og nefnd- ar hafa verið ýmsum nöfnum, svo sem: Miðlun, Valtýska o. s. frv. ? Þetta vona ég að ekki þurfi frek- aii skýringar við. Og ég er þess fullviss, að Benidikt og fylgismenn hans hætta ekki við frelsisstefnuna, heldur fylgja henni fast fram þeg- ar þeim gefst tími til, frá því að lækna andlega sjúklingana á þing- inu----------“? Rauður. Eftir Þórð Sveinsson. —o— Það er býsna myndarlegt að horfa heim að Tungu þ%ar riðið er neðan tröðina. Bæjarþilið er gulbleikt; stórir listar negldir yfir borðasam- skeytin og lausholtin ná út úr þilinu og eru höfð fyrir uglur til að hengja á beizli og þessháttar. Vindskífurn- ar eru breiðar og liggja í kross. Éegar komið er heim að bæjardyr unum, sést glögt á merkjum þeim, sem bæjardyrnar hafa, að þar hefir margur gestur komið. Þilið er alt marið undan svipuhöggum gestanna. Éau hafa líka verið barin miskunnarlaust í full 30 ár. Alt útlitið í kríngum bæinn er of- boð óbreytt og blátt áfram. Éúf- urnar hafa verið ' látnar óáreittar frá aldaöðli, nema ör mjó sléttu ræma fyrir utan og neðan srriiðju- hornið. É að var reglulega sveitarlegt að líta yfir gulbleik túnin, sem höfðu verið hirt fyrir nokkrum tíma og uthey- issæti voru hingað og þángað rim engjarnar. — Éessu líkt sóst oft í blessaðri sveitinni. þá liggur vel á> flestum þar. Það búsældarlega og skáldlega sameinast hvergi betur en þar. Fjörið, gleðin og fegurð- artilfinningin vaknar hjá æskumann- *

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.