Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 29.04.1899, Blaðsíða 2

Dagskrá - 29.04.1899, Blaðsíða 2
158 vísi fyrir en gert er í frumvörp- unum. Viðleitni stjórnarinnar að breiða yfir þenna galla frumvarps- ins dugir því eigi, hann verður að * dragast fram“. Það þykir ekki hæfa heiðarleg- um mönnum, að hanga í smá- göllum í ritgerðum, sem þeir ráða ekki við, en ekki er það heiðar- legra að skapa einhverjum mein- ingu eða skoðun, eftir því sem hann talar þegar úr verstu vand- ræðum er að ráða, og af tvennu illu verður að taka hið skárra. Svo bazlið með það að koma Benedikt í þessu efni í mótsögn við sjálfan sig, er óhlutvendni, sem hlýtur að verða árangurslaus í sannsýnna manna augum. Ég hefi með öðr- um fleirum sýnt fram á það, á hve góðum grundvelli Valtýr stend- ur. Ég veit þér munið skilja það, háttvirtu landar, að þegar eitt- hvert málefni er bygt á tómum ranghverfum og umsnúningi á öllu sönnu og skynsamlegu, muni það viðsjárvert vera. Ég tek þetta. eins og sýnishorn. En rit- gerðin morar öil af jafnröngum röksemdum, það væri ekki hægra að tína það alt saman heldui- en að flétta reipi úr sandinum. Éað hefir inargur tortrygt fræðslu ann- ara, þegar hún hefir morað af ranghverfum, þó færri bei' hafi verið í skyrinu en hér eru. Væri nú stjórnarástand vort eins og Valtýr lýsir því, væfi oss ekki til setu boðið. Sama má segja um fyfgismenn hans og hann sjálfan, því lærisveinninn er ekki yfir meist- • aranum. Það ætti ekki illa við að Val- týsar hefðu kerlingarsvuntu úr þorskhöfði fyrir fána, þegar þeir fagna sigri yfir Benedikt í ríkis- ráðsmáinu; það væri þeim sannar- lega samboðið; eins gætu þeir með henni krýnt stjórnkænsku sína í innlimunarröksemdunum o. fl. o. fl. eftir því sem að fráman er sýnt. Framh. BÆKUR OG RÍT SESVD „DAGSKRÁ.‘< —o— Aldamót VIII. ár. Ritstjóri séra Friðrik J. Bergmann. Winni- geg 1898. Rit þetta er Jang myndarlegast af hinum kirkjulegu tímaritum vonim, og einskorðar sig ekki við eitt sérstakt efni, heldur gefur því flestu gaum, sem við ber, og nokk- urs er vert. Vér getum ekki að því gert, að oss finst altaf sem þeir skrifi af meira fjöri og lifandi sannfæringu, með meiri hita, meira lífi, Vesturheimsprestarnir, en prest- ar vorir hér heima. Það getur ekki verið af neirmi hlutdrægni fyr- ir oss, því vér höfum aldrei talist í þeim flokki, sem níðir ait heima, en fofar alt erlent um skör fram. Andlegu straumarnir hljóta að vera sterkari þar vestra en hér og þeir prestar þar, sem vér höfum nokkuð heyrt eða séð eftir, eru gæddir meiri mælsku og tala bet- ur til tilfinninganna, með öðrum orðum hafa meiri prestshæfileika, en vér eigum hér að venjast. Má þar til nefna þá: séra Friðrik J. Bergmann, sóra Jón Bjarnason, séra Hafstein Pétursson, séra Jón- as A. Sigurðsson o. fl. Éótt vér séum alveg gagnstæðrar skoðunar við þá í mörgum atriðum, þá virð- um vér þá eigi að síður mjög fyr- ir það, að þeir auðsýnilega bera fram mál sitt af sannfæringu; það er ómögulegt að þeim yrðu lögð svo fögur orð í munn ella. Það, að vita mann halda fram máli sínu af innilegustu sannfæringu, og brennandi löngun til þess að koma því áleiðis, vekur hjá manni djúpa lotningu fyrir þeim, sem það gjörir, hvað sem um skoðanirnar er að segja að öðru leyti. Fremst í ritinu eru „Landskjálfta- ljóð“ í tólf flokkum, eftir séra Valdemar Briem. Þar er margt fagurt erindi, eins og allstaðar hjá Valdemar, en víða eru eintóm orð sett „í eyður verðleikanna" eins og Steingr. kemst að orði. Ljóðin eru yfir höfuð mjög fögur og eink- ar lipur og létt. Þá er fyrirlestur eftir séra Frið- rik J. Bergmann, er hann nefnir Quo vadis? (hvert ferðu?), er fyr- irlestur þessi 40 bls., og einkar vel saminn. Miðar hann allur að því, að sýna fram á, að vér nú á tímum ekki síður en fyr á öldum, getum rakið feril drottins í lífi þjóðanna og séð höndina hans leið- andi, suma til sigurs, en aðra til ósigurs; ekki eftir handahófi, held- ur launandi sumum og hegnandi öðrum, hverjum eftir því, sem hann verðskuldar. Fyrirlestur þessi flytur margar heilnæmar kenning- ar, ágætlega framsettar, lipurt, ljóst og skiljanlega. Höf. sýnir fram á, að oftast sé að leita ógæf- unnar hjá sjálfum sér, hver mað- ur eigi og geti smíðað sína eigin gæfu, undir handleiðslu og stjórn drottins. fað er eitt í þessari grein, sem víðar kemur fram hjá Vesturheims- prestum: Þeir álíta að öll kristni og allur guðdómur sé að deyja út hér á landi, og dæma það alt eftir ytri siðum; eftir bókstafnum, ekki eftir andanum. Vér viljum mótmæla þessu sem algeriega röngu. Vér álítum að sannur kristindóm- ur sé sífelt að aukast á meðal vor; kærleiksverkum fjölgar og þau eru ávextir kristindómsins. Þar 'með er alJs ekki sagt, að þetta mætti ekki vera á hærra stigi; og þótt djúpt sé telrið í árinni hjá höf., þá er honum það fyrirgefandi, því liann talar af lifandi sannfær- ingu og brennandi áhuga. Yftr höfuð er grein þessi stór-merkileg og þess verð að vera lesin af hverju mannsbarni á íslandi. Næst er „Ræðan hennar móður hans,“ eftir Jan Maclaren, Jjómandi faJleg saga og vel þýdd. Éá er kvæði eftir séra Matthíás „ Ambátt drottins", gott kvæði, eins og vænta mátti. Þar næst er prédikun eft- ir séra Jón Bjarnason „Um bind- indi“ og höfum vér aldrei heyrt né séð, betur talað máli þess frá þeirri hlið, kristindómslrliðinni. Á einum stað kemst höf. þannig að orði: „Að því, er til vor mann- anna kemur, er hálfur kristindóm- urinn bindindi og að þvi, er til guðs kemur, er allur kristindóm- urinn bindindi, og enn segir hann, að það að stofna bindindisfélög hafi vafalaust verið eina skynsam- lega og kristilega ráðið til þess að stemma stigu fyrir drykkjuskapa- syndinni. Hafi séra Jón þökk — þúsundfalda þökk fyrir þessa ágætu ræðu sína. Þá koma „Tíðareglur kirkju vorrar“, eftir séra Friðrik J. Bergmann. Þar er það talið mikilsvert og sjálfsagt, sem vér höfum áður bent á í „Dagskrá", að prestar tini ekki alt upp af blöðum, lesi ekki altaf dauðan bókstaf án hugsana, án tilfinninga, í stað þess að tala Jifandi orð út úr sínu eigin Jijarta. Það gladdi oss mjög, að lesa það, að prestur- inn er þar öldungis sömu skoðun- ar og vér, og vér viljum enn á ný vekja athygli íslenzku prest- anna á þessu atriði. Þeir ættu að lesa vel þessa ritgerð. Þar á móti þykir oss óþarflega margbrotið það guðsþjónustusnið, sem séra Friðrik bendir á. Það myndi ekki miða stórum til þess að gera menn betri eða kristilegri. Þó ber því ekki að neita, að há- tíðlegar athafnir, fagur söngur og margbreyttur o. fl. þvílikt hefir mikil og djúp áhrif á hugi manna. Síðast í ritinu er „Undir lindi- trjánum" það eru ritdómar, og víða mjög góðir. Þó er það eitt, sem höf. hefir gert sig sekan í; hann dæmir það alt of hart og ósanngjarnlega, sem er á móti skoðun hans eða kenningum kirkj- unnar, og það er lionum ekki fyr- irgefandi, jafn mentuðum manni og skynsömum. Harðast hefir þetta komið niður á David 0st- Jund og Guðmundi Friðjónssyni. Hann segir að orðfæri Guðm. só samantvinnað af sérvizku, tilgerð og fordild. Hann tekur upp rang- hermi um Guðm. eftir Einari Hjör- leifssyni og bríxJar honum um það. Hann talar um að Guðm. hafi nú loksins gefið út bók eftir sig. Yeit hann það ekki að Guðm. er kornungur, fátækur alþýðumað- ur, sem hefir samið Jjóð sín og sögur, jafnframt því sem hann heflr orðið að berjast fyrir tilverunni án nokkurrar verulegrar hjálpar, og heflr gert mikið samt? Það eru fleiri menn en prestar til í heiminum, sem betur fer, og þess vegna koma þeir tímar að Guðm. fær réttJátari dóm en þenna. Þá fer höf. ekki siður villur veg- ar í dómi sínum um Yeginn til Krists. Kveður hann hr. 0stlund hafa haft þessa bók til þess að smeygja sér inn og halda fyrst fram öðru en þvi, sem aðallega só kenning þeirra aðventista. Það er rétt eins og höf. hafl tekið þetta eftir Ljósinu, en vér verðum að mótmæla þvi, að það sé satt, sem það segir. 0stlund hefir komið hér fram hreint og djarft, án þess að vilja láta menn halda að hann kendi annað en hann gerir í raun réttri samkvæmt trú sinni, og ekki þarf séra Friðrik að tala um trúarofsa að því, er hann snertir, það getum vér Reykvíkingar, sem satt viljum segja, betur dæmt urn en hann. Að kenning hans sé ólútersk og óevangelisk held ég að fðir verði til að fallast á. Það er skaði þegar jafn gáfaðir, mentaðir og góðir menn eins og séra Frið- rik er, gera sig seka í þessari synd. — Að finna það Bjarna kenn- ara Jónssyni til foráttu að 3 menn hafi kostað útgáfu bóka hans, flnst oss satt að segja ekki við- eigandi, það er svo að sjá af rit- dómunum um Baldursbrá, sem höf. vilji láta velja nefnd, sem ákveði hverjir skuli hafa leyfl til þess að setja fram hugsanir sínar í ljóð- nm — og helzt vera sjálfur einn í nefndinni. Slíkar kenningar eru ekki samboðnar frelsisanda vorra daga. Meginþorri manna elskar ljóðin og óskar eftir þeim og hví þá að svifta menn þeirri saklausu skemtun, sem þeir hafa af því að lesa þau? Þrátt fyrir einstöku atriði, er vér höfum fundið ástæðu til að flnna að, óskum vér helzt Aldamótum inn á hvert heimili á íslandi og óskum vér þess að vér ættum marga jafnheita og and- ríka menn hér heima og höfund- ar þeirra eru. (íarðyrkjukverið 1899. I því eru nokkrar stuttar og gagnorðar ritgerðir, fróðlegar fyrir almenn- ing. (Kartöfiurœkt og Mómold eftir Á. Th., Nýir sáðyarðar eftir Aðal- stein Halldórsson, Kartöfiusýkin eftir Einar Helgason, Eins árs blóm- plöntur, Rabarberplantan og Hrafna- klukkubróðir eftir sama. Og loks upplýsingar um Garðyrkjufélagið eftir séra Þórh. Bjarnarson.) Kver- ið er vel úr garði gert, bæði að innra og ytra búningi. Almaiiak fyrir árið 1899, geflð út í Winnipeg af Ólafl S. Þorgeirssyni; einkar fróðlegt og vel samið. í því eru t. d. fæðing- ar- og dánardagar ýmsra merkis- manna, bæði íslendinga og annara, í staðinn fyrir messurnar gömlu, og eru það góð skifti og skynsam- leg. Innihald almanaksins er: Thnatalið, Dagatafla fyrir árið 1900, Saga barnsins (eftir Charles Dickens), Safn til landnámssögu Vestur- sJslendinga í Nýja-ísiandi, fróðlegt mjög og vel samið, Maðurinn, Hvað kostar barnið? Ráðaþáttur, Haust- og vetrarís, það svarar kostnaði, Tómstundirnar, Sparsemi, Uppskerutiingl, Gyðingurinn gang- andi, Um hestinn, Trjáiviður til geymslu, Um vatnsafl, Ýmsir mceli- kvarðar, Ferðhraði, Dýpstu námar, Fiskmergðin, Helztu viðburðir og mannalát meðal íslendinga í Vest- urheimi. Almanakið er veJ þess vert að það nái útbreiðslu hér á landi; ekki síður en fyrir vestan haf. Svava; alþýðlegt mánaðarrit, geflð út í Vesturheimi, ritstjóri G. M. Thompson; fróðlegt rit og skemti- legt að mörgu leyti. Stjarnan; útgefandi Stefán B. Jónsson í Winnipeg. Þar er margs- konar fróðleikur, sem nytsamt væri og gagnlegt fyrir menn að lesa. Sex smárit eftir Einar Joc- humsson, flest í ljóðum, þrjú nefn-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.