Alþýðublaðið - 20.11.1906, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.11.1906, Blaðsíða 8
132 ALÞÝÐUB laðið og endir. Mestu stærðfræðingar heimsins reyna ekki að skilja þau, því það væri ekki til annars en eyða tíma. Vegalengdin frá sólinni okkar til næstu nágrannasólar er 25 billjónir mílna1). Hlutur sem færi 1 milu á mínútu hverri þvrfti 49 milljónir ára til að fara þessa leið alla. Næst- næsta sól er meir en helmingi lengra á burtu. Sé lengra farið, verður að nota ljóshraðann til að mæla vega- lengdirnar. Ljósið fer 186000 mílur á sekúndu. Hvílíkan óravegfer ljósið þá á 1 kl.tíma, dag viku eða mán- uði! Þó er ljósið meir en 4 ár á leiðinni milli sólai'innar okkar og næstu sólar. Sú vegalengd, sem ljós- ið fer á einu ári er kölluð Ijósár. Milli endimarka hins sýnilega heims telja sumir stjarnfræðingar að vera muni 30,000 ljósár! Starðfræðingarnir hafa líka reynt að reikna saman hve mikill sé þungi allra sólnanna, eða með öðrum orð- um, hve mikið sé efnismegin þeirra allra. En þá hafa þeir fundið, sér til mikillar undrunar, að efnismegin allra sýnilegra sólna er svo sára-lítið brot af því efni, sem þeir vita að er til í geimnum, að þess gætir varla. Niðurstaðan verður sú, að meginið aí efni alhemsins ber ekki birtu. Lifs- mörkin eru svo lítil í heiminum að hann má heita »dauður«. Ljósmyndir af heiminum sýna 100 milljónir sólna. En eins og' að ofan er sagt þarf varla að taka þær til greina. Starðfræðingarnir vita það að í alheimsrúminu er nóg í 32 milljónir sólna, af sömu stærð og' okkar sól. Að eins örlítill hluti þessa efnis er sýnilegur. Hvað á að ímynda sér um það, sem ekki sést? Eru það útdauðar sólir, jarðstjörnur og tungl, sem reika þar í ómælisviðáttu útheimsins? Ef við hugsum okkur 32 billjónir sólna og að hver þeirra hafi 8 fylgihnetti, eins og sólin okkar, ættu sólkerfln eða »heimarnir« að vera 256 billjónir talsins. Reikistjörnurnar 8 í okkar heimi eru allar saman ekki nema V745 hluti aí megingildi sólarinnar, af þvi má sjá að hnettir geta myndast og fyr- irfarist milljónum saman, svo ekkert beri á í alheiminum, — ekki meir en þó litlum steini sé kastað í hafið. Hita sólnanna og hraða mæla menn með undraverkfæri því er firð-litsjá nefnist og fundið var upp á öldinni sem leið. (Vor Jord). Jekyl-Island var eyðiey nokkrar mílur undan landi, frá ríkinu Georgiu í Norðurameríku. Hana fengu 100 miljónaeigendur í félagi, og bygðu þar yfir sig skýli hver fyrir sig, — hundrað veglegar hallir —, til að geta skroppið þangað til tilbreytingar við og við, þegar óhófið og sællífið í landi keyrði fram úr hófi. 1) Hér cr átt viö cnskar mílur. Prcntsmiöjan Gutenberg 19Q6.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.