Lögberg-Heimskringla - 24.01.1963, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 24.01.1963, Side 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. JANÚAR 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDXTORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson. Prof. Thor- valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Péturs- son. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Monlreal: Próf. Áskell Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari. Subscripiion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department. Ottawa, and for payment of postage in cash. Fóru ísraelsmenn yfir Rauðahafið? „Móses rétti út hönd sína yfir hafið, og Drottinn bægði hafinu frá með hvössum austanvindi, sem blés aila nóttina; hann gerði hafið að þurrlendi, og sjórinn skiptist sundur, og Israelsmenn gengu þurrum fótum mitt í gegnum hafið, og vötnin stóðu eins og veggur til hægri og vinstri handar þeim“, o.sv.fr. Sagan um flótta Israelsmanna úr Egyptalandi, sem sögð er í annari bók Mósísar mun hverju mannsbarni kunn, hún vekur ekki litla undrun hjá börnunum fyrst þegar þau heyra hana. Hún er í hæsta rnáta dramatísk enda notaði Cecil de Mille þessa sögu sem megin efni í eina stórkostlegustu kvik- mynd sína, The Ten Commandments. Með einhverjum kvik- myndabrögðum gat hann sýnt hvernig sjórinn skiptist, Isra- elsmenn komust yfir heilu höldnu, Egyptar eltu þá og sjór- inn féll saman og drekkti þeim. Þó þessi frásögn sé fjarri því að geta samrýmzt náttúru- lögmálinu, er ekki ólíklegt að margir hinir svonefndu bók- stafs trúarmenn fyrri alda hafi lagt nokkur trúnað á hana, en nú nýlega hafa verið leiddar sannanir að því að þessi saga var ekki þannig skráð í hinum upphaflegu hebresku textum biblíunnar; að biblíuritin hafa ekki verið rétt þýdd á önnur tungumál, að minnsta kosti ekki í samræmi við elztu hebresku ritin. Á laugardaginn var skýrt frá því í Winnipeg Free Press, að sjö kunnir Gyðingafræðimenn hefðu varið sl. átta árum við að þýða fyrstu fimm bækur biblíunnar úr hinum hebresku frumritum sem nefnd eru Masorah, en þau voru skrifuð af ritningafræðimönnum Gyðinga í fornöld ásamt ýmsum skýringum á textanum, og er það í fyrsta sinn að þessi frumrit hafa verið notuð að fullu við þýðingar biblí- unnar. Til skilnings á ofangreindri biblíusögu, hafa þessir fræði- menn ekki einungis rannsakað gaumgæfilegt hvert orð í frásögn frumritsins heldur einnig aflað sér jarðfræðilegrar og landfræðislegrar þekkingar um það svæði sem um er að ræða og hafa þeir nú komist að þeirri niðurstöðu að Mósis hafi alls ekki leitt Israels börn gegnum Rauðahafið, heldur hafi þeir flúið undan Egyptum gegnum Sea of Reeds, um 200 mílur norðar. I frumritinu er staðurinn, þar sem „Mósis rétti út hönd sína og Drottinn bægði hafinu frá með hvössum austanvindi“ nefndur Yam Suf, en Yam þýðir sjór eða haf og Suf þýðir sef (bullrushes) þetta svæði er nú þakið sandi, en á dögum biblíuviðburðanna var þar mýrlendi og vötn hér og þar. Á mörgum öðrum stöðum hafa þessir fræðimenn lagfært þýðingar samkvæmt frumritinu. T.d. „I upphafi skapaði Guð himininn og jörðina," hafa þeir þýtt þannig: „Þegar að Guð hóf að skapa himininn og jörðina“. Þriðja boðorðið: „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma“ á að vera: „Þú skalt ekki sverja rangan eið í nafni Drottins Guðs þíns.“ Boðorðið þú skalt ekki mann vega er nú „þú skalt ekki mann myrða“, o.sfrv. Talsmenn kaþólskra og mótmælenda (Protestants) í Bandaríkjunum hafa lokið lofi á þessa nýju þýðingu; segja að hún sé skýr og stuttorð. í Oxford, hefir formaður nefndarinnar sem annast þýð- ingu Gamla Testamentsins fyrir Nýju ensku biblíuna, próf. Godfrey Driver, látið þannig ummælt: „Að minni hyggju er þessi þýðing aðdáanlega af hendi leyst . . . hvorki forðast né sneitt hjá erfiðum þýðingum. Ávarp forseta íslands a nýjórsdag 1. janúar 1963. Góðir íslendingar, nær og fjær! Við hjónin óskum yður öll- um, konum og körlum, ungum og gömlum, gleðilegs nýjárs og þökkum innilega gamla árið. Sú mikla hátíð, sem nú stendur yfir, frá fyrsta jóla- degi til þrettánda, hefir fylgt þjóð vorri frá upphafi vega, og borið sama nafn, jólin, jafnt í heiðni sem kristni. Jól rímar við sól, og þó vísast sé enginn skyldleiki milli orð- anna sjálfra, þá er þó náið samband á milli sólar og jóla, og mun svo hafa verið frá ör- ófi alda. I dimmasta skamm- deginu höldum vér ljóshátíð. Eftir vetrarsólstöður, fer sólin aftur að hækka á lofti, og vér sjáum ljósið skína í myrkrun- um. Jólin boða oss mikinn fögnuð. Nýjársdagurinn hét til skamms tíma Áttadagur jóla. Ég kalla það, í þessu sam- bandi, til skamms tíma, þó tvær aldir séu um liðnar. En nú er öll áherzlan á því, að við þennan dag miðum við upphaf nýs árs, að þessu sinni ársins 1963, eftir Krists burð. Á ára- mótum lítum vér bæði aftur og fram í tímann, bæði ein- staklingar, fjölskyldur og þjóðin í heild. Vér stingum hendinni í eiginn barm, hug- leiðum gleði og sorg — og alla afkomu hins liðna árs. At- burðir og afkoma þjóðarheild- arinnar er rakin af ýmsum öðrum um þessi áramót, og fara dómarnir jafnan nokkuð eftir því, á hvaða sjónarhól menn standa. Fjarlægðin er enn ekki nóg fyrir fullnaðar- dóm sögunnar. Ég læt það nægja að þakka forsjóninni fyrir gott ár! Góðærið er ó- tvírætt, og ekki mun ég ræða um neina sérstaka óáran í mannfólkinu. Héðan frá Bessastöðum tel ég rétt og tilhlýðilegt, að flytja þingi og stjórn þakkir fyrir sérstaka fjárveitingu, þó ekki sé um stórt atriði að ræða fyrir þjóðarbúskapinn, heldur öllu fremur þjóðarmetnað vorn. I fjárlögum þessa ný- byrjaða árs er hálf milljón króna veitt til byggingar bók- hlöðu hér á staðnum. Bók- hlaðan verður reist í húsagarði við hlið nýju álmunnar, og veldur engri truflun á svip staðarhúsanna. Til innrétting- ar og bókakaupa þarf síðar viðbótarfjárveitingar. Hér er séð fyrir þörf, sem ekki verður látin í askanna, eins og gamla máltækið segir. Úrval ís- lenzkra bókmennta á að mæta hér hverjum nýjum forseta til afnota, og gestum, innlendum og erlendum, til augnagamans. Gestir, einkum þeir útlendu, óska þess oft að fá að sjá bóka- safn staðarins. Þeir hafa stundum rekið upp stór augu við það svar, að bókasafn fyr- irfinnst ekki. Ég hlakka til þeirrar stundar, þegar hægt veijður að gefa jákvætt svar. Hér eiga bókmenntirnar sjálf- sagðan samastað. Hvernig væri nú komið um íslenzkt þjóðerni og sjálfstjórn, ef ekki væri sagan og bókmenntirnar? Við eigum fátt fornminja, en í bókmenntunum hefir þjóð- arsálin varðveizt. Undirstaða sjálfsstjórnar og velgengni vor íslendinga er hvorki vopn né mannafli, heldur bókmenritir, saga, Al- þingi og kraftur í kögglum. Vor bezti arfur og auður er gott ætterni, sjálfur kynstofn- inn. Það er vart öðrum en kunnugum ljóst, hve fámennt hið fullvalda íslenzka ríki er. Það var á fundi hinna Sam- einuðu þjóða, sem indverskur sessunautur spurði mig, hve fjöimennir íslendingar væru. I minni barnaskóla landafræði stóð, að vér værum áttatíu þúsund, svo ég þarf stundum að hugsa mig um hinar nýrri tölur. „Eitt hundrað,“ byrjaði ég, og staldraði við — en Ind- verjinn kom strax til hjálpar og sagði: „Eitt hundrað millj- ónir. Það er ekkert að skamm- ast sín fyrir.“ Hann fór nær um smæð okkar útlendingur- inn, sem hélt því nýlega fram, að slík dvergþjóð sem íslend- ingar ættu ekki að hafa rétt til að fljúga um Norður-At- lantshafið, auk þess sem það væri rán, að halda uppi ódýr- um flugsamgöngum. Sem bet- ur fer er það fáheyrt að oss sé lagt fámennið til ámælis, og sízt af nágrönnum vorum. Það væri of nærri höggvið líftaug eyjarskeggja í miðju úthafinu, að torvelda þeim samgöngur. Eigin floti í lofti hefir nú á- líka gildi íyrir þjóðina og samgöngur á sjó frá upphafi vega. Farsæld íslendinga á hverri öld má að miklu leyti mæla við það, hvernig gengið hefir að halda uppi eigin sam- gönguflota við umheiminn, áður á legi og nú einnig í lofti. Ég nefni þetta einstaka dæmi ekki vegna þess, að mik- il hætta sé á ferðum, heldur til að minna á, að vér eigum jafnajr mikið undir hugarfari og skilningi annarra þjóða, og þá einþum nágranna vorra í austri og vestri. Nýlendu- stefnan gamla er úr sögunni. I því efni höfum vér íslend- ingar notið betri kjara og fyrr en flestar aðrar nýlenduþjóðir og skattlönd. Það tók að vísu langan aldur, að verzlun Jandsmanna yrði algerlega frjáls og innlend, en telja má, að lokamarkinu væri náð þeg- ar sæsímasambandið komst á við útlönd, árið 1906. Upp frá því fluttist einnig heildsalan inn í landið. Sjálfstæðisbaráttan t ó k einnig langan tíma, en alltaf miðaði í áttina, og þjóðin æfðist stig af stigi í sjálfstjórn, þar til fullveldi var náð upp úr hinu fyrra stríði, 1918. Um líkt leyti náðu fleiri hinna smærri þjóða sama langþráða marki. En ekki skal sú hryggi- ,lega saga rakin, að margir þeir jafnaldrar vorir, eru nú úr sögunni. Á síðari árum hafa tugir ný- lenduþjóða í öðrum heimsálf- um árlega fengið fullveldis viðurkenningu og heldur sú þróun áfram hröðum skrefum. Vér Islendingar fögnum þeirri þróun heimsmálanna, og er þó ekki fyrir að syngja, að dag- lega berast fréttir um óeirðir, manndráp og annan ófögnuð, sem fylgir þessum fæðingar- hríðum. Og ekki er það allt að kenna gömlum húsbænd- um, og skiljanlegt þó, að flest- ir kjósa heldur lélega heima- stjórn en erlenda, þó misjafn- lega reyndist. Það er ekki ófróðlegt, að bera oss sjálfa saman við sumar ný-frjálsar þjóðir í nokkrum greinum. Þetta er að vísu sundurleitur hópur, en ýmsir drættir þó mörgum sameiginlegir. Víða er fátækt mikil, þéttbýli meir en landið fær fætt og klætt, og auð og völdum stórlega misskipt, þjóðin ósamstæð, trúarbrögð sundurleit. Einnig má nefna óglögg og breytileg landa- mæri, og væringar kynþátta og höfðingja á undan tilkomu hins hvíta manns. Hjá oss Islendingum verður afkoma alls almennings að teljast góð, og jafnbetri en víðast hvar meðal annarra þjóða. Þjóðin er samstæð, tungan ein og trúarbrögð valda ekki stjórnmálaátökum. Landamærin eru skýr, blá- fjötrar ægis, og yfir haf að sækja til framandi þjóða. Þetta er allt oss í hag, og skýrir að nokkru leyti tilveru vorrar fámennu þjóðar og til- verurétt. En þó kemur annað til, sem mestu varðar. Saga ýmsra þjóða er óskýr og illa varðveitt. Soldánar og aðrir höfðingjar með annarlegum titlumvhafa áður ráðið ríkjum, en ólæs almenningur hristir klafann og heimtar íhlutun. Þar við bætist frumstæður her, stoltir karlar í nýjum ein- kennisbúningi, sem er stund- um hættulegri í innanlands átökum en fyrir erlenda óvini. Landamæri, * stjórnskipun og það, hverjir fari með ríkis- valdið, er víða óútkljáð bar- áttumál. Hjá oss Islendingum horfir öðruvísi við. Hér var þjóðveldi komið á og Alþingi stofnað fyrir meir en þúsund árum, svo fljótt sem fyrst mátti vænta í nýbyggðu landi. Al- þingi er enn við líði. Stjórn- skipun er hér líkari því, sem hún var fyrir þúsund árum, en í nokkru öðru lýðræðis- landi. Það er meira virði, að Alþingi hefir varðveizt en þó öndvegissúlur Ingólfs og ýms- ir aðrir dýrir og helgir dómar úr sögu þjóðarinnar, sem hægt væri að geyma í söfnum, væru enn til sýnis í höfuðstaðnum. Þingræði er rótgfóið, og engr- ar byltingar þörf, nema ef það Frh. á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.