Alþýðublaðið - 01.01.1906, Page 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ.
5
eitl og sama merki til þess að geta
komið sem mestu til leiðar eiga þeir
bágt með, og' ógjarnan vilja þeir
fylgja fyrirskipunum annara ef um
lengri tíma er að ræða.
Trúrækni íslendinga er svona og
svona. Prestarmr eru flestir hverjir
vel metnir menn og oft fyrirmynd-
ar búhöldar. Kirkjuferðin er oft
eins mikið til skemtunar gerð eins
og af þrá eftir að heyra guðsorð.
í Reykjavík hafa kaþólskir menn
stofnað skóla, sjúkrahús og kirkju,
en litið sem ekkert heíir söfnuður-
inn aukist.
Hjálpræðisherinn er nú einnig
kominn til Islands með söng og
hljóðfæraslætti sem annarsstaðar, en
íslendingar horfa bara á — en enginn
lætur »frelsast.«
Til verkmannaí
Þótt hér í Reykjavík sé mesti
urmull af alls konar félögum, þá er
þó ekkert aí þeim réttnefnt verk-
mannafélag, nema Prentarafélagið.
Þau eru öll að meira eða minna
leyti blandin mónnum af öðrum
stéttum. — Það sem hér vantar, er
félag, sem allir þeir verkmenn, sem
undir aðra eru gefnir eða stunda
hlaupavinnu, geti verið i, hvaða
handverk eða starf sem þeir hafa á
hendi.
Hlutverk þessa félags ætti að vera
að rökræða þau mál, er verkmenn
og iðnaðarmenn varða, gefa mönn-
um kost á að láta í ljós skoðanir
sínar á þvi, er miðar til þess að
upphefja verkalýðinn eða alþýðuna
í heild sinni. Það ætti að vera fé-
lag' manna, sem með einlægum vilja
og samvizkusemi brytu málin til
mergjar svo að þau yrðu vegin á
vog réttvísi og réttsýni, í stað þess
að láta leiðast í bandi þeirra er
þykjast bera heill alþýðunnar fyrir
brjósti, en hafa að eins það fyrir
takmark, annaðhvort að verja það
vald og þann auð, sem þeir þegai-
hafa náð, eða þá að hrifsa undir
sig þetta hvorttveggja.
Til þess að læra að skilja rétt
sinn, og til þess að verja rétt sinn,
þurfa menn að hugsa um hann og
gera sér grein fyrir í hverju hann
er fólginn, þurfa að læra að meta
sig sjálfa og virða hver annan og
styðja hver annan í baráttunni móti
hræsni og yfirdrepsskap, falsi og
rangindum.
Menn verða að skilja það sem
skyldu sína, að berjast fijrir því, að
þau lög og fyrirskipanir, er að nokkru
skerða frelsi einstaklingsins eða þjóð-
arinnar í heild sinni verði úr gildi
numin, og menn verða að berjast
móti þvi, að þess konar lög fái fram
að ganga. Með æfingu læra menn
þá list, að gagnrýna svo þessi mál,
þegar þeim á að beita gagnvart