Lögberg-Heimskringla - 02.03.1961, Page 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. MAR2 1961
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur
Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr.
Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor-
valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson,
Rev. Philip M. Pétursson. Monlreal: Próf. Áskell Löve. Minne-
apolis: Mr. Valdimar Bjömson. Grand Forks: Dr. Richard Beck.
Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Stein-
dór Steindórsson yfirkennari.
Subscription $6.00 per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa.
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON:
Að vera íslendingur
Ræða, flutt á miðsvetrarmóti þjóðræknisdeildarinnar
Fróns í Winnipeg, 20. febrúar
Það kann að hljóma undarlega, líkast öfugmæli, að oft
finnst mér fátt fremur til þess fallið að slæva þjóðernis-
kennd og ættjarðarást en brennandi lofræður um Island og
ágæti íslenzks kynstofns. Ekki er mér heldur grunlaust um,
að svo sé fleiri farið af minni kynslóð, því fólki, sem nú
er að komast á fullorðins aldur á Islandi. Sennilega syngjum
við sjaldnar öxar við ána eða Komið grænum skógi að
skrýða heldur en fólk um aldamót. Samt er ég ekki sannfærð-
ur um, að sú kynslóð, sem vaxið hefir upp á íslandi síðari ár,
unni landi sínu eða þjóðlegum einkennum miður en þær,
sem fjálglegar töluðu um'fjallkonuna eða festu í ljóð ramm-
slungrrara lof um landið og ást sína á því. En orð sljóvgast,
missa líf og litu. Háfleygar lýsingar aldamótaskálda finna
tæpast sama hljómgrunn og áður. Ef til vill verður okkur
fremur orðs vant að túlka þá kennd, sem íslenzkt þjóðerni
og íslenzkt þjóðarlíf vekur með okkur. Að sú hljóðláta til-
finning sé ógöfugra eðlis en falleg lýsingarorð, er mér ekki
Ijóst.
Þegar ég í seinni tíð heyri fjálglega talað um rækt við
íslenzkt þjóðerni, viðhald íslenzkrar menningar og aðrar,
dygðir, flýgur mér oft í hug átakanleg saga, sem lesa má
út úr bréfabók bæjarfógetans í Reykjavík 1807. Hann var
þá einnig landfógeti, danskur maður. Þetta var rúmum
tuttugu árum eftir móðuharðindin. í þann tíma var fiski-
leysi við Faxaflóa, sigling lítil vegna styrjalda í Evrópu, og
þegar kom fram á jólaföstu hélt við hungursneyð 1 Reykja-
vík, einkanlega í kotum tómthúsmanna í holtunum um-
hverfis víkina Þá skrifaði þessi embættismaður tugthús-
haldaranum í Reykjavík bréf þess efnis, að um tuttugu börn-
um í staðnum skyldi gefinn ókeypis vatnsgrautur af mjöli
einu sinni á dag í tugthúsinu. Síðan voru gefin út númer
handa börnum þessum á aldrinum tveggja til átján ára,
og þarna komu þau með númerin sín.
Ég get séð þau fyrir mér kjaga krapasnjóinn niður í
tugthús í skammdegismyrkrinu, ekki sem Guðrúnu í Dúks-
koti eða Sigríði í Landakoti, heldur númer 1 og 2 og 3 og
áfram. Þar neyftu þessir vesalingar vatnsgrautarins, sem
fangavörður útlendrar stjórnar jós þeim upp.
Mér verður að spyrja: — Hvað var ættjörð, hvað var
íslenzk menning, hvað voru blaktandi fánar og ljóð, full
fallegra lýsingarorða, fyrir þessum vatnsgrautaretandi núm-
erum í tugthúsinu?
Þó urðu þetta feður og mæður þeirrar kynslóðar, sem
söng Öxar við ána
Enn leið öld. Árið 1907 kom danskur kóngur til Reykja-
víkur. Hann sat þar dýrlegar veizlur með íslenzkum valds-
mönnum, og efnt var til nefndar, er semja skyldi um réttar-
stöðu Islands í danska ríkinu. Sú nefnd varð sammála að
undanteknum einum manni og síðan fóru fram kosningar
um frumvarpsuppkast hennar. 1 þeim kosningum gerðist það,
að íslendingar greiddu atkvæði gegn uppkastinu, gegn ráðum
helztu oddvita þjóðarinnar, afþökkuðu samband við danska
ríki, afþökkuðu frekari grautargjafir.
Þess gerist ekki þörf að rekja ykkur framhald íslenzkrar
sjálfstæðisbaráttu. Hún er öllum kunn, og íslendingar segja
gjarna frá henni með stolti. Engu að síður er það grátbros-
legt, að aðeins hálfri öld síðar var þessi þá ósoltna þjóð
tekin að leggja sér til munns gjafakorn, þótt engin númer
væru þá hengd á neytendur þess.
Mér býður í grun, að það kunni stundum að orka bros-
lega á sonu og dætur milljónaþjóða, er 180 þúsund sálir á
fjallaey norður undir Ishafi baslast við að kalla sig þjóð. Eig-
inlega hlý.tur slíkt fyrirbæri
að líta út eins og skringiver-
öld í Walt Disney-kvikmynd.
Þessu fólki mætti koma fyrir
við fáeins öngstræti í East
End eða á Manhattan, og þess
sæi engan stað í milljónahafi
stórborganna.
Satt er það, að íslenzk þjóð
er ekki til, ef meta skal eft-
ir framleiddum kolatonnum,
stálstöngum eða hveitiskepp-
um Jafnvel gætir lítils á mat-
borði heimsins allra þeirra
þorska, er dregnir eru úr sjó
við íslandsstrendur.
Sú spurn hlýtur að vakna,
hvort tilvera slíkrar þjóðar
skipti nokkru. Býður ekki
hrellingum slegin heims-
byggðin mikilvægari verkefni
en viðhald íslenzks þjóðernis
á þessu útskeri norðurhafa?
Er ekki brýnna að metta allar
þær milljónir, sem svelta á
jarðarkringlunni, eða mennta
þær milljónaþúsundir, sem
ekki þekkja stafrófið?
Víst mætti svo virðast.
En börp lítillar þjóðar
skyldu varast að mæna um of
á magn eða fjölda. Réttur
fólks til sjálfstæðrar þjóðar-
tilveru verður ekki metinn
eftir framleiðslutonnum.
öld eftir öld hefir íslenzkt
fólk hjarað af hafísa og eld-
gos, barizt við hvers kyns óár-
an til lands og sjávar, háð
þögla og þrjózka baráttu við
útlent vald. Sumir fyrirmanna
landsins lögðu niður tungu
feðra sinna, að minnsta kosti
þegar þeir ætluðust til, að
mark væri tekið á orðum
þeirra. En þjóðin, þessi ó-
þekkti múgur í myrkri ís-
landssögunnar, varðveitti mál-
ið, eina rétt sinn til að kallast
þjóð. Á þau mið leituðu þeir
menn, sem nú eru tíðast
nefndir í sambandi við ætt-
jarðarást, Fjölnismenn. Mér
segir svo hugur, að enn verði
það sömu eðlisþættir og mestu
réðu hjá þessu nafnlausa fólki
myrkra alda, þessi heyrnar-
lausi, íslenzki sauðþrái, sem
ekkert útlent refsihrís megn-
aði að brjóta um hrygg, er í
hljóðlátu aðgerðaleysi muni
geyma innsta kjarna íslenzkr-
ar tilveru.
— Þeirra Island var Island
og ekki annað ísland til, segir
Arnæus hjá Laxness um forn-
ar bækur* íslenzkar.
I sannleika sagt finnst mér
oft tilvera íslenzkrar þjóðar
eitt undarlegast fyrirbæri
veraldarsögunnar. Á efnisleg-
an mælikvarða heimsins hefir
þetta fólk eiginlega aldrei ver-
ið til, og samt hefir það varð-
veitt þá tungu, sem rituð var
á bækur, er hvergi annars
staðar voru slíkar skráðar í
heiminum á þeim tíma. Þó svo
að þetta fólk hafi margsinnis
etið gjafakorn og ekki dregið
bein úr sjó, hefir það megnað
að eignast á tungu sinni mið-
aldabókmenntir, sem merki-
legar eru taldar, og nútíma-
bókmenntir, er þykja sam-
bærilegar við það, sem gott er
talið meðal menningarþjóða.
Ég sagði áðan, að lítil þjóð
mætti varast að mæna um of
á magn. Ég vil bæta því við,
að lítil þjóð getur aldrei við-
urkennt magn eða mátt sem
rétt. Ég hef þá trú, að ofar
heimsins glæsileik, ofar tungl-
skotum og öllum milljónatöl-
um og stórkostlegum framför-
um standi réttur hvers ein-
staks manns til eigin lífs, til
eigin gleði og hamingu. Á
þeim rétti einum verður var-
in tilvist lítillar þjóðar í safni
milljónanna.
Ég minntist á það í upphafi,
að mér fyndist oft sem fátt
væri miður til þess fallið að
giæða ættjarðarást en hróp-
andi lofsyrði um íslenzkt
ágæti. Ef til vill hafið þið í
þeim orðum þótzt finna dæmi-
gerðan íslenzkan kauðahátt
og dónsku, að mæla slíkt á
þjóðræknissamkomu. Ekkert
slíkt býr mér þó í hug.
Ég man ekki lengur, hvenær
ég fyrst heyrði orðið Vestur-
Islendingur, né heldur er mér
kunnugt, hvenær það orð var
fyrst notað eða af hverjum.
Ekki er mér heldur kunnugt,
hvort samsvarandi orð er not-
að um aðra íbúa Vesturheims,
evrópskrar ættar, af þeim
sjálfum eða þeim þjóðum, sem
þeir eru frá runnir. Mér er þó
nær að halda, að svo sé ekki.
En þetta einfalda, samsetta
orð, Vestur-Islendingur, segir
mikla sögu. I öllum einfald-
leik sínum er það þjóðernis-
yfirlýsing, hnitmiðaðri en
samþykktir margra þinga.
Það er sprottið af vörum fólks,
er leit á sig sem íslendinga —
ekki Ameríkumenn — ekki
Bandaríkjamenn eða Kanada-
menn — heldur íslendinga, þó
svo að þeir ættu heima vestan
Atlantshafs. .
Sjálfsagt gætu spakir menn
um merkingar orða leitt að
því veigamikil rök, að þetta
samsetta orð væri rökleysa,
hálfgerð mótsögn í sjálfu sér.
íslendingur er maður fæddur
á íslandi eða búsettur þar
með borgaralegum réttindum,
en ekki borinn og barnfædd-
ur sléttubúi í Ameríku og
jafnvel þar að auki þegn
hennar hátignar Elísabetar
drottningar á Englandi.
En tilfinningar manna
spyrja ekki um rökvísi —
samkennd íslenzks kynstofns
lætur ekki frá sér ljúga. Og
orðið Vestur-lslendingur —
þessi ólógiski samsetningur —
þessi mótsögn í sjálfu sér —
er einn hljóðlátasti og inni-
legasti vottur um ræktarsemi
við íslenzkan upruna og ís-
lenzka tilveru, sem tunga
okkar geymir.
íslenzkir skyldu þeir vera,
þrátt fyrir reginhöf og víðar
sléttur og önnur fyrirferðar-
mikil landfræðileg úrlausnar-
efni hinum megin á hnettin-
um. Sérhver Islendingur
mætti þakka fyrir að vera
jafnheillegur til hjartans og
sá, sem fann up þetta orð, og
það fólk, sem notar það um
sjálft sig.
Ég þykist meta mikils og að
verðugu ýmsa þætti íslenzks
þjóðareðlis og arfleifðar. Sam1
hefir sú spurning oft læðzt 1
huga minn, hvort varðveizl8
þeirra eiginda skipti nokkiý
máli. Hversu mjög hlýtur þ°
ekki sú spurning fremur að
leita á hér, þar sem fáein þús"
und af íslenzkum upprun3
búa dreifð í hafi milljóna af
öðrum þjóðum?
Hverfum við í sjóinn? vaf
einhvern tíma spurt.
Ég sver ekki fyrir, að þa®
hafi snert angurværan streng
einhvers staðar í undirvitund'
inni, er ég hef hugleitt, að
sennilega myndu íslenzk eio*
kenni hverfa hér líkt og áhrií
þess steins, sem kastað er 1
lygnt vatn. öldurnar rísa<
dreifast út til allra átta,
síðan skín sólin aftur -á jafn*
sléttan flöt og áður.
Er ekki fávíslegt af þessun1
fáu þúsundum að halda vl®
þjóðerni sínu í blindri þrjózkn
gegn straumi aldanna? Vi®
getum spurt »og spurt, etl
hver þykist þess umkornii111
að svara?
Sízt af öllu skal ég gerast
spámaður um framtíð íslenzk8
þjóðernis í Vesturheimi, °&
um gildi viðhalds þess skal eí
engin orð hafa. Hitt verðut
mér ofarlega í huga í því sah1'
bandi, að líf hvers manns ef
stutt. Einhvers staðar er í lS'
lenzkri bók rætt um líf manna
sem flug þess fugls, er 3
dímmri nótt flýgur inn uh1
opinn glugga í sal baðaðan
ljósum og aftur út í nóttin3
hinum megin salar.
Ef til vill er mannkindin a
vegferð sinni lík þessum fugi1,
I brjósti hvers manns blundaf
vilji til að njóta ljóssins, me®'
an kostur er. Menn kunna að
líta smáum augum á þær til'
finningar, sem lýsa sér í þokk®
á ákveðnum löndum eða
kveðnum stöðum. Þó er Tdet
nær að halda, að sú kennd
geti á stundum gefið hverj'
um og einum birtu, sem betur
er lifuð en ólifuð.
Ég efast ekki um, að þa^
land, sem þið byggið, sé kosta'
meira íslenzkum hrjóstuf'
löndum. *Ég get einnig geft
mér í hugarlund fegurð þess’
er birta morgunsins rís yfjf
döggvaða skóga og blikand1
vötn.
Samt mun einn sá strengur
falinn í brjósti sérhvers ykk'
ar, sem aðeins eitt nafn kanh
að hræra.
Ég skal ekki bollaleggja nn1
það, hversu lengi íslenzk
tunga verði töluð eða skilin 1
Vesturheimi. Mér segir þó sv°
hugur, að hún eigi hér tölU'
vert ólifað. Hitt þykist ég geta
fullyrt, að hér mun lögð rsekt
við íslenzkt þjóðerni, svo leng1
sem nafn íslands vekur aðra
kennd með fólki af íslenzkuih
uppruna en nokkurt anna
nafn í máli heimsins.
Það verður þessi hljóðlát®
— mér liggur við að segja
feimna, en þó stolta kennd.
Frh. bl* 7*