Lögberg-Heimskringla - 08.12.1960, Blaðsíða 1
Högberg - J^etmskringla
SlofnaS 14. Jan., 1888 StofnuS S. aapL. ltSS
74. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 8. DESEMBER 1960
NÚMER 47
Kappsamur námsmaður
Fréttir frá Gimli
í október síðastliðnum hlaut
Mr. Ruth Master of Education
gráðu frá Manitoba háskól-
anum og var prófritgerð hans
A History of Education of
the Icelanders in Manitoba,
er þetta fjórða háskólagráða
hans. Hann hlaut Bachelor of
Arts gráðu 1934; Master of
Roy H. Ruth
Arts gráðu 1953; Bachelor of
Education 1955 og má með
sanni segja, að hann hafi ver-
ið kappsamur námsmaður,
ekki sízt þegar tekið er til
greina að hann hefir gegnt
ýmis konar störfum á þessu
tímabili. Hann vann 5 ár við
búnaðarstörf hjá föður sín-
um; 14 ár við kennslu og 11 ár
hefir hann verið í þjónustu
sambandsstjórnarinnar. Mr.
Ruth er sonur Guðjóns og
Guðrúnar Ruth (Hrútfjörð),
Kveðjum skilað
Heiðrekur Guðmundsson
skáld frá Sandi, nú á Akur-
eyri, bað dr. Richard Beck
fyrir kveðjur vestur um haf
með eftirfarandi vísu, er hann
skráði á eintak af nýjustu
kvæðabók sinni, Vordraumar
og vetrarkvíði:
Við, sem yrkjum, eigum þér
allir skuld að greiða. —
Berðu vestur, kvæðakver,
kveðju um hafið breiða.
Annar Akureyringur, Bjarni
Jónsson úrsmiður frá Gröf
(áður um skeið vestan hafs),
orkti meðfylgjandi vísu undir
ræðu dr. Becks á fundi Rót-
aryklúbbsins á Akureyri 19.
ágúst síðastliðinn og afhenti
honum í fundarlok:
Richard Beck er góður gestur,
gjöfull á vor mál að styðja,
fáa vildi ég fremur biðja
fyrir kveðju mína vestur.
er stunduðu búskap að Cyp-
ress River, Man. Þar ólst hann
upp og hlaut barnaskóla-
í síðastliðnum mánuði voru
málverk listmálarans Emile
Walters sýnd í f jórum borgum
í Florida ríki á vegum Nation-
al Collection of Fine Arts of
the Smithsonian Institution.
Voru það myndir hans frá Is-
landi og Grænlandi. Áður var
þetta myndasafn sýnt í New-
port, R.I.; Boston, Mass., og
að Dartmouth College og hef-
ir hvarvetna hlotið lofsamleg
ummæli. í tilkynningunum
um sýningarnar er Islands
jafnan minnzt og sögu þjóð-
arinnar. Mr. Walters flytur
og fyrirlestra í sambandi við
sýningarnar. Hann er talinn
með þeim beztu, er mála
landslag og umhverfi í heims-
skautalöndum.
Of Walter’s paintings, the
art critic for the New York
Post wrote: “He . . . performs
the astonishing feat of making
the incredible credible. The
amazing contours and colors of
this unique land ... the reflec-
tions of glaciers in an almost
rainbow brilliance above the
line of mountains . . . ren-
dered by the artist with di-
rectness and simplicity that
make them convincing.”
Flóttamannavandamálið
í Evrópu brátt leysi
Þess er skammt að bíða, að
flóttamannavandamálið verði
að fullu leyst og það væri
þess vegna ábyrgðarleysi að
hætta starfinu núna, sagði
Svisslendingurinn dr. Auguste
Lindt, yfirmaður flóttamanna-
stofnunarinnar nýlega á fundi
Allsher j arþingsins.
Árið 1955 var tala þeiría
flóttamanna í Evrópu, sem
ekki höfðu enn fengið varan-
legt hæli, 252,000. I árslok
verður talan komin niður í
75,000, enda þótt 238,000 nýir
flóttamenn hafi bætzt við á
tímabilinu. Síðan 1955 hafa
svo 170,000 manns bætzt við
í flóttamannabúðunum.
Vandamál ungverska flótta-
fólksins eru nú svo að segja
leyst, sagði dr. Lindt. Um
þessar mundir eru 200,000
flóttamenn í Marokko og Tun-
is. Hann færði öllum þeim
löndum, sem hefðu veitt
flóttafólki læknishjálp og að-
stöðu til menntunar, hinar
innilegustu þakkir.
menntun, en miðskólamennt-
un við Jón Bjarnason Acad-
emy. Háskólaprófum sínum
lauk hann við Manitobahá-
skólann.
The New York Times com-
ments on “the strange land-
scapes, weird skies and atmos-
pheric effects . . . that evince
Emile Walters
a striking sense of design.”
Newsweek réported that visi-
tors liked the ability with
which Walters transferred
space and brightness to his
canvass “in an atmosphere
strangely clear . . . where
I colors stand out sharply.”
„Flóitamannaárið"
reyndist árangursríkt
Dr. Lindt sagði, að það væri
beinn árangur af „flótta-
Frh. bls. 8-
Við Kyrrahaf
Er hlýr og bjartur röðull rís
úr rekkju svartrar nætur,
jökull skartar eldi og ís,
inn í hjartarætur.
Röðull stafar Ránar lönd
rósum vafurloga;
greiðir traf frá geimsins rönd
glæst um haf og voga.
Yndisstundum bresta bönd,
bundnum lyndistrega:
Teiknar myndir tímans hönd
á tjaldið yndislega.
Vakir blær í veðri og lund;
vonin kær, og trúin;
eins og væri ung hver stund,
ellihærum rúin.
í kvöldsins fró við Kyrrahaf
kýs ég ró og næði.
Ekkert dó, sem yndi gaf;
efni nóg í kvæði.
S. E. BJörnsson
28. nóv. 1960
Sunnudaginn 2. okt. síðastl.
minntust börn og barnabörn
Mr. og Mrs. W. J. Ámason
75 ára afmælis Mr. Árnasons,
sem var næsta dag, en Mrs.
Árnason átti 72 ára afmæli
síðar í mánuðinum. Veizlan,
þar sem 40 skyldmenni ásamt
börnum og barnabörnum, sett-
ust að borðum, var haldin á
sumarheimili J ó n s sonar
þeirra og frú Lilju konu hans.
— Mr. og Mrs. Árnason hafa
tekið happadrjúgan þátt í
starfsemi Gimli-bæjar og em
enn vel starfandi að ýmsum
áhugamálum bæjarins. Mr.
Árnason er umsjónarmaður
fyrir Gimli Park og er í Is-
lendingadagsnefndinni, og er
einnig féhirðir þjóðræknis-
deildarinnar á Gimli. Mrs.
Árnason er varaféhirðii* deild-
arinnar og hefir starfað vel
og í mörg ár í djáknanefnd
lútersku kirkjunnar á Gimli.
Þau hjónin hafa komið upp
níu börnum með ráðdeild og
sóma, sem eru nú mörg í
ábyrgðarfullum stöðum. Hin-
ir mörgu vinir þeirra á Gimli
óska þeim allra heilla og
margra ára farsælla ævidaga.
Þann 26. okt. var afmælis-
veizluhald á Betel. Miss Mar-
garet Sveinsson stjórnaði
skemmtiskrá að vanda. Hún
minntist þess, að Mrs. Odd-
fríður Jóhannson, sem átti af-
mæli 1. okt., væri ekkja Jóns
Jóhannssonar, sem var fyrsta
íslenzka barnið, sem fæddist
í Nýja Islandi. „Klukkan tvö
um nóttina, fáum klukku-
stndum eftir að fyrsti hópur
íslendinga lenti við Viðines-
tangann ( W i 11 o w Island),
fæddist Jón í tjaldi við stóran
hvítan stein í fjörunni.“ Margt
er breytt á Willow Island síð-
an fyrsti hópurinn kom þang-
að síðasta sumardag 1875.
Svo sagði hún: „Miss Guðrún
Sigurðsson, sem átti afmæli
10. okt., kom til okkar 1943,
þegar þörfin var mest og það
leit út fyrir að enginn feng-
ist til að matreiða, þá kom
Gunna til okkar að matreiða
á Betel. Hún hætti að mat-
reiða fyrir mörgum árum, en
var aldrei langt í burtu og
hélt áfram að vera eins og
ein af okkur, þar til hún kom
til að dvelja hér á Betel með
okkur." Miss Sveinsson ósk-
aði öllu afmælisfólkinu heilla.
Fyrst og síðast var sálmasöng-
ur og var Mrs. H. Stevens við
orgelið. Próf. S. K. Hall
stjórnaði alþýðusöngvum og
lék á píanóið. Mr. Jóhannes
Húnfjörð fór með kvæði eftir
sjálfan sig. Miss Sæunn
Bjarnason las gamanvísur,
ortar af ungfrú Guðrúnu
M a r í u Benónísdóttur að
Hvammstanga í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Miss S. Hjartar-
son flutti gott ávarp til af-
mælisfólksins og gesta. Eftir-
farandi áttu afmæli í október:
Oddfríður Jóhannson, Sigur-
veig Jónassson, Jakobína Nor-
dal, Guðrún Sigurðsson, Ás-
gerður Brandson, Thorbjörg
Goodmundson, Bergur John-
son, Daníel Peterson. Elzta 87
ára, yngsta 75 ára.
Miss Anna Guðrún Johnson
frá Gimli útskrifaðist í lok
júlímánaðar sem flugfreyja á
Trans-Canada loftleiðum eftir
yfirgripsmikið fimm vikna
námskeið í Montreal. Miss
Johnson er fædd á Gimli og
er dóttir Mrs. Steinunnar
Johnson og manns hennar,
Bergsveins Johnson, sem lát-
inn er fyrir mörgum árum.
Anna stundaði nám við Gimli
skóla og útskrifaðist frá Gimli
miðskóla með ágætri einkunn
og tók einnig drjúgan þátt
í félagslífi og störfum skólans,
t. d. í leiklist, í ritstjórn árs-
rits og sem erindsreki til
„United Nations Seminar“
námskeiðs um starfsemi Sam-
einuðu þjóðanna. Hún fór frá
Gimli til Manitobaháskólans
og brautskráðist þaðan með
„Bachelor of Arts“ nafnbót
síðastl. vor i maímánuði. Hug-
heilar heillaóskir fylgja Miss
önnu Johnson hvar um heim
sem leið hennar kann að
liggja.
Dr. og Mrs. A. B. Ingimund-
son kom heim til Gimli 28.
október úr skemmtiferð til
Evrópu. Þau fóru frá Winni-
peg kl. 5 e. h. 2. okt. og komu
til Lundúnaborgar kl. 9 næsta
morgun; ferðuðust með „jet“
flugvél. Þau komu við í Lund-
únaborg, Parísarborg, Brus-
sels, Amsterdam, Kaupmanna-
höfn og Hamborg. Flugu þau
milli allra viðkomustaða. Mrs.
Ingimundson hafði verið mjög
hrifin af fegurð Englands, en
læknirinn dáðist mjög af
Danmörku.
Mrs. Jósephína Johnson,
kona Jóns B. Johnson frá
Birkinesi, átti sjötugsafmæli
3. nóvember. 1 því tilefni var
veizla haldin sunnudaginn 6.
þ. m. á heimili Mr. og Mrs.
Laurence Stevens. Mrs. Stev-
ens er elzta dóttir þeirra
hjóna. Fjölskyldan byrjaði
daginn með að vera við guðs-
þjónustu í lútersku kirkjunni
kl. 11 að morgni. F/O W. G.
Silvester, tengdasonur þeirra,
gekk í söfnuðinn og litla dótt-
ir hans var skírð Maureen
Ann, hún er yngsta bamabarn
Frh. á bla. 7.
Málverk Walters sýnd í Florida