Lögberg-Heimskringla - 06.02.1964, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 06.02.1964, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1964 7 Allir yilja sögu NÝ SAGA hefst í þessu blaði samkvæmt óskum lang flestra er sendu blaðinu bréf — Tengdadóltirin eftir Guð- rúnu frá Lundi og er hún tal- in með hennar beztu sögum. Sú saga verður ekki enda- slepp! Við þökkum hin mörgu bréf, er okkur bárust, sem er flest á einn veg, og birtum við nokkur sýnishorn af þeim en auk þeirra bárust bréf frá Wynyard, Ashern, Arnes, Point Roberts, Wapah, St. James, Hensel, Elfros, Selkirk, Mountain, Minneapolis, Gimli, Akra, Arborg, Hecla, River- ton, Yarbo, mörg bréf frá Van- couver, þar á meðal eitt frá Höfn undirritað af mörgum, auk þess mörg bréf frá áskrif- endum í Winnipeg og persón- leg viðtöl á skrifstofunni. Frá Vancouver Þökk fyrir Lögberg-Heims- kringlu í dag og æfihlega. Maðurinn minn og ég óskum þess bæði að framhaldssaga sé prentuð í blaðinu og þá helzt af því sem snertir sveitalíf á íslandi, sem for- eldrar okkar sögðu stundum frá en við sem hér ólumst upp kynntust aldrei. Kapitola var ein af fyrstu neðanmálssögum sem ég man eftir og ísl. blöðin voru keypt fyrir aldamótin, við höfum verið áskrifendur síðan 1915. Gaman væri að lesa fleiri sögur Guðrúnar frá Lundi. Frá Foam Lake, Sask. Ég las ritgerð þína á 4. síðu í L.-H. og er ég eindregið með að hafa framhaldssögu í blað- inu og ég hefi talað við marga hér í kring sem segjast vilja *hafa söguna í blaðinu; og sumir segjast hætta að kaupa það ef sagan hætti að koma; allt eldra fólkið les söguna fyrst af öllu, það bíður með óþreyju eftir hverju blaði, L.-H. er ekki svo lítið að það getur komið með fréttir og fróðleiks mál, þar að auki, eins og vant er. Ritgerðir sem Árni S. Mýr- dal sendir eru sánnarlega til að vekja mann og fræða. From Winnipeg Beach With regard to your paper printing Old Stories and news about Iceland, I believe ■ you should continue with them, as I feel we older Ice landic people in this country like to hear of our homelanc especially of bygona days. Please continue them. Frá Lundar Ég er búin að kaupa Is lenzku vikublöðin síðast liðin 60 ár. Þau eru mínir beztu vinir. Alltaf hafa verið fram- haldssögur í þeim og ég mundi sakna ef því væri breytt, en hverja söguna þú velur ættir þú að ráða sjálf. Ég þakká þér svo innilega fyrir blaðið. Frá Betel Hvað það snertir að hafa sögu í blaðinu þá held ég að hún ætti að vera þar, gamla fólkið vill það, en hún má ekki vera mjög endaslepp. Frá Mozarl, Sask. Ég sá í L.-H. blaðinu að þú biður um álit lesandanna ívort ætti að hætta að hafa sögu í blaðinu. Síðan fyrst ég sá Lögberg fyrir 70 árum síð- an þá hefir æfinlega verið saga í því blaði og ég veit að gamla fólkinu sem ekki nær í neitt íslenzkt lesmál þætti sað tómlegt að sjá ekki sögu í blaðinu. Ég hef séð það lesið fyrst af öllu. Ég ætti ekki að dæma um hvort væri betra Eiríkur Hansson eftir J. Magnús Bjarnasson eða saga eftir Guðrúnu, en samt sá ég í blaði frá Islandi að sögur Guðrúnar frá Lundi væru hæst á sölulistanum á Islandi og eru það góð meðmæli fyrir gamla konu sem ekki hlaut neina sérmenntun. Eiríkur Hansson er ekki hrífandi saga í vikublaði, betra ef hægt er að lesa hana í einu; efnið er langdregið eins og von er þar sem þetta er æfi Magnúsar í uppvextinum. Brasilíufararnir eftir Magn ús eru mikið fjölbreyttari — svo mörg æfintýri sem þeir lentu í og svo er hún úr Rauðárdalnum. Hún er meira hrífandi fyrir minn smekk. Allt sem hann ritaði var ljúft og endaði vel. Ég vil heldur sögu Guðrúnar, en að hætta við sögu í blaðinu er eins og að horntaka grip, hvað sem Bogi Bjarnarson segir um það. ir á góðu heimili hjá séra Þórarni í Görðum og hans á- gætu konu madömu Þórunni. Þau eru bæði frábær að mann- kostum og í mörgu á undan sinni samtíð. Þarna eignast hið hrjáða skáld athvarf í ell- inni. Það hemar yfir sárin. Það er létt af henni áhyggj- um og vonlausu striti fyrir daglegu brauði sínu og sinna. Hún mætir samúð og skilningi og því er haldið til haga sem hún yrkir. Þeir sem annars er sú góða gáfa léð, geta aldrei látið það vera að skapa eitthvað ef hlé verð- ur á striti og áhyggjum. Þarna hefur ljóðgáfa hennar fundið hljómgrunn. Þótt ég hafi engar sönnur fyrir því, þætti mér ekki ólíklega til- getið að hún hafi ort í Görð- um það litla sem geymst hef- ur eftir hana. Þótt hún sé sveitarómagi er hún virt á þessu menningarheimili vegna listar sinnar og gáfna. Henni leika enn töfrar á tungu, og í örbrigð sinni og allsleysi ræður hún þó yfir auðlegð orðsins, það verður ekki frá henni tekið. Hún yrk- ir sjálfri sér til hugarléttis og fólki staðarins til skemmtun- ar. Það er auðséð á kvæði hennar að hún er í sátt við heimafólkið á þessu mæta prestssetri og ber til þess hlýjan ’ hug. Beiskjan sem strýkur _ um strengi í síðasta erindinu beinist á engan hátt að því, heldur að örlögum hennar sjálfrar. Huggun henn- ar er þó án allrar sjálfsvork- unnar, kaldræn: Heimurinn dæmir hana ei vel / honum að fylgja skárst ég tel. Halldóra B. Björnsson. Civil Defence says: — Have you any problems as to what you should do if disaster strikes? Let Civil Defence help you, phone or write us. Metro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUmer 8-2351 Germination Tests Free It is important to, have your Seed Grain tested for germination YOUR FEDERAL GRAIN AGENT will be pleased to supply this servioe NO COST TO YOU PLEASE BRING YOUR SAMPLES IN NOW FOR GERMINATION TEST Gleyml skáld — Framhald frá bls. 5. tvö ár, aftur að reyna hús- mennskuna, vera sjálfrar sín, draumurinn um frelsið sem ekkert frelsi er — frá áþján til allsleysis unz hún gefst upp farin að kröftum og skrif- ast nú í kirkjubækurnar, sveitarómagi, þetta voðalega sem ekki varð lengur umflúið og eftir það er hún jafnan neðst á blaði við manntal heimilisfólksins, hún, skáldið af skáldum komin, stórbokk- inn að norðan sem aldrei hef- ur fengið að reisa höfuðið í fulla hæð, útlaginn úr ætt byggð sinni frá bernsku, leiksoppur grárra örlaga sem hún átti sjálf enga sök á, fær ekki einusinni að deyja þó hún óski þess. Mælirinn er skekinn og fleytifullur, henni hefur ekki verið hlift við neinu. En það er eins og hún beygi sig aldrei undir örlög sín. Hún brestur en bognar ekki. Sálaiþrek hennar bilar um stund og frá þeim tíma mun vera það viðurnefni er hún hlaut. En þá virðist sem óveðrinu sloti undir kvöldið. Hún lend- CANADA LÆRUM ENSKU EÐA FRÖNSKU Það er ekkert meira áríðandi fyrir yður en að læra eins skjótt og vel og kostur er á málið í umhverfinu, sem þú hefir kosið að búa í — ensku eða frönsku. Það er ekkert mikilsverðara en þetta til að komast vel af í Kanada. Hér eru nokkrar af aðal ástæðunum — • Með því að læra ensku eða frönsku verður auðveldara fyrir yður að eignast vini, að eiga viðskipti í búðum, eða á skrifstofum og að taka þátt í hverju starfi sem gefst. • Ef þér kunnið ensku eða frönsku, getið þér leyst af hendi betra verk fyrir vinnuveitanda. • Við ýmis störf er auðveldara að ná framförum ef þér kunnið vel að lesa, tala og skrifa ensku eða frönsku. • Ef þér kunnið vel ensku eða frönsku, er miklu auðveldara fyrir yður að takast á hendur vandasöm verk, er á verkhæfni yðar auka. • Þú verður að kunna ensku eða frönsku til þess að gerast kanda- dískur borgari. Kvöldkennsla í ensku eða frönsku er í flestum byggðum fáanleg. Finnið formann skólamála, innflytjendastjóra eða prest sóknarinnar eða þetta blað, að máli um þetta. Því ekki að registera í dag? GUY FAVREAU, Minister of Citizenship and Immigration

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.