Lögberg-Heimskringla - 26.07.1962, Page 2

Lögberg-Heimskringla - 26.07.1962, Page 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. JÚLÍ 1962 2________________________ EYÞÓR ERLENDSSON: Dulheimar Um > langan aldur hafa draumarnir verið mönnum ráðgáta. Spekingar heimsins hafa brotið um þá heilann og látið í ljósi næsta ólíkar skoð- anir á eðli þeirra og orsök- um. Efnishyggjumenn nútím- ans heimta staðreyndir og taka engar skýringar gildar nema þær einar, sem unnt er að sanna með óyggjandi rök- um. Slíkum rökum verður þó eigi ávallt við komið. Þannig verður t. d. lífið eftir líkams- dauðann aldrei sannað á þann hátt, að vantrúarmenn taki gilt og láti sannfærast. Og hið sama er að segja um eðli draumanna. Um það eru og munu verða skiptar skoðanir og sýnist sitt hverjum. Af margra ára reynslu minni í þessum efnum, hef ég komizt að raun um það, að draumarnir séu oft og einatt einhvers konar samband milli dreymandans og þeirra vits- munavera, sem ala aldur sinn á öðrum sviðum tilverunnar. En slíkar verur eru að sjálf- sögðu í flestum tilfellvun framliðið fólk. Sé þetta sjón- armið ekki haft í huga, þá er leita skal sannleikans um hið dularfulla eðli draumanna, er víst um það, að það verður aldrei skilið né skýrt á réttan hátt. Það, sem gerist í draum- um, er vafalítið oft og mörg- um sinnum það, að hinar þroskuðu verur alheimsins eru að leitast við að gefa okkur holl ráð og bendingar. í þeim tilgangi bregða þær upp fyrir okkur ótal myndum, taka okk- ur með sér í ferðalög og sýna okkur inn í dulda heima og láta okkur upplifa eitt og ann- að, sem okkur má að gagni verða í þroskabrautinni. Oft erum við á þennan hátt að- vöruð, ef við villumst af leið. Stundum er sem huliðsblæju framtíðarinnar sé lyft upp og við sjáum fyrir okkur óskeða atburði, sem tíminn á eftir að leiða í ljós. Að sjálfsögðu er- um við misjafnlega vel hæf fyrir samband þetta, og því er það, að draumarnir verða svo oft óljósir og þokukennd- ir, eða jafnvel algert rugl. En sé sambandið gott, verða draumarnir svo greinilegir, að hvaðeina, sem við ber, stend- ur okkur jafn Ijóslega fyrir sjónum sem í vöku væri. Eru slíkir draumar oft merkilegir. Ýmsa drauma af slíku tagi hefir mig —sem þessar línur rita — dreymt á ýmsum tím- um ævi minnar, og eru sum- ir þeirra meðal þess eftír- minnilegasta, sem fyrir mig hefir borið. ☆ Landið fagra Þann fyrsta af draumum þeim, sem ég mun nú leitast við að gera grein fyrir, dreymdi mig fyrir mörgum árum. Ég tel hann ætíð meðal minna merkustu drauma og draumanna það er skoðun mín, að þá hafi ég raunverulega í svefninum losnað úr viðjum líkamans og brugðið mér yfir á annan hnött. Hið fyrsta, sem ég man um draum þennan að segja, er það, að ég þóttist staddur hér við bæinn — Helgastaði í Biskupstungum — ásamt öðru heimiiisfólki. Heyri ég þá skyndilega kynlegan gný úr vesturátt og verður mér litið þangað. Sé ég þar þá allhátt á himninum riokkra menn á ferð. Þeir liðu áfram í geimn- um og færðust ávallt ofar og þó jafnframt nokkuð til aust- urs. Þetta var undarlegt ferðalag og greip sýn þessi mig þegar sterkum tökum. Og meðan ég horfði á menn þessa fjarlægjast smám saman, taka einhver furðuleg áhrif að gera vart við sig í vitund minni. Þau lýsa sér m. a. í því, að ég fæ óljóst hugboð um að mér sé ætlað að leggja sam- stundis upp í langt ferðalag, burt frá jörðinni. Þessi áhrif altaka mig á skömmum tíma og verða að sterkri útþrá og ég tek að hlaupa í loft upp og leitast þannig við að svífa í geiminn. Eftir nokkrar mis- heppnaðar tilraunir tekst mér þetta, og ég svíf upp á við, án þess að falla aftur til jarð- ar. Ég finn, að ég er orðinn fisléttur og óháður öllu þyngd- arlögmáli. Ég berst nú skjótt upp á við, út í geiminn. Fyrir neðan mig sé ég bæinn fjarlægjast óð- um, sem og heimilisfólkið áð- urnefnda. Þykir mér það horfa á eftir mér og veifa til mín, eins og í kveðjuskyni. Og þá verður mér allt í einu ljóst, að ég eigi ekki aftur- kvæmt tfil jaðarinnar, en sé lagður af stað þaðan fyrir fullt og allt, og jafnframt, að slíka ferð eigi allir fyrir höndum. Þessi uppgötvun hafði djúp- stæð áhrif á mig og ég þykist kalia til hinna, sem eftir urðu, og segja: „Þið komið Þetta ferðalag um geiminn kostaði miig alls enga á- reynslu. Það var sem ég bær- ist áfram með einhverju ó- sýnilegu uppstreymi, er hefði mig aigerlega á valdi sínu. Jafnframt var líðan mín svo dásamleg, að undrun sætti. Óumræðilegar sælutilfinning- ar gagntóku mig og umvöfðu. Þessar sælukenndir voru ólík- ar öllu því, sem við þekkjum hér í heimi. Gleði okkar jarð- arbúa er venjulega á einhvem hátt skuggum blandin, en þarna var um ekkert siíkt að ræða. Þetta var alsæla í orðs- ins eiginllegu merkingu. Brátt var ég kominn svo hátt, að ég sá jörðina aðeins óljóst fyrir neðan mig og loks hvarf hún með öllu. Féll ég þá um sama leyti í eitthvert óminnismók og vissi ógjörla, hverju fram fór um sinn. Það eitt fann ég og skynjaði, að ég sveif ávallt lengra og lengra út í endalausan geimirin. Þessu næst vakna ég til vit- undar um það, að ég hafi fast land undir fótum. Og er ég litast um* sé ég, að ég er staddur neðan til í brekku einni, eigi brattri, en mjög víðáttumikiili. Heldur var brekka þessi ömurleg yfirlit- um. Var hún mjög gróður- snauð, eins og örfoka melar, og líkti'st þeim að öllu leyti. Dálítið ofar í brekkunni sé ég fólk á ferð og heldur það upp eftir henni. Þetta var fá- mennur hópur, en ekki voru þar menn þeiir, sem ég sá í upphafi draumsiris, og kann- aðist ég ekki við fólk þetta. — Held ég nú einnig af stað upp brekkuna, því að einhver dul- inn máttur knúði mig áfram. Eftir skamma stund kom ég — ásamt fólki þessu — að eins konar múrvegg, sem hvergi sást fyrir enda á. Var hlið þama í veggnum og í því var vængjahurð, sem opnaðist á víxl, eins og af sjálfu sér. Er við komum fast að hlið- inu, heyri ég allt í einu und- urfagran söng, og var það ljóðið alkunna: „Alfaðir ræð- ur“, sem sungið var. Vissi ég ógjörla hvaðan söng þennan bar að, en svo var hann áhrifamikill, að hann tók huga mi'rin þegar fanginn, svo að ég var sem dáleiddur nokkra stund. • En samferðafólk mitt, sem nú var orðið, nam eigi stað- ar, en hélt rakleitt gegnum hliðið umrædda og fór ég bráðlega á eftir því sömu leið. Þegar gegnum hliðið kom, opnaðist nýtt sjónarsvið, svo fagurt, að ofar er ölium mann- legum skilningi. „Nei, hve þetta er fagurt!“ hrópaði ég frá mér numinn af hrifningu. — Og sannarlega var það fallegt. Fegurstu lönd jarðarinnar myndu verða harla tilkomulítil í saman- burði við það. Megna engin orð að gefa hugmynd um undrafegurð þá, sem þarna gat að líta. Það, sem mér fannst einkum heillandi við sjónarsvið þetta, var fjaUaklasi einn mikill og fagur, sem laugaði sig þar í dýrðarljóma. Voru fjöll þessi með öllum þeim fegurstu skrautlitum, sem unnt er að hugsa sér. Á litaauðgi þeirra tvífnælalaust hvergi sinn líka í landslagi hér á jörðu. Aðeins litadýrð vesturhiminsins um sólarlagsbii, eins og hún get- ur mest orðið, gefur nokkra hugmynd urn litfegurð þess- ara furðufjalla. Milli mín og fjálianna fögru virtist vera víðáttumikil slétta, sem einnig var sveipuð dásamlegum litskrúða, eins og sæi þar yfir þúsundlitt blóma- háf. Ég varð sem heillaður af að virða sýn þessa fyrir mér og gleymdi öllu öðru. Hugur minn fylltist lotningu og djúpri unaðskennd. Og þannig stóð ég um stund í einhverju sæluástandandi og vaknaði svo út frá því. Oft hef ég velt því fyrir mér, síðan, hvar í veldi al- heimsins ég mundi hafa dval- ið þessa eftirminnilegu stund og hvert mundi hafa verið það undraland, sem ég komst í kynni við þessa nótt. Var það raunverulega bústaður hinna framliðnu, okkar fyrir- heitna land, sem ég hafði séð? Þessum spumingum fæ ég eðlilega ekki svarað. — En á hljóðum sumarkvöldum, þeg- ar nóttiria tekur að breiða sinn milda hjúp yfir blóm- skrýdda foldiria, finnst mér stundum eins og ég sjái ljóm- ann af landinu mínu fagra, „bak við yztu sjónarrönd“. Minning öndvegisskálds Frá bl>. 1. 1 prýðilegri grein, „Matthí- asarsafn á Akureyri“, hér í blaðinu nýlega (16. marz 1961) rakti Stéindór Steiridórsson yfirkennari frá Hlöðum sögu þessa máls og lýsti ágætri starfsemi Matthíasarfélagsins á Akureyri að því marki: „að vernda hús séra Matthíasar og safna þangað munum hans, svo að unnt væri að koma þar upp minjasafni, sem hæfði minningu skáldsins." Mirinist ég þess með ánægju og þakk- læti, ,er ég skoðaði húsið og safnið í fylgd með Marteini Sigurðssyni síðsumars 1960, hvað mér fannst mikið til um það verk, sem þar hafði verið unnið, og hve vel félaginu hafði orðið ágengt í viðleitni sinni; en Marteinn hefir verið formaður Matthíasarfélagsins síðan það var stofnað fyrir fjórum árum, og sýnt mikinn áhuga á málum þess. En ár- angrinum af starfi félagsins er rétt lýst og vel í þessum orðum Steindórs yfirkennara: „Síðan félagið var stofnað hefir það unnið markvíst að viðfangsefni sínu. Neðri hæð hússins var keypt, og hafa herbergi hennar verið færð sem mest í það horf, sem þau voru á dögum séra Matthíasar, svo að naumast mun verða nær því komizt. Allmikið af munum hans hefir verið feng- ið til safnsins. Þannig má heita, að skrifstofa skáldsins sé nú með sömu uriimerkjum og þegar hann vann þar. Þó vantar allmikið af bókasafni hans, en svo vel vildi iþó tii, að allstór skápur með bókum hans hafði á sínum tíma verið gefinn Menntaskólanum á Akureyri af erfingjum skálds- ins, og er hann nú aftur kom- inn á sinn stað. Börn og barnabörn séra Matthíasar hafa sýnt safninu og félaginu staka góðvild með gjöfum muna úr búi skáldsins, og magrir fleiri hafa lagt því lið- sinni.“ Svo langt er komið þessu þakkarverða og þjóðnýta verki1, að í júnímánuði í fyrra var minjasafn skáldsins á „Si'gurhæðum“ opnað aj menningi með hátíðlegri a höfn, sem Marteinn Sigur^' son, formaður Matthíasarfe' lagsins, stjórnaði, en raeður fluttu Davíð skáld Stefansson frá Fagraskógi, séra Sigurður Stefánsson vígslubiskup, Þ. Gíslason menntamálara herra, sem lýsti Matthíasar safnið opið almenningi, °í Gunnar Matthíasson. Vi stödd athöfnina voru einnrg frú Þóra Matthíasdóttir °S nokkrir aðrir afkomendur skáldsins, er færðu safninu góðar gjafir og verðm3etar> Helgi Sæmundsson, formaður Menntamálaráðs, tilkynnh enn fremur, að ráðið hef 1 ákveðið að gefa Matthíasar- safni brjóstmynd af séra MaÚ híasi. Margir hafa stutt star félagsins með fjárgjöfum eða öðrum hætti, en sérstaklega er skylt að geta þess, að fyrrV; ráðherra Jónas Jónsson fra Hriflu var fyrsti hvatamaður að stofnun félagsins, og er a verðleikum heiðursfélagi þesS- Mikið hefir því áunnizt 1 þessu þarfa máli, og þökk se ölliun, sem átt hafa hlut a þeim f ram kvæmdum. v fjarri fer eigi' að síður, a lokamarkinu sé náð. Vil hvað það snertir vitna aftur til ummæla Steindórs yf,r' kennara í fyrrnefndri grei11 hans: „Félagið þarf að eignast húsið allt, og það þarf að safna öllu, smáu og stóru, sem eIin er fáanlegt af minjum um séra Matthías, og það þarf a. ganga endanlega frá búnað1 hússins og safnsins. En þntt ekki sé lengra komið en nU er, þá er víst, að þarna er kom* inn vísir að merkilegu safn1’ og af hinum fjölmenna hop ferðamanna, sem árlega kem* ur til Akureyrar, munu Þel£ verða margir, sem leggja lel sína upp á Sigurhæðir, tn þess að komast í námunda vi séra Matthías." Og iþá kem ég að því, seItl er höfuðtiigangur þessa grein* arkorns míns, en það er að hvetja Islendinga vestan hafs eindregið til þess að gerast félagsmenn í Matthíasarfélag' inu á Akureyri. Ársgjaldið er kr. 100.00 (tæplega $2.50 mi®' að við núverandi gengi kron- unnar), en ævitillag er kr- 1000.00. Munu þeir Marteinn Sigurðsson og Steindór Stein* dórsson á Akureyri fúslega veita ársgjöldum viðtöku; °& vitanlega er mér, sem þetta ritar, Ijúft að gera það, °& koma þeim áleiðis til hlutað' eigenda sendendum að kostn- aðarlausu. - En slík ræktarsemi v1^ minningu vorra ágætustu manna er þjóðrækni í fagurr1 mynd, og eykur sjálfsvirðingu vor sjálfra. Með því að rétta með þeim hætti hönd heim um haf, vinnum vér einnig beint í anda orða séra Matthíasa1 sjálfs: „og frændsemin ska) brúa saman löndin,“

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.