Lögberg-Heimskringla - 26.11.1964, Side 1
Hö gberg - ® eimöfertngla
Stoínað 14. jan.. 1888 SiofnuS 9. sept., 1886
78. ARGaNGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 26. NÓVEMBER 1964 NÚMER 46
Mekkin S. Perkins
1887 — 1964
Mr. og Mrs. T. R. Thorvaldson hyllt-
Þann 24. júlí s.l. andaðist
að Wesley Gardens dvalar-
heimilinu í Des Moines,
Washington, nafnkennd ís-
lenzk kona, Mrs. Mekkin
Sveinson Perkins, eftir lang-
dreginn sjúkdóm. Jarðarför
hennar var í Seattle 27. s.m.
Kveðjuna flutti heimilis
presturinn frá Wesley Gard-
ens. Viðstaddir voru margir
vinir þaðan, og frá Seattle. Af
nánum ættingjum hér, lifir
hana ein systurdóttir, Mrs.
Lawrence Swett og hennar
fjölskylda. Á íslandi mun hún
eiga margt frændfólk.
Mekkin sáluga var fædd í
Winnipeg, Canada, 18. sept.
1887. Foreldrar hennar, þá ný-
komin frá Islandi, voru hjónin
Gunnar Sveinsson frá Egil-
stöðum í Fljótshlíð, og Kristín
dóttir séra Finns Þorsteins-
sonar frá Klappastað og Desj-
armýri — og Ólafar Einars-
dóttur konu hans. — Móðir
Gunnars hét Mekkin, og nafn-
ið á sína sögu í ættinni.
Mekkin sál. var fædd á
heimili Jóhanns M. Bjarna-
sonar, rithöfundarins vinsæla.
Þar var vinátta á milli, og
foreldrar hennar til heimilis
fyrst í stað. — í Winnipeg
ólst hún upp og lauk námi
við Collegiate Institute árið
1904, með verðlaunum í tungu-
mála kunnáttu. Skömmu síð-
ar flutti fjölskyldan hingað
vestur, — hafði nokkra við-
dvöl í Blaine, en settist að í
Seattle.
Mekkin hafði sérstakan á-
huga fyrir framhalds námi —
og vann fyrir sér með því að
kenna tungumál, sem voru
hennar eftirlætis náms grein-
ar. Við University of Wash-
ington hlaut hún verðlaun í
því námi og „Bachelor of Arts
degree“ 1908. — Eins í Palo
Alto, California — þaðan var
hennar „Master óf Arts de-
gree“.
Nú skall á heimsstyrjöldin
fyrri og í Washington, D.C.
skorti þýðendur, vel að sér í
Evrópu málunum, til að starfa
hjá Ulanríkisráði Bandaríki-
anna — Mekkin tók fljóta á-
kvörðun; lagði af stað; las
„tungumál“ á leiðinni austur;
stóðst prófin og tók til starfa
við vandasamt og ábyrgðar-
mikið hlutverk.
Þessu hélt hún áfram í
mörg ár; bætti við sig spönsku
og ítölsku í kvöldskóla. Árið
1925 giftist hún nafnkennd-
asta tungumála þýðanda úr
Evrópu málunum, J ohn
Wesley Perkins. Hann var
mesta ljúfmenni, — og heim-
ili þeirra ánægjulegt og fé-
lagslífið eins, í höfuðborg
landsins. Þau ferðuðust bæði
til íslands og víðar — og voru
sérstaklega samrýmd. — En
Þegar félagið sem nefnist
„Vancouver Branch of the
Canadian Folk Society" var
stofnað fyrir rúmum 20 árum,
var Mr. L. H. Thorlaksson
kosinn fyrsti forseti þess, og
hélt hann því embætti í mörg
ár, og var líka í stjórnar-
nefndinni, og ávalt boðinn og
búinn að leggja því lið. Til-
gangur félagsins er að halda
við list og menning hinna
ýmsu þjóðflokka sem byggja
land vort, Canada, og er það
vissulega virðingarverð hug-
sjón.
Á laugardaginn 14. nóv. hélt
félag þetta sína árlegu sam-
komu í Queen Elizabeth leik-
húsinu, og var fjöldi fólks
saman kominn. Margir komu
fram til að skemmta með
söng, dans og hljóðfæraslætti
á ýms hljóðfæri; fulltrúar
margra þjóðflokka — Japan,
ísrael, Ukraine, Austria o. s.
frv. og voru það bæði ungl-
ingar og eldra fólk, klætt
þjóðbúningi sínum. Búning-
arnir voru sérstaklega skraut-
legir og dapsar og þjóðsöngv-
ar alveg hrífandi.
Þegar skemmtiskrá var
hálfnuð varð hlé, og Mr. Leo
Klepalski, forseti Canadian
Folk Society kom upp á pall-
inn og tilkynnti að við þetta
tækifæri ætti að heiðra 5 með-
limi félagsins. Einn þeirra var
Mr. L. H. Thorlaksson, sem
eins og fyrr segir, var fyrsti
hann dó árið 1956 og hún
syrgði hann mjög.
Eftir það kom hún vestur
til Wesley Gardens. Þar fór
vel um hana; hún var vinsæl,
glöð í viðmóti og félagslynd.
Næðið notaði hún til að rita
ýmislegt. — T.d. að þýða ís-
lenzkar sögur á ensku — af
þeim átti hún nægilegt safn í
þægilega stóra bók — eins
nokkrar ritgerðir um íslenzkt
efni — og nokkur blæfögur
ljóð. Flest birti hún í The
American-Scandinavian Re-
view.
Glöð og hugrökk kvaddi
hún mig síðast er við hitt-
umst, þrátt fyrir allt sem hún
leið. Þannig mun ég ætíð
minnast hennar, fullviss um
að nýtt verksvið muni blasa
við, og þeir endurfundir sem
hún þráði, birtast henni í
morgunroða nýrrar tilveru.
Vinsamlegast,
Jakobína Johnson,
Seattle, Washington.
3. nóv. 1964.
forseti félagsins í Vancouver;
og var hann nú beðinn að
koma upp á pallinn. Kom
hann fram og við hlið hans
gengu tvær konur, þær Mrs.
Ásthildur Gunnarsson, (mað-
ur hennar Snorri er forseti
,,Strandar“) og var hún klædd
í hinn fallega þjóðbúning ís-
lenzkra kvenna — skautbún-
ingi og við hina hlið Mr.
Thorlaksson gekk Miss Helga
Helgason, Scandinavian feg-
urðardrottningin, klædd upp-
hlut. Mr. Klepalski ávarpaði
Mr. Thorlaksson. Þakkaði
honum mikið og göfugt starf
i þágu Canadian Folk Society
í meira en 20 ár og afhenti
honum um leið skrautritað
ávarp í giltum ramma, þess
Framhald á bls. 8.
Á mánudagskvöldið, 16.
nóvember áttu Mr. og Mrs.
T. R. Thorvaldson, 2 May-
fair Place, Winnipeg, þrjátíu
ára hjúskaparafmæli. í tilefni
þess efndu börn þeirra til
mannfagnaðar á hinu mynd-
arlega heimili Hermanns son-
ar þeirra að Bartlett Ave. þá
um kvöldið. Um fimmtíu
manns, nánustu skyldmenni
og vinir voru þangað komnir,
til að samfagna þeim hjónum
þegar þau komu og kom þetta
mót þeim skemmtilega á ó-
vart.
Elzti sonur þeirra, Thor,
stjórnaði samsætinu lipurlega
og mælti fallega til foreldra
sinna. Eldri dóttir þeirra
Evelyn — Mrs. D. E. M. Allen
söng yndislega nokkra söngva,
þar á meðal lagið sem sungið
var við giftingu foreldra
hennar. Mrs. Ingibjörg Jóns-
son las kvæðið sem hér birt-
ist, sem Sveinn Björnson
læknir orti til þeirra hjóna
fyrir hönd Mrs. Ruby Couch
systir Valda í Vancouver, og
hafði hún sjálf komið saman
skemmtilegri vísu í kveðj-
unni sem hún sendi þeim.
Fjöldi kveðjuskeyta bárust
þeim hjónum frá fjarlægum
vinum, þar á meðal frá syni
þeirra Albert og fjölskyldu
hans í Vancouver; Sigurveigu
systur Lilju og Þorsteini
manni hennar; Thuru, systir
Valda og fjölskyldu hennar
og fl.
Séra Philip M. Pétursson og
Mrs. Ingibjörg Jónsson mæltu
nokkrum hlýjum orðum' til
heiðurgestana og síðan var
söngur, er all flestir tóku þátt
í og átti það vel við því jafn-
an hefur verið mikið um
sönggleði á heimili Lilju og
Valda, eins og vinir þeirra
nefna þau. Lilja er, sem
kunnugt er, gædd ágætri söng-
rödd og hefir óspart veitt
öðrum ánægju með söng sín-
um á samkomum og í heima-
húsum.
iValdi er útskrifaður úr bún-
aðardeild Manitoba háskóla.
Hann var forstjóri um skeið
fyrir Riverton Creamery; síð-
an varð hann sölumaður fyrir
brezka netafélagið, Gundry-
Pymore í mörg ár, en þegar
það lagði niður skrifstofur
sínar í vestur Canada varð
hann sölumaður fyrir Singer
Sewing Machines og fleiri
fyrirtæki. Fyrir nokkrum ár-
um veiktist hann alvarlega af
arthritis, bar hann þann kross
með fágætu þreki og komst
svo til heilsu, að hann gatl
tekið til starfa hjá Heilbrigð-
is- og Velferðarmáladeild
Manitobafylkis. Auk þess hafa
þau hjónin, ásamt með syni
sínum Herman, rekið á síðari
árum, Thorvaldson Nursing
Home að 5 Mayfair, í Winni-
peg og er Lilja Matron við þá
stofnun.
Auk barna þeirra, sem að
ofan eru nefnd voru yngstu
börn þeirra, Ross og Margaret
— Mrs. Bruce Holman við-
stödd. Öll eru þau vel gefin
og myndarleg og öll gift;
barnabörnin eru átta. Ungur
sonur þeirra, Lawrence, dó
fyrir nokkrum árum eftir
langvarandi sjúkdómsstríð.
Þau hjónin hafa átt heima
á mörgum stöðum á þessum
35 árum, eftir því sem störf
heimilisföðurins kröfðust. Það
var og enginn leikur að ala
upp stóran hóp barna á
kreppuárunum. En í blíðu og
stríðu hafa heimili þeirra
ávalt svipmerkst af höfðings-
skap og vináttuhug í garð
samferða sveitarinnar. Til
þeirra hefir ávalt verið gott
að koma, húsmóðurin frábær
í sínu starfi með hljómlistar-
dísina sér við hlið og húsbónd-
inn víðlesinn og fróður um
margt — bæði samtaka í því,
að veita gestum sínum vel. —
Framhald á bls. 8.
Voldi og Lilja
35 ára giflingar afmæli
Þriðjung aldar muna má
Marga kalda daga.
Von er faldar fegri spá
og fé um valda haga.
Þegar sól um sumarmál
Signdi hól og dranga
Aðalból var ást í sál;
Ævi skólaganga.
Er vetur kaldur lék um láð
Svo laust varð tjald og staður
Átti Valdi ótal ráð
Eins og galdramaður.
Lán var nóg á landi og sjó
1 Lilju móðurhöndum
Hugarfró og helgiró
Á hjartans gróðurlöndum.
Því fór vel þeim hjónum hjá
Heil og sæl þau veri!
Pund sitt fela enginn á
Undir mælikeri.
Dr. S. E. Björnson.
Mr. L. Halfdan Thorlaksson
heiðraður