Dagskrá - 14.04.1899, Side 2
150
um var um þetta kent. Þykír lík-
legt að ítalir fái þessa ósk sína
uppfylta; en þingmenn eru þar óð-
ir og æfir við stjórnina; þykir hún
hafa í nægilega mörg horn að Jíta.
þótt hún sé ekki að sletta sér fram
í þrotabússkiftin austur í Kína,
og einkum ámæla þeir utanríkisráð-
herranum fyrir ódugnað. Er talið
sjálfsagt að hann verði að fara
frá. Nú er sagt að Rússar hafi
einnig gengið inn á samninga við
Itali og eru þeir þannig til komnir,
að Rússar vildu að páfinn sendi
fulltrúa á friðarsamkomuna í Haag,
en ítalir börðust gegn því með
hnúum og hnefum, en þann-
ig miðluðu þeir málum, að
þeir láta undan í því efni, gegn
því, að Rússastjórn veiti þeim lið
austur í Kína. Þessir samningar
haida menn að verði til þess, áð
Englendingar verði með öllu frá-
hverfir ítölum, og er þá ekki víst
nema þeir sjái eftir skiftunum.
Belgir gerðu þannig lagaðan
samning við Kínverja árið 1865,
að þeir mættu óska eftir einhverj-
um Kínverskum borgarhluta til um-
ráða og er nú sagt að þeir vilji
fá Hankan.
Þess hefir áður verið getið, að
Kínverjar fengu lán hjá Englend-
ingum, en Rússar settu sig önd-
verða á mót.i því. Nú hafa þeir
iátið undan síga og geflð samþykki
sitt til þess.
Frakkland. Dreyfusmálið er enn
til rannsóknar, eru nú rannsökuð
öll leyndustu skjöl, er það snerta.
Sá sem kom í stað Beaurepaires
í einkamáladeildina, heitir Ballot-
Beaupré og vita menn ekkert um
skoðanir hans í Dreyfusmáiinu.
Talið er víst að málið verði dæmt
í lok þ. m. 'hvað sem þá verður
upp á teningnum. Blöðin breiða
alt af út nýja.r og nýjar sögur um
málið, en mesti ofsinn er nú rén-
aður. Blaðið „Figaro“ hefir birt
framburð ýmsra vitna í málinu
og vita menn ekki hvernig það
hafi komist að þeim, þar sem alt
hefir farið fram leynilega. Hefir
nú verið höfðað mál gegn ábyrgð-
armanni þess fyrir þessa sök. Mál
hefir einnig verið höfðað gegn Jules
Lamaitre fyrir æsingar, en Picq-
vart settur í varðhald,
Ný bók var gefin út á Frakk-
landi í vetur, sem nefnist „Herinn
á móti þjóðirmi"; útgefandi bók-
arinnar er Urbani Gohier. Er þar
getið framkomu æðstu hershöfð-
ingja Frakka, og ekkert kiipið ut-
an úr. Var jafnskjótt höfðað mál
gegn höf. bókarinnar og útgefanda
af hendi hermálaráðgjafans, en það
sannaðist að Gohier bafði á réttu
að standa, og var hann því sýkn-
aður af öllum kærum og kröfum.
Framburðir vitnanna í máli þessu
sýndu það ljóst, hvílík svívirða
ríkir. meðal yfirmanna í hernum
á Frakklandi, itæði með fjárdrátt
o. fl. Þegar undirhershöfðingjarnir
voru svo djarfir. að' vilja athuga
gerðir yfirmanna sinna, voru þeir
reknir brott.
5. marz varð það, að púðurhús
sprakk í loft upp, í nánd við Toulon.
50 —60 menn biðu bana af, en
100 særðust auk þeirra. Var tjón-
ið afar-mikið. Pannig gjöreyddist
t. d. að mestu bærinn Lagöubrau.
Grunur lék á því, að þetta væri
af mannavöldum gert, en ekki hef-
ir það sannast. Var veitt fé all-
mikið tíl þess að bæta skaðann.
England. Þar er nú mikíð gert
til þess að auka herskipaflota. í
fyrra vörðu þeir til hans 20 milj.
punda, en nú vill stjórnin bæta
enn við 8 milj. punda og verður
þá iiðið 110640 manns. Þeir vilja
geta tekið hverju sem að höndum
ber. Kveða þeir ekki gefandi gaum
að friðarmasi Riissa, og það því
fremur, þar sem þeir ha.fi kostað
3—4 miljónum punda meira til
herbúnaðar, nú en í fyrra. En þó
kveðast þeir munu verða með ef
nokkrir friðársamningar komist til
framkvæmda.
Samningarnir um Fashodamálið
eru nú undirskrifaðir af báðum
pörtum. Þessi ákvæði eru þar hin
helztu. Frakkar fá Borku, Kansem,
Tibesti, Bagiimi og Wadai, en Eng-
lendingar halda Bahrel-Gazel og
Darfur. Hvorirtveggju mega verzla
milli 5° og 15° n. br. frá Tsad til
Níl. í samningum þessura hafa
Frakkar orðið mjög afskifta.
Englendingar hafa í hyggju að
leggja járnbraut eftir endilangri
Afríku þannig að Karthum, sem
er við suðurstöðvar Norðurbraut-
arinnar komist í samband við
hana.
André. Eins og áður er áminst
komu fregnir austan af Síberíu um
það, að þar hefði átt að finnast
loftfar og 3 lík, en það var síðar
talið ósatt. Fréttin var höfð eftir
veiðimanni einum, er Ljalin nefn-
ist, en Tungusorar áttu að hafa
sagt honum . Hann hefir nú rit-
að grein í blað eitt í Pétursborg,
og sagt söguna frá rótum. Kveð-
ur hann líkindi til, að fréttin sé
sönn, en er Svíar heyrðu það,
brugðu þeir við skjótt og sendu
Martin aðstoðarmann. við sagn-
fræðissafnið í Stokkhólmi austur
til Síberíú. Atti hann að grensl-
ast eftir sannleikanum í þessu máli.
—• Nú er Daniel Brun hættur við
Grænlandsför sína og er ástæðan
sú, að Nathorst jarðfræðingur ætl-
ar þangað í sumar, til þess að
leita að André.
Bandamenn. Ófriði heldur altaf
áfram öðru hvoru, án þess að
nokkuð beri veruiega sögulegt til
tíðinda; bera Bandamenn altaf
hærra hlut, en uppreistarmönnum
hn’ignar dag frá degi.
Róstur ali miklar urðu nýlega
á Havanna, en þær voru bældar
niður. Margir merin voru þar
teknir og settir í varðhald.
í New-York brann fyrír skömmu
stórt veitingahús; brunnu þar inni
50 — 60 manns, og margir meidd-
ust.
Etjyptska stjórnin hefir haft á orði
að banna pílagrímsferðir til Mekka
vegna drepsóttar á Indlandi.
I S’íberí.a sunnanverðri var or-
usta alimikii fyrir skömmu milli
tyrkneskj-a liðsveita og serbneskra
vaiðmanna á landamærunum.
Hvorirtveggju létu sækja liðsauka
að heiman en loks tókst að stilla
til friðar. Áður hafði þó orðið
töluvert mannfall.
Óeirðir miklar
hafa verið í Bolivia í Suður-Amerikir
Hafa Indíánar vakið þær og orðið all-
skæðir. Er ekki útlit fyrir að þar
komist á friður í bráð.
Jarðskjálfta-kippir allmiklir hafa
fundist að undanfömu í Björgvin i
Noregi og víðar. Hefir sumstaðar hlot-
íst af því töluvert tjón.
Háskólapróf' hafa þeir landar
tekið: Sigurður Pétursson frá
Ánanaustum í mannvirkjafræði
með 1. einkunn, Jón Þorkelsson
frá Reynivöllum og Magnús Arn-
bjarnarson frá SeJfossi fyrri hJuta
lagaprófs, báðir með 1. einkunn.
Aage Schierbeck í læknisfræði með
2. einkunn og Jón Proppé úr
Hafnarfirði heimspekispróf með 1.
einkunn.
Um lausn frá embætti hefir
sótt Frans Ziemsen sýslumaður í
Kjósar- og Gullbringusýslu frá 1.
október þ. á.
Hólar komu i fyrradag og með
þeim Jón kaupm. Þórðarson. Með
Skálholti kom auk þeirra, sem
getið var síðast, Páll Snorrason
verzlunaragent.
Verzlun vor,
—o—
[Framh.].
Yér ættum að leggja miklu
meira kapp á verzlunarfélðg en
vér gerum. Fyrst pöntunar- og
svo smámsaman kaupfélög á eftir,
sem yrðu kaupfélög með sannnefni,
en ekki eingöngu með yfirlætis-
nafni. í þeim má eflaust hafa
betri verzlunarkjör, ef ráðdeild og
framkvæmd er í lagi. Hvað eru
umboðsmenn? Þeirra þarf í öll-
um verzlunarfélögum. Eru það
ekki umboðsmenn, sem selja og
kaupa fyrir aðra fyrir ákveðna
borgun, gera svo eigandanum skýr
og full skil fyrir kaupum og söl-
um, engu síður fyrir því, sem keypt
er heldur en hinu, sem selt er, og
flutningskostnaði, eftir áreiðanleg-
um skýrteinum ? En eru þeir ekki
launaðir hálfrefir af kaupmönnum, ef
þeir gera ekki grein fyrir kaupunum
með áreiðanlegum skýrteinum, þó
þeir geri einhverja grein fyi'ir því,
sem selt er? Eða hvaða verzlun-
araðferð er það, hvað heitir hún
þegar svona verzlnnarmenn taka
full umboðslaun? Ágóðinn af
pöntunarverzlun vorri heflr jafn-
vel að töíunum tiJ, verið harla lít-
ill. Meðan ég þelcti til í Dalasýslu
var hann álitinn 0,10 eða 0,12
mestqr. í Múlasýslum ekki meiri.
Ég man ekki betur en þar væri
það til, að kaupmenn seldu sumt
með lægra verði-. Framan af voru
rojög léttvægar. matartegundir í
pöntuninni, mjöl, hálfgrjón og
bankabygg, fékkst ekki, annað en
það, sem mjólk ysti af. Mörg mat-
vara var einnig léttvæg hjá kaup-
mönnum. En ekki get ég eftir
minni reynslu verið svo auðtrúa,
að fallast á þá síðustu reikninga,
sem ég hefi séð, yfir ábatann af
því að vera í pöntunarfólagi, nema
ef til vill, að pöntunin væri borin
saman við allra verstu kauptún.
En miklu gæti hún verið betri, því
miklu minni kostnaður hvílir á
henni hór á landi; svo hefir þess
verið getið, að ekki rynni eins
mikil gjöld af henni inn í Jandið,
eins og jafn mikilli verzlun kaup-
manna og hún veitir landsmönn-
um ekki eins jafna atvinnu og
kaupmanna. Framfarir húsagerða
standa minni af henni, en annari
verzlun; hún bætir kauptún lítið;
hún er laus við allan þann mikla
verzlunarhalla, sem leiðir af skulda-
basli landsmanna. fví annaðhvort
verzlar hún skuldiaust eða tekur
vöxtu af skuldunum, svo hún þarf
ekki að leggja neitt á útlenda vöru
fyrir skuldum, þar sem kaupmenn
leggja ærið fé á verzjunina fyrir
skuldum og vanskilum. Ennfrem-
ur hefir verið vaJ.ið úr allri inn-
lendri vöru handa pöntunarfélög-
unum. Það hefir án efa gert
verzlun kaupmanna lakari. Svo
nægjusemi landsmanna er mikil
með pöntunarverzlunina sína, en
sú nægjusemi virðist mér sýna,
hvað þeir eru auðtrúa, ráðdeildar-
litlir og framkvæmdarlausir í verzlj
unarefnum, að þeir skuli ekki
brjótast meira um en þeir gera
til að gera sór pöntunarverzlunina
ábatasamari en hún er, þegar alls
þess er gætt, sem hér er sagt um
það, hvað hún stendur betur að
vígi en aðrar verzlanir hér á landi,
og hvað hún hefir verið lands-
mönnum óholl, mun það vera
rannsóknarvert, hvort nokkur, eða
minni en enginn hagnaður hafi
verið að henni fyrir Jandsmenn.
Pöntunarverzlun heflr þann tilgang
að losa við kostnaðinn, sem stend-
ur af því, að hafa kaupmenn fyrir
millilið í verzluninní; það hefir líka
tekist bærilega hjá oss. Siðan höf-
um vér haft æði dýra reynslu í því
efni, en launaða kaupmenn höfum
vér aldrei fyr haft; svo eru nú
sjávarmenn, kaupstaðarmenn og
sveitabændur orðnir eins og eldur
og vatn, þeir meiga ekkert eigast
við, þeir verða að ala kaupmenn
á kostnað seljanda og kaupanda,
eigi þeir að geta selt sína vöru, þó
hvor um sig þarfnist annars vöru.
Aldrei heflr oss verið eins mikil
þörf og nú á því, að ganga í hyggi-
leg og öflug verzlunarfélög. Það
gera hin ískyggilegu félög, sem
farin eru að kaupa stór verzlunar-
svæði á landinu. Margir á þeim
svæðum munu búa undir einokun
þeirra, og verða þeirra ánauðugir
þrælar, ef ekki er í tíma reist rönd
við því. Svo hefir það mikil áhrif
á óþarfa kaupin, að panta alt sjálf-
ur. IJá er verzlunarmaðurinn laus
við ginningar búðarinnar.
[Eramh.j.