Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 29.04.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 29.04.1899, Blaðsíða 1
III. No. 40. Reykjavík, laugardaginn 29. apríl. 1899. Tíl minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. ITátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 siðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—'All2- Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 siðd. — Bankastjóri viðst. kl. ÍH/V—IV2 síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; á Mán d.,Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (Glasgow) op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Okeypis lækning- ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) oj). kl. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. í hv. mán. lcl. 11—1., Hafnarstr. 16 (V. Bernhöft). Finamáí í surnar. —o— IV. [Framh.]. Takmðrkun fyrir síjórnaa*- baráffu vorri. (Eimreiðin bls. 41). „Ef vór eigum að geta gert oss nokkra von um árangur af stjórn- arbaráttu vorri, verðum vér jafn- an að hafa það hugfast, að vér megum aldrei fara út yfir þann grundvOll, er vér nú stöndum á.“ Svo spyr hann, og það ekki ófyr- irsynju: „Hvað er róttur grundvöll- ur? Áður hafði ísland óskertan rótt eftir gamla sáttmála. Þetta gátu menn gert með fullum rétti fram að 1871, nú getum vér það ekki“, segir hann ennfremur, „þvi nú er réttargrundvöllur vor breytt- ur og hin fornu landsróttindi vor ekki framar óskert. Þau vóru skert með stöðulögunum, að sönnu móti vilja vorum, en þó á lögleg- an hátt. Er þá ekki löngu búið að innlima ísland í Danmörku? Jú, sannlega, það var gert fyrir 28 árum með stöðulögunum 2. jan. 1871, þar var ákeðið, að ísland skyldi vera óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. Innlimunin er hór svo skýrt tekinn fram, að enginn vafi getur á leikið. Með orðunum óað- skiljanlegur hluti Danaveldis, eru líka grundvalla.rlögin lögleidd á íslandi. “ „Yér megum aldrei fara út fyr- ir grundvöllinn í stjórnarbaráttu vorri.“ En ég spyi- nú með liöf- undinum, hver er sá grundvöllur, og hver heflr' rétt á því að tjóði-a oss ;i einliverjum grundvallarbletti? Lögmenn geta skorið úr því, hvaða lög það séu, sem Danir hafa sam- ið í þeim tiigangi, að binda oss á einhverjum grundvelli, en það er stjórnfræðin, sem á að skera úr því, hvort oss sé heimilt að leita út af þessurn grundvelli eða ekki, en hún dæmir eftir sögulegum rétt- indum, þjóðarrétti og nauðsyn. Það er lögmannsins að ákveða hvað séu lög, og dæma eftir þeim. En stjórnfræðin dæmir um það, hvort lögin séu rótt eða röng, heimil eða óheimil, gagnleg eða skaðleg. Lögmaðurinn getur að sönnu dæmt lög ógild, ef þau ber- sýnilega brjóta niður löghelgaðan rótt einstaklings eða almennings. Yér stöndum ekki á neinum dönsk- um lagaboða grundvelli, sem. vór megum ekki leita út fyrir; vér leitum að og sækjumst eftir grund- vélli til að standa á, það er grund- völlur þjóðaréttarins og stjórnfræð- innar. Hún hugsar um annað og meira en það, hvað séu lögbönd á einni þjóð, sem hún vegna van- rnegnis getur ekki af sór slitið. Hún spyr að því, hvaða rétt. hún eigi. Hvort rétti hennar sé ekki hallað. Hún spyr hvers þjóðin þurfi til að ná menningu og þrif- um. Hún fellir lög úr gildi og býr til önnur í þeirra stað. Ilún er drotning laganna. Pað er eft- ir henni, sem málefni þjóðanna eiga að dæmast, en ekki lögum, sem troða rétt þeirra. Stjórnfræði og lögvísi eru aðskildar vísinda- greinir, þó. þær séu í sumum at- riðum skyldar að veru. Lögmað- urinn lærir hvað séu lög, og að dæma eftirþeim. Flestir lögmenn eru engu gildari stjórnmálamenn heldur en greindir bændui', og hafa fæstir gefist betur á þingum en þeir; það er því hógóminn einber, að vitna til lögmanna í stjórnar- málefnum, því þeir hafa mjög lítið í þeim numið, og geta verið beztu lagamenn, en mjög ónýtir í stjórn vísi. Það standa allir hlutfallslega jafnt að vígi í henni, sem ekkert hafa í henni lært, svo lögmenn ei'U engir biblíustaðir, þó þeir fylgi Yaltý að málum, til að sanna með þeim gagn og farsæld af vand- séðum nýmælum, né heldur óða- mála-málgögn þeirra. Vér neiturn því þverlega, að nokkurt lagaboð bindi oss á nokkrum gj'undvelli, svo oss sé óheimilt að brjótast áfram til að ná grundveíli þjóð- réttar vors og' nauðsynjar. Vér erum skyldir að slíta af oss þessi Valtýs fúa slitur. fá er að líta á stöðulagakenn- inguna. Höf. segir að þau hafi skert rétt. voni og innlimað ísland í Danmörku. Er það þá að innlima og skerða sjálfstjórnarrétt, fiá því áður viðgekst, að aðskilja fjár- hag ríkisins, að fela landirm á hendur, að mildu eða rnestu leyti sérstjórn sína? er þaðinnlimunar at- höfn að setja landshöfðingja, sem hefir alla yfirstjórn landsins í sór- stjórn þess, annaðhvort fullnaðar- yfirstjórn, eða stjórn með nokkru eftirliti ráðgjafans fyrir Island? Ég vildi að Danir héldu áfram með innlimanir af sömu tegund. Kon- ungsfulltrúi sagði á alþingi 1869, þegar mikið var talað um stöðu- lögin, bls. 736, að stöðulögin heftu ekkert rétt íslands, hann væri sam- ur eftir sem áður; þau væru ein- ungis til að ákveða (constatera), stöðu landsins í ríkinu. Pá kemurmálsgreinin: „Óaðskilj- anlegur hluti Danaveldis". Hún á nú að reka á smiðshöggið. Um hana segir konungs fulltrúi 1869 bls. 723 „frá þeirn tíma (1262) hefir ísland aldrei verið ríki út af fyrir sig“. Þýðingin var sú að orðin: „ Óaðskiljanlegur hlut.i Dana- veldis hefði enga aðra þýðingu en þá, að ísland mætti eklci slitna úr sambandi við Danmörk1'. Eftir gamla sáttmála getur ísland ekki verið aðskiljanlegur hluti Dana- veldis. — „Með sérstökum landsrétt- indum“; þá eru þessi orð ekki ótraustur liður í innlimuninni, en höf. þarf • þeirra ekki með, honum nægði langsamlega það, sem kom- ið var. Meira áleit stjórnin við þurfa á þjóðfundinum. Éá ætlaði hún að innlima, en með því að láta íslendinga mæta á ríkisþingi og landsþingi Dana. Öll löggjöf skyldi ganga gegnum dönsku þing- in og ríkisráðið. Alþingi standa jafnfætis efri sveitarstjórnarmálum í Danmörku. Stjórnin var ekki lítilþægari en þet.ta með innlim- un. En öllu er þessu haganlega fyr- irkomið hjá höf., innlimunarkenn- ingin á að sannfæra landið um. það, að það innlimist ekki frekar en orðið er, þó það sarnsinni setu íslands ráðgjafa í ríkisráðinu. Svo er hann nú búinn að hreinsa frá rótinni, hann byggir nú eðlilega hvað ofan á annað, hann sker ekki legginn í sundur í miðjunni, né vingsar rótarlausum blöðum, eins og fylgismenn hans, það er auð- séð að blöð hans og blóm spretta upp af samkynja rót. Þá kemur kenning höf. um það að B. Sveinsson hafi samþykt það á þingi 1869 að ráðgjafinn sæti í ríkisváðinu. „1869“ segir höf. „samþykti þingið með 21 atkvæð- um af 27 svolátandi tillögu. „Jafnt og hinir ráðgjafar ríkisins á ráðgjafimi fyrir ísland sæti í rík- isráðinu, og liefir ábyrgð á stjórn- inni“, bls. 345: Svo segir höf.“ „Éess má og geta, að þessi tillaga var þá borin fram af hinum nú- verandi forvígismanni Benidikt.sk- unnar, einmitt sama manninum, sem nú hamast mest á móti nk- isráðssetu ráðgjafans." Til að sýna, hve ráðvandlega hér er farið með málefni, verður að geta þess, hvernig á stóð á þinginu 1869, þá var nú fyrst. og fremst ríkisráðshællinn þannig að öllum óaði við honum. Þá lagði konungur fyrir þingið 2 frum- vörp, annað um stjórnarlega stöðu íslands í ríkinu, hitt um stjórnar- skrá. Éá va.r enginn annar kostur, en ráðgjafinn skyldi sitja í ríkis- ráðinu, og ábyrgð skyldi þingið sækja gegnum ríkisþingið. Nefnd- in lagði til að fella bæði frum- vörpin. Konungs fulltrúi var orð- inn leiður á þófinu og hótaði því að málið skyldi þá aldrei framar verða lagt fyrir þingið, og hann skyldi aldrei frarnar leggja því liðs- yrði. Undir þessum kringumstæð- um tókst B. Sveinsson það á hend- ur, að vera miðlunarmaður milli konungsfulltrúa og nefndarinnar. Býr hann þá til breytingaratkvæði þetta: „Þangað til öðruvísi verð- ur ákveðið með lögum, sem ríkis- þingið og alþingi samþykkir, felur konungur annaðhvort einhverjum af ráðgjöfum sínum eða, sérstökum ráðgjafa þau sérstök íslenzk mál- efni, sem útheimta staðfestingu konungs, sem íslands ráðgjafa, jafnt og aðrir ráðgjafar konungs, hefir hann sæti í ríkisráðinu og hefir ábyrgð á stjórninni." Með þessu bjargaðiB. Sveinsson stjórnar- skrármálinu. Lað var- lagað en ekki felt. Pað var samt aðeins til málsbóta fyrir þingið. Konungs- fulltrúi sagði það yrði ekki sam- þykt, þegar hitt var felt [bls. 654]. Svona ljúfar voru kringumstæð- urnar, þegar B. Sveinsson kom með þessa tiilögu. En að hann hafi verið þess ófús, sýnir byrjun- in: „E’angað til öðruvísi verður ákveðið með lögum.“ I. bls. 589 talar hann af sínu eigin: „Ég^ vii i einu orði taka það fram, hvað það er, sem frumvörp þessi eigin- ■lega. vantar, það er hjartað í hverri stjórnarskipun, nefnil. ábyrð stjórn- arinnar fyrir þjóðinni. Konungs- fuiltrúi segir erfitt að koma þessu fyrir, ,en þetta er þó öldungis nauð- synlegt, svo nauðsynlegt, að það er óhugsandi Constitution, óhugs- andi nokkurt sjálfsforræði á ís- landi, nerna þessu sé komið öðru-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.