Lögberg-Heimskringla - 03.09.1964, Qupperneq 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1964
Hólmfríður Danielson:
S. B. Olson
1878 — 1964
Helga Skúlína Sigurðson
1882 — 1964
Þegar einn af okkar góðu
gömlu frumherjum gengur til
grafar þá er það ekki sorgin
ein sem grípur frændur og
vini, en einnig þakklæti, virð-
ing og já, gleði yfir því að
látinn vinur naut lífsins í rík-
um mæli, og afkastaði óvenju
miklu æfistarfi, þrátt fyrir
fátækt og erfiði á lífsins leið.
Þessi tilfinning er rík í hug-
um okkar sem þekktum Steina
B. Olsen. Hann var sannur
framsóknarmaður í heimi
andans ekki síður enn í verk-
legum efnum. Létt og lipurt
hugarfar einkenndi hann fram
í það síðasta, og það var
gaman að gaspra við hann um
alla heima og geima. Fjörið
og ánægjan skein úr andliti
hans, og allt af var fyndni á
reiðum höndum. Ekki var það
sökum þess að lífið hafði sýnt
honum svo mikla blíðu og
eftirlátssemi frekar en öðrum
nýbyggjum þessa lands, en
skapgerð hans og léttlyndi
hóf hann upp yfir erfiðleik-
ana og gerði honum lífið létt-
ara en mörgum í svipuðum
kringumstæðum.
Steini (Þorsteinn) var fædd-
ur 26. apríl 1878. Foreldrar
hans voru Björn Ólafsson
(Olson) frá Súlunesi í Borg-
arfjarðarsýslu og kona hans
Guðrún Jónsdóttir frá Heima-
skaga, Akranesi. Fjölskyldan
flutti vestur um haf það sama
ár, þá er Steini var þriggja
mánaða gamall, og kom fyrst
til Nova Scotia, þar sem
dvalist var í fjögur ár. Síðan
fjögur ár í Winnipeg og þaðan
til Þingvallanýlendu . Steini
lýsir mjög vel ferðinni til
Þingvalla og frumbyggja líf-
inu þar í bók sinni: PIONEER
SKETCHES, og hefir sú bók
mikið sögulegt gildi, og geym-
ir margan fróðleik um fyrstu
árin í þessu landi. Það var
stórt gleðiefni fyrir Steina að
geta fengið, á sínum efri ár-
um, þessa bók gefna út, og
geymir hún auk sögulegs efn-
is, stutta sögu eftir Steina, og
nokkuð af smáljóðum og
tækifæriskvæðum á ensku og
íslenzku.
Steini hefir verið stálminn-
ugur, að geyma allan þennan
fróðleik frá barnsaldri, —
síðan hefir hann sjálfsagt
haldið dagbækur, annars er ó-
líklegt að sagan væri eins
skýr og góð eins og hún er.
Eins og svo margir aðrir ís-
lendingar, hefir Steini stund-
að andleg efni af alúð í frí-
stundum, og ritar hann lipurt
mál, bæði á ensku og íslenzku.
Eftir þurka árin í Saskatche-
wan flutti fjölskyldan að
vesturströnd Manitobavatns,
og þar bjó Steini allt sitt
mesta athafnalíf. Hann giftist
22. maí, árið 1899, Hólmfríði
ólafsdóttur Thorleifssonar,
frá Svartagili í Þingvallasveit
í Ámessýslu; en kona Ólafs
var Guðbjörg Guðnadóttir frá
Haga í Grímsnesi. Þau hjón,
Steini og Hólmfríður, bjuggu
í Westbourne, Marshland og
Langruth þar til þau fluttu
til Winnipeg 1943 og síðan til
Vancouver, 1948. Þar andað-
ist Steini eftir langt og æfin-
týraríkt líf, 6. marz 1964.
Sleini B. Olson
Þegar þau hjón fluttu frá
Langruth var þeim haldið veg-
legt samsæti og þakkað sem
vera bar fyrir mikinn og góð-
an þátt í byggðarstarfi bæði
andlegu og líkamlegu. Höfðu
þau bæði verið með afbrigð-
um nýtir borgarar í sinni
byggð. Bæði tóku mikinn
þátt í Lúterska söfnuðinum,
sungu í söngflokknum, voru í
safnaðarnefnd, kenndu á
sunnudagaskóla, og einnig
börn þeirra er þau stálpuðust.
Steini var mörg ár í skólaráði,
og einnig í sveitarstjóm. Frú
Hólmfríður var mjög vel að
sér í allri handavinnu, og var
hennar mjög saknað í kven-
félögunum þar sem hún hafði
starfað með lægni, dug og
dáð, (og get ég persónulega
borið um það því hún tók
mikinn og góðan þátt í starfi
Jón Sigurdson- félagsins á
meðan hún var í Winnipeg).
Guð gaf þeim Hólmfríði og
Steina mikið barnalán. Börn-
in voru tíu og öll mjög mann-
vænleg, skörp og athafnasöm.
öll hafa þau komist í góðar
stöður, og sum þeirra á hæstu
tröppu í sínu fagi eins og t.d.
Kjartan, sem er yfirmaður
yfir þremur bönkum í Suður
Ameríku.
Tveir synir þeirra eru látn-
ir, Wilhelm Thordur í Winni-
peg, 1960; og Ólafur dáinn 13.
maí 1964, í Detroit. Á lífi eru:
Norman Leonard (accountant
with an industrial firm in
Montreal); Jón, vinnur fyrir
Can. Pac. járnbrautarfélagið í
Winnipeg; Stanley, úrsmiður
hjá T. Eaton fél. (Wpg.);
Louis Harold (Hardy) hjá H.
C. Paul fél. Winnipeg (Sales
Manager); Kjartan, banka yf-
irmaður (Royal Bank), Buenos
Aires, Argentine; Bjöm
Franklin hafði til skamms
tíma myndatökustofu í Gard-
en City, (Detroit), Michigan;
Þann 15. marz s.l. andaðist
að Stafholti í Blaine, Wash-
ington, aldur hnigin kona að
nafni Helga Skúlína Sigurð-
son. Hún hafði dvalið þar um
tíma, en átti heima í Seattle.
Hún var jarðsungin 18. marz,
frá útfararstofu O. H. Mittel-
stadts í Seattle, að viðstöddu
fjölmenni skyldfólks og vina.
Útfarar ræður fluttu þeir
séra Norman Nelson, prestur
Calvary Lutheran kirkjunn-
ar, og séra Kolbeinn S. Si-
mundsson, fyrrverandi prest-
ur þar. Jarðsett var í Ever-
green Cemetery.
Helga Skúlína var fædd 19.
nóvember 1882, að öxnadals-
koti í Eyjafirði á íslandi. For-
eldar hennar voru þau hjón-
in Jóhannes Sigurðsson, Ey-
firðingur að ætt, og Þorbjörg
Skúladóttir, ættuð úr Skaga-
firði. Jóhannes var bróðir
Magnúsar á Grund í Eyjafirði,
sem nafnkenndur var fyrir
höfðingsskap, bæði á heimili
sínu og í héraðinu, á sinni
tíð. Skyldfólkið er fjölda
margt, bæði á Islandi og í
Ameríku.
Nálægt síðustu aldamótum,
eftir að hún missti mann sinn,
flutti Þorbjörg ásamt þremur
börnum sínum vestur um haf
— fyrst til Minneota, Minne-
sota, en síðan til Winnipeg.
— Þar var heimili Skúlínu
Gwen, gift Gordon H. Dowd-
ing, lögmanni í Vancouver, og
er hann fylkisþingmaður þar
fyrir CCF (nú NDP) flokk-
inn; Elfreda 'Winnie, gift
George Ola Jorgensen, Port
Hammond, B.C.
Barnabörnin eru 16, og þrjú
barna-barnabörn. Einnig læt-
ur Steini eftir sig eina systur
í Winnipeg, ekkju Thordar
Johnson (fyrrum gullsmiðs í
Winnipeg); og einn bróðir
Thorð (Doddie) Olson í Mil-
waukie.
í bókinni PIONEER
SKETCHES, eru myndir af
Steina og Hólmfríði þá er há-
tíðlegt var haldið silfurbrúð-
kaup þeirra, og líta þau út
eins og nýgift hjón, en ekki
sem foreldrar tíu uppkomra
barna. Einnig er mynd af þeim
á sextíu ára afmæli, sem hald-
ið var í Vancouver, og þar
eru þau hýrleg, alúðleg, fjör-
leg og ekki mjög ellileg. Þau
létu ekki lífið og erfiðleika
þess yfirbuga sig, en nutu í
sameiningu gleði og nægju-
semi sem léttlyndi og góðlát
skapgerð hafði skapað þeim.
Nú er Hólmfríður að hugsa
um að setjast í helgan stein,
máske á elliheimilinu í Van-
couver, þar sem hún er í
nánd við dætur sínar, og get-
ur heimsótt þær við og við.
Minningarnar eru margar og
góðar, lífið hefir blessað þau
ríkulega, og bömin standa við
hlið hennar með ást og virð-
ingu.
sál. um nokkur ár, næst flutti
hún ásamt móður sinni og
systkinum Jóni og Ragnheiði,
vestur hingað — til Seattle —
og hér var sezt að. — Ragn-
heiður giftist hér Theodor S.
Björnssyni, og fyrst í stað
voru þær Skúlína. sál. og
móðir þeirra systra, þar til
heimilis. — En þegar árin
færðust yfir og móðir þeirra
varð ósjálfbjarga, keypti
Skúlína sál. gott og þægilegt
heimili, og þar annaðist hún
móður sína af mestu alúð og
dyggð, þar til hún dó. Jafn-
fram þessu stundaði hún at-
vinnugrein sína þar heima
hjá sér. Hún var snilldar
saumakona, — sem dugnaður
og hagsýni einkenndu alla
hennar ævi. í eðli sínu var
Mér datt í hug, hvort ég
gæti skrifað nokkurn þátt
undir nafninu: Því gleymi ég
aldrei. Tvö bindi hafa verið
gefin út með því nafni. Þar
er sagt frá ýmsu eftirminni-
legu, voveiflegum atburðum
og furðulegum fyrirbærum.
Ekkert slíkt verður hér.
Ég hef í huga ósköp hvers-
dagslegan atburð, lítilfjörleg-
an, jafnvel ómerkilegan, að
því er virðast kann, en þó er
hann mér ógleymanlegur.
Vera má að frásögn mín geti
verið dæmi þess, hve smá-
munir daganna geta orðið eft-
irminnilegir og með vissum
hætti þýðingarmiklir.
Það var sumarið þegar ég
var á áttunda ári. Hestur frá
Mosvöllum hafði verið feng-
inn að láni þann dag. Það var
hann Gulur gamli. Svo var
ég sendur að skila honum um
kvöldið.
Það er ekki löng leið niður
að Mosvöllum, réttir tveir
kílómetrar. Ég fór ríðandi og
hafði Gul í taumi. Þetta gekk
allt vel, þar til leiðin var um
það bil hálfnuð. Þar var dá-
lítil kelda á leið minni, þar
sem vatnið úr mýrunum hafði
afrennsli í ána. Þetta var að
áliðnu einhverju mesta þurrka
sumri, sem menn muna, og
keldan alveg þurr. Seinna,
þegar leiðin frá Isafirði að
Gemlufalli í Dýrafirði var
komin í þjóðvegatölu, nefnd-
um við þessa keldu þjóðar-
skömm. En þó að hún væri
þurr og meinlítil í þetta sinn,
varð hún þó orsök þess, að
Gulur hikaði við og mér varð
laus taumur hans, þegar hest-
urinn, sem ég reið, hélt áfram.
Ég fór af baki, þó að kvíð-
vænlegt væri að þurfa að
komast á bak aftur þarna á
eyrunum. Þó voru þar sums
staðar djúpar götur. En nú
var að ná hestinum. Gamli
Gulur kepptist við að bíta
grængresið, og þegar ég nálg-
hún bæði trúrækin og lífsglöð;
— eins í vináttu sinni trygg
og gestrisin. Heimili vildi hún
eiga, — helzt þar sem sæist
út á sjóinn. Þetta rættist.
Síðustu árin átti hún þægi-
legan bústað þar sem fjörður-
inn blasti við, stjörnurnar og
ljósin spegluðust á kvöldin.
Þar tók hún vel á móti vinum
sínum, og saknaði sárt að
síðustu, þessa heimilis.
Skyldfólk og vinir minnast
og sakna þessarar sjálfstæðu
og trygglyndu konu. Það
virtist máske sérkennilega ís-
lenzki, að þrá, það að nema
sér land —og velja sjálf út-
sýnið, þar sem særinn blasti
við! Guð blessi minningu
hennar! Bjart mun nú yfir,
og víðsýnt framundan!
Vinsamlegast,
Jakobína Johnson
Seattle, 23. ágúst 1964.
aðist hann, lagði hann koll-
húfur og gerði sig illilegan.
Og það var nóg. Ég hikaði við.
Víst hafði ég heyrt, að það
væri ólán að láta hesta sjá á
sér hræðslu. Bezt væri að
ganga að þeim, hiklaust og
óttalaust. Ég hafði jafnvel séð,
að þá gátu þeir staðið kyrrir
og auðsveipir, þó að þeir
yggldust við mér, sem nálg-
aðist þá hræddur og hikandi.
En hvernig átti að fara að gefa
sér kjarkinn? Það vissi ég
ekki.
Hitt vissi ég, að hestinum
varð ég að ná. Ég mjakaði mér
nær honum, tvísteig þarna hjá
honum um stund. Einu sinni
var ég nærri því að ná í taum-
inn, en þá vatt gamli Gulur
sér allt í einu við og sneri að
mér rassinum. Ég vissi, að
atfurendinn var mun hættu-
legri og viðsjárverðari en
nokkurn tíma framendinn.
Hvað var það þó hestur biti
hjá hinu, ef hann sló? Því var
ég fljótur að forða mér undan,
þegar hesturinn sneri sér við.
Nú var illt í efni. Ég hafði
litla von um að geta hand-
samað gamla Gul, þó að ég
héldi enn áfram að tvístíga
framan í honum. Og hvað var
þá til ráða? Að snúa heim og
segja frá ósigri sínum? Ekki
var það álitlegt. Það getur
verið ærin raun sjö ára manni
að koma heim með ósigur og
hafa ekki lokið sínu ætlunar-
verki. Þá yrði náttúrlega eldri
krakki sendur að skila klárn-
um. Sjálfsagt gæti hver sem
væri tekið hann svona með
beizlinu — annar en ég. Og
þá yrði þetta enn ein stað-
festing þess, sem ég hélt, að
bæði ég og aðrir vissu alveg
nógu vel fyrir, að ég væri
kjarkminni og óduglegri en
aðrir.
En þegar neyðin er stærst,
er hjálpin næst. Þetta var
beint á móti bænum í Tröð,
Framhald á bls. 3.
Halldór Kristjánsson:
Því gleymi ég aldrei