Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 26.11.1964, Qupperneq 6

Lögberg-Heimskringla - 26.11.1964, Qupperneq 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. NÓVEMBER 1964 Ct ■ l ■ ------- . GUÐRÚN FRA LUNDI: Tengdadóttirin Skáldsaga 1 " - .... " „Hvað er að tala um það, hvað sagt er, ef maður hefur góða samvizku og hana hef ég alltaf“, sagði gamli mað- urinn prúðmannlegur á svip og læsti sínu dýrmæta skatt- holi. „En það er nú svona“, hélt Þorgeir áfram, „mig tekur alltaf sárt til vinnulýðsins. Ég sá kjörin, sem fólkið hafði við að búa þarna suður með sjónum. Það stritaði og vann baki brotnu og hafði þó tæp- lega nóg að borða handa sín- um heimilum. En þeir, sem nutu verkanna þeirra, voru ekki snauðir“. „Þeir bera líka heldur hærri útgjöldin. Það geta ekki allir verið jafnir“, sagði Hjálmar. ,.Því er nú verr“, sagði Þor- geir og gekk til dyra á algeru undanhaldi. Og þó er ekkert eins ánægjulegt og vera tals- vert hærri en fjöldinn, hugs- aði hann. Ég vona hún heiíi ekki Jessabel Nokkrum dögum seinna reið séra Sigurður í hlaðið á Hraunhömrum. Hann sat lengi á eintali við hreppstjór- ann fram í stofu. Ekki talaði karlinn neitt um erindi hans, enda ekki spurður að því, en Þorgeir bjóst við, að það hefði eitthvað snúizt um þetta arfamál, eins og hann nefndi það í huga sínum. Nokkrum dögum seinna fær svo hrepp- stjórinn boð um að koma fram að Stað. Þorgeiri var hálfórótt. Hann óttaðist að karlinn ætti erfitt með að játa, að fimm hross og átta kindur væru á hans heimili, sem hann ætti ekkért í og hefði sjáffsagt aldrei verið tíundað. En það voru óþarfar áhyggjur, því að karlinn var langt frá því að vera neitt óánægjulegur á svipinn, þegar hann kom heim um kvöldið. Þorgeir brann í skinninu af forvitni að heyra hvað væri í fréttum. „Þá er hann nú kominn, þessi erfingi Láfa sáluga, sem hún var að blaðra um, kerl- ingin á Borgum, um daginn“, sagði Hjálmar um kvöldið, þegar allir íbúar suðurhúss- ins voru háttaðir. Fyrr mátti ekki færa það í tal. „Jæja“, sagði Þorgeir, „svo að það hefur þá verið satt“. „Já, það ratast oft kjöftug- um satt á munn. Það var eins og mig grunaði Jóhann kunn- ingi á Fellsenda, sem gróf hann upp. Lærði tengdason- urinn er kunnugur þarna fyr- ir vestan. Þeir bjóðast til að sverja, að Ólafur hafi átt hér hross og fé og Hannes á Borgum ætlar að gera það líka, en þeir losna alveg við það — mér datt víst ekki í hug að bera á móti því. En líklega finnst honum hann hafa lítið upp úr öllu því um- stangi. Hann kom fljótlega fram eftir, þegar hann heyrði að þessi maður væri kominn. Það er sonur Steins gamla, því að sjálfur er hann kominn undir græna torfu, karlang- inn. Hann ætlaði að grípa hann glóðvolgan til að fara til sín í vinnumennsku næsta ár og konuna líka, því að hann er giftur. Allt giftist svo sem. Þetta er meinleysisrola eins og Láfi sálugi. En séra Sigurður var búinn að bera það í mál við hann, að sig vantaði vinnumann og hann sagðist vilja fara til hans, svo að hann var víst ekki vel á- nægður, Jóhann karlinn. Hann bjóst við, að hann mundi koma fyrst að Fellsenda, þar sem hann gat gefið honum svona miklar upplýsingar, en presturinn þarna fyrir vestan þekkti séra Sigurð og ráð- lagði honum að fara þangað fyrst. Við Sigurður þurftum báðir að hugsa fyrst og fremst um okkar heimili. Hann verð- ur vinnumaður á Stað, en hana réð ég hingað, því að okkur vantar stúlku í stað Rönku, hvernig sem það kann að lánast. Ég hef alltaf forð- azt að ráða utansveitarfólk á mitt heimili, en ég gerði þetta Jóhanni til ills. Hann hefur líklega ætlað sér að reyna að hafa út úr þeim þessar skepn- ur, sem þau eiga hér, ef ég þekki rétt þann ágirndardólg“. „Nú er þó nærri sjálfum sér höggvið“, hvíslaði sá ó- gerðarlegi púki, sem alltaf bjó í brjósti Þorgeirs, en gott var að þetta hafði gengið svona friðsamlega að fá hann til að afhenda þetta. Vonandi léti hann vettlingsskrattann koma í dagsljósið. En það var eitt- hvað, sem hér lá á bak við, sem karlinn átti ósagt. „Nú líkar mér ekki alls- kostar við þig, Hjálmar minn“, sagði kona hans, „að fara að ráða hingað kvenmann, sem þú veizt engin deili á og það úr öðrum landsfjórðungi. Svo líklega heitir hún einhverju ónafni, sem ómögulegt er að muna, Jessabel eða eitthvað því verra. Svoleiðis eru nöfn- in þárna á Vestfjörðunum“. „Ég spurði hann nú satt að segja ekki að því. Hann heit- ir Jósteinn, manntetrið. Svo er hún með krakka, ekki smá- barn, þá hefði ég látið Jó- hanni hana eftir“, sagði gamli maðurinn hálfhikandi. „Ja, nú gengur fram af mér. Aldrei hefur verið tekinn vandalaus krakki hingað á heimilið, nema hann Keli. Kannske er þetta einhver yf- irgangs og ráðríkisvargur, sem ómögulegt verður að hafa með Hjálmari litla“, vældi Élín gamla. „Þetta gengur víst allt á- gætlega“, sagði Þorgeir. „Ekki þekktu þið mig neitt og ég var úr öðrum landsfjórðungri eins og hún — og hefur þó sambúðin gengið sæmilega. Ef þetta reynist einhver vand- ræðaskjóða, látum við Jóhann hafa hana. Við náum okkur þá í einhverja héðan úr sveit- inni, sem þú verður ánægð- ari með“. „Hann sagði að hún væri víkingur til vinnu, þessi mannskepna“, sagði Hjálmar. „Ekki er nú slæmt að heyra það“, sagði Þorgeir, „því að alltaf sakna ég þess að hafa ekki duglega stúlku við hey- vinnuna“. • „Já, það er gott að vera dug- legur, en samt er nú sagt, að kapp sé bezt með forsjá og sæmilega hefur heyjazt hjá okkur þessi sumur síðan hún féll frá, sem þú saknar. En líklega verðum við að bæta við kaupamanni svo sem þrjár vikur í skarðið hans Láfa, þó að hann færi hægt. Annars fer ég að fá þér þetta allt saman, búið og hreppsstjórn- ina. Það eru allir vel ánægðir með, nema þeir á Fellsenda. Mér þykir reglulega gaman að geta gert þeim gramt í geði með þessu, þeim herjans þrjótum, sem alltaf hafa reynt að sparka í mig leynt og ljóst, síðan hann kom þangað, þessi Jónatan, og reyndar fyrr“. Þorgeir gat ekki sofnað fyrr en undir morgun, svo mjög hreif það hann að hugsa til þeirrar upphefðar, sem hann átti í vændum. Það yrði gaman að sjá svipinn á þeim Fellsendabændúm, þegar þeir kæmu á mannfundina á Stað, þegar hann væri orðinn hreppstjóri. Hann skyldi svei mér láta sjást til sín — alltaf með tvo til reiðar, þessa líka myndarlegu hesta. Enginn bóndi í sveitinni átti jafn- fallega hesta og þá, sem upp- aldir voru á Hraunhömrum. Þá var það tengdamóðir hans, sem vakti hann af þessum á- nægjudraumi, sem var þá alveg að verða veruleiki, með því að segja: „Ég. vona bara, að hún heiti ekki Jessabel. Konu með því nafni gæti ég aldrei liðið á mínu heimili“. „Það heitir engin manneskja þessu bölvuðu ónefni“, anzaði hann hálfönugur. Hvað var kerlingarskepnan að vaka yfir svona löguðum bolla- leggingum? Skárra var það — eins og það væri ekki sama hvað manneskjan héti, ef hún gæti eitthvað hreyft sig við útivinnuna. Þetla er bara fínindisdrós Gömlu hjónin og Gunn- hildur stóðu við stofuglugg- ann, þegar þau riðu í hlaðið, þessi vestfirzku hjón. Þor- geir og piltur frá Stað höfðu sótt þau út í Skerjavík. Þang- að höfðu þau komið með strandferðaskipi. Þarna komu áburðarhestarnir og Þorgeir, svo lítill karlmaður og krakka- angi á hnakkhestinum, sem ætlaður var undir strákinn, því að alltaf var búizt við ódælum strák á heimilið. En þetta leit út fyrir að vera kvenmannsmynd, að minnsta kosti var hún með skýlu. Svo þeysti sú nýja vinnukona í hlaðið — þessi líka ómyndar- legi kvenmaður í sárfínum klæðisreiðfötum. Treyjan var með þrefaldri skrauthnappa- röð út á vinstri boðanginn, en pilsið niður fyrir hné á hestinum. Höfuðfatið var s v a r t u r stráhattur með brúnni, stórri fjöður, hring- vafðri utan um kollinn. Þetta voru reiðföt af konu sóknar- prestsins þeirra hjóna þar vestur frá. Þau höfðu verið orðin of snjáð fyrir hana að láta sjá sig í þeim, en fyrir vinnukonu voru þau álitleg, einkanlega í fjarlægð. Hatt- urinn hafði fylgt svona í kaup- bæti. „Það er þá ekkert annað en fínindisdrós, þessi sem mér hefur áskotnazt“, sagði Hjálm- ar gamli. „Skárri er það pils- slóðinn. Hann er bara væsk- ilsmenni“. Elín leit til dóttur sinnar ekki laus við meðaumkun. „Hvernig lízt þér á, Gunn- hildur mín?“ „Ég veit ekki — það er nú lítið hægt að segja svona við fyrstu sýn“, anzaði hún, en hafði ekki augun af aðkomu- konunni. Þarna var hún komin úr söðlinum án þess að flækjast í þessu dragsíða pilsi og farin að hjálpa krakkanum að koin- ast úr hnakknum. Þorgeir bauð karlmönnunum að setja sig inn og fá kaffibolla, en þeir vildu ekkert eiga við það. Þá fór sá vestfirzki að kveðja konu sína og barn. Þau heyrðu kveðjuorðin inn um hálfopn- ar stofudyrnar: „Vertu sæll, Jói minn! Reyndu nú að láta þér ekki leiðast, þó að þú hafir mig ekki sífellt fyrir augunum. Ég líklega reyni nú að koma mér vel við hann, þennan húsbónda minn, og fá hest til að finna þig svona öðru hvoru“, sagði konan. Svo bætti hún við, þegar hann reið úr hlaði: „Hann er alltaf þessi dauðans óyndispoki, ef ég er ekki til að hressa upp skapsmunina. Og svo þessi fjandans ekki sen hræðsla um mig fyrir hverjum karlmanni, sem ég er samtíða. Ég gæti hugsað mér að honum fynd- ist þú helzt til álitlegur”. „Ja, er það nú orðagjálfur við bráðókunnugan manninn“, sagði Hjálmar gamli við stofugluggann. „Það lítur út fyrir að þau séu orðin vel málkunnug“, sagði kona hans. Gunnhildur fór út í dyrnar og bauð mæðgunum í bæinn. Hún hét hvorki Jessabel né nokkru öðru ónefni, þó að gamla húsmóðirin væri búin að kvíða því lengi, heldur svo algengu nafni sem Halla. Og krakkaanginn, sem þær mæðg- ur höfðu óttazt að yrði ein- hver vandræðavargur, var ákaflega hæggerð, bjarthærð telpa, sem hét Katrín. Allt var þetta svo æskilegt sem það gat verið. Hjálmar litli hafði legið upp í bæjardyra- sundi og horft á gestina og litist strax vel á þessa litlu leiksystur, sem hann var bú- inn að eignast. Mæðgurnar gengu í bæinn, en Þorgeir spretti af hestunum og kall- aði inn í bæjardyrnar á son sinn, en fékk það svar, að hann væri ekki inni. „Ég er hérna uppi á bæn- um“, kallaði drengurinn. Á ég að flytja hrossin?“ Liggur upp á bæ eins og hundarnir, hugsaði Þorgeir. Það ætlaði að ganga seint að þessi drengur lærði að haga sér eins og önnur börn. Lík- lega yrði það ein ánægjan hans eða hitt þó heldur, að hann yrði eins og einhver ráfa. „Það hefði nú verið á- nægjulegra fyrir þig að standa hérna á hlaðinu, þegar gest- irnir komu heldur en vera á gægjum upp á bæ“, sagði faðir hans, þegar drengur- inn kom lötrandi með hendur í vösum utan fyrir bæinn. „Ég sá þá samt“, sagði Hjálmar og hoppaði á bak stjörnótta klárnum, sem litla stúlkan hafði setið á. Þorgeir rétti honum taumana á hin- um hestunum og hann reið úr hlaði. Þorgeir fór inn í búrið. Þar sat nýja vinnuko'nan við mat- borðið og hámaði í sig mat- inn, en gömlu hjónin og Gunn- hildur stóðu og sátu þar inni og horfðu á hana eins og eitt- hvert furðuverk. Konan var lagleg, há og grönn, kvik í hreyfingum og björt á hör- und. Gunnhildur fann til ein- hverra ónota fyrir hjartanu, sem hún hafði ekki þekkt áður. Þau ágerðust, þegar maður hennar settist bros- leitur við borðið og spurði, hvernig þær hefðu það eftir ferðalagið. „Bærilega gæti ég hugsað mér“, svaraði konan, „þetta var nú svo sem engin vand- ræðaskepna, sem þú settir undir mig, sjálfsagt reiðhest- urinn konunnar. Og svo þess- ar myndarlegu góðgerðir, sem bíða okkar, þegar hingað er komið. Mig undrar ekki, þó að þú lítir sæmilega út, ef hún gefur þér annað eins hnossgæti daglega“. „Auðvitað gerir hún það“, sagði Þorgeir hreykinn, „það er engin búsvelta á Hraun- hömrum“. „Já, skárra er það. Skyldi okkur Kötu litlu bregða við bölvaðan sultin í Gröf. Bara að hann Jósteinn yrði eins lánsamur. Hann er nú bara ekki í fullum mætti, maður- inn“. „Það er engin hætta á því að honum falli ekki vel á Stað. Þetta er afbragðs heim- ili“, sagði Þorgeir.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.