Lögberg-Heimskringla - 23.09.1965, Side 1
Högberg; - $eímsímngla
Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886
79. ÁRGANGUR ' WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1965 NÚMER 36
Frægur Hockey leikari látinn
Robert John Benson, einn
af meðlimum íslenzka Falcon
Hockey liðsins, sem vann
heimsfrægð þegar það sigraði
í Olympíuleikjunum 1920,
lézt á Deer Lodge spítalanum
í Winnipeg 7. des. 1965, 71 árs
að aldri. Hann var fæddur í
Davidson, Sask. 1894. Foreldr-
ar hans voru Benedikt Jó-
hannesson frá Naustavík í
Köldukinn í Þingeyjarsýslu
og Rósa Guðmundsdóttir
kona hans, ættuð frá Vatna-
koti í Eyjarfjarðarsýslu. —
Robert flutti með foreldrum
sínum til Winnipeg barn að
aldri og átti þar heima í 68
ár. Hann þjónaði í Canadiska
hernum í fyrri heimstyrjöld-
inni, en að stríðinu loknu tók
hann að leika á ný með
Falcon liðinu með þeim
árangri er fyrr segir.
Eftir að Falcon liðið leystist
upp eftir sinn fræga sigur
tóku hann og aðrir úr Falcon
liðinu að leika atvinnu
Hockey fyrir ýmsa Hockey
klúbba í Canada og Banda-
ríkjunum og síðan þjálfaði
hann unga Hockey leikara og
naut hins bezta orðstírs hvar
vetna. — Annarsstaðar í blað-
inu eru endurprentaðir kaflar
úr frásögnum um Hockey
feril hans, er birtist í dagblöð-
um Winnipegborgar að hon-
um látnum. (Sjá bls. 5).
Robert John Benson og
félagar hans í Falcon liðinu
vörpuðu ljóma á íslenzka
þjóðarbrotið með afrekum
sínum.
Hann lifa kona hans, Jean
Benson, einn sonur Lorne R.
Benson, Winnipeg; ein dóttir,
Mrs. C. F. Goldhawk
(Loverna), þrjú bamabörn,
tveir bræður, Harvey í Win-
nipeg, sem einnig var í Falcon
liðinnu og Connie í Chicago,
ein systir, Mrs. Chris Thomp-
son í Walhalla, N.D.
Útförin var gerð frá Bardals
útfarastofunni.
mundsdóttir frá Siglufirði —
þegar hún söng einsöngva er
íslendingafélagið þar hélt
upp á 25 ára amælið.
* * *
Margar blaðagreinar, með
myndum, hafa aukið hróður
ungs manns af íslenzkum
ættum, í höggmyndalistinni,
hér í haust. Heitir hann
Donald Schule, dóttursonur
Séra Guttorms heitins Gult-
ormssonar, lengi prestur í
Minneota, og Rannveigar
konu hans Gísladóttur Egils-
sonar.
Donald er rúmlega 26 ára,
sonur Merles heitins Schule
og Fjólu konu hans, dóttur
prestshjónanna er áttu heima
í Minneota lengst af; er Fjóla
systir Ragnars Guttormsson-
ar, eiganda og útgefanda
Minneota Mascot og Séra
S t e f á n s Guttormssonar,
lúthersks prests í LaCrosse,
Wisconsin.
Þeir sem kunnugir voru
námshæfileikum og lista-
mannaeðli Donalds við nám
hans á Minnesota háskólan-
um voru ekkert hissa á við-
urkenningu þeirri sem hann
hefur nýlega fengið. Hæfi-
leikar hans sem myndhöggv-
ari urðu kunnir um allt Min-
nesota-ríki og víðar, þegar
blöð, útvörp og sjónvarps-
stöðvar lýstu brjóstmyndum
sem hann gerði úr einkenni-
legasta efni — úr smjöri. —
Hann var ráðinn til þess að
höggva myndir af átta yngis-
meyjum víðsvegar að úr
Minnesota, er kepptu um
verðlauna-útnefninguna sem
„Princess Kay of the Milky
Way“, og gerði hann það —
í kældum sal, stórum — á
meðan að hundraðir manna
horfðu á, hissa bæði á efninu
og snildarmeðferð hins unga
listamanns. Listhneigð hans í
meðferð á þekktari efnum
hefur vakið vaxandi eftirtekt,
og er honum spáð frægð og
frama sem myndhöggvara.
* * *
Þann 15. september byrjaði
Valdimar Krislján Jónsson
starf sitt sem fyrirlesari í
véla- og rafmagnsverkfræði á
University of London í Eng-
landi. Þessi ungi Vestfirðiag-
ur, rétt þrítugur, fékk doktors
gráðu í sinni grein við Min-
nesota háskólann í ágúst sem
leið. Hann var hátt upp í
fjögur ár við framhaldsnám
hér eftir að hafa lokið véla-
verkfræðingspróf í Kaup-
mannahöfn, og hlaut Ful-
bright styrkinn frá íslandi.
Valdimar og fjölskyldan,
Guðrún Sigmundsdóttir kona
Framhald á bls. 3.
Fréttir frá Minneapolis
Formaður félags bæði í
Bandaríkjunum og Canada
MINNEAPOLIS, Minnesota.
— Blöð hér hafa nýlega sagt
frá því að Peter S. (Pétur
Sigurður) Jökull, 3555 44th
Ave. So., hafi verið kosinn
formaður North American
Gasoline Tax Conference á
alsherjarfundi þess í Denver,
Colorado. — Pétur hefur ver-
ið embættismaður í skatta-
deild Minnesota-ríkis síðan
1934, og tók við núverandi
starfi sínu sem yfirmað-
ur bensínskatta-deildarinnar
haustið 1959. Félagið sem
hann veitir forstöðu innifelur
alla sem gegna svipuðu
embætti um öll Bandaríkin
og í öllum fylkjum Canada
um leið („motor fuel tax
administrators.“) — Fulltrúar
þeirra fyrirtækja sem selja
brennsluefnið eru aðstoðar-
meðlimir félagsins líka.
Pétur var í fyrra kosinn
f o r s e t i félagsins meðal
embættisbræðra sinna í mið-
vestur ríkjum Bandaríkjanna.
Verður hann nú á næsta ári
að sækja fundi fimm félaga
sem tilheyra alsherjar-sam-
tökunum, auk þess að stjórna
aðalfundi í Philadelphíu í
september 1966.
Pétur er fæddur í Minneota,
sonur Péturs trésmiðar Pét-
urssonar Jökuls frá Hákonar-
stöðum á Jökuldal og Sigur-
borgar konu hans Hallgríms-
dóttur frá Vakurstöðum í
Vopnafirði. Var hann við
bankastjórastarf í Minneota,
bæjarskrifari þar, og í öðrum
trúnaðarstörfum, áður en
hann flutti til Minneapolis
snemma á árinu 1934.
* * *
Vitneskja um það að íslend-
ingum sé alvara að leggja út
í sjónvarps-stofnun er komin
hingað, þar sem einn starfs-
maður ríkisútvarpsins er í
Minneapolis og St. Paul, til
þess að kynnast starfinu. Er
það hann Séra Emil Björns-
son, prestur Óháða Fríkirkju-
safnaðarins, sem lengi hefur
starfað á Fréttastofu útvarps-
ins. Hann verður alls í rúm-
an mánuð hjá sjónvarpsstöð-
inni KSTP-TV, og hefur hann
verið skipaður yfirmaður
fréttaþjónustunnar við Is-
lenzka sjónvarpið, þegar byrj-
að verður á þeirri nýjung í
Reykjavík.
Séra Emil er Sunnmýling-
ur, fæddur í Breiðdalnum, og
var kona hans í New York í
sumar — Frú Álfheiður Guð-
Frá Vancouyer, B.C
„Svífur að hausti
og svalviðrið gnýr,
Svanurinn þagnar
og heiðlóan flýr.“
Þannig kvað skáldið forð-
um, og hér í Vancouver eru
laufin í skóginum að skipta
um lit, og meðfram Fraser
ánni, sem rennur skammt hér
frá, glampar á þau, gul og
rauð innan um grænu furu
tréin — já, það svífur að
hausti! Sumarið var gott, sól-
ríkt og veður blíða.
Ferðin til Maniioba
Þegar ég nú lít til baka, þá
finn ég sem fyrr, hvað ég hef
mikið að þakka — Guði og
góðum mönnum. Vil ég þá
fyrst nefna að ég ferðaðist til
Manitoba — til Winnipeg og
Argyle, þar sem ég átti svo
lengi heima. Ég fór frá Van-
couver 15. júní, og kom aftur
heim 15. júlí, fór með C.P.A.
Jet báðar leiðir, rúmlega 2
kl. tíma hvora leið, alveg
dásamlegt. Bróðir minn Erle
Helgason og Sigrún kona
hans, tóku á móti mér á flug-
vellinum í Winnipeg, og
næsta dag keyrðum við svo
vestur til Argyle, í bíl, og
þó að vegurin sé ágætur, þá
tók það nær því eins lengi
eins og frá Vancouver til
Winnipeg!
í Glenboro keyrðum við í
hlað hjá Ingólfi (bróður) og
þá var Indlaug kona hans
ekki lengi að koma með kaffi
og brauð á borð. En nú mátti
ekki lengi tefja og héldum
við áfram suður í byggð, heim
að stein húsinu, þangað sem
við systkinni köllum „heim."
Þar býr yngsti bróðir okkar,
Kristján Helgason og Veiga
kona hans, og tóku þau okk-
ur opnum örmum. Þar voru
fleiri komnir til að gjöra gleði
okkar fullkomna, en það voru
hinir 2 bræður okkar, Helgi
frá D’arcy, Sask. og Fred frá
Edmonton, Alberta, sem
höfðu komið kvöldið áður bíl-
leiðis. Varð nú mikill fagnað-
ar fundur er við systkinin 6
vorum þar saman komin. —
Þannig stóð á, að þennan dag,
16. júní að þau Indlaug og
Ingólfur Helgason áttu 40 ára
giftingar afmæli, og daginn
eftir 17. júní, átti Ingólfur
sjötugs afmæli. Fannst okkur
því sjálfsagt að koma saman,
og sátum svo tveggja daga
veizlu. Margt var nú spjallað
og rifjað upp frá liðnum dög-
um. Ræður voru fáar, og
stuttar, enn talsvert sungið
og flest á íslenzku. Þá mundi
ég eftir vísu sem hann Brynj-
ólfur heitinn Þorláksson
kenndi okkur, og lét okkur
syngja, þegar hann æfði kór-
söng í Argyle fyrir einum 30
árum síðan. — Vísan er svona:
„í heiðardalnum
er heimbyggð mín, þar
hef ég lifað glaðar stundir.
Og hvergi var sólin
heitar skín,
enn hamrabeltunum undir:
Og fólkið þar er svo
frjálst og hraust,
Og falslaus vinmál þess
og ástin traust:
Já, þar er glatt,
það segji ég satt,
og sælt að eiga þar heima.“
Vissulega var sælt að eiga
heima í Argyle — en nú getur
þessi vísa líka átt við í
Vancouver, þar sem að sólin
skín „hamra beltunum undir“.
Síðan kvöddu þeir Helgi og
Fred og fóru heim til sín, en
ég hélt áfram að férðast um
byggðina, og heilsa upp á
frændur og vini á hverjum
bæ. — Einn daginn keyrðu
bræður mínir og konur þeirra
með mér til Cavalier, þar sem
við svo heimsóttum Dr. N. M.
Helgason, bróðurson okkar, þá
komu líka nokkrir vinir og
skyldfólk frá Milton og
Mountain, og komum við
saman í Cavalier Park, og sát-
um þar við borð, og drukk-
um kaffi og borðuðum pönnu-
kökur og allslags góðan mat,
sem þau höfðu með sér. Mikið
var þetta gaman, en stundin
leið bara of fljótt — en
minningarnar lifa.
Eftir 3 vikur fór ég til
Winnipeg, og fylgdu þau
Chris og Veiga mér úr hlaði.
Var ég svo hjá Erle og Sig-
rúnu seinustu vikuna, og
heimsótti, og heilsaði upp á
marga góða vini — og einn
daginn keyrðum við til Gimli,
þar sem ég heilsaði upp á
fólk á Betel, og fleirl.
15. júlí — og heim aftur til
Vancouver — þar sem að
sonur minn George tók á móti
mér, og fylgdi mér heim í
„Höfn“, og nú sendi ég mínum
góðu bræðrum, konum þeirra,
börnum og öllum góðum vin-
um, hjartkæra kveðju og
innilegt þakklæti fyrir alla
vinsemd í orði og í verki, nú
og ávalt.
Félagslíf
Hér í Vancouver er nú að
lifna við eftir sumarhvíldina.
H á t í ð 1 e g guðsþjónusta í
Lutheran Church of Christ,
— kirkjunni íslenzku — 12.
Framhald á bls. 5.