Lögberg-Heimskringla - 11.06.1964, Side 3

Lögberg-Heimskringla - 11.06.1964, Side 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JÚNÍ 1964 3 Jakob J. Norman, skáld Látinn er vestan við haf góður Islendingur og gáfaður, Jakob J. Norman, skáld, að Foam Lake, Sask. Hann andaðist 9. maí s.l. eftir þunga vanheilsu frá því um áramót, rúmlega áttræður að aldri. Jakob var fæddur að Syðstu- Grund í Skagafirði 14. maí árið 1883, sonur Jóns Jóns- sonar bónda þar, seinna í Þingvallabyggð, Sask., og konu hans Bjargar Jónsdótt- ur frá Kárastöðum í Hegra- nesi. Voru þau bæði af ágæt- um skagfirzkum ættstofnum komin. Árið 1898 fluttist Jakob með foreldrum sínum vestur um haf, en fór þá strax til systur sinnar Steinunnar, sem farin var á undan fyrir nokkrum árum og gift Ingi- mundi Eiríkssyni frá Ár- hrauni á Skeiðum, landnáms- manni í Foam Lake, mesta merkismanni. Hafði Steinunn fóstrað þennan bróður sinn í æsku og var alla stund einkar kært með þeim, enda voru þau mjög skaplík að gáfum og mannkostum. Er hún enn á lífi níræð að aldri. Árið 1905 tók Jakob heim- ilisréttarland í Foam Lake og bjó þar til 1919 en fluttist þá til Wynyard, Sask. og átti þar heima til 1956, er hann hvarf aftur á fornar slóðir í Foam Lake og bjó þar síðustu ár ævinnar í grennd við börn sín, sem voru mörg og mann- vænleg. Fyrri konu sína, Magnúínu Guðrúnu Péturs- dóttur, hafði hann misst eftir skamma sambúð, en seinni kona hans var Gyðríður Gísla- dóttir Árnasonar, ættuð af Vestfjörðum. Hún var honum góð kona, og voru þau hjón einkar samhent. um alla gestrisnu. Aldrei hygg ég að Jakob hafi verið auðugur að fé, enda var hann manna ósínkastur, ef hann hafði eitthvað handa á mili. En því meira átti hann af þeim fjársjóðum, sem hvorki eyðir mölur eða ryð. Auk þess sem hann sjálfur var vel skáldmæltur og fróð- ur um forna stafi, hafði hann ekki yndi af öðru meir en að hugsa og ræða um andlega hluti, og fór þá oft utan við alfaravegi fjöldans. Helgi Péturs og Stephan G. Steph- ansson, það voru hans menn, en þar fyrir utan unni hann öllu því sem honum fannst vera vel og viturlega sagt í íslenzkum bókmenntum. Ættarjörðin gekk honum aldrei úr minni. Kvæðum hans og ritgerðum, sem birt- ust í blöðum og tímaritum vestra, vona ég að haldið verði til haga, og komi þau síðar í leitirnar. Fyrir mörgum árum ritaði merkur Vestur-lslendingur frásögn af ferð sinni um Vatnabyggðir og gat þess, að sér hefði sérstaklega leikið hugur á að hitta Jakob Nor- man, vegna ritgerða hans sem hann hefði lesið í blöð- og honum þótt manns- um bragur að. Svo bætir hann við: „Ég fór nú að heimsækja þennan mann og eftir fárra mínútna dvöl á heimili þeirra hjóna, fannst mér ég vera staddur í hlýjum foreldrahús- um, þar sem ylinn lagði á móti manni úr hverjum krók og kima.“ Allir fundu þetta, sem heim- sóttu Jakob Norman og hina ágætu konu hans. Það var einkennilegur bjarnarylur, sem lagði frá þessum manni, varmi mikillar góðvildar og drengskapar, tryggðar og hjartagæzku. Jafnframt því var öll orðræða hans svo stillileg og viturleg, einlæg og ofstækislaus, hvort heldur hann sótti mál eða varði, að gott var hjá honum að dvelja, enda var hann manna glað- astur heim að sækja. Var heimili hans líkara kastala vísinda og mennta en fátæk- legu frumbýlingshúsi. Fáir menn munu betur hafa skilið Stephan G. Stephansson en Jakob Norman né tekið einarðarlegar svari hans, þeg- ar að honum var sótt úr mörg- um áttum út af Vígslóða. Jakob lét prenta 600 eintök af „Jökulgöngum“ Stephans og gaf honum upplagið. Og þegar Stephan reyndist lítill sölumaður fyrir sjálfan sig, tók Jakob einig að sér að sjá um söluna, því að allt vildi hann á sig leggja fyrir vini sína. „Ég get ekki komið orð- um að því, hversu undur- samlega þér er annt um mig,“ segir Stephan í bréfi til Jakobs, „langt er frá, að því nái mín þurra þökk.“ Skapað- ist með þeim löng og innileg vinátta, og mun Jakob hafa verið sá, sem að síðustu lok aði augum hins mikla skálds. Höfðu margar stökur farið á milli þeirra, og sýnir þessi meðal annarra, hversu vel hann kunni að meta mann> kosti Jakobs: Þér má ofur orðafátt óskina flytja sína. Sjálfur í hug og hjarta átt heillavætti þína. Meðan gustaði um Stephan út af Vígslóða, ritaði hann vini sínum þetta: Þó næði um oss sem aðra menn íhlaup vetrartíða, við skulum lifa ótal enn uppbirtingar hríða. Báðir voru grunnreifir og kviðu ekki komandi tímum Gott mundi þeim að dvelja hjá Agli og Njáli í eilífðinni. Því verður Jakob ekki betur kvaddur en með þeirri ósk, sem eitt sinn datt úr penna St. G. í bréfi til hans: Komandi dagar hvísli að þér eintómum fagnaðarfréttum. Benjamín Kristjánsson. Frá Los Angeles Framhald frá bls. 1. son, en Olive Swanson I „Trustee“. Ung hjón Fred og Ava Jacobs, sem að undan-1 förnu hafa verið að læra ís-1 lenzku hjá Guðnýju Thor- waldsson. Hafa bæði komið til I íslands og Ava unnið í síld í marga mánuði. Eru þau að hugsa um að fara þangað á ný og læra íslenzku til hlýtar, þess má geta að þau eru ekki íslenzk. Skúli G. Bjarnason. — Business and Professional Cards — H. J. LAWRIE LUDLOW Borrlster & Solicitor 2nd Flr. Crown Trust Bldg., 364 MAIN STREET, WINNIPEG 1, MANITOBA. Ph. WH 2-4133 At Gimli Hotel every Fridoy 9:30 to 12:30 Lennett Motor Service Oporotod by MICKEY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Horgrove * Bonnotyne WINNIPEG 2, MAN. PHONE WHiteholl 34117 Mundy’s Barber Shop 1116 Portoge Avenuo JOHN SLOBODIAN, Owner 4 BARBERS Bezta og vinsælasta rakara- stofan I Winnipeg Off. SP 2-9509—SP 2-9500 Ree. SP 4-0753 OPPOSITE MATERNITY HOSPITAL Nell’s Flower Shop 700 NOTRE DAME W«dding Bouqu«tt - Cut Flowors Funoral Dosigns - Corsogos Bodding Plonts S. L. Stafanson—JU 6-7229 Mrs. Albart J. Johnson ICELANDIC SPOKEN ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forsoti: SÉRA PHILIP M. PÉTURSSON. 681 Bonning Street, Winnipeg 10, Monitobo. S*yrkið félagið með því aS gerast meSlimir. Ársgjald $2.00 — Timarit félagsins fritt Sendist til fjármálaritara: MR. GUDMANN LEVY, 185 Lindiay Street, Wirmipeg 9, Monitoba Vísdómur vespunnar Áður en ég fór í herþjón- ustuna var ég í átján ár kenn-| ari í dýrafræði í háskólanum í Pittsburgh og vann mikið að| rannsóknarstörfum úti í nátt- úrunni. Starf mitt hefur kennt I mér, að eitthvað meira en eðlisávísun hlýtur að koma til greina hjá dýrunum, — jafn- vel skordýrunum, en þau eru talin standa einna neðst í | Dróunarsögunni. Dag einn stóð ég á bakkal lítillar ár í Pennsylvaníu og tók eftir, að eitthvert dýr synti með straumnum í áttina til mín, snákur að mér sýndist. En fljótlega sá ég greinilega, | hvað þetta var: Vespa, sem flaug rétt fyrirl ofan vatnsborðið og dró á eftir sér stóra, dauða köngul-1 ló, er flaut á vatninu. Eftir að vespan hafði dregið I óráð sína að minnsta kosti sjö- tíu stikur snéri hún snögg- lega að öðrum bakkanum, sem var afar lágur, sleppti köngul- lónni næstum fyrir framan fætur mér og dró hana svo með erfiðismunum næstum tólf fet til að grafa hana í| sandinn. Þegar vespa notar árstraum I til að flytja bráð, sem er fimmföld stærð hennar, til að grafa hana á fjarlægum stað, | er um eitthvað meira en eðlis- ávísun að ræða. Phone WHileholl 3-8072 Building Mechanic’s Ltd. PeÍRtbig - Decoreting - Conitructlon Ronovoting - Reol Eatete K. W. (BILL) JOHANNSON Manager 384 McDermot Ave., Winnipeg 2 fl. S. BflRDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrooh Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá beztL Stofnað 1894 SPruce 4-7474 Goodman And Kojima Electric ELECTRICAL CONTRACTORS 384 McDermot Ave., Winnipeg 2 WH 2-7759 ARTHUR GOODMAN SP 2-SS41 M. KOJIMA LE 3-4633 Evenlngi ond Holldoyi SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof, Aipholt Shingle*, Roof ropalrt, install vonta, alumlnum wlndowt, doorc. J. Ingimundeon. SPruce 4-7855 <32 Slmcoe St., Wlnnlpeg 3, Mon. Thorvaldson, Eggertson, Saunders & Mauro Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA BLDG. Portage and Gorry St. WHiteholl 2-8291 S. A. Thorarinson Borrlcter ond Solicltor 2nd Floor, Crown Truct Bldg. 364 MAIN ST. Office WHiteholl 2-7051 Residenc* HU 9-6488 The Business Clinic Oscor H|6rtolHon Offlce ot 207 Atlantlc Ave. Phone JU 2-3S4B Bookkeeping — Income Tox Insurance HAGBORG FUEL LTD. Ph. SP 4-3431 Coal—Wood—Stoker—Coal Furnoce Fuel Oil Dictributors for Berwind Chorcool Briquets Serving'Winnipeg Since 1891 Benjaminson Construction Co. Ltd. 911 Coryden Avanua GR 5-0498 GENERAL CONTRACTORS Recidential ond Commerdal E. BENJAMINSON, Monager ASCEIRSON Points & Wallpopert Ltd. 696 SARGENT AVE. Builders' Hordwore, Points, Vornishes, Wallpopers SU 3-5967—Phenee—SU 3-4322 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonosson, Pree. and Man. Dlr. KEYSTOME FISHERIES LIMITED Wholesole Distrlbutors of FRESH AND FROZEN FISH 16 Mortho St. WHItehoN 2-0021 Canadian Hsh Producers Ltd. J. H. PAGE, Monoglng Director Wholesole Distrlbutors of Frosh ond Frozen Flsh 311 CHAMBERS STRIET Office: SPruce 5-0481 Bum.: SPruca 2-3917 FRÁ VINl EGGERTSON & EGGERTS0N Barriatora ond Sollcltor* At Municipal offices — Arborg 10 - 3 P.M., Riverton 3:30 - 5:30 P.M. on the first and third Tuesdays, Gimll by oppointment. 300 Power Bulldlng, Portogo ot Vaughan, Wlnnlpeg 1 PHONC WH 2-3149 Investors Syndicate of Canada, Limited H. Brock Smifh Monager, Winnipeg Region 280 BVoedway Ave. WH 3-0361 Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder Office ond WarehouM 1410 ERIN ST. Ph. SP 2-6860 Ree. Ph. SP 2-1272 TALUN, KRISTJANSSON, PARKER, MARTIN & MERCURY Borristers & Solicitors 210 Osbome Street Nerth WINNIPEG 1, MANITOBA The Western Paint Co. Ltd. 521 HARGRAVK ST.. WINNIPEG IfSWJROTHtii fousf PAIffl "THE PAINTERS SUPPLY HOUSE" "SINCE 1908" WH 3-7395 J. SCHIMNOWSKI, Prosldont A. H. COTE, Trsosuror Capital Lumber Co., Ltd. 92 Higgint Avenue Everything in Lumber, Ptywood, Wall Board, Ceiling Tile, Finiahing Matorials, Insulation and Hordware J. REIMER, Monoger WH 3-1455 Phone WH 3-1455

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.