Alþýðublaðið - 01.01.1906, Page 7

Alþýðublaðið - 01.01.1906, Page 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ. 7 Eins og vænta má, hefir Gorkí séð sitt af hverju og' reynt margt og ekki alt af skárra tæginu. Hann þekkir kvalalíf og kúgun, örbyrg'ð og' eymd, andlega og líkamlega. Hann veit hvað það er að vera hungr- aður og öllum úrræðum sviftur. Lífsskoðun hans hefir auðvitað feng- ið mót eftir því, sem fyrir hann hefir borið, hann heimtar jöfnuð og' prédikar jöfnuð en virðist þó næstum örvænta um að jöfnuður geti nokk- urn tíina orðið að framkvæmd, eða lífið geti nokkurn tíma orðið öðru- vísi en ilt og ófagurt, þessi svart- s<rni er eðlileg aíleiðing af lífskjörum hans. Hann ritar alþ5rðlega og skjrrt; getur sýnt fyrna-mikið í fám orðum. Lindin sem þjóðmegunin er ausin af eru alþýðuflokkarnir; hinir mörgu smáu eru það, sem byrðarnar bera — hera þjóðirnar fram til velmegunar og þroska, Heill og framtíð þjóð- anna er þvi að mestu að byggja á alþýðunni. Þetta er sannleikur, sem alþýða hverrar þjóðar þarf að skilja. Sannleikur, sem drotnar og mann- ráðendur verðaogeigaað viðurkenna. I hinum mentaða heimi eru eigi skiftar skoðanir um það, að þeim þjóðunum fleygi örast áfram á fram- farabrautinni, sem eiga vel upplýsta og frjálsa alþýðu. Menn eru komn- ir að þeirri niðurstöðu, að það marg- borgi sig að hlúa að lindinni, hregða yfir hana birtu frelsis og menning- ar, til þess að hægt sé að leiða í ljós perlurnar og gimsteinana, því þangað er þeirra helzt að leita. íslenzk alþýða, þú sem vinnur haki brotnu frá morgni til kvelds — þú, sem með óþreytandi elju neytir allra lífsins krafta til þess að leggja þjóðinni til mannvænlega eftirkom- endur og leggur á þann hátt ó- grynni fjár til þjóðþrifa fyrir utan alt annað. Líttu upp og fram! Þú hefir óhrekjanlegar kröfur til frelsis, menn ingar og viðurkenningar — til jafnréttis við Mammon. Enn sem komið er lætur þú um of leiðast af annara vilja og' skoð- unum, annara drotnun og valdi. En þetta á ekki svo að vera;þúert fær um sjálf að eiga aðalþáttinn í þeim málum, sem varða velferð þína og menning — málum þeim, sem heill og framtíð þjóðarinnar stendur og fellur með. Og til þess að þetla verði — að þú náir framförum, menningu og viðurkenningu, verður þú að vinna. Þú verður sjálf að heyja baráttuna til frelsis og sigurs sjálfri þér. Þig á ekki að skorta skilning og atorku til þess. íslenzk alþýða! Tak höndum saman sem einn maður til eflingar menningu þinni og frelsi. Ryð sjálf brautina. Og þú ert alfrjáls! H. B

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.