Lögberg-Heimskringla - 06.02.1964, Blaðsíða 1
llögberg-^eimstmngla
Stofnað 14. ]an„ 1888 Stofnuð 9. sept., 1886
78. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1964 NÚMER 6
Fjölmennið á ársþing og skemmtanir þjóðræknisfélagsins
Gesfrsr á þingi Þjóðræknisfélagsins
Frú Krislín Ingvarsdóttir
(Sjá ummæli á bls. 4).
Einar B. Guðmundsson hrl.
Formaður stjórnarnefndar
Eimskips
Ársþing Þjóðræknisfélagsins
Oft hefir verið vel efnt til
þjóðræknisiþings en sjaldan
eins og í ár. Stjórnarnefnd
félagsins ákvað fyrir nokkru
að minnast fimmtugs afmælis
Eimskipafélags íslands á
þessu þingi og í því sambandi
að bjóða félaginu að senda
fulltrúa á þingið. Er nú ný-
komið svar félagsins sem til-
kynnir að Einar B. Guð-
mundsson hæstaréttarlögmað-
ur og kona han, frú Kristín
Ingvarsdóttir muni sitja þing-
ið. Einnig mun Einar flytja
kveðjur á þingfundi á mánu-
daginn og erindi á lokasam-
komunni á miðvikudagskvöld-
ið.
Eins og að undanförnu verð-
ur einnig vandað til Fróns-
mótsins og samkomu Icelandic
Canadian Club. Hon. Valdi-
mar Björnsson ríkisféhirðir
Minnesota og dr. W. Lock-
hart, Principal United College
munu flytja aðalræðurnar
þar. Einnig verður vandað til
hljómlistar á öllum sam-
komunum og fá lesendur frek-
ari upplýsingar í auglýsing-
um sem birtast í næsta blaði.
í tilefni af heimsókn
Einars og frú Kristínar efnir
stjórn Þjóðræknisfélagsins til
hádegisverðar á Fort Garry
Hotel, fimmtudaginn 20. febr.
kl. 12.00. Þeir sem vilja sitja
þetta samsæti eru beðnir að
hafa samband við Grettir L.
Johannson, SP 4-5270; Hólm-
fríði Danielson, SU 2-8528;
eða Jakob F. Kristjánsson,
453-3454.
RICHARD BECK:
Mófurinn hvífri
(Ort vestur á Vancouvereyju síðastliðið sumar)
Máfurinn hvíti, hvaðan bar þig að strönd
himinsins bláa vegu fjarst yfir sæ?
Leistu þér brosa suðurs sólfögur lönd?
Sástu þér ljóma tinda glitrandi snæ?
Máfurinn hvíti, hvert flýtir þú héðan ferð
flugléttum vængjum ómælis háan geim?
Vekur ei hug þínum ótta, sem ógni sverð,
úthafið mikla, þá klýfurðu skýjaheim?
Máfurinn hvíti, liggi til norðurs þín leið,
landinu mínu fagra við sædjúpin blá,
ástþrungna kveðju berðu um háloftin heið,
heilsaðu fjöllum með kvöldroða gullið um brá.
Fréfrfrir fró íslandi
Haraldur J. Hamar ritstjóri
Iceland Review skrifar ágæta
grein í Winnipeg Free Press,
Magazine section á l'augar-
daginn er nefnist An Island is
Born og er hún um neðan-
sjávargosið suðvestur af Vest-
manneyjum og myndun Surts-
eyjar. Flest af því sem greinin
skýrir frá hefir áður birst í
L.-H. nema það, að fyrstir
manna sem stigu á hina ný-
sköpuðu eyju voru þrír frakk-
neskir blaðamenn. Þeir laum-
uðust þangað án þess að fólk
tæki eftir því; flugu þegjandi
og hljóðalaust til Vestmanna-
eyja með sambrotinn gúm-
fleka (rubber raft) í tösku og
utanborðshreyfil (outboard
motor) í poka. Þeirra varð
ekki vart fyrr en íslenzkur
myndatökumaður kom á vett-
vang og sá þá vera að bisa
við að reisa fána Frakklands
á Surtsey. En þá heyrðust allt
í einu ógurlegur drunur í
gígnum, ævintýramönnunum
þótti ekki kveðjurnar vina-
legar og hlupu eins og fætur
toguðu til flekans og sluppu
óskaddaðir en misstu í sjóinn
allan myndatökuútbúnað sinn
og tæki, sem þeir töldu
$10,000 virði en filmunum
björguðu þeir og voru mynd-
irnar fyrirtak.
Þótt Frakkarnir yrðu fyrst-
ir til að leggja Surtsey undir
fót hefðu þeir ekki getað
numið hana vegna þess að
hún er innan landhelgislínu
íslands.
ísröndin 34 mílur
undan landi
Flugvél Landhelgisgæzl-
unnar, Sif, fór í ískönnunar-
flug s.l. laugardag undir stjórn
Garðars Pálssonar.
Jón Eyþórsson, veðurfræð-
ingur, sagði Morgunblaðinu,
að ísröndin hefði verið ó-
venju nærri landi miðað við
árstíma, eða um 34 mílur út af
Kögri, en hefði annars verið
um 60 mílur frá landi á þess-
um árstíma undanfarin ár. Á
kortinu má sjá ístungu, sem
teygir sig út frá aðal ísrönd-
inni, en það jakahragl er mun
nær en þær 34 mílur sem sjálf
ísröndin er.
Mgbl. 22. jan.
☆
Tún hvanngræn í
Vestmannaeyjum
Furðulegar eru tiltektir ís-
lenzkrar náttúru. í júnímán-
uði getur snjóað, en nú 'hefur
svo brugðið við í janúar, að
gróður hefur tekið að spretta
á túnum og í görðum, og í
Vestmannaeyjum er nú svo
komið að flest tún eru iðja-
græn að heita. Þakka menn
3ví að sumu leyti öskufallinu
frá Surti, sumpart hinum ó-
venjulegu hlýindum, en í Eyj-
um hefur nú verið allt að 7—8
gráðu hiti flesta daga að und-
anförnu.
Mbl. átti í gær tal við Jón
Magnússon, bónda að Garði í
Vestmannaeyjum. Hann
kvaðst ekki vita hvort ástæð-
an væri öskufall, hlýindi eða
hvort tveggja, en víst væri að
litur á túnum í Eyjum væri
hvanngrænn orðinn, og þau
til að sjá líkt og um mánaða-
mótin apríl-maí. Ekki væri
grasið þó hátt, en litríkt.
Bætti Jón því við að sér virt-
ist listurinn þó ljósgrænni en
eðlilegt mætti teljast.
Jón sagði, að ýmsir menn,
sem myndu eftir Kötlugosinu
á sínum tíma, segðu þá sögu að
askan hefði haft góð áhrif á
gróandann, og væru því radd-
Framhald á bls. 2.
Ársfundur þjóðræknisdeild-
arinnar „Bárunnar“ í N.Dak.
var haldinn í skólahúsinu að
Mountain, N.Dak., síðdegis
laugardaginn 1. febr., og mátti
fundarsókn teljast góð. Meðal
fundargesta voru þau dr.
Richard og frú Margrét Beck
frá Grand Forks.
Forseti deildarinnar, Guð-
mundur J. Jónasson, stjórn-
aði fundinum, er hófst með
því, að sungið var „Hvað er
svo glatt sem góðra vina fund-
ur“. Þá skýrði forseti frá
starfinu á árinu, og þessu
næst voru lesnar upp fund-
argerðir frá fundum stjórnar-
nefridar og skýrslur embætt-
ismanna. Telur deildin nú 70
meðlimi, en sex höfðu látist á
árinu.
Samþykkt var, að deildin
styrkti söfnunina til Skál-
holtsskóla með nokkuru fjár-
framlagi. Rætt var einnig um
væntanlega hópferð til ís-
lands á vegum Þjóðræknis-
félagsins næsta sumar, og á-
kveðið að vekja sem víðtæk-
asta athygli á henni meðal
deildarfólks.
Frú Margret Beck var ein-
um rómi kosin heiðursfélagi
„Bárunnar“, en langt er síðan
deildin sýndi dr. Beck sama
sóma.
Fóru þá fram kosningar
embættismanna. Guðmundur
Jónasson, sem gengt hefir em-
bætti forseta í samfleytt síð-
Ræðumaður
Hon. K. Valdimar Björnsson
Allir munu vilja hlýða á
Valdimar, hann er áreiðanlega
með allra snjöllustu ræðu-
mönnum íslendinga. Hann
kemur til Winnipeg ásamt
konu sinni frú Guðrúnu á
sunnudaginn 16. febr. og verð-
ur aðalræðumaður á Fróns-
mótinu 17. febrúar.
„Bórunnar"
astliðin 13 ár, baðst eindregið
undan endurkosningu, og
var fyrrv. vara-forseti, S. A.
Björnson, kjörinn forseti, en
fyrir þrábeiðni fundarmanna
tókst Guðmundur Jónasson á
hendur embætti vara-forseta.
Allir aðrir embættismenn
voru endurkosnir, en þeir eru
þessir: H. B. Grímson, ritari;
Haraldur Ólafson, vara-ritari;
Joseph Anderson, féhirðir; H.
J. Björnson, vara-féhirðir; Ó
Fred Halldórsson, vara-fjár-
málaritari og Chris Guð-
mundsson, skjalavörður. —
Fulltrúar á þjóðræknisþingið
voru kosin: Þorsteinn (Steini)
Mýrdal, og dr. Richard og
margret Beck.
Að kosningum loknum
flutti dr. Beck stutt erindi um
hina nýju eyju, „Surtsey",
sem fyrir skömmu síðan reis
úr sævi fyrir Suðurströnd ís-
lands, og sýndi nokkrar mynd-
ir af henni. Kvað ræðumaður
hana vera glöggt dæmi þess,
hve Island væri sérstætt og
merkilegt land frá jarðfræði-
legu sjónarmiði, og væri hún
jafnframt í rauninni nokkur
mynd af því, hvernig Island
hefði orðið til á sínum tíma.
Settust fundarmenn nú að
rausnarlegum kaffiveitingum,
en síðan var fundi slitið, og
lauk honum með því, að
sungin voru „Eldgamla ísa-
fold“ og þjóðsöngur Banda-
ríkjanna.
Ársfundur