Alþýðuvinurinn - 01.03.1914, Síða 4
4
ALÞÝÐÍJYINUEINN
legt að gera svo í lagi væri, að vera
gintur til aS skemta með því,
sem þú veist að vekur leiðindi og
gremju hjá þér eftir á, að gera sitt
besta og vera borgað með afskifta-
leysi, að svelgja eiturlyf, til þess að
þóknast þeira, sem þú veist að eru
að svíkja þig, að glata morgundeg-
inum fyrir slíkar kvöldstundir, að
leitast við að vekja gleði lijá þeim,
sem viti sínu fjær launa hana
með lófaklappi! Það eru launin og
uppskeran, sem þú berð úr býtum
fyrir að hafa gefið þig á vald
freistingunni og dauðanum.
Tíminn, reynslan, sem flest leiðir
í ljós, opnaði að síðustu augu mín,
svo eg sá, hverjir ágætismenn þess-
ir lagsmenn mínir voru. Nú eru
þeir gleymdir; gleymdir, nema í
sambandi við lestina, sem þeir
leiddu mig út í; þeim var eg orðinn
svo vanur, að það er og verður á-
valt ervitt fyrir mig að uppræta
minningu þeirra þaðan.
Því næst kyntist eg mönnum, sem
að vísu höfðu óbeinlínis slæm áhrif
á mig, en sem að sumu leyti voru
ekki vondir menn. Þegar eg hitti
þá, hafði eg nýskilið við hina fyrri
félaga mína; eg fann til einstæð-
ingsskapar og átti óhægt með að
veita viðnám freistingum þeim, sem
iíf mitt var háð. Hið minsta tilefni
samhygðar og vináttu, sem þessir
menn óafvitandi gáfu, varð til þess
að glæða aftur hjá mér þann neista,
sem annars mundi hafa sloknað.
Þessir menn voru ekki drykkju-
menn. En þeir reyktu báðir; hafði
annar þeirra tekið það upp til þess
að fylgjast með tískunni, en liinn
lært það af föður sínum. Það var
ómögulegt að hugsa sér verri tál-
snöru lagða á braut mína, eins og
ástand mitt var, en þessir tveir
menn voru. Eg var, áður en eg
vissi af, á valdi freistingarinnar,
og byrjaður að reykja með þeim.
Þeir töluðu um reykingar og tó-
baksnautn sem lækningu við löngun
i áfenga drykki. Þó að eg vissi, að
sú kenning væri óneitanlega svipuð
því, að reka út illa anda með full-
tingi belsibubbs, gat eg samt ekki
að því gert, að láta ginnast af
henni. Eg reyndi líka brátt, að
hinu hvíta eitri í tóbakinu fylgdu
sjö andar, sem voi’u verri en það
var sjálft.
Það yrði of langt mál að segja
frá öllu, sem fyrir mig kom í sam-
bandi við það, að eg byi’jaði að
reykja. Að eins skal eg geta þess,
að eg kendi brátt þorsta, sem eitt-
hvað sterkara en tómt vatn þurfti
til að sefa. Það varð til þess, að eg
vék aftur inn á þá braut, sem eg
þóttist áður góðu heilli hafa snúið
frá. Eg byrjaði aftur að neyta
víns; fyrst ofur lítils í vatni; en
smátt og smátt varð drykkurinn
sterkari, þar til að því kom, að
hann var orðinn lítið annað en vín
og að síðustu tómt sterkt vín. Eg
liafði að vísu drukkið áður. En ef
tóbakið hefði ekki þarna orðið arða
á vegi mínum, mundi tæplega eins
illa hafa farið fyrir mér og raun
vai’ð á.
Þeir, sem láta sig litlu skifta or-
sakirnar fyrir því er »þeir hafast
að, sem aldrei skoða hlekkina, sem
keðja vanans stendur saman af, eða
þeir, sem eiga ekkert til af því, sem
eg liefi minst á, í fari sínu, þeir
munu dæplega trxxa því, að eg segi
þetta satt. En hvað þessir hlekkir
eru, sést best á því, að þeir skulu,
þrátt fyrir fortölur vina, þrátt fyr-
ir grátandi konu og þrátt fyrir
spott og spé heimsins, binda mann-