Lögberg-Heimskringla - 03.09.1964, Page 6

Lögberg-Heimskringla - 03.09.1964, Page 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1964 Kaffið var jafngott og það var áður og vistin notalegri. Þetta gat hún gert með hægðinni, hugsaði Þorgeir. Hann hefði gjarnan viljað að systir henn- ar væri eitthvað svipuð henni að þessu leyti. En það var nú ekki því að heilsa. Veturinn leið tilbreytingar- lítið og nýtt sumar heilsaði. Ástríður hafði verið góð til skapsmunanna það sem af var hjónabandsins, enda forðaðist maður hennar að gera henn á móti í einu eða neinu. i : i Dimmur skuggi Bændurnir í nágrenninu dáðust að þessum unga dugn- aðarbónda, sem var þó alinn upp við sjó að mestu leyti, og Hjálmar gamli dró heldur ekki úr því, ef þeir töluðu um það við hann, að Þorgeir væri sín stoð og stytta. Eeins og fyrr voru þeir gulir af öfund yfir velgengninni á því heim- ili. Þeim sýndist féð margfald- ast að tölunni til og tor- tryggðu hreppstjórann sinn hálfu meira en áður um tíund- arsvik. Áður höfðu þeir getað skemmt sér við að hlæja að vinnubrögðunum á Hraun- hömrum, meðan Ástríður mátti heita eina fullvinnandi hræðan á heimilinu, en nú máttu þeir gæta að sér að verða ekki á eftir með öll vinnubrögð. Ullarlestin fór fyrir neðan Fellsenda, þegar byrjað var að þvo ullina þar. Ungu hjónin fóru með henni, og Þorgeir var ánægjulegur á svipinn, því að hann átti þá ull sjálfur. Fjórum dögum seinna fór hreppstjórinn með sína lest og Gunnhildur dóttir hans með honum. Jóhann á Fellsenda hábölvaði og sló saman hnefunum yfir þessari velgengni nágrnna sinna. Hjá honum sjálfum fækkaði ullan pokunum með hverju árinu. Sumarið var ákjósanlegt og grasspretta ágæt. Allt virtist leika í lyndi á heimilinu. Gamli bóndinn virtist hafa yngzt um heilan áratug við að eignast tengdasoninn. En þetta sældarlíf stóð ekki lengi. Með haustinu dró skyndilega upp dimma bliku yfir þetta friðsæla heimili. Unga konan varð lasin, eins og oft kemur fyrir, þegar barn er væntanlegt. Hún var van- stillt fram úr hófi, því að hún hafði alla ævina verið stál- hraust. Heimilið var ekki leng- ur þögult, þó að allir hefðu kosið þögnina fremur en sí- fellda geðvonzku og rifrildi, því að enginn gat gert henni neitt til hæfis, þegar hún var lasin. En þegar hún var hress- ari, heimtaði hún Faxa og lagði á hann og þeysti eitthvað um sveitina, þvert á móti vilja manns síns og foreldra, því að þau vissu, að næsta dag yrði hún mikið lasnari. „Þú mátt ekki haga þér svona, Ástríður“, sagði faðir hennar einu sinni, þegar hún kom heim á löðursveittum hestinum. „Þetta batnar með tímanum, ef þú ferð skynsam- lega með þig, en þessi óstjórn kann ekki góðri lukku að stýra“. „Þegiðu, asninn þinn!“ hróp- aði hún æst. „Þú veizt lítið, hvað ég kvelst“. „Ástríður, Ástríður!“ sagði móðir hennar. „Því í ósköp- unum talarðu svona við hann föður þinn“. „Þú getur haldið þér saman líka. Þið eruð víst að hugsa um að gera mig vitlausa með bölvuðu nöldrinu“, sagði hún og grét af geðofsanum. Það þorði enginn að tala meira við hana. Þorgeir var hættur að koma inn í suður- húsið fyrr en á kvöldin, þegar farið var að hátta. Stundum kom það fyrir, að hún kallaði á hann inn fyrir, þegar hún var betri til heilsunnar og skapsmunanna. Þá ætlaði hún að kæfa hann með kossum og faðmlögum og bað hann að vera ekki reiðan við sig, þó hún væri vond í skapinu. Vanalega varð hann þá að sitja með hana í fanginu allt kvöldið. Hann varð sárfeginn því, að hún vísaði honum burtu frá rúminu eitt kvöldið, sagði að sér liði nógu andstyggilega, þó að hann væri ekki hjá sér til þrengsla. Það var búið um hann í rúminu, þar sem hann hafði sofið fyrsta veturinn, sem hann var á heimilinu. Þorgeir bað Gunnhildi að velja efnið í barnafötin, þegar hún fór eitt sinn út í Skerja- vík. Svo fór hann með bögg- ulinn til konu sinnar, þegar hún var hress og hann heyrði að lá sæmilega á henni. „Hér er nú efni í föt á litla angann“, sagði hann hlýlega. „Það veit- ir ekki af að fara að hugsa fyrir því að sauma þau. Ég verð feginn, þegar þessi tími er liðinn“. „Og ætli þér standi ekki nokkuð á sama. Það mæðir ekki mikið á þér, enda heyr- ist það ekki oft, að ég sé brjóstumkennanleg, hvorki hjá þér né öðrum“, sagði hún afundin. „En þú skalt fá Gunnsu .þetta. Ég er engin saumakona eins og þú sjálf- sagt veizt, og þótt svo hefði verið, hefði ég varla farið að sauma utan á þennan and- styggðarorm, sem kvelur mig nótt og dag“. Hún henti bögglinum á gólfið. „Þetta er óskynsamlega talað“, sagði faðir hennar á- vítandi. „Ekki er ólíklegt, að þér hefnist fyrir svona munn- söfnuð og barnið fái ekki að lifa hjá þér“. „Ég vil heldur ekki að það lifi. Ég vil ekki sjá það“, sagði hún og nú var auðséð, að eitt vanstillingarkastið m y n d i koma yfir hana. Þorgeir fór fram, hryggur og reiður. Hann. fór fram í stofu og reyndi að komast í jafnvægi. Vonandi skipti kona hans um skap og skoðun, þegar hún væri laus við þessa vanlíðan, sem hún bar óskap- lega illa, eins og allt, sem á móti henni blét. Hún hlyti að hafa yndi af að sjá barnið vaxa og dafna ekki síður en önnur ungviði. Loks tók hann skriffæri og settist niður við að skrifa móður sinni. Hjálm- ari hafði fundizt það sjálfsagt að hún kæmi norður, fyrst efnahagur Þorgeirs væri orð- inn svona blómlegur. Það væri líka svo ákjósanlegt, að hún liti eftir þessu bessuðu „guðs- ljósi“, sem væntanlegt var á heimilið. Hann bjóst við, að Ástríður kysi heldur að vera við útistörfin eins og vant væri. Sunnlezka kona tók boði hans feginshendi og ætlaði að koma með vordögunum. En nú skrifaði Þorgeir, að hún skyldi láta það dragast að koma norður. Hann væri að hugsa um að koma suður og þá gæti hún orðið sér sam- ferða heim aftur. En reyndar ásetti hann sér það í augna- bliksgremju sinni að yfirgefa þetta allt áður en hann yrði orðinn vitlaus yfir því. Það var ómögulegt að búa við svona lagað. Hann var að loka bréfinu, þegar tengda- faðir hans smaug inn úr dyr- unum eins og skuggi, hljóð- laust og hikandi eins og dauð- veikur sjúklingur væri í stof- unni. Hann klappaði Þorgeiri á öxlina og mælti í sínum vanalega geðprýðistón: „Þetta voru nú meiri stóryrðin, Þor- geir minn, en við skulum nú vona, að þetta fari að styttast, og þá býst ég við, að móður- ástin segi til sín eins og vana- lega. Þá gleymist þetta hörm- ungatímabil, sem nú stendur yfir“. „Ég er alveg hættur að vonast eftir að sjá nokkuð kvenlegt eða aðlaðandi í fari þessarar konu“, sagði Þorgeir gramur. „Jú, jú, hún hefur margt gott í fari sínu, blessað barn- ið. Það verður að taka það með í reikninginn, hvað hún líður dagsdaglega“, sagði gamli maðurinn. „Það er gott að þú ert bjart- sýnn, en það get ég ekki ver- ið“, sagði Þorgeir, stóð upp og bjóst til að fara út, en bætti við áður en hann opnaði hurð- ina: „Ef ég ætti ósk, myndi ég verða fljótur að óska þess, að ég hefði aldrei stigið fæti á þessa landareign“. „Nú er mikið sagt vinur. Þú átt áreiðanlega eftir að taka þessa ósk aftur í huga þínum ótal sinnum, því að hér muntu finna gæfuna“. Þorgeir var kaminn út á hlað áður en gamli maðurinn hafði lokið við það, sem hann ætlaði að segja. Hann lét svala frostgoluna kæla blóð sitt á leið til fjárhúsanna. Þar bjóst hann við að komast í gott skap eins og vanalega, þegar hann var í návist skepnanna. Hann gat ekki annað en dáðst að gamla manninum fyrir hvað hann reyndi að ganga á milli þeirra hjónanna með sáttar- orð og færði allt til betri veg- ar fyrir dóttur sinni. Og hann fann líka, að dagfarsprýði hans hafði róandi áhrif á sína eigin bráðlyndu skapsmuni. Það er ekki að þrá, sem ekki er að fá. Service — Satisfaction Tour Federal Grain Agent welcomea the opportunity to diacun the tollowing with you: GRAIN CEREAL GRAIN SEED MALTING BARLEY COAL SELECTED OATS AGRICULTURAL CHEMICALS OIL SEEDS — Rapeseed, Mustard Seed Ungmenna styrkur Mikilvæg tilkynning fyrir foreldra í lok septembermánaðar verður borgun gerð í sambandi við Youth Allowance Act, sem nýlega var samþykkt í Sambandsþinginu. Ef að þér eigið barn á 16 eða 17 ára aldri, sem þér sjáið um og gengur á skóla eða í háskóla, eða er ekki í skóla vegna líkamslegs eða andlegs lasleika, eigið þér e.t.v. kost á þessum 10 dollara mánaðalega styrk. SÆKJA VERÐUR UM ÞENNAN STYRK — HANN KEMUR EKKI SJALFKRAFA í ágúst voru umsóknareyðublöð send foreldrum barna á 16 og 17 ára aldri, eða þeim er urðu 16 ára fyrir september. Ef þér eigið barn sem fullnægir þessum skilyrðum, og J)ér hafið ekki fengið umsóknareyðublöð fyrir einhverjar ástæður, getið þer fengið það með því að skrifa Regional Director of Family Allowances í höfuðborg fylkis yðar á þessum stöðum: NEWFOUNDLAND — Building 102, Fort Pepperrell, St. John’s. PRINCE EDWARD ISLAND — Dominion Building, Charlottetown. NOVA SCOTIA — Ralston Building, 105, Hollis Street, Halifax. NEW BRUNSWICK — Federal Building, 633 Queen Street, Fredericton. ONTARIO — 25 St. Clair Avenue East, Toronto 7. MANITOBA — MacDonald Building, 344 Edmonton Street, Winnipeg 2. SASKATCHEWAN — Dominion Government Building, Scartch Street and Victoria Avenue, Regina. ALBERTA — 646 Federal Building, 107th Street and 98th Avenue, Edmonton. BRITISH COLUMBIA — 1230 Government Street, Victoria. Umsóknirnar sendist eins fljótt og mögulegt er til þess að fyrsta borgunin komi sem skjótast. Department of National Health and Welfare OTTAWA

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.