Lögberg-Heimskringla - 02.03.1961, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAG'INN 27 MARZ 1961
GUÐRÚN FRA LUNDI:
Römm er
sú taug
Framhald skáldsögunnar
Þar sem brimaldan
brolnar
„Þetta er ekki nýtt. Skaps-
munirnir hans í fyrra vetur,
þeir voru svei mér ekki allt í
sómanum.“
„Hefir þér aldrei dottið í
hug að skilja við hann?“
spurði Stella tengdamóður
sína. „Ég er svo hrædd við
geðvonzkuna í honum, að ég
þori ekki að koma inn til þín,
þegar hann er heima.“
„Þær yrðu nú ekki ánægðar
með það, dætur mínar, að
við skildum, enda finn ég það
vel, að hann er ákaflega dug-
legur og ráðagóður við allt,
sem þarf að útvega til heim-
ilisins. Systurnar erujbráðum
orðnar fullvaxta, og þá kem
ég í hornið til Tómasar míns,
þó að ég sé nú heldur ung enn
þá til þess að fara að setjast
í hornið hjá börnunum."
Þetta kvöld kom græni bíll-
inn frá Breiðasandi enn einu
sinni til höfuðstaðarins og
renndi heim að húsinu á
Bragagötunni og Málfríður
litla hoppaði út úr honum og
beint upp í fangið á föður sín-
um, sem hafði séð bílinn nálg-
ast og grunað hvert erindi
hann myndi eiga.
„Þarna ertu þá komin heim,
litla stúlkan mín,“ sagði hann.
„Nú verður notalegt að koma
inn í hlýjuna til mömrnu,"
bætti hann við og það var
gleði í rómnum.
Maríanna kom fram til að
fagna dóttur sinni og bjóða
hana velkomna heim.
„En hvers konar búningur
er þetta á þér barn; í verka-
mannabuxum. Hvernig getur
þú látið fólk sjá þig í þessu,“
fjasaði mamma hennar.
„Ég er í hinum buxunum
innan undir. Ég hef nú aldrei
farið út úr bílnum fyrr en
núna, svo að það hefir enginn
séð mig. Aldís sagði, að mér
yrði hlýrra að vera í þessum
buxum utan yfir,“ sagði Mál-
fríður og vermdi sig við ofn-
inn, því að það var kalt úti
og hún dálítið þreytt eftir
ferðalagið.
„Við hverju er að búast öðru
en smekkleysinu og durnara-
skapnum hjá pakkinu þarna
fyrir norðan," sagði Maríanna.
„En við skulum nú ekki tala
meira um það.“
„Gefðu mér heldur eitthvað
að borða en að vera skamma
fólkið í Látravík. Það er svo
góð matarlykt hérna,“ sagði
Málfríður.
„Hvenær fórstu frá Látra-
vík?“ spurði Maríanna.
„í gærmorgun. Ég gisti hjá
Aldísi, mömmu Sifu. Hún var
í Látravík í vor, og hún var
góð við mig.“
„Ja, alltaf heyrir maður
eitthvað nýtt. Gistir þú hjá
henni,“ sagði Maríanna stór-
hneyksluð og hristi höfuðið.
„En ég má víst annars ekkert
segja vegna þess að ,hún er
móðir bílstjórans og hann er
að koma inn með pabba þín-
um, en ekkert er ég hrifin af
því, að dóttir mín gisti hjá
svoleiðis fólki.“
Hallur bauð bílstjóranum
sæti við matborðið.
„Við ætluðum nú að fara að
borða. Þú hefir sjálfsagt ekk-
ert á móti því að fá heita kjöt-
súpu hjá okkur?“
Maríanna fór að láta diska
á borðið og Málfríður hjálp-
aði henni til og lét hnífapör-
in og skeiðarnar hjá diskun-
um.
„Hún er dugleg, þessi dótt-
ir þín, Hallur,“ sagði bílstjór-
inn. „Mamma er hrifin af
henni, síðan þær voru saman
í vor.“
„Hún ætlar nú líka að verða
ráðskona hjá mér í Látravík
eftir nokkur ár,“ sagði Hallur.
„O, ætli þeim þyki ekki
heldur skemmtilegra hérna í
höfuðstaðnum dætrunum þín-
um. Það flytja víst fáir í
sveitina aftur, sem yfirgefa
hana á annað borð,“ sagði
gesturinn. „Ætli það verði
ekki eins um ykkur.“
„Ég vil alltaf vera í Látra-
vík,“ sagði Málfríður. „Þar er
svo mikið af eggjum. Sifa á
egg enn þá. Hún geymir þau
í salti. Sum hefir hún soðið
og geymir þau í súr.“
Maríanna sneri sér undan
til þess að leyna háðbrosinu
yfir búskaparlaginu hjá Sifu.
„Það er alltaf mikill blóma-
búskapur þar,“ sagði Hallur.
„Það sannast á mér, að enginn
veit hvað hann hefir átt, fyrr
en hann er búinn að missa
það. Ég hef aldrei séð það eins
vel og nú, þegar ég er farinn
þaðan allslaus, hvað sú jörð
er dásamleg, enda finnst mér
ég hvergi eiga heima lengur.“
„Það ætlaði heldur enginn
að trúa því að þú færir það-
an,“ sagði Kristján.
„Það var ég, sem hafði vit
á því, hvað mundi vera betra
fyrir okkur,“ sagði Maríanna.
„Hallur var víst búinn að
þræla nóg í Látravík og við
bæði.“
„Sjálfsagt þarf fólk að
vinna fyrir sér hér í Reykja-
vík eins og annars staðar.
Þannig er það að minnsta
kosti hjá okkur tómthús-
mönnunum á Breiðasandi,“
sagði Kristján.
/ „Ég hafði að minnsta kosti
ekki léttari vinnu í sumar en
ég hef haft við búskapinn,“
sagði Hallur.
Þegar bílstjórinn var far-
inn, komu þau ungu hjónin
fram í eldhúsið til þess að
heilsa upp á Málfríði. Stella
hélt á dóttur sinni í fanginu.
„Mér datt í hug, að þér
þætti gaman að sjá hana litlu
frænku þína,“ sagði hún. .
„En hvað hún er lítil og
falleg,“ sagði Málfríður og
bjóst til að taka hana.
„Þú ert nú hreint ekki þess-
leg að snerta svona fína
dömu,“ sagði Maríanna. „Því-
líkur þó klæðnaður á barninu.
Hún er bara í verkamanna-
buxum.“
„Það er víst ekki óvanalegt
nú orðið, að stúlkur komi
svna klæddar úr sveitinni,“
sagði Stella. „Svoleiðis litu
systur mínar út. Það eru víst
ekki svo fín sætin í þessum
vörubílum, að það taki því
að vera í þokkalegum fötum.“
„Það getur nú verið að það
sé rétt hjá þér,“ sagði Marí-
anna. Svo kallaði hún á
Döddu, sem var uppi á loft-
inu og bað hana að láta renna
í baðkarið, svo að hún systir
hennar gæti losnað við sveita-
lyktina.
„Ég þvoði mér í fyrradag og
dettur ekki í hug að fara að
stússa við það frekar fyrst um
sinn. Ég fer að hátta, því að
ég er bæði þreytt og syfjuð,“
sagði Málfríður.
„Ég veit nú bara ekki, hvort
ég á að láta þig sleppa við
það,“ sagði Maríanna. „Hver
veit nema . . .“ Hún hikaði
við að segja meira.
Dadda kom ofan. „Ég vissi
ekki að það væri Málfríður,
sem var komin. Heyrði bara,
að það var einhver gestur,“
sagði hún og heilsaði systur
sinni og bauð hana velkomna
heim.
Maríanna bauð ungu hjón-
unum að fá sér sæti.
„Við fáum okkur nú líklega
almennilegt kaffi, fyrst við
erum hér öll saman komin.“
Stella hafði lagt litlu dótt-
urina á borðið, svo að Málfríð-
ur gæti virt hana betur fyrir
sér. En nú ýtti Stella vi®
tengdamóður sinni til af
\ekja athygli hennar á þv1,
að Hallur var allt í einu far'
inn að skrafa við barnið.
„Ósköp er þetta lítill kvefl'
maður,“ sagði hann í þeinl
tón, sem þetta heimili hafð1
aldrei heyrt fyrr.
„Ja, hvað sýnist þér, Hall'
ur minn,“ sagði Maríann^
„Finnst þér það vera nokkUr
munur eða stóru og falleg11
börnin okkar, sem allir dáð'
ust að.“
„Það er nú líka talsverðar
munur á mæðrunum,“ sag®1
Hallur með góðlátlegri glettnr
„Það er víst engin von ri'
að hún sé stærri eins og Ste^a
var sárlasin allan meðgöngu'
tímann,“ sagði Tómas.
„Hún s t æ k k a r líklef?3
fljótt," sagði Málfríður.
ASTÆÐUR FYRIR AÐ
GERAST KANADISKUR
ÞÉGN
Það eru tvær aðal ástæður fyrir
því: hollusta til hins nýja lands,
og persónulegir hagsmunir fyrir
yður.
Það er aðeins sanngjarnt að þér
stígið spor í þá átt að gerast borg-
ari. Það sýnir börnum þínum og
öðrum Kanadamönnum, að þér
séuð fúsir að takast á hendur
skyldur og ábyrgð þá, er því er
samfara að gerast borgari þessa
lands. Það er í sjálfu sér siðferðis-
leg ábyrgð.
Eins og aðrir borgarar, hafið þér
réttinn til þess að njóta þess, sem
þegnréttindum er samfara. Þér
getið greitt atkvæði við kosning-
ar og tekizt á hendur opinberar
stöður í þjónustu landsins.
Þér getið jafnframt sem hver ann-
ar borgari fengið ferðaleyfi (pass-
port), sem auðveldar ferðalög og
tryggir.
Þér getið nú þegar sótt um þegn-
réttarleyfi, ef þér hafið flutt til
landsins lögum samkvæmt, hafið
leyfi til að setjast hér að og hafið
dvalið hér í fjögur ár og níu mán-
uði, frá því yður var leyfð land-
dvöl. Kunná-ttu er að vissu leyti
krafizt til þessa í ensku eða
frönsku.
Beiðni fyrir borgaralegu leyfi get-
ið þér sótt um á skrifstofu héraðs-
dómara byggðar yðar, eða Cana-
dian Citizenship Court, sem næst
er heimili yðar, eða hjá Registrar
of Canadian Citizenship, ef þér bú-
ið meira en 50 mílur frá héraðs-
skrifstofunni (established court).
Ef þér eigið þessa ekki enn þá kost,
þá búið yður nú þegar undir að
verða þegn Kanada. Sækið kennslu
í málum, sem veitt er og öðrum
borgaralegum fræðum í byggð
yðar.