Lögberg-Heimskringla - 04.01.1962, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 04.01.1962, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. JANÚAR 1962 5 Leskaflar í ísíenzku handa byrjendum Prof. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck, Ph.D. IV. We shall now consider the third person pronouns, in • ^ular and plural, in all four cases, which were explained e Past lesson. Again, for the sake of clearness, we list 0vv in full the pronouns under consideration: Sitig. Nom. Acc. öat. Gen. Plur. Nom. Acc. Öat. ^en. Masculine Feminine Neuier hann he hún she það it hann him hana her það it honum him henni her því it hans his hennar her þess its þeir they þær they þau they þá them þær them þau them þeim them þeim them þeim them þeirra their þeirra their þeirra their að ^n this lesson let us also include the forms of the verb ^ vera (to be) used with the third person pronouns, namely: aitd ’ Wilicil is use<^ wRL all such pronouns in the singular, To ' 6rU ^arel’ whieh correspondingly, is used in the plural. ^ Wstrate the declension of the pronouns listed above and St ^USe the torms ot the verb að vera with the pronouns, ty' ^ following sentences and translate them into English a the aid of the words previously listed in these lessons the vocabulary below: Uxn ^3nn er kennar. Ég sé hann oft. Jón er að læra hjá hon- ej^'. ^er er bréf til hans. Hún er ung stúlka. Ég þekki hana l- Systir mín er með henni. Þetta er bók hennar. Það er b . mt hérna. Þeir eru úti. Ég sé þá koma inn. Þær eru þaij113 ^ann talar um þær. Þau eru ekki hér, en ég þekki * • skrifa þeim stundum. Þessi bók var send til þeirra. er að byrja að læra íslenzku. ^ocabulary: a letter 53 by: . /f]a, to begin, beginning dark Kkl' n0t a3á' With n' int0 (the house) ^ ®Uzku. Icelandic nuari, a teacher 0,Oa' come að læ ra- to learn, study, learn- send. sent, past participle of the verb senda, to send stundum, sometimes siúlka, a girl systir, a sister talar, speaks, talks, present tense of the verb að iala, to speak, talk ung, young, feminine form um, about þekki, know, pres. tense of the verb að þekkja, to know W AtiliCAHAL LVCNNA VALDHEIÐUR THORLAKSON: ^lað úr dagbók eldhJn ^>Uriður gamla stóð við legaUSVashirin og þvoði vand- Ilún moldina af höndum sér. blómnafði verið að hlynna að Unutn sínum og mat- i heifrðinum> er lá baðandi Suimari m°rgunsólinni fyrir heunf , htla snotra húsið r 1 Úesturbænum. Þunei_ abhaði hún hægt °g a *eð *!eP að glugganum síuar hun þerraði hendur Hún Vandlega á svuntunni. 3Urtab anzaði °g starði a mat- haf§i e ið> sem daginn áður hlög ^ reitt breið og bústin híuuj^ Uti árdegissólinni, nú R. 11311 stltð °g ormétin. hvag dæsti við og hugsaði, líkur 3Urtagroðurinn er oft stuudi mannfélaginu, eina ^shum fs^nist allt ganga að ingann ormar freist- a °g naga í sundur blöð Þuríðar gömlu og rætur. Hugurinn leið yfir hennar eigin ævi. Það hafði allt $ýnzt ganga að óskum. Þau hjónin höfðu auðgazt vel á hinni frjósömu Dakota sléttu. Satt — þau unnu sleitu- laust, en bæði hraust. Þeim hafði ekki orðið barna auðið, en — alið upp tvö, pilt og stúlku. Er þau tánuðust, og æskan hefði getað fært þeim ótal möguleika, fór bóndinn að eiga vingott við stelpuna. Jú — auðvitað gaf hún eftir hjónaskilnað. Hún skildi ,að ung blómarós var gimilegri til sambúðar en hún kerling- in, sem aldrei hafði nein feg- urðardís verið. Verst, þegar allt þetta amstur var hjá lið- ið, hló stelpan að heimsku karlsins og fékk sér annan yngri. Já — veslingurinn, hún var eins og jurtin fyrir utan gluggann, öll æska hennar ormétin. En hvað mundi nú verða úr Sigga greyinu? Ekki vantaði hann vitið, en veikur var hann á svellinu. Nú var hann að vinna sér heimilisrétt á bú- jörð í þessari nýju Vatna- byggðar-gósen. Það átti að styrkja hann til framhalds- náms, því lögfræðingur var hann staðráðinn að verða, hafði lesið af kappi við há- skólann síðustu tvo vetur og þangað færi hann að hausti. Nú, — ef hann ætti mjög erf- itt, — ja, ætli hún stingi þá ekki að honum nokkrum doll- urum, svona í kyrrþey. Hún sneri sér frá gluggan- um, teygði sig eftir kaffikönn- unni, til lítils að láta hugann dvelja við liðna tíð. Bezt að gleyma, og ekki dæma, þá yrði maður sjálfur ekki dæmd- ur. — Þá heyrðist hratt fóta- tak í framskúrnum, hurðin flaug upp og þarna stóð Siggi hennar með andlitið afmynd- að af ofsahræðslu, hann skellti hurðinni í lás á eftir sér, eins og vítis árar væru á hælum hans, lét sig falla upp að dyra- staf og gekk upp og niður af mæði. Þuríður gamla starði högg- dofa á fósturson sinn. „Nú, — hvað er þetta maður?“ spyr hún. „I Guðs bænum feldu mig, hann Fúsi ætlar að drepa mig.“ Og það var eins og orðin kæmu í gusum. fram úr Sig- urði. „Er hann ekki vestur í landi?“ „Jú — en hann kemur á næstu lést.“ „Og býstu við, að hann drepi þig? Hvað hefir komið fyrir?“ spyr Þuríður og nú kvað hún fast að orðunum. 'Hann elti mig með byssu, ætlaði að skjóta mig. Ég var fljótari að hlaupa, komst á lestina, er hún rann fram hjá, en hann hefir einhver ráð að ná mér.“ „Og hver var ástæðan?“ „Hún vitlausa Stína er van- fær, kennir mér það. Fúsi drepur mig, ef ég giftist henni ekki. En fóstra, ég get ekki gifzt hálfvita.“ „Og jæja —garmurinn. Allt- af ert þú sjálfum þér líkur. Hefðir átt að hugsa út í það fyrr.“ Og nú leit hún með hálfgerðri fyrirlitning á fóst- urson sinn, þar sem hann stóð enn upp við dyrastafinn, rif- inn og skítugur, og hvar var nú allur lesturinn og lög- fræðin. „Fóstra, segðu eitthvað — gerðu eitthvað.“ Og nú mændi hann á hana bænaraugum. „Jú sezu niður, ég kem með matarbita.“ Og hún kippti fósturSyni sínum að eldhús- borðinu, þar sem hann féll of- an í stól og byrgði andlitið í höndum sér. En hún fór að búa út nesti. Raðaði því með vandvirkni í pappakassa, gekk svo þung- um og föstum skrefum inn í svefnstofuna sína, kom fram að vörmu spori, greip hægri hönd Sigurðar og þrýsti þykk- um seðlabunka í lófa hans. „Hérna garmurinn, þú þarft fargjald, föt og fæði, svo er hér nesti, sem dugar þér suð- ur fyrir landamærin. Þú ert Bandaríkjaþegn, svo það verða engin vandræði. En ef Fúsi hefir sigað lögreglunni á þig, er bezt þú sjáist ekki hér á vagnstöðinni, því gengur þú til Fort White og tekur lest- ina þar. Ef þú flýtir þér, nærð þú henni, en gakktu yfir landamærin. Þú ættir að geta það, og þá er þér borgið.“ „Ganga til Fort White. Það er svo langt,“ og það kom ámáttarsvipur á Sigurð. „Já, garmurinn, þú gengur og lætur bera eins lítið á þér og hægt er. Og hana nú, af stað með þig maður,“ og hún hrinti fóstursyni sínum all hvatskeytislega út úr dyrun- um. „Og sendu línu, þegar um hægist.“ Hún horfði á eftir honum skokka suður götuna, þar til hann hvarf á bak við húsaröð- ina, þá rölti hún hægt og þunglamalega inn í stofuna, lét sig falla niður í ruggustól- inn sinn,greip um bríkurnar krepptum hnefum og tók að rugga sér ákaft. Það var svo sem huggulegt, sem þessi blessaði sólskins morgunn hafði fært henni. En hvað hann Siggi gat verið mikill ræfill og ómenni. Þá snarstanzar hún ruggið. „Ræfill og ómenni,“ sagði hún upphátt og málrómurinn varð mildur og annarlegur. „Hvað er ég að dæma. Skrif- að stendur: Dæmið ekki, svo þér sjálfir verðið ekki dæmd- ir.“ Augun luktust aftur og höf- uðið seig ofan á bringuna sem í þögulli bæn. Dr. RICHARD BECK: Þættir úr minnisstæðri íslandsferð v. Þó að hinni formlegu Há- skólahátíð lyki með sérstak- lega virðulegu og ánægjulegu kvöldverðarboði háskólans á Hótel Borg laugardagskvöldið 7. okt., var ferð sú, er farin var sunnudaginn 8. okt., í raun og veru framhald hátíðarhalds- ins. En kl. 10 að morgni þess dags fóru heiðursdoktorarnir og aðrir gestir háskólans og konur þeirra, ásamt ýmsum fleiri gestum, í boði Reykja- víkurbæjar að Þingvöllum. Var farið í tveim stórum lang- ferðabílum og aðbúð hin á- kjósanlegasta, og föruneytið ekki síður, í hvorum bílnum, sem maður hlaut sæti. Við vorum svo heppin að hafa að leiðsögumanni í okkar bíl dr. Sigurð Þórarinsson, einn af hinum nýju heiðursdoktorum, sem bæði er hinn skemmtileg- asti ferðafélagi og gagnkunn- ugur íslenzkri náttúru, enda fræddi hann okkur óspart á leiðinni austur um merkisstaði nær og f jær, heiti þeirra, land- fræðileg og jarðfræðileg sér- kenni þeirra og sögu, svo að landið varð okkur sem opin bók. Numið var staðar á Kambabrún, og var það, nú sem áður, svipmikil sjón og tilbreytingarrík að horfa það- an austur eftir sveitum, með víðfeðma útsýn til fjalla og hafs, því að veður var hið bezta og skyggni gott, og þeim mun betra, er á daginn leið. Þegar til Þingvalla kom var gengið á Lögberg, og flutti prófessor dr. phil. Stein- grímur J. Þorsteinsson þar prýðilegt erindi á ágætri ensku um sögu staðarins. Benti hann, meðal annars, sérstaklega á þá staði, þar sem búðir fornmanna höfðu staðið um þingtímann í fornöld. Var lýsing hans glögg og greina- góð, og gerðu mér ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar að lifandi veruleika: Hátt á eldhrauni uppi, þar sem enn þá öxará rennur ofan í Almannagjá, alþingið feðranna stóð. Þar stóð hann Þorgeir á þingi, er við trúnni var tekið af lýöí, þar komu Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn og Njáll. Ekki hvílir jafn mikil sögu- leg helgi yfir neinum stað á íslandi eins og Lögbergi, og hvergi verður fortíðin nær- göngulli íslendingi, sem eitt- hvað þekkir til sögu þjóðar sinnar, heldur en einmitt þar. Aldrei hafa mér fundizt Þing- vellir fegurri að haustlagi en þennan októberdag, er við sá- um þá hlæja við sjónum af Lögbergi í fegurð þeirra og stórbrotinni umgerð hins ein- stæða og svipmikla landslags á þeim söguríku slóðum. Er ég stóð þar þá stund, sá ég bak- tjald sögunnar lyftast, og for- tíðin blasti mér, við augum eins og hún er túlkuð í snjöll- um Alþingishátíðarljóðum Davíðs Stef ánssonar frá Fagraskógi: Sjá liðnar aldir líða hjá og ljóma slá á vellina við Öxará, á hamraþil og gjár og gil. Hér hefir steinninn manna- mál * og moldin sál. Hér hafa árin rúnir rist og spekingar og spámenn gist. Hér háði þjóðin þing sitt fyrst. En ég hefi vafalaust ekki verið sá eini í hópnum, er fann svipaðar tilfinningar bærast Frh. blt. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.