Alþýðublaðið - 01.01.1906, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ.
3
Þetta vakti fyrir okkur sem gef-
um út þetta blað. Við fundum til
þess, hver þörf var orðin á slíku
blaði. Hve mikil þörfin er, á þetta
blað að sýna og mun sýna. Við
höfum gert þessa tilraun; það er und-
ir þjóðinni komið, hve vel hún lán-
ast.
Það er óþarfi að taka það fram,
hver aðalstefna blaðs þessa á að
vera; það má sjá af þvi sem að
framan er skrifað. Hver málefni
það tekur til meðferðar og berst fyrir,
leiðir af sjálfu sér. Það skal að eins
tekið fram, að jafnframt því sem
blaðið ræðir almenn málefni, þau
er alþýðuna varða, mun það viðog
við, ljá rúm frjálslyndum hugmynd-
um sem alþýðumenn fá ekki rúm
fyrir í öðrum blöðum. PóliLík mun
blaðið sneiða hjá svo sem hægt er
og varast stranglega flokkadrátt.
Smágreinar til fróðleiks og skemt-
unar, flytur blaðið við og við.
Að svo mæltu leggjum við blaðið
fyrir þjóðina til álits og afnota.
Vinnuhjúa verðlaunin.
Eitt af þeim ráðum, sem að lík-
indum hefir verið fundið upp til
þess, að halda vinnufólkinu kyrru
i vistinni er það, að veita því verð-
laun, körlum og konum, sem hafa
verið vissa áratölu í vinnumensku
á sama heimili. Verðlaun þessi voru
veitt árið sem leið og voru að upp-
hæð 10 kr. hin lægri, en hin hærri
15 kr.
Hvort þau nái tilgangi sínum er
ekki gott að segja, en ólíklegt er
það.
Hverjir skyldu vinna það til, að
vera í vist 10 til 15 ár í sama stað,
til þess að vinna fyrir verðlaunum
þessum, og það ef til vill á því
heimili, sem þeim er ógeðfelt að
vera eða þau fá minna fyrir vinnu
sína en annarsstaðar? Þeir mundu
að líkindum verða fáir. En annað
ráð mætti benda á og ræða um, og
það er, hvort ekki - v-æri heppi-
legt, að vinnufólk sem er í vist á
sama heimili i fleiri en 1 ár, væri
fengin i)Iettur einhversstaðar utan
túns til garðræktunar, þar sem það
helzt kysi, en þó þar sem húsbónd-
anum væri að skaðlausu. Blettur
þessi ætti að vera að stærð, alt að V<t
til ]/2 dagsláttu, og njóta ætti hjúið
afurða hans aðöllu leyti, ef það með
tímanum getur girt hann og ræktað.
Ef 2 eða 3 vinnuhjú ættu blettinn i
félagi, væri þeim ekki vorkunn á,
með hjálp húsbóndans, að vinna svo
mikið við hann árlega, að hann eftir