Lögberg-Heimskringla - 14.11.1963, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 14.11.1963, Síða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1963 Lögberg-Heimskringlo Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monlreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Bjömsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authoriz«d a* second class mail by the Post Office Deportment, Ottowa, and for payment of Postage in cash. Ambassador Thor Thors: Ræða um þing S.Þ. Töluð á segulband 14. oki. 1963 Góðir íslendingar! Eins og kunnugt er, hófst 18. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hér í New York hinn 17. september, og hefur það því nú staðið í nærfelt fjórar vikur, þegar þetta er talað. Á þinginu voru mættir fulltrúar frá 111 ríkjum, þar á meðal forsætisráðherrar frá nokkrum löndum og utan- ríkisráðherrar frá um 60 ríkjum. Hið árlega allsherjarþing kemur jafnan saman að haust- lagi, og hefur mér oft fund- izt, að hinir virðulegu fund- armenn með töskur sínar í hönd, líktust litlum skóla- drengjum, sem á hverju hausti kæmu í þennan lífsins skóla á sviði alþjóðamála. Þeir sem koma í fyrsta sinn, koma full- ir tilhlökkunar og eftirvænt- ingar. Hinir, sem setið hafa mörg þing, gera sér síður glæstar vonir um árangur, og eru margir haldnir kvíða fyrir 3ja mánaða daglegum fundar- setum, sem einkennast af dembingsræðuhöldum, þar sem stundum lítið nýtt kem- ur fram. En hér, eins og á öllum mannanna þingum, kemur orðið fyrst og síðan á- lyktanir, sem oft geta leitt til farsælla athafna, en telja má víst, að allir komi fundar- menn með góðan ásetning í huga og í von um að eitthvað gott kunni að leiða af hug- leiðingum, viðtölum og við- ræðum svo margra af ráða- mönnum heimsins frá nær öllum löndum veraldarinnar. Þessvegna er talið ákjósan- legt, að fyrstu mínútu þings- ins sé varið í kyrrlátri bæn alls þingheims, er risið hefur úr sætum sínum og hneigt höfuð sín. Bænirnar og óskir þingmanna eru þeirra einka- mál. Að lokinni þessari hátíð- legu athöfn hefjast störfin með kosningu forseta alls- herjaþingsins. Nú skyldi hann valinn úr hópi latnesku Ame- ríkuríkjanna, og var fulltrúi Venezuela, dr. Sosa Rodri- guez, kosinn einróma. For- setinn er lögfræðingur, á bezta aldri, sem verið hefur fulltrúi á þingum Sameinuðu þjóðanna mörg undanfarin ár, og nýtur almennra vinsælda fyrir alúðlega framkomu sína, jafnframt því sem hann er einarður og snjall ræðumað- ur, og hefur mikið látið til sín taka á undanförnum þing- um. Það sem liðið er af þessu þingi hefur forsetinn sýnt, að hann verðskuldar það traust, sem honum hefur verið sýnt. Þá voru kosnir 13 varafor- setar, þar á meðal aðalmenn allra hinna fimm ríkja, sem fast sæti eiga í öryggisráðinu, en það eru Bandaríkin, Bret- land, Frakkland, Kína og Sovétríkin. Tveir af varafor- setunum mega veljast frá Evrópu eða brezku samveldis- löndunum, og höfðu ýmis ríki haft hug á því. En svo fór að lokum, að fulltrúi Islands var kosinn með 98 atkvæðum og fulltrúi Tyrklands með 89 at- kvæðum. Nokkur önnur Evrópuríki fengu örfá at- kvæði. Þetta má teljast heiður fyrir okkar litla land, ekki sízt vegna þess, að varafor- setarnir eiga allir sæti í stjórnarnefnd þingsins ásamt formönnum fastanefnda, og er þeirri nefnd stjórnað af for- seta allsherjarþingsins. Nefnd þessi ræður m.a. dagskrá þingsins. Fyrir þessu allsherjarþingi liggja nú þegar 83 mál, og eru mörg þeirra mjög yfirgrips- mikil og erfið úrlausnar. Samt sem áður mun verða leitast við til hins ítrasta að ljúka þing- inu fyrir jól, og virðist enn sem komið er óvenju miklar líkur til að þetta megi takast nú í ár. Ástæðan til þessarar bjartsýni er sú, að nýtt og betra andrúmsloft ríkir á þessu þingi en ef til vill nokkru sinni fyrr í byrjun þings. Þessar fyrstu vikur þingsins hafa, samkvæmt venju, að mestu farið í hinar almennu umræður um al- heimsmál, þar sem fulltrúi hvers lands á þess kost að láta í ljós skoðanir sínar á heims- málunum eða skýra sérstök áhugamál lands síns, og það jafnvel kliögumáL á hendur annarra ríkja. Nær allir ræðu- menn, hafa verið sammála um það, að grundvöllurinn fyrir hinni auknu bjartsýni um heillavænleg áhrif þessa þings og friðsamlega lausn vanda- málanna sé sá, að stórveldin þrjú, Bandaríkin, Bretland.og Sovétríkin, náðu loks sam- komulagi í Moskva hinn 5. ágúst, s.l. um að banna kjarn- orkusprengingar í lofti og legi og ofanjarðar. Tilraunir til að ná slíku samkomulagi hafa verið gerðar í fjölda mörg ár, og málið rætt á mörgum alls- herjarþingum og fundum margvíslegra afvopnunar- nefnda, en árangur aldrei náðst fyrr en nú s.l. sumar. Allir ræðumenn hafa fagnað þessu og talið það fyrsta sporið í áttina til varanlegrar og friðsamlegrar lausnar vandamálanna, allir nema tveir, sem sé, fulltrúi Albaníu, sem talinn er túlka sjónar- m i ð kommúnistastjórnar Kína, sem eins og kunnugt er, á'ekki sæti á allsherjarþing- inu. Þessi fulltrúi taldi sam- komulagið blekkingu eina, sem gjörð væri vísvitandi til að villa heiminum sýn, en sú skoðun á engan annan tals- mann á þinginu, nema full- trúa Kúba, sem lýsti því yfir, að ríkisstjórn Castro mundi ekki undirrita sáttmálann, enda ætti Kúba í stríði við Bandaríkin, og jós hann yfir stjórn Bandaríkjanna mörg- um ófögrum orðum, sem aðal- fulltrúi Bandaríkjanna svar- aði þegar á fundinum. Utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, Gromyko, hélt í byrjun þingsins ítarlega og að mestu friðsamlega ræðu. Hann talaði mjög mikið um gfvopnunarmálin og fagnaði samkomulaginu, sem náðst hefði í Moskva. Ennfremur boðaði hann nokkur frávik frá stefnu Sovétríkjanna í þessum málum til samkomu- lags og til móts við óskir Bandaríkjanna. Hann lauk ræðu sinni með því að tala um hina þýðu vinda, sem nú færðust yfir á sviði alþjóða- mála, og þessvegna hefði dregið úr spennunni, sem ríkt hefði undanfarið. Hinn nýi forsætisráðherra Kanada, Lester B. Pearson, sem áður fyrr var mjög mikill áhrifamaður á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, og hlaut friðarverðlaun Nobels fyrir heillavænleg áhrif til að tryggja friðinn í heiminum, hvatti kröftuglega þjóðirnar til að efla samtök Sameinuðu þjóðanna. Hann taldi nauð- synlegt að samtökin ættu sér að baki herafla, sem væri til- tækilegur hvenær sem á þyrfti að halda til þess að halda uppi lögum og reglu í heiminum og skerast í leik- inn, þar sem hætta væri á ferðum og þess væri óskað. Hann kvað Kanada hafa gjört ráðstafanir til að sérstök her- deild væri æfinlega reiðubúin hvenær sem forstjóri Sam- einuðu þjóðanna óskaði þess, og hefði Kanada þar farið að dæmi Norðurlandanna, sem einnig hefðu hersveitir til tryggingar friði og lögum í samskiptum þjóðanna. Kennedy, forseti Bandaríkj- anna, mætti einnig á önd- verðu þinginu, og flutti mjög athyglisverða ræðu, sem var þrungin af mælsku og vakti almenna hrifningu fundar- manna. Eitt hið markverð- asta 'í ræðunni var það, að 'forsetinn bauð Sovétríkjun- um samvinnu um undirbún- ing að leiðangri til tunglsins, og taldi hann það sóun á fjár- munum og vísindalegri þekk- ingu manna, að Bandaríkin og Rússland væru hvert í sínu lagi að keppa að þessu marki, í stað þess að leggja fram sameiginlega vísindalega þekkingu og fjármuni. Ræðan boðaði í heild frið og sam- vinnu þjóða, en þó mikla að- gæzlu í varnarmálum. Nýlega hefur einnig utan- ríkisráðherra Bretlands, Home lávarður, flutt mjög merka ræðu, sem líka var vel fagnað. Ráðherrann fór við- urkenningarorðum um þá djörfung, sem forsætisráð- herra Sovétríkjanna, Khru- shchev, hefði sýnt með því að boða friðsamlega lausn allra deilumála, en hafna kenning- unni um að til styrjaldar hlyti að koma. Þetta hefði forsæt- isráðherra Sovétríkjanna tek- ið ákveðnum tökum, og jafn- vel þótt til klofnings hefði leitt meðal hinna kommún- istisku ríkja í heiminum. Home lávarður sagði: „Við vitum allir, að ofbeldi og styrjöld leysa aldrei til lengd- ar nein vandamál“. Hann lauk máli sínu með því að segja: „Við verðum að hverfa frá valdbeitingarkenningu fyrri tíma og viðurkenna þann sannlteikai, að mannkynið á einskis annars úrkostar en að lifa saman f friði“. Það hefur vakið athygli að fulltrúi Frakklands hefur ekki talað í þessum almennu um- ræðum, enda hefur de Gaulle forseti ekki viljað fallast á bannið gegn atómsprenging- um. Segist hann muni fara sínu fram. Mun ætlun hans að gera Frakkland þriðja stór- veldi heimins með sjálfstæða stefnu í varnarmálum og efna- hagsmálum. Þetta hefur kom- ið fram í viðtölum, sem utan- ríkisráðherra Frakklands hef- ur átt við utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Rusk, og Kennedy forseta, undanfarna daga í Washington. Þykir mér ekki hlýða að fara neitt út í þau mál að þessu sinni, en augljóst er, að stefna de Gaulle getur haft margvís- leg áhrif á samstarf vestur- veldanna og framtíð Evrópu. Utanríkisráðherrar Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, höfðu allir komið til nokkurra daga dvalar hér í New York og hafa þeir flutt ræður í allsher j arþinginu. Per Hækkerup, utanríkisráð- herra Dana, varð fyrstur til að taka til máls af hendi full- trúa Norðurlandanna, og hef- ur ræða hans vakið mesta athygli af þessum ræðum, bæði vegna þess að hann tal- aði fyrstur, og eins fyrir þær sakir, að hann tók kynþátta- málin í Suður-Afríku mjög föstum tökum, eða þá stefnu stjórnar og löggjafar, sem kölluð er apartheid. Ráðherr- ann sagði að vitað væri að allur þorri hinna Sameinuðu þjóða vildi afnema apartheid í löggjöf og framkvæmd, þar sem þetta bryti í bága við al- menn mannréttindi, sem sátt- máli SameinuCu þjóðanna byggðist á. Nú væri tími til kominn að láta ekki sitja við orðin tóm, heldur gjöra ein- hverjar ráðstafanir, sem gætu haft áhrif á stjórn Suður- Afríku. Þó sagði ráðherrann, að refsiaðgerðir einar gætu ekki leyst málið, heldur haft gagnstæð áhrif og hindrað sanngjarna og skynsamlega lausn þessa vandamáls. Hækk- erup ráðherra beitti sér síðan fyrir viðræðum við fjölda mörg ríki innan Sameinuðu þjóðanna um hvað gjöra skyldi í málinu, þar á meðal við öll Afríkuríkin. Allir aðal- fulltrúar Norðurlandanna ‘hér á allsherjarþinginu hafa náin samráð um starfsaðferðir í þessu máli, og sömdu þeir m.a. samhljóða afsvar við heimboði Suður-Afríku til ut- anríkisráðherra allra Norður- landanna á þeim grundvelli, að slík heimsókn væri ekki tímabær vegna þess, að ekki væri sjáanlegt að stjórn Suð- ur-Afríku væri til viðtals um lausn vandamálsins á grund- velli sáttmála Sameinuðu þjóðanna um almenn mann- réttindi. Utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, Torsten Nilsson, minntist einnig á þessi mál á svipaðan hátt og fulltrúi Danmerkur hafði gert, en talaði annars aðallega um afvopnunarmál- in, enda á Svíþjóð sæti í nefnd hinna 18 ríkja, sem sérstak- lega hefur verið falið að f jalla um afvopnunarmálin. Utanríkisráðherra Finn- lands, Veli Merikoski, talaði mest um afvopnunarmálin, einkum um bannið gegn at- ómsprengingum og bann stað- setningar atómvopna á Norð- urlöndum, jafnframt því, sem hann vakti athygli á hlut- leysi Finnlands. Framhald. Heimsins bezta munntóbak

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.