Lögberg-Heimskringla - 08.12.1960, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 08.12.1960, Side 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. DESEMBER 1960 Lögberg-Heimskringla Publiihed every Thursday bjr NORTH AMERICAN PUBUSHING CO. LTD. Printed bjr WALLIN GFORÐ PRESS LTD. 303 Kennedjr Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Monlreal: Próf. ÁskeU Löve. Minne- apolis: Mr. Valdimar Bjömson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Stein- dór Steindórsson yfirkennari. Subscnption $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlxed u Second Claw M»Il, Poat Offiot Department. Ottawa. Til íhugunar: Misskilningur Eitt sinn hnakkrifust tveir karlar, en þess er ekki getið hvert deiluefnið var, enda kemur það ekki sögunni við. Loks tók annar að þreytast á þófinu og segir við hinn: Það er bezt fyrir okkur að hætta þessu, það er bara misskilningur hvort sem er. Já, svarar hinn, misskilningur er það víst, en hann er á þína hlið karl minn. Menn brosa gjarnan að þessu, og ef ég man rétt, fann ég þessa sögu í bók, sem heitir „íslenzk fyndni“. Fyndnin liggur í því, að í fljótu bragði virðast karlarnir „fáséðir fuglar“, og þess vegna skrítnir. En við ofurlitla íhugun hlýtur maður að sjá, að þessir menn eru alls engin afbrigði frá öllum þorra manna; að þá er að finna á hverju strái, og að það væri alls ekki úr vegi að skyggnast í eigin barm. En við slíka íhugun hverfur fyndnin og í hennar stað kemur bláköld alvara, alvara þess, sem sér við róttækari íhugun, að þetta almenna fyrirbæri er frumorsök að flestu því, sem illa fer í samlífi manna og þjóða. Nú er að vísu auðvelt að finna margvísleg tildrög ti misskilnings milli manna, en þó hygg ég flestur misskiln- ingur eigi sér þrjár aðalrætur. Ein þessara róta er takmarkað sjónarmið hvers manns, sem stafar af þekkingarskorti, skorti á skilningsgáfu, eða hvoru tveggja. Þessum annmörkum eru allir menn háðir, aðeins á nokkuð mismunandi stigi. önnur rótin er hið ófullkomna tæki, er menn nota til að túlka hver öðrum hugsanir sínar og tilfinningar — málið. Það nægir ekki til sameiginlegs skilnings tveggja manna, að þeir tali sama tungumál, því viss orð og orðasambönd tákna ekki það sama báðum. Og þetta er miklu tíðara en menn yfir- leitt gera sér grein fyrir. í þessu sambandi minnist ég presta- fundar eins, sem ég var staddur á fyrir mörgum árum síðan. Var þar rætt af kappi miklu um málefni, sem ég man nú ekki lengur hvað var, en svo virtist sem engum tveimur kæmi saman um deiluefnið. Kvaddi ég mér þá hljóðs, og var það fúslega veitt. Byrjaði ég með því að segja, að ég væri öllum, sem á undan mér hefðu talað, hjartanlega sam- þykkur. Komst ég þá ekki lengra í bráð fyrir hlátri hinna, en áður en lauk gat ég sannfært þá um, að þeir stefndu allir að sama marki, aðeins eftir sinni leiðinni hver. Og þannig er því tíðum varið, þegar tveir eða fleiri deila. Hin þriðja aðalrót misskilnings er illvilji. Þar sem illúð er ríkjandi, eru allar leiðir lokaðar að sameiginlegum skiln- ingi. Þar er misskilningurinn í hávegum hafður, og þar er hann líka ævinlega „á þína hlið karl minn“. Þegar mönnum hefir tekizt að grafa fyrir þessar þrjár rætur og þannig upprætt allan misskilning, verður gaman að lifa, því þá koma blessuð jólin. En því miður er víst langt til jóla enn. Nær 20 þús. manns í liðssveitum S.Þ. í Kongó Enda þótt nær 20 þús manns séu nú í sveitum S.Þ. í Kongó og þar á meðal séu beztu tæknifræðingar, sem völ er á, er ekki hægt að segja annað en að þetta lið sé allt of veikt — með tilliti til verkefnanna, sem þar eru til lausnar. Þetta sagði Dag Hammarskjöld á þingi S.Þ. Jafnframt lagði framkvæmdastjórinn áherzlu á það, að hann óskaði einskis fremur en þætti liðssveita S.Þ. í Kongó yrði brátt lokið og Sameinuðu þjóðunum mætti takast að sjá Kongó fyrir fullkomnu og raunverulegu sjálfstæði. Hammarskjöld fór miklum viðurkenningarorðum um „hina fjölmörgu embættismenn í Kongó, sem aldrei hefðu verið nefndir og mundu sennilega aldrei verða nefndir með nafni — og þá mörgu menn frá öðrum löndum, sem þjónað hefðu hugsjónum Sameinuðu þjóðanna í Kongó. CAROLINE GUNNARSSON: Minningarorð Hinn 1. júní síðastl. lézt að heimili sínu í Campbell River, B.C. Mrs. Sigríður Gunnars- son. Hún leið út af í svefni, 75 ára að aldri. Sigríður var dóttir land- námshjónanna Sveinbjörns og Steinunnar Loptson, er sett- ust að í Þingvallabyggð, ná- lægt Churchbridge, Sask., á seinasta tugi nítjándu aldar, og systir Ásmundar Loptson, fyrrverandi fylkisþingmanns í Saskatchewan. Hún var fædd að Fellsenda í Dalasýslu á íslandi 16. sept. 1884, en fluttist til Kanada með foreldrum sínum árið 1887. Þau dvöldust um hríð í Nýja íslandi og síðar í Win- nipeg, en árið 1890 námu þau land í Þingvallabyggð og reistu þar bú. Var Sigríður styrk stoð foreldra sinna og margra yngri systkina á erf- iðum uppvaxtarárum. Þann 14. febrúar 1908 gekk hún að eiga eftirlifandi mann sinn, Eyjólf Gunnarsson, og stunduðu þau landbúnað í heimasveitinni með frábær- um samhug og dugnaði. Árið 1939 brugðu þau hjón búi og fluttust til Campbell River. Var söknuður að burt- för þeirra, því á heimilinu ríkti hlý gestrisni og gleði. Sigríður heitin unni hreinni fegurð, og kunni bezt við sig úti í faðmi náttúrunnar. Hún var söngelsk með afbrigðum og gat tekið lagið með skærri soprano rödd. Hún var barn- góð, viðkvæm og blíð í lund, vildi að öllu hlynna, sem bágt átti, jafnt mönnum sem mál- leysingjum. 'órétt gat hún ekki þólað og mátti ekki vita maðki misboðið. Manni sínum var hún traustur og ástríkur förunaut- ur, börnunum góð og fórnfús móðir. Sigríður heitin var lögð til hvíldar í Campbell River graf- reitnum 6. júní 1960. Hana syrgja, auk margra vina og vandamanna, eftirlifandi eig- inmaður og börn þeirra fjög- ur: Sveinbjörn og Ingunn (Mrs. O. H. Johnson) í Þing- vallabyggð; Gunnar, Prince Albert, Sask., og Eyjólfur Sig- urður, Tisdale, Sask. Tvö börn misstu þau Eyjólfur og Sigríð- ur í bernsku, Steinunni og Ólaf Ingvar. ísaldirnar Nú er vitað með nokkurn veginn vissu, að á síðustu milljón árum (aðeins augna- blik miðað við aldur jarðar- innar, sem er í það minnsta fimm billjón ára gömul) hefir stór partur af Norður-Amer- íku, allt Kanada og norður helmingur Bandaríkjanna leg- ið fjórum sinnum undir ís- breiðu allt að tveimur mílum að þykkt, sem náði suður til þar sem Chicago borg er nú. Síðasta ísöldin, segja vísinda- menn, byrjaði fyrir svo sem 100,000 árum og varaði til til- tölulega skamms tíma. Fyrir fimm þúsund árum var enn þykk ísbreiða þar sem Toron- to borg stendur nú. Fimm stórvötnin (The Great Lakes) urðu til, þegar þessi síðasta ísbreiða bráðnaði. Háskólar og vísindastofnan- ir hafa mikinn áhuga á að rannsaka slíka fyrirburði. Leiðangrar, hver á fætur öðr- um, fara víða um veröld í leit að vísi um hvað geti valdið óessum breytingum. Hópur vísindamanna er nú á norður- íveli (Axel Heiberg Island og víðar) með nýjustu tæki til rannsóknar. Kuldinn og ís- jreiðan er enn að færast norð- ur á við, og sjávarhitinn eykst, þó hægt fari. En svo má búast við, segja- vísindin, að þetta snúist við eftir nokkur tug- þúsund ár og að ísbreiðan taki að færast suður á við og að enn önnur ísöld leggi Norður- Ameríku í eyði. Þetta, halda sumir, kemur til af því, að hringsnúningur jarðarinnar er ekki ætíð eins. Hún er nokkurs konar skopp- arakringla, sem stendur upp- rétt af snúningshraða, en eins og skopparakringlan hallast til og frá (wobbles), svo að heimsskautin (poles) stefna ekki einlagt í sömu átt. Sem stendur, stefna pólarnir nokk- urn veginn beint til pólstjörn- unnar (Polaris-, sem því virð- ist standa í stað, og Stóra Ausan og aðrar fastastjörnur snúast um hana.' En þetta er hverfullt fyrirbrigði einmitt af því, að jörðin skjögrar á hringrásinni. Tvö þúsund og fimm hundruð árum fyrir Kristsburð stefndi möndull (þ. e. norðurpóll) hennar á stirnið Alpha Draconis, en að tólf þúsund árum hér frá mun hann stefna á Alpha Lyrae. Pólstjarnar verður í nokkurn veginn réttri línu við póla jarðarinnar árið 2,100. Svo nú er getið til, að þessir skjögrar jarðarinnar eigi sinn þátt í því, að ísbreiða pólanna fær- ist til, og þar með miðjarðar- línan. Vísindamenn fengust nokkuð við útreikninga þessu viðvíkjandi á GPY tímabilinu (1958-59) en að lokum slógu engu föstu um það, hvenær mætti búast við næstu ísöld á norðurhveli jarðarinnar. Það mun vera almennt álit- ið, enda kennt í fræðibókum, að jörðin „hringsólist“, þ. e. að hún fari hringferð um sól- ina á hverju ári. Þetta er auð- vitað ekki rétt, þótt útkoman sé eins og ef jörðina færi ár- lega hringferð um sólina. Sólin er, sem sé, á hraðri ferð og er braut hennar bara til- tölulega lítið bogamynduð, þar sem hún er í útjarðri vetr- arbrautar klasans, sem er diskmyndaður og snýst um möndul. Jörðin flyzt með henni, en fer krókaleið, og er braut hennar ekki ósvipuð lagi tappatogarans (cork- screw). Um einn tíma ársins er hún beint fyrir aftan sól- ina, snýr sér þá til hægri og hraðar ferð sinni þar til að sex mánuðum liðnum er hún beint fyrir framan sólina. Hún hægir þá á ferðinni og snýr til vinstri, en sólin fer fram hjá henni. Þegar sólin er komin á undan, snýr jörðin til hægri, og þessi leikur byrj- ar á ný. Nánari samlíking væri kannske sú, að framrás jarðarinnar er eins og ferð snáksins, sem liðast áfram á grasfleti. En eins og skopparakringl- an skjögrar jörðin annað veifið, og það er þetta, sem vísindin nú halda að geti ollið því, að ísbreiður skautanna færist til. L. F. Flytur margar ræður Dr. Richard Beck hefir und- anfarið flutt fjölda af ræðum, meðal annars eftirfarandi: Út- varpserindi frá stöð Ríkishá- skólans í N. Dakota, 12. okt., um Leif Eiríksson og Vín- landsfund hans, og ræðu um norrænar menningarerfðir á fjölmennum fundi Þjóðrækn- isfélags Norðmanna í Grand Forks (Sons of Norway) 21. október. Mánudaginn 14. nóvember var Dr. Beck fulltrúi ríkishá- skólans og flutti erindi um sögu hans á ársþingi kvenna- d e i 1 d a r bændasamtakanna North Dakota Farm Bureau, er háð var á háskólanum, og yfir 200 konur sóttu víðs veg- ar úr ríkinu. Daginn eftir flutti hann erindi um Islands- ferð sína í sumar („Iceland Re-Visited”) á fundi Rótary- klúbbsins í Grand Forks. ICELANDIC RECORDINGS available at JAMES CROFT & S0N Baldwin Pianos & Organs 321 GARRY PH. WH 2-5012

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.