Lögberg-Heimskringla - 24.01.1963, Page 8

Lögberg-Heimskringla - 24.01.1963, Page 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. JANÚAR 1963 I Úr borg og byggð Mr. Halfdan Thorlakson, sem hefir skipað í fjöldamörg ár hátt embætti hjá Hudson Bay félaginu í Vancouver og var í fyrra vor skipaður Comptroller allra verzlanna félagsins í British Columbia og Alberta, kom hingað um helgina í embættiserindum, og í heimsókn til bróður síns og fjölskyldu hans, Dr. og Mrs. P. H. T. Thorlakson. ☆ Gjafalisli Hafnar 1 síðasta gjafalista láðist að geta þess, að $25.00 frá Victoria Icelandic Women’s Club voru gefnir í minningu um hina ágætu konu, frú Sig- rúnu Thorkelsson, sem andað- ist í Victoria í september 1962. ☆ Veitið aihygli. I undan- förnum blöðum og í þessu blaði hafa birzt auglýsingar frá Loftleiðum — Icelandic Airlines. Þeir sem líta fljótt á auglýsinguna halda að farið til Reykjavíkur fram og til baka sé $371.00, en svo er ekki, því eins og segjir í auglýsing- unni: Fljúgið með eiginkonuna fyrir $371.00 fram og til baka frá New York. Þetta fargjald er fyrir tvo. ☆ Betel Home Foundation From an old friend, Winni- peg — $5.00. Mrs. A. Sigurdson, $10.00 — In memory of Mrs. Hallbera Gíslason, Winnipeg, Man. Meðtekið með þakklæti. K. V/. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man. féhirðir byggingarsjóðsins. ☆ Civil Defence says: — In any emergency water may be shutt off. Remember you have an immediate supply in your hot water tank. Metro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 ☆ Dánarfrcgnir Mrs. Grace Luther. eigin- kona Johns Luther, 1917 W. California Ave., Bakersfield, Calif. andaðist á laugardaginn 19. janúar. Auk manns hennar lifa hana einn sonur, Robert og fiórar dætur, Martha Rose, Mary Joan, Grace Elaine og Esther Jane Engilráð. Útförin fór fram í Bakersfield á mið- vikudaginn. •ár Thora Jonina (Flora) Steph- enson, 73 ára, að Comelius Apts. Sherbrook St., Winni- peg lézt á Princess Elizabeth spítalanum þann 17. janúar 1963. Hana lifa ein dóttir, Lillian — Mrs. Clarke Murkar í Toronto; dóttirdóttur, Linda Lau og systir, Mrs. Lena Jackson í Winnipeg. Hún átti heima í Winnipeg alla sinn aldur. Útförin frá Fyrstu lútersku kirkju, Dr. V. J. Eylands jarðsöng. ☆ Luxton Home and School Association A meeting of the Luxton Home and School Association will be held on Tuesday, January twenty-ninth, in the school auditorium, at eight o’clock. The program will consist of a symposium entitled “When Should a Second Language be Introduced into a Public School Curriculum?” Mem- bers of the panel will be Miss Betty Redmond, a member of the advisory board to the De- partment of Education of Manitoba, and a high school teacher; Dr. I. G. Arnason, principal of Luxton School; Mr. Marcel Bonneau of the Manitoba Teachers’ College; and a member of the Winni- peg School Board. This promises to be a most interesting meeting, and all parents are urged to attend. Coffee will be served follow- ing the meeting. ☆ Þæf-frir úr minnisstæðri fslandsferð Richard Beck: Þaettir úr minnisstæðri íslandsferð. — Winnipeg 1962. Þetta er ferðasaga höfundar, er hann kom heim til íslands árið 1961 á háskólahátíðinni og var kjörinn heiðursdoktor af heimspekideildinni fyrir sína miklu kynningarstarf- semi í þágu lands og þjóðar. Hefur hann ekki látið neitt tækifæri ónotað til að kynna sögu og bókmenntir þjóðar- innar í hinum enskumælandi heimi og samið merkileg verk, eins og t. d. ritið um íslenzk ljóðskáld 1800—1940, sem er að öllu leyti hið merkasta og vandaðasta verk. Ferðasagan hefst á fallegu kvæði, „í landsýn", sem lýsir vel þeirri djúpu ást, er höf. ber í brjósti til landsins og bjóðarinnar. Síðan kemur hin eiginlega ferðasaga, prýdd myndum, og er hún yljuð af beirri hlýju og góðvild, sem einkennir allt, sem dr. Beck ritar. Ber þar margt á góma, sem of langt yrði upp að telja, °n nefna má sérstaklega hina formlegu háskólahátíð og myndlistasýningu Færeyinga. Ferðaþættir þessir birtust upphafléga í vikublaðinu Lög- bergi-Heimskringlu frá 23. nóv. 1961 til 15, febr. 1962, en kvæðið „í landsýn" kom fyrst í „Morgunblaðinu“ 6. okt. 1961. Bæklingurinn er tileinkaður konu höf., sem fylgdist með honum á ferðinni. Jakob Jóh. Smári. Morgunblaðið 5. des. 1962. ☆ Bók, sem hefur lifað í hálfa sextándu öld Nýkomin er út á íslenzku í fyrsta sinn bók, sem samin MESSUBOÐ Fyrsta lúierska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. var um aldamótin 400. Bókin er „Játningar Ágústinusar“, þýdd úr frummálinu (latínu) af herra biskupinum, Sigur- birni Einarssyni. í inngangi segir biskup um þetta rit: „Það er nýjung í bók- menntasögu heimsins, þegar það kemur fram. Síðan hefir það orðið mörgum bein eða óbein fyrirmynd. En samt stendur það enn í dag eitt sér meðal bóka, án þess að önnur hafi komið til, er séu tækileg til samanburðar . . . Bókin þótti viðburður, þegar hún kom út. Nú hefur hún lifað fimmtán aldir og hálfri betur, án þess að fjarski þess tíma og umhverfis, sem hún er sprottin úr, hafi smækkað hana eða fyrnt“. Bókin er yfir 240 bls., með inngangi og skýringum. Hún er gefin út af Bókaútgáfu Menningarsjóðs. ☆ Skemmfrileg kveldsfrund Um 250 manns sátu kveld- verðar samkomu Icelandic Canadian Club á Marlborough hótelinu á föstudagskvöldið og fleiri bættust í hópinn þeg- ar dansleikurinn hófst. Þessa ágæta aðsókn þrátt fyrir vetrarhörku, gefur til kynna hve vinsæl þessi árlega vetrar skemmtun félagsins er orðin. Forseti félagsins Mr. A. Robert Swanson stjórnaði samkvæminu, Dr. Valdimar J. Eylands flutti borðbæn og að kveldverði loknum flutti Hon. Gurney Evans stutt ávarp, en hann kom þar fram í stað for- sætisráðherra fylkisins Hon. Duff Roblins, sem var fjar- verandi úr bænum. Mr. Steve Juba borgarstjóri flutti og ávarp, og afhennti jafnframt, fyrir hönd bæjar- stjórnar, tvö Communiiy Ser- vice Awards, en þau eru veitt þeim, sem hafa leyst af hendi mikil störf borgarfélaginu og þjóðfélaginu í heild til upp- byggingar. Um leið og hann afhennti Walter J. Lindal dómara heiðurskírteini las hann grein um margþætt störf hans, er nýlega hafði birst í riti Junior Chamber of Commerce. Hitt skírteinið hlaut Dr. P. H. T. Thorlakson, minntist Mr. Juba sérstak- lega á forustu hans og forsjá í því, að skipuleggja Manitoba Medical Centre. Vegna for- sýni hans hefði nú allt svæðið milli Arlington og Sherbrook, William og Notre Dame verið afmarkað fyrir þessa miklu lækningastöð, er Dr. Thorlak- son hefði haft í huganum og unnið að í fjölda mörg ár. (Þess má geta hér, að á að- fangadag síðustu jóla buðu borgarstjórinn og bæjarstjórn Dr. Thorlakson til miðdegis- verðar og gáfu honum þá í virðingarskyni v a n d a ð a pennasamstæðu fyrir skrif- borð hans, með viðeigandi á- letrun). — Mrs. Heather (Sigurdson) Ireland veitti samkomugest- um mikla ánægju með söng sínum, eins og svo oft endra- nær. I lok skemmtiskrár tilkynnti Mr. Swanson að Icelandic Canadian Club myndi efna til hópferðar til íslands í sumar. Salarkynni í þetta skipti voru hin ákjósanlegustu, hátt til lofts og vítt til veggja, og hljómsveitin ekki of hávær, þannig að gestir gátu skemmt sér við danz eða setið í góðu næði við borðin og notið hressinga og samtals. Kvöldið var um allt hið ánægjulegasta. Chrislianson Frá bls. 1. A favorite project of the minister has been community development, to encourage Indians to participate in economic, recreational and educational activities. This accent on rehabilita- tion was also the thought be- hind a revolutionary change planned for his department. The government intends to transfer jails and detention homes from the attorney - general’s department to the ministry of welfare. But because of what happ- ened on December 14, John Christianson will not be the minister in charge. Tho Winnipeg Tribune, Jan. 21 1963. BOARD AND ROOM WANTED Ground floor accommoda- tion with care, in a small family home, for an Ice- landic lady. — Phone WH 6-7668 belween 8.30 & 5. / ROSE THEATRE SARGENT at ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday Maður nokkur kom til far- miðasölunnar á eldflaugastöð- inni: — Einn farmiða til mánans. — Því miður, en það verð- ur engin ferð þangað næstu daga. — Einmitt, eru slæm veður- skilyrði? — Nei, máninn er fullur! Hinn 21. marz n.k. verða gefin út í 61 landi samtímis frímerki í sambandi við bar- áttu Sþ gegn hungri, þar á meðal í Finnlandi, Noregi og á Islandi. ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis. og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Horqrove St . Winnipeq 3 Office Ph. WH 2-2535 • Rei. GL 2-5446 FLJÚGIÐ TIL REYKJAVIKUR MEÐ EIGINKONUNA $371 FYRIR Fram og til baka frá New York Lægstu fargjöld allra áætl- unarfélaga til Evrópu. Njót- ið einnig hinna hagstæðu fjölskyldfargjalda fyrir börn 12-25 ára. VETRARFARGJÖLD: FRÁ NEW YORK 16. ÁGÚST TIL 30. APRÍL OG TIL BAKA 15. OKTÓBER TIL 30. JÚNÍ Upplýsingar hjá öllum ferðaskrifstofum eða ICCLANDIC AIRUNES Skrifið eftir bæklingi XI 610 Fiffrh Avcnue (Rockefellcr Cenfrre) New York 20 PL 7-8585 New York — Chicago — San Francisco FOR RESERVATIONS CALL OR TELEPHONE ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU Office Ph. WH 2-2535 — Res. Ph. GL 2-5446 315 Hargrave St., Winnipeg 2

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.