Lögberg-Heimskringla - 25.07.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 25.07.1963, Blaðsíða 1
Högberg; - 5)etmsímng;la Slofnað 14. jan.. 1888 Slofnuð 9. sept.. 1886 7T ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1963 NÚMER~30 Friðrik Ólafsson í Los Angeles íslenzka kvenfélagið Victoria, B.C. (Victoria Women’s Icelandic Club) hélt hina árlegu útisamkomu sína sunnudaginn 14. júlí í skrúð- garðinum við heimili þeirra Mr. og Mrs. Haraldur Bjarna- son, sem bæði er fallegt og ágætlega staðsett. Ríkulegar veitingar voru á borð bornar, og skemmtu samkomugestir, er voru um 30 talsins, sér við fjörugar samræður. Yfir borðum flutti dr. Richard Beck ávarp, þakk- aði konunum ágætt starf þeirra og árnaði félagi þeirra heilla; lauk hann máli sínu með því að lesa upp tvö nýort kvæði sín. Meðal samkomu- gesta var Miss Jónína Skafel hjúkrunarkona, sem nýkomin var úr Islandsferð, lét hún hið bezta af ferðinni og hinum ágætu viðtökum, sem hún hafði átt að fagna. Núverandi embættismenn íslenzka kvenfélagsins í Victoria eru: Mrs. Ágústína Bjarnason, forseti; Miss Lilja Stephenson kaupkona, vara- forseti; Mrs. Anna Sveinsson, ritari, og Mrs. Vala Miller, gjaldkeri. Fundir eru haldnir einu Bréf frá séra Mér finnst að það sé langur tími síðan ég skrifaði ykkur. Ég man þó þegar ég kvaddi þig, Ingibjörg, á skrifstofu blaðsins 14. júní s.l. að ég lof- aði því að láta einhvern fréttapistil fara frá mér öðru hvoru. Ég hefi komist að raun um það að eldra og gamla fólkið hefur gaman af mínum fátækum orðum því eins og ég hefi sagt áður er dálítið erfitt að hnoða saman bréf hér á afskekktum stað þar sem lítið skeður. En ,tilbreytingarlaust líf‘ ef það má kalla það hérna er gott og fagurt, sérstaklega þegar maður getur borið það saman við annað úti í stóra heiminum. Við höfum sérstaklega mikla ánægju af því að taka á móti Bjössa Björnssyni hér á Tjörn, sem var einu sinni meðhjálpari minn við Ár- borgarkirkju. Þeir bræður Guðmundur og hann voru með hópferðinni frá Winni- peg en því miður komst ekki Imba, kona Bjössa vegna las- leika. Hún hefði haft sannar- lega ánægju af því að sjá Húnavatnssýslu því hún er fædd í Austurhlutanum. Ég man að ég spurði Bjössa hérna þar sem ég skrifa þess- ar línur hvernig honum litist sinni á mánuði, nema yfir sumarmánuðina, auk þess ár- leg útisamkoma að sumrinu og jólasamkoma. Félagskonur eru nú um 20 talsins. Kvenfélagið, sem er eini ís- lenzki félagsskapurinn í Vic- toria, á sér 14 ára sögu að baki. Fyrsti forseti þess var Mrs. Rósa Semple, fyrsti rit- ari Mrs. Marinó Hannesson, og fyrsti gjaldkeri Miss Lilja Stephenson. Mrs. Sigrún Thorkelsson, sem nýlega er látin, eins og kunnugt er, hafði verið mjög áhugasöm um starf félagsins, bæði skipað forsetasess og skrifara. Var hún forseti fé- lagsins, er hún lézt, og úti- samkoman í fyrra haldin á hinu fagra heimili þeirra hjóna. Þetta er í annað sinn, sem undirritaður og kona hans hafa átt þess kost að vera gestir á útisamkomu félags- ins, og gríp ég tækifærið til þess að þakka í okkar nafni félagskonum og mönnum þeirra fyrir alla rausn og vin- semd, og sérstaklega ánægju- legar samverustundir. RICHARD BECK.' Robert Jack á Island og fólkið. „Ljómandi" svaraði hann „hérna er velmegun. Allir líta svo vel út og virðast hafa nóg fyrir sig.“ Því miður hitti ég mjög fáa sem komu fljúgandi í heim- sókn frá Vancouver og Win- nipeg. Ég var eitt kvöld í boði með Snorra Gunnarssyni og konu hans frá Vancouver og var það gaman að sjá þau aftur og rifja upp gamlar endurminningar. Slröndin er sannarlega heppin að hafa svo duglegan forseta. Það var eins og landar að Vestan færu með góða veðrið, því upp úr því að þeir flugu burt frá Keflavík hefur það smám saman kólnað hérna um slóðir og í gærkvöldi spáði veðurstofan él til fjalla. í dag er ískalt og hitinn rétt fyrir ofan frostmarkið. Minna er um umferð um Vatnsnes í sumar og ég held að ástæðan fyrir því sé sú að í sumar fara margar hópferðir frá Reykjavík til Skandinavíu. Islendingar bæði að Vestan og að Austan ferðast mikið í sumar. Um daginn þegar ég var að verzla á Hvammstanga hitti ég séra Valdimar Eylands og konu hans. Þau voru á hraðri ferð norður á land og kom- umst ekki hingað. Það var ánægjulegt að sjá bæði líta svo vel út. Ég vildi gjarnan hafa hitt Guttorm skáld og dóttur hans en það fórst alveg fyrir en samt hlustaði ég á hann að flytja góð orð í útvarpinu og var hann snjall eins og hann hefur ávalt verið. Það hefur gengið mjög sæmilega hjá síldveiðibátum á norðurlandi en þoka hefur oft verið á miðunum í sumar sem stafar sennilega af ísnum sem er skammt frá. Tveir drengir mínir eru nýkomnir heim úr vinnu á Akranesi. Þar hafa þeir verið í tvo mánuði, annar er 13 ára og hinn 14 ára. Þeir voru í fisk- vinnu og hafa þeir aflað milli sín 26,000.00 krónur. Það eru þeir sem voru í Árborg, Robert Jón og Erlingur og var það gleðifundur þegar Bjössi og Guðmundur Björnsson hittu þá á Akranesi. Nú hafa þeir í skólann næsta vestur — þeir eru á heimavista- skóla. — Ef unglingar geta fengið svona góða peninga á stuttum tíma hvað þá um fullorðna, ef þeir bara nenna því að vinna, og sem betur fer er nóg að gera hérna. Ég fer stundum á kvöldin í tjöld til vegavinnumanna og eru þeir skammt frá. Þeir sofa tveir í tjaldi sem er með tré- botni, rúm handa hvorum og upphitunartæki. Það er borð- að í stórum rúmgóðu timbur- húsi sem er flutt með þeim hvert sem þeir fara. Þetta er allt annað nú til dags, snyrti- legt og fullkomið, og gengur stór eldavél fyrir olíu og ljós fyrir Calor gasi. Hestakerrur eru nú ekki lengur til og í stað þeirra hafa komið stór- virkar vélar og trucks. Altaf er því að stækka vegakerfi landsins og er það dýr fram- kvæmd þar sem landið er stórt og fólkið fátt. Skúli Magnússon sem er verkstjór- inn í tjöldunum skammt frá mér er hægur og skemmti- legur maður óg hefur hann séð miklar breytingar á að- ferðum í vegavinnu síðustu 30 ár. Tilkynning frá Utanríkisráðuneyii íslands Hinn 4. júlí 1963 sæmdi forseti íslands dr. Watson Kirkconnell stórriddarakrossi Fálkaorðunnar. Sama dag sæmdi forseti hr. John F. Sigurdson, ræðis- mann íslands í Vancouver, B.C.. riddarakrossi orðunnar. Uianr íkisráðuney tið, Reykjavík, 19. júlí 1963. Hinn þjóðkunni skákmeist- ari Friðrik Ólafsson frá Reykjavík á Islandi er nú sem stendur í skákkeppni við 7 kappa úr ýmsum áttum. Stendur hann sig prýðilega svo að nafn hans og þjóðerni hans er í stórum stöfum í dagblöðunum dag eftir dag. Friðrik er fæddur í Reykja- vík 26. janúar 1935, sonur Ólafs Friðrikssonar og Sig- ríðar Símonardóttir. Faðir plafs var Friðrik Ólafsson húsvörður í gamla Islands- banka. Meðal systkina Ólafs eru m. a. séra Friðrik A. Friðriksson, sem að er vinur og velunnari Vestur-Islend- inga og lengi prestur vestan hafs og Björgvin bakarameist- ari. Faðir Sigríðar var Símon Sveinbjarnarson skipstjóri. Kona Friðriks er Auður Júl- íusdóttir, foreldrar Bergljót dóttir Jóhannesar Patursson í Færeyjum og hinnar Is- lenzku konu hans Guðnýjar frá Karlskála og prófessor Júlíus Sigurjónsson læknis frá Dalvík. Friðrik byrjaði að tefla 11 ára að aldri og nú búinn að að tef'Ia í öllum löndum heimsins þar sem að hvítt fólk býr. Islendingafélagið bauð Frið- rik til kvöldverðar í Mona Lisa matsöluhúsinu laugar- dagskvöldið 20. þ.m. og um 35 manns borðaði með honum. Friðrik les lögfræði. 6 feta hár, ljós á hár og hörund, prúðmenni með alheimsborg- arabrag og drengmannlegur í bezta lagi. Lét hann í Ijós ánægju sína að finna svo marga Islendinga hér, og fannst þeir eigi neitt dauða- 15. júní hélt „Ströndin“ deild þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vancouver sam- komu í neðri sal ísl. kirkjunn- ,ar til að minnast fæðingar- dags Jóns forseta Sigurðsson- ,ar, 17. júní, eins og fleiri góð- ir íslendingar. Tveim dögum áður fór stór hópur Strand- arfélaga — og þar á meðal Snorri Gunnarson forseti „Strandar", í skemmtiferð til Jslands. í fjarveru forsetans, stjórn- uðu þeir Óskar Howardson og Herman Eyford samkomunni. Á prógrami voru tvær ungar stúlkur, sem spiluðu píanó solos, þær Marja Howardson og Elizabeth Oddstad. Einnig fékk fólk að heyra prógram „tape recording“, sem tilbúið var einmitt fyrir þetta tæki- færi „17. júní“. Á eftir prógraminu báru legir þjóðernislega. Frú Olive Swanson á Long Beach, ný- lega komin frá íslandi, býður Friðrik og vinum sínum til kvöldverðar um næstu helgi til síns veglega heimilis. Allir hinir nýju vinir Friðriks óska að hann beri sigur úr bítum fyrir sig, land sitt og þjóð. * * * Hinn 6. jan. þ. á. andaðist í Los Angeles Kristín Jörunds- son Mitchell hún var fædd á Islandi og dvaldi nær 40 ár í Los Angeles. Auk margra ættingja í Kanada lætur hún eftir sig tvær systur í Los Angeles, Þóru Lausing og Aðalheiði Mc-Nutt. * * * Þann 12. júlí voru gefin saman í hjónaband í Detroit, Mich., Hubert Paul og Helga Friðgeirsson. Heimili þeirra verður í California. * * * Nýlega voru hér á ferð 8 ungir Islendingar, sem að stunda vélavirkjun í Tulsa, Oklahoma, en þar eru annars 24 menn frá íslandi við nám. Nöfn þeirra: Einar K. Knút- son, Jón Garðar Ágústsson, Stefán Baldursson, Vilhjálm- ur Baldursson, Ketill Oddson, Geir Hauksson, Sigurður Jónsson og Marteinn Stein- þórsson, áttu sumir þeirra ættingja hér, sem að þeir leytuðu uppi, t.d. Gladys Vatnsdal Babcock bókavörð í Altadena og Þorstein Bjarnason í Hollywood. Var gaman að kynnast þessum rösku mönnum eða unga Islandi. Strandar konur fram kaffi og ágætar veitingar fyrir alla, og fólk skemmti sér við sam- ræður fram eftir kvöldinu. ☆ Þorsieinn Bergman andað- ,ist á sjúkrahúsi hér í Van- couver 25. júní 1963. Hann var fæddur á Islandi, 21. október 1872. Hann var vist- ,maður á Höfn frá því 14. ágúst 1949, þangað til hann var fluttur á sjúkrahús snemma á þessu ári. Hann var einn af hinni al- kunnu Bergmans ætt, þriðji maður frá ættföðurnum Sig- fúsi Bergman. Þorstein lifa 5 börn hans: Otto í Flin Flon, Man.; Jón í Winnipeg, Man.; Agnar í Port Alberni, B.C.; Mrs. Magnús- son í Geysir, Man.; og Miss jólavía í Winnipeg, Man. Framhald á bls. 2. Frá Victoria, B.C í Skúli G. Bjarnason. Frá Vancouver

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.