Lögberg-Heimskringla - 08.12.1960, Síða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. DESEMBER 1960
7
Ástamál Zulua
Zuluar í Afríku kunna fæst-
ir að lesa og skrifa, en þeir
geta þó skipzt á „bréfum“. Til
þess hafa þeir fundið upp sér-
stakt táknmál, og nota til þess
alla vega litar perlur, líkt og
hvítir menn nota blóm. Perl-
urnar hafa mismunandi þýð-
ingu eftir því hvernig þær eru
litar og eftir því hvernig þeim
er raðað saman.
Ef ungri stúlku lízt á pilt,
þá sendir hún honum „ástar-
bréf“, en það eru perlur saum-
aðar á léreft. Grænn litur
táknar brennandi ást, rauður
litur táknar örvæntingu, hvít-
ur litur táknar órofa tryggð,
en blár litur er viðvörun. Ef
stúlka sendir svartar perlur,
saumaðar á grænt léreft,
nierkir það: „Ég elska þig, en
þú ert ónotalegur við mig og
ég er óhamingjusöm.“ Sendi
hún piltinum gular perlur,
þýðir það: „Mér lízt mjög vel
á þig, en foreldrar mínir halda
að þú eigir ekki svo margar
kýr, að þú getir keypt mig.“
Pilti í tilhugalífi er ekki ver
gert en ef honum eru sendar
bláar perlur saumaðar í kross,
því það þýðir: „Nú er annar
kominn í spilið.“
Zuluar, sem vinna í borg-
Um, senda ,,perlubréf“ heim
°g fá sams konar bréf að
heiman. Þess vegna hafa hvít-
if menn lært nokkuð í þessu
laknmáli þeirra. Ef hvítur
Verkstjóri sér að Zului hefir
íengið blátt perlubréf, veit
hann hvað það þýðir. Og þeg-
ar Zuluinn 'kemur til hans
°g biður um heimfararleyfi
vegna þess að faðir sinn sé
Veikur, þá svarar verkstjór-
inn, ef hann vill vera vin-
gjarnlegur: „Ég sá bláu perl-
Urnar hjá þér. Farðu heim
Undir eins og reyndu að
hraekja í kærustuna þína.“
Þegar Zulupiltur hefir kom-
•zt að því, að stúlkan, sem
hann leggur hug á, mun vera
til í að giftast sér, þá verður
hann að fara á fund foreldra
hennar og bera upp bónorðið.
Uefir hann þá með sér hina
hyggnustu úr ættflokki sín
hm, til þess að semja um
haupin. Venjulega er stúlkan
íöl fyrir eina eða tvær kýr,
ett ef hún þykir sérstaklega
iögur, eða er snillingur í að
öansa, þá fæst hún ekki fyrir
^uinna en 6-8 kýr.
Þegar gengið hefir verið frá
^aupunum, er farið að búa
^udir brúðkaupið. En áður en
það er haldið, hefir tilvonandi
hfúðgumi leyfi til þess að
Senda trúnaðarmenn sína
þeim til foreldra stúlkunnar
°g ganga úr skugga um að
engir alvarlegir gallar séu á
þenni. Er hún þá klædd úr
þverri spjör og rannsökuð
^kilega. Ef það kemur þá í
tjós, að einhverjir gallar eru
^ henni, er tilvonandi brúð-
Snmi laus allra mála, en for-
eldrar stúlkunnar halda kún-
um, 0g eru þær þá gjald fyrir
tryggðarof.
Ef stúlkan reynist gallalaus,
er allt í lagi með að brúðkaup-
ið fari fram. En hún verður
að ganga undir eina raun enn.
f viðurvist allra ættingja sinna
verður hún að fara í bað, sem
blandað er ýmsum ilmefnum.
Þar er henni þvegið hátt og
lágt, og þá eru allir ættingj-
amir til vitnis um það, að
henni sé skilað heillri og
hraustri, hvað sem síðar kann
að verða. Með þessu móti hafa
ættingjarnir tryggt það, að
þeir þurfa ekki að greiða nein-
ar skaðabætur, ef brúðguminn
skyldi verða óánægður með
konu sína.
Síðan er brúðkaupið haldið
með mikilli veizlu og verða
foreldrar brúðgumans að
halda þá veizlu.
Lesbók Mbl.
Konan þoldi ekki ketti
prá bls. 3.
hátt tengd atburði þeim, sem
gerzt hafði þegar hún var að-
eins fjögurra ára gömul.
Þá hafði verið köttur á
heimilinu, en dag einn hafði
faðir hennar tekið köttinn og
kyrkt hann fyrir framan aug-
un á henni. ,
Upp frá þeim degi hafði hún
mikinn ímugust á köttum.
Sálfræðingunum þótti liggja
ljóst fyrir, að andúðin á kött-
unum og síðar hræðslan ætti
frekar skylt við framkomu
föðurins en dýrin sjálf. Frek-
ari sálkönnun leiddi í ljós,
að allar minningar, sem hún
átti um föður sinn, voru á
sama veg. Hann var frekur
og yfirgangssamur, og í raun
og veru hafði hún haft andúð,
sem þó var ekki að öllu leyti
meðvituð, á honum.
Kattarmorðið hafði orðið
nokkurs konar tákn fyrir
andúð hennar á föður sínum.
Þegar tekizt hafði að sýna
konunni fram á þessa skýr-
ingu, og hún fékkst til að
leggja trúnað á skoðun sér-
fræðinganna, var tekið til
nýrra ráða. Hún var látin
snerta þau skinn, sem hún
hafði aldrei áður getað snert
án hryllings, og svona var
haldið áfram stigi af stigi, unz
einn daginn að hún gat strok-
ið ketti án þess að finna til
nokkurs hryllings eða
hræðslu.
Nú er konan búin að hafa
kött í húsinu hjá sér um langt
skeið og fer hið bezta á með
þeim. Það sem meira er, hún
hefir ekki tekið upp neina
nýja hræðslu í stað hinnar
fyrri, og í fyrsta skipti í
ómunatíð er hún hætt að naga
neglur.
Þetta er en eitt dæmið um
Það á hvern hátt barnið túlkar
viðhorf sín, oft á dulinn, ó-
meðvitaðan hátt, og sýnir okk-
ur hve viðkvæm barnssálin er
og hver áhrif ógeðfelldar per-
sónur, og atvik tengd þeim,
geta haft á alla framtíð þeirra.
Vísir
Fréttir frá Gimli
Frá bls. 1.
Johnsons hjónanna. En eftir
messuna fór öll fjölskyldan á
heimili Mr. og Mrs. Laurence
Stevens og voru það þrjátíu
og einn að tölu, sem settust
þar að „turkey“ máltíð. Börn
og tengdabörn viðstödd voru
Mr. og Mrs. Laurence Stevens
og börn þeirra þrjú, F/O og
Mrs. Silvester og þeirra dótt-
ir, Maureen Ann, búsett á
Gimli; Mr. og Mrs. Simbi
Johnson og börn þeirra tvö
frá Riverton; Mr. og Mrs.
Helgi Johnson og börn þeirra,
Patricia og J. B. junior frá
Winnipeg (dóttir þeirra Jackie
var þar ekki); Mr. og Mrs.
Gerald Morse og einkadóttir
þeirra frá Winnipeg; Mr. og
Mrs. Dennis McCarthy og
synir þeirra fjórir frá Winni-
peg, og Dr. og Mrs. Gordon
Cleghorn og þeirra synir tveir
frá Winnipeg. Fjarverandi
voru Dr. og Mrs. Jóhann V.
Johnson og börn þeirra þrjú.
Dr. Jóhann hefir frægt dýra-
sjúkrahús í Marshalltown í
Iowa ríki og átti því ómögu-
legt með að koma með fjöl-
skylduna til Kanada að gleðj-
ast með skylduliði sínu á sjö-
tugsafmæli móður sinnar.
Systkini bæði Mr. og Mrs. J.
B. Johnson komu í kaffiveizlu
síðar um daginn. Voru það
Mr. og Mrs. G. J. Johnson frá
Winnipeg, Mr. og Mrs. W. J.
Árnason og Mr. og Mrs. G. O.
Gíslason, Mr. og Mrs. Jón
Jósephson og Mr. og Mrs. S.
Jósephson og Mr. óli Jóseph-
son frá Gmli. Mrs. Johnson
voru gefnar margar fallegar
gjafir og blóm. Hlýjar öldur
kærleikans og góðra heilla
streyma til hennar frá mörg-
um vinum á Gimli og víðar.
Þann 16. þ. m. var afmælis-
veizla á Betel fyrir þá, sem
eiga afmæli í nóv. og des.
Eftir góðar veitingar tók Mrs.
R. Howard mynd af afmælis-
fólkinu, sem komið gat að
veizluborðinu. Miss Margaret
Sveinsson stjórnaði skemmt-
un og þakkaði Prof. S. K. Hall
fyrir hans happasæla tillag til
Betel; hann leikur á píanó á
mánudögum mörg yndislega
falleg lög, lætur svo fólkið
syngja marga og fagra ís-
lenzka söngva. Afmæli S. K.
Hall var þann 16. nóv. og
einnig Sigurðar Einarsonar.
Miss Sveinsson þakkaði Sig-
urði Einarsyni fyrir að vera
duglegur að ferðast og sýna
með því hvað blindur maður
getur gert. Svo óskaði hún
þeim báðum til heilla með af-
mælið ásamt öllu afmælis-
fólkinu. Mrs. Stefanía Magn-
ússon las söguna „Vofan á
Bullhead" eftir J. G. Jóhanns-
son. Mrs. Jakobína Nordal las
athyglisverða sögu. Mr. F. O.
Lyngdal flutti ávarp til vist-
fólks á Betel og forstöðukonu
heimilisins, Miss S. Hjartar-
son, — Miss Hjartarson flutti
ávarp til afmælisfólksins og
gesta. Mrs. H. Stevens var við
orgelið, þegar sálmar voru
sungnir, og S. K. Hall lék á
píanó og stjórnaði íslenzkum
alþýðusöngvum. — Þeir, sem
áttu afmæli ínóvember, voru
þessir: Guðmundur Fjelsteð,
Jón Ólafsson, Steingrímur S.
K. Hall, Sigurður Einarson,
Sigurður J o h n s o n, María
Vopni, Árni Sigurðsson. í des-
ember eiga fimm afmæli:
Kristín B. ólafsson, Guðrún
Matthews, Vilborg Thordar-
son, Thóra Austman og Helgi
(Harry) Helgason. — Elzta 91
árs, yngsta 71 árs.
Gimli Women’s Institute fé-
lagið hélt ársfund sinn 17.
þ. m. Fráfarandi forseti, Mrs.
R. Howard, flutti mjög ýtar-
legt yfirlit yfir starfsemina á
þessu ári. Skrifari, Mrs. A.
Washburn, og féhirðir, Mrs.
Frh. á bls. 8.
ALLT ÁRIÐ MEÐ LOFTLEIÐUM
LÆGSTU
FLUGGJÖLD TIL
ÍSLANDS
Frá New York lil
REYKJAVÍKUR.
Þaðan lil STÓRA-
BRETLANDS —
HOLLANDS —
ÞYZKALANDS —
NOREGS —
SVÍÞJÓÐAR —
DANMERKUR og
FINNLANDS
Allan ársins hring, að viðbættum hag-
stæðustu fjölskyldufargjöldum, sem í
boði eru ... I 10% mánuð ársins. Bjóð-
um einnig hin lágu 17 daga skyndi-
ferðagjöld. Agætar máltíðir, fyrirtaks
fótrými.
ÞRIGGJA MANNA FJÖLSKYLDA
GRÆÐIR $232.40 A HRINGFERÐ
TIL ÍSLANDS
ICELANDICjAUniNES
13 West 47th Street, New York 36 PL 7-85ÍS
New York • Chicago • San Francisco
LEITIÐ UPPLYSINGA HJÁ FERÐASKRIFSTOFUNUM
FOR RESERVATIONS
CALL OR TELEPHONE
Tel. WH 2-8424
P. LAWSON TRAVEL LTD.
(D. W. Collett)
Auihorized Agents
247 NOTRE DAME AVE., WINNIPEG 2. MAN.
Skipuleggið jó!asendingar
yðar núna
Forðist flaustrið . . . fylgið þessum auðveldu ráðum:
• Athugið nafnalista yðar og leiðréttið heim-
ilisföng.
• Kaupið jólagjafirnar núna og fáið nægileg
frímerki fyrirfram.
• Verið viss um að hafa við hendi böggla-
umbúðir og annað, sem til þeirra þarf.
• Þegar þér vefjið bögglana, prentið þá
addressuna og yðar heimilisfang bæði utan
á og inn í bögglana.
• Látið vega bögglana á pósthúsinu í nágrenni
yðar.
Síðustu forvöð að pósta jólasendingar til vina { um-
hverfinu 17. desember.
«
Canada Post Office