Lögberg-Heimskringla - 11.01.1962, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 11.01.1962, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JANÚAR 1962 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Montreal: Próf. Áskell Löve. Minne- apolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Stein- dór Steindórsson yfirkennari. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Offlce Department, Ottawa, and for payment of postage in cash. Jólin að Betel Það mun mörgum spum: „Hvernig eru jólin að Betel?“ I stuttu máli má segja: Hér eru jólin haldin sem gleðihá- tíð, í svipuðum anda sem flest- ir eldri íslendingar ólust upp við að hafa jól, hvort þeir voru austan hafs eða vestan. Hér að Betel er mikill und- irbúningur undir jólin. í fleiri vikur fyrir jól eru allir heim- ilismenn önnum kafnir að skrifa bréf og senda böggla til vina og vandamanna. Póstur- inn kemur með þúsundir af bréfum og óteljandi böggla fyrir vistmenn að Betel. Mörg kvenfélög hér í fylki gjöra sér að reglu að senda gjafir til vistmanna, einnig gefur heimilið ihverjum heimilis- manni gjöf um jólin. Vku fyrir jól skrýðir Gimli- bær stræti bæjarins með Ijós- um og jólatrjám. Ljósastreng- ir eru hengdir yfir strætin og jólatré eru reist á aðalgatna- mótum bæjarins. Mörg heim- ili að Gimli setja ljós og jóla- tré fyrir framan hús sín. Að Betel er ljósastrengur settur framan við heimilið. Inni eru reist tvö jólatré — annað í samkomusalnum, hitt í bóka- salnum. Matsalur og sam- komusalur eru prýddir með jólaskrúði. Þeir sem hafa heimsótt Betel, vita að hér er allt ævinlega þvegið og fág- að. Þar er engu hægt við að bæta um jólin, en yfir hverj- um glugga á heimilinu er fest jólaskrúð. Það má því með sanni segja, að jólin eru flutt inn í hvert herbergi. Jólin byrja með guðsþjón- ustustund klukkan sex á að- fangadagskvöld. Þessum sið hefir verið haldið sér að Betel frá byrjun. Guðsþjónustunni stýrði þjónandi prestur Betels, séra Nadiger. Hann flutti stutta ræðu á ensku, en sungn- ir voru íslenzkir sálmar. Á eftir messu settust menn í kring um orgelið og sungu ís- lenzka sálma. Þegar menn voru orðnir þreyttir að syngja, var hlýtt á íslenzka sálma sungna á hljómplötur. Voru þeir sálmar sungnir af Þuríði Pálsdóttur og Sigurði Björns- syni. Þar næst var sezt að borðum og drukkið súkku- laði. í borðsalnum sitja sex við hvert boð. Nú voru tvö kerti sett á hvert borð — öll önnur ljós voru slökkt og fólk sat þar í kertaljósi og hlýddi á íslenzka jólasálma. Hvert einasta heimilisbarn, sem ekki var rúmfast, sótti þessa að- fangadagsmessu. Einnig gjöra allmargir bæjarbúar sér það að reglu að heimsækja Betel á aðfangadagskvöld. Þessi stund var sannarlega ánægjuleg byrjun jólahátíðarinnar. Þetta sama kvöld kom hing- að einnig söngflokkur frá flugvellinum (Gimli Airport). Sá flokkur kom algjörlega ó- tilkvaddur til að gleðja heim- ilismenn og söng hér nokkur lög. Þetta er aðeins eitt dæmi, sem sýnir hve flugherinn er Betel velviljaður. Á hverju ári er heimilisfólki hér boðið til jólavezlu að flugvellinum. Þeir, sem ekki treystast til að fara vestur á flugvöll, er færð- ur jólamatur hingað heim. I ár var heimboð þetta mánudags- kvöldið 18. desember. Á jóladaginn var hér lesinn íslenzkur húslestur, eins og á hverjum morgni — húsmóðir Betels les húslestur á hverj- um morgni. 1 þetta sinn var lesin jólaprédikun eftir biskup íslands, herra Sigurbjörn Ein- arsson, úr nýútkominni bók hans, „Meðan þín náð“. Sungn- ir voru íslenzkir sálmar, eins og við aðrar guðöþjónustur hér. Hér er enginn æfður kór- söngur, syngur hver af áhuga og einlægni, og er mesta furða hve árangurinn er góður. Á annan í jólum var lesin hug- vekja eftir biskup Islands, sem tileinkuð er þeim degi. Á hverjum mánudegi er hér haldinn samsöngur, sem Mr. S. K. Hall stjómar. Kemur þá heimilisfólk saman og syngur ísl. söngva séra til ánægju — það er mesta furða hve margt af eldra fólkinu getur raulað lag. Um jólin voru þessar sam- komur eins og vanalega, á annan í jólum og nýársdag. Gamla árið var kvatt og nýja árinu var fagnað með svipuðu móti og jólunum. Á gamlárskvöld var lesinn hús- lestur klukkan sex. Svo voru sungnir sálmar og hlustað á hljómplötur og drukkið súkkulaði við kertaljós. Var þetta mjög viðeigandi háttur að kveðja gamla árið. Nýja árinu var fagnað með nýárs- lestri fyrsta dag ársins. Einhver mun spyrja: „Er nokkur hátíða jólamatur að Betel?“ Því er fljótt svarað — hér er hátíða jólamatur á hverjum degi, „turkey“ hang- ið lambakjöt, hangið svíns- læri og alls konar gómsætindi, sem aðeins matreiðslukonur og húsmæður kunna að nefna. Hér eru jólin haldin til þess þrettánda. Þá er ævinlega lokasamkoma jólanna. Þá samkomu annast vistmenn sjálfir og sjá um skemmtiskrá. Að lokum má fullyrða, að hér að Betel eru gleðirík og ánægjuleg jól. Hér gefst kost- ur að hafa sameiginlegar guðsþjónustur og samfundi með vinum — hér gefst einnig tóm til að lesa í næði eða sitja einn með sínar hugsanir. Jónas Th. Jónsson, Betel Home, Gimli, 1. janúar 1962. Endurminningar Frá bls. 1. gafli hússins, og leit til vest- urs. Varð ég undir eins var við einhverja breyting; mér sýndist allt svo miklu bjartara við skógarjaðarinn en ég átti að venjast. Reyndi ég nú að koma því fyrir mig, hvað því olli. Sá ég þá, að stóra tam- rakstréð, sem staðið hafði ná- lægt skógarjaðrinum, va horfið með öllu. Það var svo óvanalega stórt (á að gizka fia sex til sjö fet í þvermál) og limamikið, að það kasta 1 skugga á allt umhverfið. Þy ég nú inn til pabba og seg' honum frá þessum undrum oS fæ hann til að koma með me1 á staðinn, þar sem tréð hafð1 staðið. Þegar þangað var kom- ið, sást hvernig að öllu val varið. Eldingu hafði sleg1 niður í tréð og klofið Þa® 1 smáflísar, og lá enginn þeirr® nær en um tvö hundruð frá staðnum, sem tréð haf 1 staðið, og enginn urmull sas eftir af limum þess; hafa ÞeU efalaust orðið að dufti einU' Ekkert stóð eftir af trénu nema oddmjór gaddur upP ul * CANADA ÞJONUSTA I UMHVERFINU ER FYRIR YÐUR! I í flestum héruðum í Kanada er mikil þjónusta með höndum höfð í heilbrigðismálum og velferðar í þágu allra borgaranna. Er sú þjónusta oft af nefndum eða einstaklingum unnin. Á meðal þeirra eru: • Heimilishjúkrun • Hjálp í fjölskyldumálum • Atvinnu-útvegun fatlaðra • Við sumarhúsagæzlur fyrir drengi og stúlkur og mörg önnur. Ef þér tilheyrið fjölskyldum, sem á slíku þurfa að halda, þá hikið ekki við að spyrjast fyrir um hjálp. Hún verður fúslega látin í té. Þessi þjónusta í umhverfinu er skráð á gulu blaðsíðunum í síma- skrá yðar undir nafninu: “Social Service Organizations” Þær eru þar yður til aðstoðar. Ellen L. Fairclough Minister of Citizenship and Immigration

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.