Alþýðublaðið - 01.01.1906, Page 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ.
okkur skóla, megum við nota hann
með því skilyrði að læra þar það
eitt, sem þeim hefur komið samari
um að láta okkur læra. Þeir gefa
út blöð og bækur og selja okkur
hvort sem við viljum kaupa eða
ekki. Eigum við góða yfirmenn, þá
líður okkur þolanlega, séu þeir vond-
ir, eigum við illa æfi. Þegar vald-
hafinn beitir svipunni, þá skrækjum
við eins og' hundar, en klappi hann
á lærið, þá dillum við rófunni. Það
sem okkur vantar, heimtum við af
valdhöfunum. Þegarvið sakberum,
sakberum við þá.
Xið kunnum ekki, við þorum ekki,
við reijnum ekki að hjálpa okkur
sjálfir.
Svona erum við.
Hjá okkur íslendingum eru kjör
alþýðunnar og ástæður miklu beh’i
en sumstaðar hjá öðrum mentaþjóð-
um. Þó er ekki því líkt, að við
getum eða megum una því, sem er.
Astandið getur verið ilt, þó menn
farist ekki hundruðum saman úr
hungri og þrælkun.
Þótt við ættum enga skatta að
gjalda og engum lögum að lúta,
vantaði okkur eftir sem áður, það
sem
viö Inirfiiiii
til að geta lifað góðu lífi sem frjálsir
menn í frjálsu þjóðfélagi: Pekkingu.
Við þurfum að þekkja hlutverk
okkar og þýðingu í þjóðfélaginu.
Við þurfum að vita hvaða réttur
okkur ber og hvaða skyldum við
höfum að gegna. Við þurfum að
sjá með augum skynseminnar það,
sem við gerum og það, sem við okk-
ur er gert. Við þurfum að læra að
meta gildi félagsskaparins. Við þurf-
um að heimla þaun rétt, sem við
eigum, og læra að beygja okkur undir
þær lagakvaðir, sem heill þjóðarinn-
ar er undir komin. Við þurfum að
fylgjast með tímanum í verklegum
framkvæmdum og afla okkur þeirr-
ar þekkingar sem til þess útheimtist.
Bókmentirnar eru nú á tímum sá
grundvöllur sem framfarirnar hljóta
að byggjast á. Notasælasti þáttui-
inn úr bókmentunum eru blöðin.
Við þurfum að eiga blað fyrir okk-
ur. Blað, sem við höfum öll um-
ráð yfir, sem við megum skrifa í
það, sem okkur þóknast og við finn-
um þörf á að birta opinberlega. Það
sér hver sem sjá vill, að
við gctum
þetta, ef við einungis viljum. Það verð-
ur í senn, léttasta og drýgsta sporið
sem við getum stigið í framfaraáttina.