Lögberg-Heimskringla - 15.12.1960, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 15.12.1960, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 15. DESEMBER 1960 Úr borg og byggð GÓÐ JÓLAGJÖF Ég hef margar bækur af Ljóðasafni Þorsteins Þ. Þor- steinssonar, gefnar út af Bóka- forlagi Odds Björnssonar á Akureyri 1959. Tvö bindi í vönduðu bandi, verð $10.00, póstgjald borgað hvert sem senda vill. Mrs. Krislín Thorsteinsson, Box 991. Gimli, Man., Canada ☆ The DORCAS SOCIETY OF THE FIRST LUTHERAN CHURCH have china cake plates for sale which would make an appropriate gift for Christmas or other occasions. These are very attractive and depict our church building. The price is $1.50 per plate. Please contact Mrs. Sylvia Storry at SP 2-8404 or Mrs. Florence Rowland at HU 9-7473. ☆ The Annual Meeting of the Ladies Aid First Lutheran Church, Victor Street, was held in the lower Auditorium of the Church, Dec. lst, 1960. The following slate of officers was elected: Hon. President, Mrs. O. Stephensen. President, Mrs. C. K. Thor- lakson. Vice-President, Mrs. Gunn. Johannson. Sec., Mrs. H. Skaftason. Assistant Secretary, Mrs. B. Heidman. Treas., Miss Katrin Brynj- olfson. Assistant Treas., Mrs. S. Sig- urdson. Executive, Mrs. J Blondal, Mrs. F. Stephenson, Mrs. F. Dalman, Mrs. G. N. Bjarna- son, Mrs. J. S. Gillies, Mrs. H. Bergman, Mrs. S. Gillis. Refreshments And Proper- ties, Mrs. H. Anderson, Mrs. B. Heidman. Convenors of Circles, Mrs. B. Heidman, Mrs. G. Johann- son, Mrs. S. Bjornson. Auditors, Mrs. J. S. Gillies, Mrs. S. Gillis. Pianist, Mrs. E. W. Perry. ☆ Thor H. Johnson frá King- ston, Ontario, var staddur í borginni í s. 1. viku í heim- sókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. Halldór Johnson. ☆ Jólagjöí iil Belels I Lögbergi-Heimskringlu 13. okt. síðastl. birtist fundarboð frá nýstofnuðu félagi í To- ronto, sem nefnist Icelandic Canadian Club of Toronto. Forseti, Mrs. Fanney Peacock; skrifari, Mrs. Erla McCaulay; gjaldkeri, Mrs. Laufey Mc- Millan og social convenor, Mrs. Sigga Elvin. Á öðrum fundi félagsins fór fram happadráttur og var dregið um brúðu klædda íslenzkum þjóðbúningi, er forseti félags- ins, MrS. Peacock hafði gefið, og var ákveðið að láta arðinn af happdrættinu — $50.00 — ganga til jólaglaðningar fyrir Betel. Þetta var fallega hugs- að, og stjórnarnefnd Betels hefir meðtekið jólagjöf fé- lagsins með innilegu þakk- læti, og mun þetta fé ganga í húsgagnasjóð Betels. ☆ Hjónavígsla U n g f r ú Guðríður Ólafía (Lóa) Erlendsdóttir, bókavörð- ur við íslenzka bókasafnið við Manitobaháskólann, og Gísli Guðmundsson, prentari Lög- bergs-Heimskringlu, voru gef- in saman í hjónaband á laug- ardaginn á heimili séra Sig- urðar og frú Ingibjargar Ól- afsson að Walnut St. í Winni- peg. Séra Sigurður fram- kvæmdi vígsluna, en hann er föðurbróðir brúðarinnar. ☆ Dick Hannesson, 43 ára gamall íslenzkur lögmaður, hlaut kosningu sem oddviti í North Vancouver district í nýafstöðnum sveita- og bæj- arkosningum. Hann var mála- færslumaður fyrir þetta bæj- arhverfi 1955 til 1958 og bæj- arráðsmaður síðastliðið ár. Hann lagði mótstöðumann sinn að velli með því að sann- færa kjósendur um, að nýir vendir sópa bezt. ☆ Senalor S. G. Thorvaldson er nýkominn heim frá Ottawa og mun hann flytja ávarp á samkomu Jón Sigurdson Chapter I.O.D.E., sem haldin verður í kvöld (fimmtudag) í Fyrstu lútersku kirkju 1 þeim tilgangi að stofna náms- sjóð í minningu um Jóhönnu Guðrúnu Skaptason, sem var stofnandi félagsins og um langt skeið forseti þess. Ungt fólk, sem hefir hlotið verð- laun úr tónlistarsjóði félags- ins, mun skemmta með söng og hljóðfæraleik. W. J. Lin- dal dómari mun og flytja ávarp. ☆ Við erum Dr. P. H. T. Thor- lakson þakklát fyrir hugul- semina að senda blaðinu utan- ríkismálabækling K a n a d a - stjórnar, sem hefir inni að halda hina prýðilegustu grein, „Canada-Iceland“. í henni er saman þjappaður fróðleikur um Islendinga. ☆ Excerpt from a letter from Fargo, ND. Congratulations on your success with Logberg-Heims- kringla. You are doing an ex- cellent job. Too many Ice- landers who can read the language boírow your paper from neighbors. If you will forgive me, I will make this suggestion: run a display ad two columns wide every other week in your paper for a whole year with a copy some- thing like this: Don't borrow Logberg-Heims- kringla from a neighbor. Sub- MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir. scribe and help the last Ice- landic newspaper on this con- tinent to conlinue. It needs your support and good will. Don't help to kill it. Your sub- scription and influence is what this paper needs. One publication means lit- tle. The people need to be worn down until the people see themselves in connection with the future of this week- ly. í hope you can make the paper be profitable. Dánarfregn M r s . Wilhelmina Ólafía Johnson, 64 ára, andaðist að heimili sínu í Árborg á föstu- daginn. Hana lifa eiginmað- ur hennar, Hallur; einn sonur, Edward, á Gimli; þrjár dætur, Mrs. Florence Einarsson, Ár- nes, Man., Mrs. Lily Thordar- son, Gimli og Mrs. Bertha Jónasson, Árnesi; 13 barna- börn; ein systir, Mrs. Guðrún Stefánsson, Árborg, og bróðir, Einar Kristjánsson að Kim- berley, B.C. Hún missti son, Einar, 1947 og dóttur, Helen, 1952. Útförin fór fram frá lút- ersku kirkjunni í Árborg. Séra Larson flutti kveðjumál. Hún var jörðuð í Víðis-graf- reitnum. Kafli úr bréfi fró Seattle 7. desember 1960. Kæra Ingibjörg: Mér finnst ég megi til að hripa þér örfáar línur með ársgjaldi Lögbergs - Heims- kringlu, svona upp á gamlan kunningsskap. Eins og þú veizt, þá þykir mér sérlega vænt um Lögberg, og ekki hvað sízt síðan ég hvarf hing- að vestur í náttúrufegurðina cg veðurblíðuna. Ég hlakka til hvers mánudags, en þá kemur blaðið venjulega til okkar; einstaka sinnum hefir það komið á laugardögum. Oftast nær hefir það eitthvað gott að flytja. Hefi fylgzt með ferðaþáttum séra ValdimarsJ mér til mikillar ánægju. Hann segir mjög skemmtilega frá og bregður upp mörgum töfr- andi myndum, sem varpa ljósi á líf og staðhætti hinna ýmsu þjóða, er hann heimsótti. Þátt- urinn „Litið um öxl“ er ágætur, og fréttapistlar Har- aldar eru góðir eins .langt og þeir ná og svona mætti lengi telja. Litlar fréttir get ég sagt þér af Islendingum hér í borg annað en það, að þeim líður yfirleitt bærilega og reyna að halda í horfinu hvað félags- starfsemi þeirra viðvíkur. en eiga í vök að verjast hér eins og annars staðar. Því miður get ég tekið minni þátt í starfsemi þeirra en ég vildi sökum atvinnu minnar, en ég vinn jafnan á kvöldin, eins og þér er kunnugt. Jón Magnús- son og hans ágæta kona, Guð- rún, eru hér aðaldriffjaðrirn- ar í öllu félagsstarfi íslend- inga. Hann í „Vestra“ og hún í „Einingunni", en segja má að hnífur hafi ekki gengið á milli þessara tveggja aðila frá stofnun þeirra, svo náin hefir samvinna þeirra verið. Um þessar mundir er hafinn und- irbúningur að nokkurs konar „Þorrablóti“, sem haldið verð- ur á Vegum áðurnefndra fé- laga í janúar n. k. Skal ekki nánar sagt frá því að sinni, en vera má, að þér verði send umsögn um það síðar meir. — Á laugardaginn var fórum við á Skandinava-hátíð, sem haldin var hér í safnhúsi borgarinnar. Þar var múgur cg margmenni saman komið, auðséð, að Norðurlandaþjóð- irnar höfðu þar slegið saman liði sínu. Öll þjóðarbrotin tóku þátt í skemmtiskránni á einn eða annan hátt, sungu, sýndu þjóðdansa, fluttu erindi o. s. frv. íslenzk kona söng íslenzk- an jólasöng og dætur okkar, Jóhanna og Sigrún, sungu Heims um ból ásamt tveim öðrum litlum telpum og ein- um dreng. Þótti þeim vel tak- ast og var klappað lof í lófa. Hér er allra bezta veður, ör- lítið frost á nóttum og heldur hlýrrá á daginn. Snjór sést ekki nema uppi í fjöllum, en þar er hann nú alltaf bezt geymdur, finnst mér. Af okk- ur er allt gott að frétta, heils- an góð o. s. frv. og við erum farin að kunna vel við okkur. Auðvitað söknum við kunn- ingja og vina frá Winnipég, en það er nú einu sinni lífsins saga að heilsast og kveðjast. Kærar kveðjur til vina og starfsfélaga. Árni Thor Viking (Fyrrv. prentari Lögbergs) Spurðu læknirinn eða lyfsalann GARLIC er þér hollur Linar slæma flu- og kvefverki. f alcl'r hafa miljónir manna notað Garlic ser[’ heilsubót f trú á kraft hans að lækn-t og styrkja. Garlic er rótvarnarlyf, e' heldur blóðstraumnum hreinum. Mart-' ir hafa lofað hann fyrir að lina lið' taugagigtaí verki. Adams Gatlic Pearles innihalda Salicylamide þraid revnt meðal að lina þrautir. Hn' hreina olía dreginn úr öllum lauknutn nær öllum gæðum hans. Adams Garln Pearles er Ivktar- og bragðlausar tðfl' ur. Fáið pakka frá lyfsaianum f dag Það gleður þig að hafa geri það ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday —AIR CONDITIONED— g[tc<c«cte(ctctc<c!c««ictci«c«ictci<te!c«tctct<>«>«te%teie«tcice!<tccc'ctetctstctc>c«i WESTHOME FOOD STORE ■ ■ 1 K & 9 K K !>* I WHERE QUALITY COUNTS Corner of Wellington and Beverly 730 WELLINGTON — PHONE SPruce 4-5265 SP 4-1070 SHOULDER LAMB — Cured and Smoked LEG OF LAMB — Cured and Smoked Heavy or Medium Smoked Available By Professional Experls WE WILL SHIP ACROSS THE COUNTRY, IF WE GET THE ORDERS SOON >al »1 >1»! *l S)»iS!9-,>!>,>!>! »1 >, »s a-,9l>, »l Ss*iS.aSv>:il».5.»l'*9jS!»-,SsSí »5 UMBOÐSMENN LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU á ÍSLANDI SINDRI SIGURJÓNSSON póslafgreiðslum. P.O. Box 757, Reykjavík ÁRNI BJARNARSON bókaútgefandi, Akureyri, Iceland Verð Lögbergs-Heimskringlu er kr. 240 á ári. Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy Sl.. Winnipeg 2. I enclose $ for subscription to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla. NAME ADDRESS City Zone

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.