Lögberg-Heimskringla - 02.03.1961, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. MARZ 1961
7
gömlum íslenzkum ritum:
Hvert erum vér að fara?
Valið og endurriiað aí
JAKOBÍNU STEFANSSON
Spurning þessi felur í sér i
ina þyngstu ráðgátu lífsins;
e vér færum að leitast við að
fVara henni; hlytum vér að
^yrja með því að athuga, í
^rsta lagi; hvert upphaf vort
í öðru lagi, hvað vér
um verið, — í þriðja lagi,
jV,ar vör stöndum nú, og út
tíð ^Vl að átykta, hver fram-
1 arstefnan mun verða þess
atl?na’ °f °SS tekst heina
ugunum vorum í rétta átt,
u tu Þær að kasta ljósi yfir
^PPhaf ög ætlunarverk sköp-
utrfrinnar’ svo sem vor'
takmörkuðu jarðnesku
°|Um er leyft að sjá.
bá ^fSta umhugunarefnið er
v0 ,,tta: Hvert er upphaf
s, r ; Og svarið er skýrt og
wTnort. en þó svo hryggi-
Um auÓmýkjandi: Vér vit-
jr ^það ekki. Vísindamennirn-
tily3 ^ tettazt við að lesa sögu
itit erU Vorrar r dulletri him-
auT§lanna og af hinu tröll-
Ua> víðfangsmikla bókfelli:
SS? jörð“En jafnvel þó
hafi verið afrekað, vant-
" pó
kaPitui£
enn í hana marga
. eir segja oss, að fyrr meir,
ef”UPPhafi sköpunarinnar“' —
°rð°SS le^flst aó nota þvílíkt
ein'íT' -þafl jörðin verið sam-
pi^U s°iinni og öllum hinum
lepn.etunum í einni ómælan-
Úr stͰrnuþoku, myndaðri
^Ufu írumefnanna. Ódeilis-
á lrnar 1 gufu þessari væru
he ‘ 6lldri hingrás og allar
ipn Aþær vlð að komast
.a núðpunktinum. Afleið-
’Pu n Varð su> að miðpunktur-
var* þéttist, dróst saman,
j, að Þungamiðju.
voreSSl þun§amiðja er nú sól
Vor’ °§ plánetur sólkerfis
U^S’ er Þreyta sinn þýða,
hanuUm'hraða dans í kringum
hpoðr 6n GrU stj°rnuÞ°ku-
ster> ar’ er einhver undra-
ttlas,Ur dularfullur kraftur,
.6 hið leyndardómsfulla
sói attarafl, er tengir sól við
Og’, ré ut úr þungamiðjunni
eftjreyttl út í geiminn. Eina
aðra sendi sólin þessar
ig> r Slnar út í ómælisdjúp-
þ^r °§Ula og myrka, fyrst
hen ’ • Sem iengst voru frá
Th síðar hinar.
v°rra * °r þa upphaf jarðar
ára ,ar’ en hundruð þúsundir
h'Um' t* Uður en hlnn glóandi
hrevH-na^okvl kólnaði og
þunn lst 1 jarðskorpu. Og er
tnynH iarðskorpa var loksins
og Uð’ hrotnaði hún aftur
flóö Ur’ þvl heitt hraunleðju-
leig ^engdi hana sundur um
breiH?.g Það brauzt út .og
En 1 Sl^ ^flr y^irborðið.
by]fj Smátt og smátt urðu
og ngarnar minni, er meira
kójjj a*elra af hraunleðjunni
sk0r 1 °S breyttist í harða
^inT Gufuhvolfið, er um-
fyrst 1 jarðarhnöttinn og
bfnn . rainan af hafði verið
1 ýmsum efnum, skírð-
ist og hreinsaðist. Vatnið féll
í stórflóðum úr hinum afar
þykku ægilegu skýjamökk-
um, er enn huldu jörðina frá
ylgeislum sólarinnar. Sannar-
lega hlýtur jörðin þá að hafa
verið í „eyði og tóm og myrk-
ur yfir djúpinu".
En smátt og smátt birti fyr-
ir sólu, og loks „varð ljós“.
Sólargeislarnir brutust gegn-
um gufumökkinn og skinu í
fyrsta sinn á hina ungu jörð,
skinu á bera hálfstorknu
hraunklettana, víðáttumiklu
vikurþöktu höfin og kolsvörtu
eldþrungnu fjöllin.
Hver getur gert sér í hug-
arlund allar þær byltingar,
sem áttu sér stað, meðan hin-
ar ótömdu höfuðskepnur ríktu
einvaldar á jörð vorri? Hver
getur sagt um hve mörg
hundruð þúsund ár liðu, áður
en vindur og vatn höfðu mal-
ið niður klettana, svo plöntur
gætu vaxið? Hver — já, hver!
getur skýrt frá hvernig líf
fyrst vaknaði á þessarí jörð?
Vér vitum það eitt, er jarð-
lögin skýra oss frá, að hið
fyrsta líf á jörð vorri var á
mjög lágu stigi, því í neðstu
jarðlögunum finnast aðeins
mjög óbrotnir dýra- og jurta-
steingjörvingar; en eftir því
sem ofar dregur og klettarnir
eru yngri, því margbrotnari
eru jurta- og dýraleifarnar,
unz í efstu, allra efstu jarð-
lögunum, finnum vér loks
mannaleifar Hann er síðasta
skepna sköpunarinnar, —
„kóróna sköpunarverksins".
Óefað samkvæmt lögmáli
framþróunarinnar hefir hinn
fyrsti maður verið ófullkom-
inn mjög og í mörgu líkur
dýrunum, en honum var einn-
ig lagður guðlegur neisti í
barm — neisti, sem glæddist
og margfaldaðist og hjálpaði
honum að leggja undir sig
jörðina. Dýrin tamdi hann,
villijurtirnar ræktaði hann,
skógum og óræktarlöndum
breytti hann í yrktar merkur
og frjósama aldingarða; eld-
inn og vindinn gjörði hann að
þjónum sínum. lóefað var
framfarabrautin bugðótt og
seingengin. Ómögulegt væri
fyrir oss að fylgja mönnunum
spor fyrir spor, en þeir smátt
og smátt breyttust úr villi-
mönnum í hugsandi verur, er
skráðu sögu þjóðar sinnar, þó
á steintöflur væri í fyrstu.
Letrið seinunnið og kunnugt
einungis hinum fáu. Með
steintöflunum, er skildar hafa
verið eftir af hinum austur-
lenzku þjóðum of sem fund-
izt hafa í rústum borganna,
sem löngu eru undir lok liðn-
ar, byrjar fyrst saga mann-
kynsins. Trúarbækur Egypta,
Kaldeumanna og Gyðinga
finnast skráðar á steintöflur
þessar, og sanna þær oss, að
snemma hefir mannsandinn
byrjað að fálma í náttmyrkri
kunnáttuleysis og vanþekk-
ingar eftir orsökum og upp-
hafi hlutanna.
Ófullkomnar hafa hug-
myndirnar verið í fyrstu, en
stöðugt þroskast og risið og
risið hærra og hærra, unz þær
náðu sinni fegurstu fullkomn-
un, er hinn mikli kennari
mannkynsins birtist og opin-
beraði heiminum leyndardóm
lífsins.
Og hér stöndum vér þá! Af-
reksverk og eftirdæmi liðinna
alda fyrir framan oss, og vér
að berjast við að læra lexíu
þá, er oss var sett fyrir nær
tuttugu tugum alda, „að verða
heilagir í öllu dagfari".. Tor-
næmir erum vér á lexíuna þá,
— en þokumst samt smátt og
smátt í áttina, jafnvel þó auð-
ur, upphefð og völd ginni oss
þráfaldlega út af braut rétt-
lætis og sannleika, og þar af
leiðandi hindri framför heims-
ins.
Ef vér athugum mannlífið
grandgæfilega, hljótum við að
kannast við, að takmarkið,
sem oss er ætlað að ná, er enn
langt í burtu. Vér erum nú
samt komnir svo- langt, að vér
könnumst við ágæti þekking-
ar og fróðleiks, — tignum hið
göfuga og góða í fari með-
bræðra vorra, dáumst að
mönnum eins og Livingstone,
Pestalozzi og Tolstoy, er hafa
offrað sínu öllu án nokkurrar
hugsunar um endurgjald á
altari endurbótanna og mann-
kærleikans, en erum of and-
lega latir eða huglausir til að
breyta öðruvísi en fjöldinn
eða feta í fótspor slíkra
manna.
Samt sem áður, þó fram-
farirnar séu hægfara, hlýtur
takmarkið að nást. Kærleikur,
vísdómur og fegurð eiga enn
eftir að ríkja einvöld á jörð
vorri. Mannkynið á eftir að
verða ein stór fjölskylda, —
tengd bræðraböndum kær-
leikans, lifandi á hollri andans
fæðu, dýrkandi mannúð, rétt-
vísi og fegurð, en fyrirlítandi
mammon „og alla hans ára“.
Jörðin á að verða sameigin-
legt heimili hinna hamingju-
sömu íbúa, þar sem verða eng-
in landmæri viðurkennd, af
því engan mann langar að
ásælast eigur nábúa síns. Þær
hafa ekki framar neitt verð-
mæti í hans augum, því hann
sækist eftir fjársjóðum, sem
„mölur og ryð fá ei grandað“.
(Eftir ókunnan höfund)
Ævintýri í átján löndum
Frá bls. 5.
Hann var leiddur blindur um
Beinastræti, áleiðis til húss
Ananíasar, sem veitti honum
beina. Er Beinastræti enn eitt
af aðalstrætum borgarinnar,
þótt það beri nú nafnið Souk
Midhat Pasha, eftir tyrknesk-
um landstjóra, sem uppi var
á öldinni sem leið. Við geng-
um um þetta stræti áleiðis til
húss Ananíasar, sem er við
endann á stuttri hliðargötu.
Við knúðum á dyr og heyrð-
um eftir nokkra stund þung
skref innan veggja. Var lykli
snúið og út kom kona, sem að
aldri og öðru útliti hefði næst-
um geta verið sjálf Mrs. An-
anías! Túlkurinn talaði all-
lengi við konu þessa, greiddi
nefskatt fyrir okkur öll, og
var okkur þá leyft að ganga
inn í hús Ananíasar. En þetta
er ekki venjulegt íbúðarhús,
heldur prýðisfögur kapella,
að mestu neðan jarðar. Þarna
er talið að Sál, er síðar nefnd-
ist Páll, hafi dvalið um hríð
til að átta sig á þeirri breyt-
ingu, sem orðin var á högum
hans, og þar fékk hann aftur
sjónina í tvöföldum skilningi.
Nokkru síðar, er það varð
kunnugt, að hann hafði snú-
izt til kristni, bjuggu landar
hans honum banaráð, svo að
hann varð að flýja borgina um
nótt. Var hann látinn síga í
körfu út um glugga á húsi,
sem stóð við borgarvegginn,
en gafl hússins var einmitt
hluti af veggnum. Þessi vegg-
ur stendur enn, en það er búið
að hlaða upp í gluggann.
Ég á margar myndir í huga
mínum frá Sýrlandi og Dam-
askus. En einna gleggstar eru
þó myndrinar, sem minna á
þennan einkennilega mann,
sem breytti bæði nafni sínu
og lífsstefnu vegna þess að
hann sá ljós og heyrði rödd
við veginn.
Að vera íslendingur
Frá bls. 4.
sem lengst mun lifa, og með-
an nafn íslands vekur aðra
kennd og bregður annarri
birtu á líf ykkar á flugferð-
inni gegnum ævisalinn en
nokkurt annað, er íslenzkt
þjóðerni ekki horfið í sjóinn.
Ég hef litla þekkingu á
sögu vestur-íslenzkrar þjóðar
og hef enn ekki haft nema
takmörkuð kynni af lífi ykk-
ar. Þó mun ein mynd lengi
standa mér fyrir hugskots-
sjónum héðan af sléttunni
miklu.
Á myrku haustkvöldi fór ég
ökuferð hér út fyrir borgina,
og stormur komandi vetrar
lék í fölum stráum. Þá ráku
örlögin mig inn í íslenzkan
bóndabæ þar mitt á víðern-
unum.
I stofunni sat sjúkur maður
á stóli sínum og horfði á sjón-
varp af boltaleik suður í
Bandaríkjunum, en í skáp við
hlið hans stóðu íslenzkar
bækur, sagnir af Agli, bækur
skráðar af Snorra, ljóð ort af
íslenzkum mönnum.
1 einni sjónhending þóttist
ég sjá sögu langrar togstreytu.
íslenzka arfleifð — útlend
áhrif. Þessi áhrifaöfl munu
enn um skeið togast á um
margan Vestur-íslending, og
svipuð öfl verða einnig að
verki heima á íslandi.
Islenzk menning mun án
efa mótast og breytast marg-
víslega á komandi öldum, en
ég er þess fullviss, að beztu
þættir hennar munu lifa enn
um langt skeið. Ég er þess líka
fullviss, að meðan fólk af ís-
lenzkum uppruna í Ameríku
finnur við það einhverja ham-
ingju að koma saman til að
minnast ættlands feðra sinna,
sögu þeirra og bókmennta,
er ekki unnt að segja, að það
hafi með öllu horfið í sjóinn.
Ég vil enda þessi fátæklegu
orð á því að tjá ykkur öllum
Vestur-lslendingum virðingu
mína fyrir rækt ykkar við
íslenzka arfleifð og menningu,
og ég mæli af heilum hug, er
ég ber fram þá von, að þið
megið enn um hríð skilja og
njóta margs þess, sem virð-
ingar er vert við nafn íslands
og íslenzkrar þjóðar.
ÁLLT ÁRIÐ MEÐ LOFTLEIÐUM
'_:__________
LÆGSTU
FARGJÖLD TIL
ÍSLANDS
Frá New York
1U
REYKJAVÍKUR
og STÓRA-
BRETLANDS.
HOLLANDS,
ÞYZKALANDS.
NOREGS,
SVÍÞJÓÐAR.
DANMERKUR,
FINNLANDS
Tvímiðinn gildir í eitt ár — og gleymið
ekki hagkvæmustu fjölskyldufargjöldum
allra flugfélaga — í 10 Vi mánuð á ári.
AÐEINS 246 dalir fram og aftur
milli ÍSLANDS og Ameríku
UPPLYSINGAR I ÖLLUM FERÐASKRIFSTOFUM
ICELANDIGAIRLINES
lúý-fJJJDJU
15 Wesi 47th St., New York 36, PL 7-8585
New York • Chicago • San Francisco
FOR RESERVATIONS
CALL OR TELEPHONE
Tel. WH 2-8424
P. LAWSON TRAVEL LTD.
(D. W. Collett)
Authorized Agents
247 NOTRE DAME AVE., WINNIPEG 2, MAN.