Lögberg-Heimskringla - 09.02.1961, Blaðsíða 4
4
LÖGÉÉttó-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. FEBRÚAR 1961
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldui
Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr.
Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor-
valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson,
Rev. Philip M. Pétursson. Monireal: Próf. Áskell Löve. Minne-
apolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck.
Reykjavik: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Stein-
dór Steindórsson yfirkennari.
Subscriplion $6.00 per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa.
Stiklar fossa
í einni af kosningaræðum sínum sagði John F. Kennedy:
„Ég er orðinn leiður á að lesa í blöðunum á hverjum morgni
hvað Krushchef eða Castro eru að hafast að. Mig langar til
að lesa um hvað forseti Bandaríkjanna er að gera.“
Síðan Kennedy varð forseti sjálfur, þarf ekki að kvarta
um, að ekkert gerist í Washington. Á hverjum degi berast
fréttir frá Hvíta húsinu um nýjar ákvarðanir; nýjar embætt-
isveitingar og um breytta afstöðu til ýmissa mála. Forset-
inn er ákveðinn, hreinskilinn og sker ekki utan af því,
sem hann hefir að segja. Það er eins og hressandi gustur
steymi nú frá Washington, sem ef til vill megnar að feykja
burt hugsanasljóleika, tvíhyggju og aðgerðaleysi, ekki ein-
ungis hjá hans þjóð, heldur hjá stjórnarvöldum annarra
frjálsra þjóða.
Það er ekki langt síðan að John F. Kennedy tók við
stjórnartaumunum — rúmar tvær vikur — en flestum kemur
saman um að hann hafi þegar sýnt frábæra leiðtogahæfi-
leika. Hann var svarinn í embættið 20. janúar og flutti þá
stutta kjarnyrta ræðu, sem þótti meistaraleg og verður
lengi vitnað í. Fyrsta forsetaverk hans daginn eftir var að
skipa svo fyrir, að matarskammtur sá, er stjórnin veitir þeim,
sem þurfandi eru, yrði tvöfaldaður. Þann dag boðaði Krush-
chef sendiherra Bandaríkjanna, Mr. Thompson, á fund sinn
og átti við hann viðtal í tvær stundir. Enginn veit hvað
þeim fór á milli, en sendiherrann sendi Kennedy forseta
skýrslu um fundinn og hélt hann þegar á sunnudaginn, 22.
janúar, ráðstefnu með æðstu mönnum í utanríkisdeild stjórn-
ar sinnar.
Um þessar mundir stóð yfir verkfall á ferjum til New
York borgar, sem breiðzt hafði út til annarra farartækja, og
hafði skapazt öngþveiti í umferð til og frá borginni. For-
setinn átti fund þann sama dag með verkamálaráðherran-
um, Mr. Goldberg, og tókst honum daginn eftir, 23. jan., að
leiða verkfallið til lykta.
Ýmsum hefir þótt nóg um, hve Bandaríkjamenn hafa
verið opinskáir um milliríkjapólitík sína; fréttaritarar hafa
verið á hnotskógi um að afla sér upplýsinga frá hverjum
sem var og birt fréttir í tíma og ótíma um allar ákvarðanir
stjórnarinnar og viðskipti hennar við útlönd, og hefir það
stundum komið sér illa eins og til dæmis í U-2 tilfellinu.
Þann 23. janúar tilkynnti Mr. Kennedy, að hann væri fylgj-
andi „kyrrlátum stjórnmálaviðskiptum" — quiet diplomacy
— og síðan hefir hann þaggað nokkuð niður í senatorum,
herforingjum og sjóliðsforingjum, sem jafnan þóttust hafa
rétt til að flytja ræður og veita blaðamönnum viðtöl um
ameríska utanríkispólitík.
A þriðjudaginn, 24. janúar, var gefin skipun um, að
bandarísk herskip og flugvélar skyldu fylgjast með portú-
galska skipinu Santa María, sem uppreisnarmenn gegn
Salazar einræðisherranum í Portúgal höfðu náð á sitt vald.
Var þetta gert til að tryggja öryggi bandarískra borgara,
sem um borð voru.
Á miðvikudaginn, 25. janúar, veitti forsetinn blaðamönn-
um viðtal, sem flutt var yfir útvarp og sjónvarp samtímis,
án þess að það væri yfirskoðað og úr því fellt, og er það
í fyrsta sinn, sem forseti landsins hefir vogað sér slíkt, enda
er hættulegt, ef honum skyldi fipast eða verða mismæli, en
í þetta skipti tókst þetta vel og var forsetinn hreinn og
beinn í svörum. Viðtalið hófst með því, að hann tilkynnti
þeim, að hann hefði gefið fyrirskipun um að senda úr matar-
birgðum landsins fæðu til að draga úr hungursneyðinni í
Congo. Þar næst tilkynnti hann þeim, að Krushchef hefði
látið lausa flugmennina tvo, er hann hafði haft í haldi síðan
flugvél þeirra, RB-47, var skotin niður af Rússum, þar sem
þeir voru á rannsóknarflugi fyrir mörgum mánuðum yfir
íshafinu norður af Rússlandi. Þótti blaðamönnum þetta
meir en lítil frétt og skildu
ekki í því hvernig hægt hefði
verið að leyna þá þessu í tvo
daga. Alls voru viðstaddir 418
blaðamenn og svaraði forset-
inn 31 spumingu á 38 mínút-
um.
Næsta dag átti hann fund
með ráðuneyti sínu og aðal-
umræðuefnið var hin vaxandi
kreppa, og daginn eftir gerði
hann sér ferð til New York
til að taka á móti RB-47 flug-
mönnunum.
Þetta er lítið eitt af því, er
forsetinn snerist í fyrstu vik-
una, en jafnframt því hefir
hann verið að skipa ýmsa
menn í ábyrgðarmikil emb-
ætti, meðal annars hinn víð-
fræga útvarpsþul Ed Murrow,
sem var skipaður formaður
upplýsingadeildar stjórnar-
innar. Þá hefir Kennedy nú
flutt sína fyrstu ræðu í þing-
inu, og þótti hún mergjuð og
sköruleg. Hún fjallar um
áætlanir stjórnar hans í inn-
an- og utanríkismálum. Hann
reyndi að vekja þingið og
þjóð sína til meðvitundar um
að búast yrði til stórra átaka
til að stöðva kreppuna og
bæta úr atvinnuleysinu heima
fyrir og greiða úr erfiðleikum
í samskiptum við aðrar þjóðir.
Fyrsti Þrándur í götu Ken-
nedys var reglugerðar þing-
nefndin (Rules Committee),
sem hefir það vald að velja
úr þær tillögur, sem koma
fram til umræðu á þingi. For-
maður hennar er afar íhalds-
samur demókrata-þingmaður
frá Virgina, Howard Smith. 1
nefndinni voru 12 þingmenn
og höfðu demókratar frá suð-
urríkjunum sameinazt repub-
lican-þingmönnum í nefnd-
inni gegn því að leyfa ýmsum
frjálslyndum tillögum að
koma fram fyrir þingið til
umræðu. Væntanlegar um-
bótatillögur forsetans áttu því
á hættu að verða kæfðar í
fæðingunni.
Gamli Sam Rayburn þing-
forseti lagði þá tillögu fyrir
þing 31. janúar, að þremur
mönnum yrði bætt við þessa
voldugu nefnd, tveir þeirra
demókratar og að sjálfsögðu
frjálslyndir fylgjendur Ken-
nedys. Það munaði minnstu,
að tillagan yrði felld — náði
aðeins fimm atkvæða meiri-
hluta, en það var nóg.
Kennedy hefir komizt í
hann krappan áður, það mun-
aði líka minnstu að hann tap-
aði kosningu í forsetaembætt-
ið. Eftir fréttunum að dæma
undanfarna daga er hann
maður, sem ekki „flýtur sof-
andi að feigðarósi“, en „leitar
móti straumi sterklega og
stiklar fossa“.
— Hvers vegna viltu heldur
fá kvænta menn til að vinna
fyrir þig—heldur en ókvænta,
spurði hinn forvitni vinur.
— Ja, það er nú svoleiðis,
sagði vinnuveitandinn, — að
kvæntum mönnum bregður
ekki eins við það, ef ég æpi
að þeim.
Ævimsnning
Gyða Björg (Bertha) Gísla-
son andaðist á Almenna spít-
alanum í Winnipeg, Man. 20.
október 1960. Hún var fædd
á Þrándarstöðum í Borgar-
firði eystra 18. apríl 1899. For-
eldrar hennar voru heiðurs-
hjónin Þórarinn Gíslason
Benediktssonar bónda á Hof-
strönd í Borgarfirði og konu
hans, Unu Guðlaugar Sigfús-
dóttur. Hún var komin af
hinni merku og vel kunnu
„Melaætt“. Kona Þórarins hét
Soffía, dóttir Guðna Stefáns-
sonar bónda í Kjálsvík í
Gyða Björg Gíslason
hjúkrunarkona
sömu sveit og konu hans,
Guðnýjar Högnadóttur. Þór-
arinn og Soffía bjuggu í Borg-
arfirði, síðast á bænum Jök-
ulsá. Árið 1903 fluttust þau
til Kanada, fóru til Nýja ís-
lands, og þar tók Þórarinn
heimilisréttarland, 3 mílur
norður af þorpinu Árborg, er
þá var að myndast. Og þrátt
fyrir alla frumbýliserfiðleik-
ana farnaðist þeim vel, enda
voru þau starfsöm og sam-
hent í öllu. Þau gáfu börnum
sínum eins gott uppeldi og
kostur var á, enda eru þau
öll vinsæl og mikils virt eins
og foreldrar þeirra.
Ég þekkti Berthu sál. vel
frá því að hún var unglingur.
Hún var sérstaklega aðlað-
andi, hún var prúð í allri
framkomu, átti heilbrigða
glaðværð og kímnigáfu (hu-
mor), svo að það var skemmti-
legt að umgangast hana.
Snemma bar á því, að hún
átti ábyrgðartilfinningu í rík-
um mæli. Hún var ósérhlífin
og vildi ævinlega gera sitt
bezta. Þegar hún hafði lokið
námi í barnaskóla, fór hún til
Winnipeg til að ná hærri
menntun, enda hafði hún
ágætar námsgáfur. Þegar hún
hafði lokið námi í Winnipeg,
fór hún til New York og inn-
ritaðist í Long Island City
Hospital og útskrifaðist það-
an 1924 með beztu einkunn
sem R.N.
Faðir hennar sýndi mér
bréf, sem hún skrifaði for-
eidrum sínum frá New York,
sem sýndi vel hugarfar þess-
arar ágætu persónu, sem hér
fyigir:
„Ég hef nú náð því tak-
marki, er ég setti mér og sem
ég þráði, að gera hjúkrunar-
starfið að lífsstarfi mínu, og
ég ætla að helga líf mitt. því
starfi svo lengi sem líf og
heilsa leyfir."
Bertha sál. starfaði við
hjúkrun í New York um hríð.
Hvarf svo heim til foreldra
sinna og litlu seinna fór hún
til Vancouver, B.C., þar sem
hún sinnti hjúkrunarstörfum
bæði á sjúkrahúsum og heim-
ilum um 20 ára skeið við ágæt-
an orðstír. Þá veiktist móðir
hennar af ólæknandi sjúk-
dómi. Bertha brá fljótt við,
fór heim til móður sinnar,
sem hún stundaði með ástúð
og snilld eins lengi og þess
þurfti með, þrjú löng ár. Eftir
fráfall móður hennar, 1941,
tók hún við húsmóðurstörfum
hjá föður sínum og bróður og
yfirgaf þá aldrei. Fyrir nokkr-
um árum byggðu þau nýtt
hús, eitt af þeim fallegustu í
byggðinni, sem bar vott um
atorku og smekkvísi Berthu
sál., bæði úti og inni. Það var
gaman að koma á þetta heim-
ili og sjá vel hirta garða og
fagra blómareiti. Bertha unni
öllu, sem fagurt var. Hún
elskaði hljómlist og átti sjálf
fagra söngrödd. Hún var bók-
hneigð og valdi ætíð góðar
bækur. Bertha var félagslynd
og tók virkan þátt í ýmsum
velferðarmálum byggðarinnar
og beitti ætíð sinni ágætu
dómgreind til góðs. Bertha
sál. var heilsugóð, þar til fyrir
nokkrum árum, að hún byrj-
aði að finna til þess sjúkdóms,
sem ágerðist síðastliðið sum-
ar, þar til september, að hún
varð yfirbuguð af honum og
varð að fara á spítala og
ganga undir mikinn uppskurð.
Nokkrum dögum seinna var
stríðinu lokið.
Það er þungur harmur
kveðinn að háöldruðum föð-
ur og systkinum hinnar látnu.
Þau eru: Guðlaug, kona Guð-
jóns Danielssonar, Árborg;
Ingibjörg, ekkja Wm. Skaft-
feld, Vancouver, B.C.; Guðni,
bóndi við Árborg, og Edward,
heima.
Bertha sál. verður lengi og
sárt saknað af mörgum. En
vinimir eiga bjartar og hlýj'
ar endurminningar um hana.
Útför hennar fór fram frá lút-
ersku kirkjunni í Árborg 24.
október síðastliðinn við fjöl-
menni. Kveðjuorðin voru flutt
af safnaðarpresti, séra Larson
og séra Eric Sigmar frá Win-
nipeg. Frú Svava E. Sigmar
söng einsöng: Ó, þá náð að
eiga Jesú.
Við kveðjum þessa göfugu
konu og þökkum Guði fyrir
tilveru hennar.
E. R-
Þegar ein báran rís, þá er
önnur vís.
☆
Litlu má með Ijúfum skipta-