Alþýðublaðið - 20.11.1906, Side 4
128
ALÞ ÝÐUBLAÐIÐ
sig, en skiljanlegra verour það, ef
litið er á fleiri ritgerðir eftir hann, í
sama blaðí. (Framh.)
Er alþýðan sofandi-------?
Er ísleznk alþýða dauð úr öllum
æðum, eða er hún sofandi?
Þessi spurning hefir oft ílogið
mér í hug síðan »Alþýðublaðið« fór
að koma út. Mér hefir sýnst þeir
vera svo fáir, sem vilja nota tæki-
færið til að brjóta af sér ánauðar-
okið, sem legið hefir á herðum al-
þýðunnar, og sem hún — að von-
um — er orðin þreytt að bera.
Eg vildi feginn geta svarað þess-
ari spurningu neitandi, en því er
ver og miður að það er ekki hægt,
enn sem komið er.
En undir hvaða málefni ætti
alþýðan að taka vel, ef ekki það,
sem miðar því á allar lundir að
bæta kjör hennar? Og hverjum
ætti henni að vera ljúfara að fylgja
og sjá stuðning sinn, en þeim, sem
bjóða henni aðstoð sína að fyrra
bragði? Mér fanst sjálfsagt þegar
blaðið fór að koma út, og ég sá
hvaða stefnu það hafði, að alþýðan
myndi taka því feginshendi. Eg
hefi verið heyrnarvottur að mörg-
um óánægjuandvörpum í flestum
þeim stöðum þar sem ég hafi dvalið.
Eg hefi verið sjónarvottur að illri
meðferð á mörgum manni, sem illa
hefir þolað þrælkunina og óskað
eftir betri kjörum. Nú gefst þeim
kostur á af hrista af sér ánauðar-
fjötrana sem legið hafa á úlnliðum
alþýðunnar, mann fram af manni.
En mér finst sem þessir sömu menn
dragi sig í hlé af ásettu ráði, eins
og þeir sáu búnir að sætta sig við
kjör sín og óski ekki að fá þeim
breytt. Þetta verð ég að álíta ósjálf-
stæði af vesta tægi, — eins konar
dauðamörk, að vilja ekki ganga í lið
með þeím fáu mönnum, sem hafa
ótilkvaddir tekið að sér málefni
þeirra. Hvort er það hræðsla við
yfirboðarana sem veldur þessu? Eða
er það hin fánýta von um aukabita
eða aukasopa af hendi húsbóndans,
sem ræður þessu hugarfari sumra
verkmanna? Fyrir slíkan kjark er
ekki gefandi eyrisvirði. Það má vera
að það sé gott fyrir einstaka menn
í svipinn, að fylg'ja málstað þeirra,
sem eru andhverfir frelsisviðleitninni.
En til frambúðar verður það ekki.
Það hefir oftast verið svo, þegar um
umbætur er að ræða, að þeir draga
sig í hlé og vilja hvergi nærri koma,
sem mest hafa kvartað og verið ó-
ánægðastir; — að örfáum mönnum
undanskildum. Getur verið að suma
skorti hæfileika til að veita hjálp sem
um munar; en allílestum mun aftra
kjarkleysi og marg-innblásinn þræl-
dómshugsunarháttur.
Eg beini þessum orðum ekki frem-