Alþýðublaðið - 01.01.1906, Blaðsíða 8
8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ.
Smáveg-is.
Kaldabras.
Hér á landi hafa gengið munnmæli
um einstakamenn, sem áttu að kunna
kaldabras, þ. e. festa saman járn án
þess að eldbera það. Þetta var belst
eignað framúrskarandi hagleiks-
mönnum eða þeim, sem framúrskar-
andi þekkingu höfðu í járnsmíði. En
svo var með kaldabras, sem marga
aðra kunnáttu, að það jþótti ekki
»einleikið«, var með öðrum orðum
unnið með tilstyrk Djöfulsins, sær-
ingum illra anda eða öðru óguðlegu
atbæfi. Það var víst, að aðferðin
var leyndarmál, sem þeir er þektu,
létu aldrei uppskátt. Sumir menn
efuðust þó um að kaldabras væri
annað en ímyndun ein. En hinirvoru
samt æðimargir, og eru jafnvel til
enn, sem trúðu að það ætti sér stað.
Eg hefi heyrt það sagt um Baldt,
sem var yfirsmiður við alþingisbús-
ið, að hann hafi farið með hamra,
fleyga og önnur járntæki, sem brotn-
uðu við vinnuna, í smiðju og kom-
ið með þau heil, eftir skamma stund,
án þess að eldmerki sæust á járn-
inu. Hann átti að hafa kunnað
kaldabras. Svipaðar sögur hefi ég
heyrt um járnsmið einn, sem nú er
í Reykjavik.
Það er ekki líklegt að kaldabras
hafi átt sér stað áður á tímum, en
nú á tímum geta menn hrasað sam-
an kalt járn með heldur einfaldri
aðferð. Til þess er notuð efnablanda,
sett saman úr 6 hlutum hrennisteins
og 6 hl. blýhvítu móti 1 hl. huris
(borax). Þessi efni eru svo hrærð
út í sterkri brennisteinssýru. Sýran
er borin í sárin, sem saman á að
brasa og járnið sett undir mikið
farg. Eftir vikutíma eru samskeyt-
in eins traust og heilt járn væri.
Skrítlur.
A. (við strokufangann): »Ertu
sloppinn úr gildrunni?«
F.: »Nei, — ég setti bara annan
1 staðinn minn«.
A.: »0g hvern þá?«
F.: »Fangavörðinn —!«
Itl. 11 á Þorláksmessukveld.
Viðskiftam. (við kaupm.): »Mér
finst engin aðsókn hjá vður; það er
þá dálítið líilegra hjá stéttarbróður
yðar þarna vesturfrá«.
Kaupm.: »Jú, það skil ég; þangað
koma unglingar og landeyður til þess
að hlusta á Negrasöngva og Bram-
ínagarg. En liingað kemur fólkið
til þess að verzlaa.
Einn af gestunum við bóndann:
»Hvaðan hafið þið fengið þessa fal-
legu könnu?«
Bóndinn: »Hún er »bestelt«.
Konan: »U-nei, hjartað mitt, hún
er pöntuð!«
B: »Hvaða vitleysa, hlíðan mín.
hún er »bestelt!«
Orobb.
í. málari: »Ég málaði mynd, svo
eðlilega líka vetrarhjarninu, að þeg-
ar jeg hengdi hana upp í herberg-
inu mínu, »féll« hitamælirinn um
10 stig«.
2. málari: »En ég málaði í fyrra
mynd af Grími gamla kaupmanni
svo eðlilega og »lifandi« að ég hefi
orðið að raka hana á hverjum
morgni síðan«.
Prentsiniðjan Gutenberg.