Lögberg-Heimskringla - 11.01.1962, Blaðsíða 1
t
Hö gber g; - ^eimskr ingla
Stofnað 14. jan., 1888 Slofnuð 9. sepi., 1886
l!^RGANGUR_______WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 11, JANÚAR 1962_ -djggto. NÚMER2
Séra Sigurður Ólafsson
Faeddur 14. ágúst 1883 — Dáinn 21. marz 1961
MINNING
i.
Lag: Sólin ljóma sínum skrýdd
MUdi ríkust morgun ljóð.
j rnnisdjúpið æ þau geymdi,
lllr*st í innstu andans glóð
skan barnsins sízt þeim
gleymdi.
t tUm tóna regn
*a 'það mér er um megn.
?.Va® hann fann og heyrði þá
^Jartað geymdi alla daga.
^ loðurgarði fyrst hann sá
Jarhúsið og græna haga.
smali- lömbin leit
ln þeim fann, trúmennskan
'heit.
^egaljós í brjósti bar
ysið kveikti fátæk móðir.
st Sem eigi útkulnar
agamlar kærleiks glóðir.
j °num dýran fjársjóð fann
rði hann í búning þann.
pU sjávar fór hann ferðbúinn.
lskimannsins gekk í sporið.
,jlni hfði lotningin
1 ið var á á æsku vorið.
old er vetrar vertíðin,
1 liíln hófst við aldurinn.
^ siröndinni hann stóð í kyrrð
*rði út á regin hafið.
er .ain var inni hyrgð
sig fékk svo djúpt inn
grafið —
^ ^ hún framrás fann og sá
0riaganna öldum á.
j^yaddi allt sem kærast var.
2ldkkn,
Gróð;
rar und þá falla tárin.
Gl,
3ra skúrinn gefur svar
^m-mér-ei þó líði árin.
'enzk tryggð er sterk sem
stál,
ómar þagnar mál:
bá ípið við bryggiuna beið-
an svall við landsins
strendur.
stöðugt
Ski
Yfir hafið löng er leið,
lærisveinninn burt var
sendur.
Leiddur var frá strönd að
strönd,
studdur æ — af Drottins hönd.
Útlendingur orðinn var
einn síns liðs, en kveið ei
neinu.
Andans Ijós í brjósti bar,
bjart var inni’ í hjarta
hreinu.
Innri manninn einn Guð sá
allt sem fyrir honum lá.
Vinnulaunin voru smá
verkamannsins á þeim dögum.
Þráin brann í brjósti þá,
blessuð var af æðri lögum.
Heyrði kærleiks kallið hér.
Kom mitt bam og fylg þú
mér.
Alblómgaðan andans staf
inn í hönd og hjarta lagði.
Honuip léði, honum gaf,
heilög röddin við hann sagði:
Margfaldizt þín launin lág
læt þig takmarkinu ná.
Menntaskólans morgunsól
marga geisla til hans sendi.
Almætti Guðs æ sig fól
er einn leyndardóminn
kenndi. —
Við brunninn lífsins, sæll
er sá
svölun finnur Guði hjá.
Styrkur gafst, en þrautin
þung
þráði heilög lífsins fræðin.
Sívakandi sálin ung
sá álengdar messu klæðin.
Voldug föður forsjónin
færði hann í skrúðann sinn.
Ráfl
II.
Lag: Sjá nú er liðin sumar tíð
eyg var andans hug-
, sjónin
. °num valið
■ °num falið
að breiða boðskapinn.
Guðs í nafni gjörði það
uJmn sterki
að VerW-
Sem ei á stund né stað.
k.fi1 a háa fjallið veg sér vann,
£h henndi,
oíð^ Sendi
’ er Segja sannleikann.
Hans messugjörð í síðsta sinn
Guðs að vilja
gaf að skilja
lærisveinsins lofsönginn.
Á sigurhæð ævin út rann,
starfið góða
hvíld fékk hljóða.
Sæll í ró sofnaði hann.
í anda leit hann Lausnarann
lífs, í ljóma,
heyrði hljóma:
„Ég er iífið og upprisan.“
III.
Lag: Kallið er komið
kirWi8mg nú heyrum>
þjónJan er að kveðja
lhn Sem hennar vitni var.
a anda hennar
hæst lofgjörð hljómar Á
vininum Guðs til vegsemdar.
Alfaðir lífsins
Til Áskrifenda
i
Vegna slæmrar kvefpestar, sem greip starfslið blaðsins
var með naumindum hægl að gefa. út hálft blað bessa viku og
aðeins það lesmál sem búið var að. selja á mánudaginn
Væntum við að geta bætt þetta upp seinna.
ARNI S. MÝRDAL:
Endurminningar
Þegar ég, fyrir nálega
tveimur árum, fékk bréf frá
gömlum vini, er dvaldi þá um
stundarsakir á Gimli, minnt-
ist ég margs, er á dagana hafði
drifið þar og öðrum stöðum
í því byggðarlagi. Þó liðin séu
nú áttatíu og fimm ár síðan ég
var á Gimli, er margt, sem þar
skeði, enn í fersku minni. Það
var þar, sem við börnin feng-
um bóluveikina. Anna systir
mín, þriðja í aldursröðinni,
dó úr þeirri sýki. Ég man
óljóst eftir veikindum mínum,
þar til mér fór að batna. Kláð-
inn, sem að mér sótti, var
næstum óþolandi með köflum.
Foreldrum mínum var ráðlagt
að binda hendur mínar með
lakaléreftsræmum fram með
síðunni, svo ég gæti ekki klór-
að hrúðrið af bólunum, þegar
kláðinn færi fyrir alvöru að
gera vart við sig. Mér er það
enn í barnsminni, hversu ég
reyndi á allar lundir að losa
hendurnar, þegar kláðinn var
kominn í algleyming, en sem
mér gat þó aldrei tekizt. En
fyrir bragðið varð ég hvergi
bólugrafinn.
Bústaður okkar Var lítið
bjálkahús, er stóð fáein skref
fyrir norðvestan hið stóra tví-
lyfta bjálkahús, sem Taylor
bjó í. Allt neyzluvatn, bæði
Taylors og okkar, var sótt í
stöðuvatnið. Það var mikið
undir atvikum komið, hvort
karlmaður eða kvenmaður
sótti vatnið í það og það sinn-
ið. Atburður nokkur, er upp-
tök sín átti í því að sækja
neyzluvatn, var ég, meðal ann-
arra, sjónarvottur að — at-
burður, er mér mun seint úr
minni líða.
Laust eftir að við vorum bú-
in að koma okkur fyrir á
Gimli, vistaðist Anna fóstra
mín hjá John Taylor. Þó mér
þætti einkar vænt um móður
mína, sá ég eigi að síður mik-
ið eftir Önnu. Hvenær sem ég
var úti og sá Önnu vera að
gegna einu eða öðru verki ut-
anhúss, hafði ég alltaf augun
á henni, en ónáðaði hana aldr-
tárin þeirra teldu
í trú og von er treysta þér.
Andi í sárin
Frelsarans friður,
gjöfin hans sem eilíf er.
Lotning mig grípur,
ei að neinu leyti. Það var síðla
dags í kyrrviðri, að ég sá
Önnu ganga niður að vatninu
með tvær vatnsfötur, eins og
ég hafði oftsinnis áður séð
hana gera. Rétt fyrir framan
húsið voru þeir Sigurður
Kristófersson og Sigtryggur
Jónasson eitthvað að makka
um, mjög kímileitir á svip.
Þegar ekkert sérstakt lá fyrir
höndum, gerðu þeir sér það
oft til dægrastyttingar að leika
á eða glettast við bróðurdætur
Taylors og Önnu fóstru mína.
Ef nokkur aflraun var sam-
fara glettninni, fóru þeir all-
ténd halloka fyrir Önnu, því
hún var fílefld og með af-
brigðum snör — var þó Sig-
tryggur ekki neitt lamb að
leika við, því hann var bæði
stór og sterkur; og þó Sigurð-
ur væri lítill vexti, var hann
fjörmaður mikill og fylginn
sér. — Fyllir nú Anna föturn-
ar með vatni. Ofurlitla brekku
var upp að fara, þegar gengið
var frá vatninu. Þegar Anna
er komin um hálfa leið upp
hallann, kemur Sigtryggur
braðskellandi á móti henni og
ætlar, að mér sýnist, að ýta
henni með hægð aftur á bak
niður að vatninu. I tuskinu
skv.ettist úr annarri fötunni á
Önnu; steypir hún þá svo
handhæglega úr hinni fötunni
yfir Sigtrygg allan og grípur
í sömu andránni handleggi
hans stinnum tökum og ýtir
honum umsvifalaust aftur á
bak út í vatnið og dýfir hon-
um á kaf svo snarlega, að hann
gat engri vörn við komið.
Gullu nú við skellihlátrar frá
stóra húsinu.
Atburður þessi mun mér
seint úr minni líða, því ég
gladdist svo mjög af leikslok-
unum fyrir fóstru minnar
hönd. Þegar þetta gerðist, var
ég aðeins fjögurra vetra gam-
all.
Veturinn, sem við vorum í
Mikley, vakna ég eina nóttina
við feiknamikla bresti, er
virtust koma að norðan og
berast suður á við með hvell-
horfum upp til hæða.
Heyrum kallið, komið til mín,
löng er ei leiðin,
næst er Guðs náðin
þá dimmast er hans dýrðin
skín.
Ingibjörg Guðmundsson
ari brestum og fara svo
minnkandi aftur, unz allt datt
í dauðakyrrð. Af því ég hafði
aldrei áður heyrt neitt svipað
þessu, var ég ekki eins rólegur
innanbrjósts og ég hefði kosið.
Sofna ég samt bráðlega aftur.
Strax og pabbi var kominn á
stjá, spurði ég, hvort hann
hefði heyrt nokkra óvenjulega
bresti um nóttina. Sagðist
hann hafa vaknað við afar-
mikla ísbresti, sem alltíðir
væru um þetta leyti vetrar,
því ísinn væri þá orðinn um
fimm fet á þykkt og lægi því
feikilegur þungi á vatninu,
sem undir honum væri. Segir
pabbi svo, að ég muni nú sjá
íshrygg eftir endilöngu vatn-
inu. Var ég nú ekki lengi að
komast í fötin. Þegar út var
komið, sá ég íshrygg mikinn,
er lá norður og suður eftir
vatninu eitthvað um mílu frá
landi, og líktist misháum fjall-
garði. Síðar uni daginn fór
pabbi með mig til þess að
sýna mér þetta undursamlega
verk náttúrunnar, er mér
þótti, og skoðaði ég það í krók
og kring.
Mér er enn í barnsminni at-
burður nokkur, þegar við
bjuggum í Lundi hjá Kristjáni
Jónssyni frá Geitareyjum. Það
var mjög heitt og mollulegt
um daginn. Um kvöldið var
loftið ískyggilegt útlits, rétt
eins og þrumuveður væri í að-
sigi. Einhvern tíma um nótt-
ina vakna ég við feiknalegan
hvell, svo húsið lék á reiði-
skjálfi. Hélt ég að nú væri úti
um okkur öll. Rétt i þessari
svipan kemur fjarska bjart
leiftur og samstundis skrugga
svo mikil, að húsið skalf og
titraði. Hélt ég þá, að fyrri
ósköpin hefðu kannske verið
enn stærri skrugga. í þessu
bili brýtur ofviðrið stafn-
gluggann í möl, svo regnið
steyptist viðstöðulaust inn í
loftherbergið. > Eftir drykk-
langa stund komu foreldrar
mínir, er ég sá svo glöggt við
hvert leiftur, sem voru þá
næstum því samfelld, með
rúmábreiðu, hamar og nagla,
til þess að láta fyrir glugga-
opið. En það gekk ekki greið-
lega, því veðurhæðin var svo
mikil; vannst þeim þó verkið
um síðir eftir margar tilraun-
ir. Að þessu loknu spurði ég
pabba, hvort hann hefði heyrt
þennan voðalega hvell; sagði
hann þá, að þau hefðu vaknað
við þau ósköp, en kvaðst ekki
hafa neina hugmynd um,
hvað hefði orsakað hvellinn.
Eftir skamma hríð var þrumu-
veðrið um garð gengið. Næsta
morgun, jafnskjótt og ég var
á fætur kominn, fór ég út á
stigapallinn, er var á norður-
Frh. bls. 2.