Lögberg-Heimskringla - 14.11.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 14.11.1963, Blaðsíða 1
Högberg- Jletntéímngla Slofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. «©pt., 1886 77. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1963 NÚMER 43 Frú Jakobína Johnson 80 ára afmæli í Vancouver, B.C., 2. nóv. 1963. Er árdags sól frá himni heiðum, haustsins litum málar tjöld, og á hafsins bárum breiðum björtust ljóma stjörnu kvöld, ljóssins perlur les hjá Unni ljóðdís þín, er svölun fékk marga stund, hjá Mímis brunni, og myndafjöld í Sökkvabekk. Það hjartans mál er líf í ljóði, lind úr bergi, svöl og hrein: tign í list og táp í óði trú á lífið, sönn og ein. Það er kjarninn stuðlasterkí, stál í viljans afli hert; orðsins máttur, orka í verki, andans snilli og mest um vert. Skáldsins harpa hljóðs sér kveður, heil í tónum, ljúf og sönn; sínar eigin traðir treður, trú í list og dagsins önn. Harpan þín í haustsins trega, hljómar vorsins gleðibrag: ómar málsins yndislega eru hennar draumalag. Er hljóðar elfur ævidagsins áfram streyma í tímans sjá svífa á vængjum sólarlagsins sumarblóm og visin strá, fagna skal við friðarboðann, frelsi því, er innra býr. Á meginlandi morgunroðans mun þá rísa dagur nýr. Enn er bjart í Bragalundi; bjarmi dags um víða jörð; vinagleði á fagnafundi, friður kvölds og þakkar&jörð. Ljóð þín náðu lýða hylli. Lifi heil sú aringlóð, andans kjarni, orðsins snilli; allt, sem gleður vora þjóð! S. E. BJÖRNSSON. Fró Vancouyer, B.C. Góðir gestir Laugardaginn 2. nóv. kom hópur góðra vina frá Seattle í heimsókn til Vancouver. í broddi fylkingar var hin vin- sæla skáldkona Jakobína Johnson „söngvasvanurinn á Kyrrahafsströndinni" eins og Einar Páll Jónsson sál. nefndi hana. Við hlið hennar var Kári sonur hennar. En heið- ursvörð héldu þeir, Tani Björnson hinn ágæti söng- maður og Karlakór Isl. frá Seattle og fleiri vinir. Þessi hópur var hingað kominn til að þiggja boð „Strandar“ deild Isl. þjóðræknisfélagsins í Vancouver að sitja veizlu í Manhattan Hall hér í borg. Um 200 manns sóttu samkom- una. Kl. 8 e.h. var sezt að borðum. Forseti Strandar, Mr. Snorri Gunnarson kom þá fram og bauð gesti velkomna — og bauð Tana að koma fram og láta syngja þjóð- söngva Bandaríkjanna og Kanada. Að lokinni máltíð kom for- seti aftur fram og las skemmtiskrána. Fyrst á pró- graminu var dr. Sveinn E. Björnson, og flutti hann Jakobínu fagurt afmælis- kvæði. Þá las M. K. Sigurd- son nokkur af kvæðum frú Jakobínu, frumsamin og þýð- ingar, og var unun á að hlíða, því að hann hefur lag á að túlka ljóðin af einlægni og skilning, svo að hrifning vek- ur. Þá kom sú sem þettað ritar fram, og kynnti frú Jakobínu. Við höfum verið góðar vin- konur frá barnæsku í Argyl- byggð, og mér var ljúft að leggja fram lítin skerf af þakklæti og aðdáun. Þegar ég hafði lokið ávarpi mínu, var Jakobína leidd upp á pallinn, Framhald & bls. 2. Dr. phil. Halldór Halldórs- son, prófessor í íslenzkri mál- í'ræði við Háskóla íslands, hefir undanfarna tvo mánuði verið á ferðalagi um Banda- ríkin í boði Utanríkisráðu- neytis þeirra (Foreign Leaders Program), til þess að kynna sér starfsemi og skipulag Bandaríkjaháskóla og sér- staklega til þess að ræða við láskólakennara í norrænum og öðrum germönskum fræð- um. í för með honum er kona hans, frú Sigríður Guðmunds- dóttir. Sunnudagskvöldið 3. nóv- ember komu þau frá Minne- apolis til Grand Forks, N.- Dak., og dvöldu þar fram eftir vikunni í gistivináttu íslenzku ræðismannshjónanna, Mar- grétar og prófessors Richards Beck. Á mánudaginn snæddi Halldór prófessor hádegis- verð í boði ríkisháskólans, er hópur tungumálakennara há- skólans tóku þátt í, en for- sæti skipaði Dean R. B. Wit- rner, yfirmaður hugvísinda- deildar háskólans, í forföllum rektors, dr. George W. Starcher. Samtímis sat frú Sigríður hádegisverðarboð með nokkr- um frúm háskólakennara, undir frosæti frú Margrétar Beck. Síðar um daginn flutti Halldór prófessor fyrirlestur um nýyrði í íslenzku fyrir kennara og nemendur tungu- Eimskip lætur smíða skip Hinn 30. ágúst s.l. var undir- ritaður samningur við Alborg Værft um smíði tveggja vöru- flutningaskipa, 2650 D.W. tonn að stærð, eða lítið eitt stærri en m.s. „Fjallfoss". Verða skipin smíðuð sem opin hlífð- arþilfarsskip, en með styrk- leika til þess að sigla lokuð. Aðalvél verður 3000 hestöfl og ganghraði 13,9 sjómílur. Eftir að Eimskipafélagið hafði leitað tilboða víða um lönd, bæði í Þýzkalandi, Nor- egi, Svfþjóð, Danmörku og fleiri löndum, til þess að kanna hvar hagstæðast væri að láta smíða skip, samþykkti stjórn félagsins á fundi sínum hinn 18. júlí s.l. að fela Óttari Möller, forstjóra að leita til Alborg Værft, um smíði vöru- flutningaskipanna. Við smíði þessara skipa verður í engu vikið frá þeirri venju, sem Eimskipafélagið hefur fylgt við smíði skipa sinna, að hafa þau sem vönd- uðust að útbúnaði og frágangi og að styrkleika samkvæmt máladeildar háskólans, er var vel sóttur. Var ágætur rómur gerður að fyrirlestrinum, er þótti bæði fróðlegur og skemmtilegur. Dr. Richard Beck kynnti ræðumann. Áður hafði Halldór pró- fessor gist þessa háskóla: Johns Hopkins, Princeton, Columbia, Yale, Harvard, University of Michigan og University of Minnesota. En við eftirtalda háskóla hafði hann ýmist flutt fyrirlestra eða talað í kennslustundum: University of Virginia, Cor- nell, Chicago og Wisconsin. Frá Grand Forks lá leið þeirra Halldórs prófessors og frú Sigríðar til Winnipeg. Þar snæddu þau hádegisverð hjá forseta Manitobaháskólans, Dr. Saunderson og síðdegis flutti prófessorinn erindi fyr- ir tungumálakennara og stúdenta við háskólann; próf. Haraldur Bessason kynnti ræðumann. Ættingjar Halldórs pró- fessors efndu til boðs fyrir þau hjónin á föstudaginn. Síð- an héldu þau aftur til Grand Forks, en heimsókn þeirra til Bandaríkjanna mun ljúka við ríkisháskólann í North Caro- lina, þar sem Halldór hefir verið beðinn að flytja fyrir- lestur og leiðbeina nemanda, sem er að semja doktorsrit- gerð um íslenzkt efni. Heim til íslands munu þau hjónin fara um miðjan nóv- ember. ströngustu smíðareglum Lloyds og auk þess styrkt til siglinga í ís. Gert er ráð fyrir að fyrra skipið verði afhent félaginu í janúar 1965, en hið síðara í febrúar 1966. Eimskipafélagið hefur áður átt viðskipti við Alborg Værft, sem smíðaði tvö af nýjustu skipum félagsins m.s. „Sel- foss“ og m.s. „Brúarfoss" og hafa þau viðskipti reynzt hin ánægjulegustu, smíði skip- anna vönduð og frágangur all- ur góður. (Frá Eimskip). Tíminn 28. sept. Vísindamaður af íslenzkum ættum verðlaunaður í Höfn Vísindamaður við Land- búnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn, Per Jonsson, af íslenzku bergi brotinn, hefur verið verðlaunaður fyrir rannsókna- og vísindastörf í þágu landbúnaðarins. S.l. miðvikudag fór fram af- hending verðlauna úr Saxon- ia-sjóðnum, og afhenti Erik Eriksen fyrr. forsætisráð- herra, tveim landbúnaðar- Kosinn forsert Nýlega var Skafti J. Borg- ford, verkfræðingur og húsa- byggingarmeistari kosinn for- seti samvinnu-húsabyggingar- félags, (Co-operative Housing Association of Manitoba). Félagið gerir ráð fyrir að Skafti J. Borgford hefja $2.7 milljóna húsabygg- ingar framkvæmdir í vestur hluta Winnipeg borgar. Auk þess að vera forseti þessa fé- lags, skipar Mr. Borgford sæti í forstöðunefnd Co-operative Credit Society of Manitoba, 100,000 meðlima félags. Einnig hefur hann verið kjörinn for- maður Indian-Metis Confer- ence. Hann er fjölhæfur mað- ur á mörgum sviðum og stundar sem aðal atvinnu- grein stöðu hjá Green Blank- stein and Associates bygg- ingameistara félagi, sem con- sulting engineer. Hann er sonur þeirra hjóna Thorsteins heitins, byggingameistara og Guðrúnar heitinnar Borgford sem bjuggu hér í bæ um mörg ár og tóku mikinn þátt í ís- lenzkum málum. vísindamönnum tíu þúsund krónur danskar, hvorum, þeim Hjalmar Clausen prófessor og Per Jonsson tilraunastjóra, er báðir starfa við rannsókna- stofnun Landbúnaðarháskól- ans í svínarækt. Verkið, sem þeir eru verðlaunaðir fyrir, er ratsjárrannsóknir á svína- kjöti, þar sem spikþykktin er mæld án þess þurfi að skera það, og er hér um að ræða að- ferð hliðstæða við fiskleitar- tæki. Er verk þeirra félaga talið mjög þýðingarmikið fyrir svínarækt í Danmörk. Per Jonsson er íslenzkur í föðurætt, sonur Péturs Á. Jónssonar óperusöngvara, en móðir hans er dönsk. Hann ólst upp í Danmörku og út- skrifaðist 1946 frá Landbún- aðarháskólanum í Höfn og sérhæfði sig síðan á sviði til- raunastærðfræði (diometri). Hann er um fertugt. Mgbl. 27. sept. Fréttir fró íslandi

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.