Lögberg-Heimskringla - 23.09.1965, Page 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1965
t 1- ' -
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
Tengdadóttirin j
Skáldsaga
' ■— r..= , ....-=&>
„Ég hef víst aldrei ætlað
mér að líta eftir þeim. Þetta
eru svo sem engir óvitar. Ég
skil ekkert í þér að láta svona,
Þorgeir minn“, svaraði Gunn-
hildur.
„Ég hélt, að það myndi nú
halcla aftur af stelpunni að ég
bauð henni ekki hest, en hann
hefur þá ekki talið eftir sér
að setja þann Jarpa undir
hana. Það er svo sem auðséð,
að hverju stefnir“, þusaði
hann. „Lánaði Valgerður
henni söðulinn eða hvað?“
„Já, hún er nú ekki vön að
neita manni um hann, aum-
ingja stráið“, sagði hún.
„En Sigga skinnið?“
„Hún vill nú helzt ríða í
hnakk og fékk hnakkinn hans
Gvendar“.
„Bað hún þá aldrei um söð-
ulinn?“
„Ekki býst ég við því“.
„Þið eruð hver annarri lík-
ar með bölvaða vitleysuna“,
sagði hann fokvondur. „Það
getur hver sem er farið í
kringum ykkur. Þau hefðu
ekki farið í heiðina saman,
hefði ég verið heima“.
„Hvernig er hægt að koma
í veg fyrir það?“ sagði Gunn-
hildur.
Þá kom Guðbjörg gamla
frarrí úr búrinu og færði sig
út í bæjardyrnar og heilsaði
syni sínum með kossi. „Eitt-
hvað ert þú óánægður, vinur
minn, þegar þú kemur heim“,
andvarpaði hún. „Það er
meiri óánægjan, sem hér er
sífellt á þessu heimili nú orð-
ið“.
„Það er víst engin furða,
þegar allt er gert manni til
skapraunar", sagði hann.
„Ójá, það er ekki vel ákjós-
anlegt, þegar börnin gera
svona alvarlgea uppreisn
gegn foreldrunum“, sagði
Guðbjörg og stundi mæðu-
lega.
„Hvað ertu eiginlega að
tala um, Guðbjörg mín?“
spurði Gunnhildur. „Ég veit
ekki til, að slíkt eigi sér stað
hér á heimilinu, sem betur
fer“.
„Eitthvað er það ekki sem
viðkunnanlegast, þykist ég
sjá. Hann ætlar líklega að
verða fullerfiður, þessi eini
sonur“, sagði gamla konan
spekingslega.
„Hættu þessu bölvuðu rausi,
mamma, um, það, sem þú
skilur ekkert í“, sagði Þor-
geir og ruddist inn hjá þeim
og settist við búrborðið. —
Gunnhildur seig á eftir hon-
um og setti mat fyrir hann,
en talaði ekkert. Það þekkti
hún af gamalli reynslu að var
happadrýgst. — Svo fór hún
burtu og skildi hann eftir
einan. Hanrt tók hraustlega til
matar síns og svipurinn
mýktist.
Guðbjörg gamla flökti til
og frá um bæinn, en hafnaði
þó seinast í búrinu hjá syni
sínum.
„Hefur einhver verið á ferð
hér í dag?“ spurði Þorgeir,
sem‘ nú var runnin reiðin.
„Já, ójá, Inga á Fellsenda
kom hingað. Hún er orðin
sjálfsagður gestur á hverjum
sunnudegi. Svo kom Helgi í
Gröf. Hann ætlaði víst eitt-
hvað að finna þig“.
„Nú, hún er hælavökur
hingað, þessi Fellsendastelpa.
Það er þó gott að Hjálmar
lítur ekki við henni, þessum
gapa“.
„Hún var að tala um, að
faðir sinn yrði bráðum fimm-
tugur. Sjálfsagt á þá að halda
annað hóf og bjóða okkur í
það“, sagði, hún, en svo bætti
hún við hálfhikandi: „Annars
var hún alltaf að tala um
Ástu, grafast eftir því, á
hvaða hesti hún hefði riðið og
hvort Hjálmar hefði farið
eitthvað fram á bæi. Þær
voru nú víst heldur sagnafá-
ar við hana, Gunnhildur og
Valka, og ég þóttist þá jafn-
áfvís“.
„Mér þykir líklegt að þú
sért ekki að fræða nágrann-
ana á því, sem gerist hér á
heimilinu“, sagði hann.
Þegar hann hafði matazt og
hresst sig á kaffi á eftir,
spurði hann eftir konu sinni.
Um hana vissi enginn. — Þá
gekk hann inn í suðurhúsið,
tók stóru lyklakippuna und-
an sængurfötunum í rúmi
konu sinnar og móður og fór
fram í stofuna. Nýrri hugsun
hafði skotið upp í heila hans.
Það var vandalítið fyrir konu
hans og son að gramsa í skatt-
holinu, þar sem hún hafði
lyklavöldin. Hann aðgætti
vandlega innihald skatthols-
ins, en þar var allt í röð og
reglu eins og vanalega. Hann
bað samt móður sína að
geyma lyklana niðri í læstri
kommóðu, sem hún, átti sjálf,
en kunni þó hálfilla við að
hrekja lyklana úr þessu
mjúka hreiðri, sem þeir höfðu
alltaf legið í. Það var heldur
ekki laust við, að hajnn
skammaðist sín fyrir að tor-
tryggj3 sina vönduðu eigin-
konu og hugsaði um það,
hvernig tengdaföður hans
myndi hafa líkað þessar til-
tektir hans. En móðir hans
var hreykin yfir því trausti,
sem henni var sýnt með þessu.
ÁSTU SAGT I BURTU
Það var talað heldur fátt
næstu daga á engjunum. Þor-
geir hafði orðið að gera sér
það að góðu að hátta, áður en
þau skötuhjúin komu heim úr
heiðarferðinni. En ekki þurfti
að átelja þau fyrir það að
j komast seinna að verki en
! vanalega. En eftri því sem
sætunum fjölgaði í breiðun-
um, léttist svipur húsbóndans
og talfærin liðkuðust. Það var
líka ákjósanleg heyskapartíð
og grasspretta sæmileg, þó að
út yfir tæki, þegar farið var
að slá bakkana, sem vatninu
hafði verið veitt á. Þar var
nú kafgras, sem áður hafði
verið harðvellisberjur, sem
ekki hafði verið hægt að slá
nema annað og þriðja hvert
ár og eftirtekjan orðið sára-
lítil. Allt var þetta Hjálmari
að þakka.
Þorgeir var því í óvenju
góðu skapi á sunnudaginn
næstan fyrir réttir, því að
kvöldið áður hafði allt bakka-
heyið verið flutt heim og nú
færi að líða að sláttarlokum.
Hann kom inn í suðurhúsið
með blaðsnepil í hendinni og
vonaðist eftir að Hjálmar
væri inni hjá móður sinni, en
hún sat þar ein yfir plöggum,
sem hún var að líta eftir.
„Hvar er Hjálmar?“ spurði
hann. „Ég ætlaði að sýna hon-
um þessar tölur, það er hesta-
talan af bökkunum — dálítill
munur eða það, sem hefur
verið hægt að skafa upp úr
þeim undanfarið“.
„Já, heldurðu að það sé
nokkur munur“, sagði hún
brosandi. „En hann er sjálf-
sagt frammi“, bætti hún við
og tók til við það, sem hún
var að vinna.
„Nei, hann er þar ekki og
ég sé hann hvergi úti við“,
sagði hann og snéri til dyra.
Sigga var í baðstofunni, en
snérist eitthvað á gólfinu, svo
að húsbóndinn rak sig hálf-
vegis á hana. „Nú, geturðu
ekki verið einhvers staðar
annars staðar en þar, sem ég
þarf að ganga?“ sagði hann
hálfönugur. „Veiztu nokkuð,
hvar Hjálmar muni vera?“
„Það er ólíklegt. Ekki á ég
að vakta hann“, svaraði hún.
„En ég veit það bara, að hann
er varla dauður eins og Abel
skinnið“.
Þorgeir sletti í góm: „Það
er aldrei að þú þykist biblíu-
fróð“.
„Ég man þetta, þó að ég
vitlaus sé, og ekki er ómögu-
legt að ég viti líka, hvar hann
er niðurkominn, sem spurt
var eftir“, svaraði hún á leið
fram göngin.
„Segðu það þá“, sagði hann.
„Til þess er ég ekki skyld-
ug“, sagði sú svörula vinnu-
kona. „Hann kemur líklega í
leitirnar, þegar hans tími er
kominn“.
„Veiztu þá, hvar Ásta er?“
spurði hann.
Hún svaraði utan við bæj-
ardyrnar: „Nei, um hana veit
ég ekkert, en vel gæti ég trú-
að því, að ekki væri langt á
milli þeirra — hans og henn-
ar“.
Þorgeir snaraðist út á eftir
henni, en hún var hvergi sjá-
anleg. Hann kallaði á hana,
en hún anzaði ekki. Það leit
út fyrir, að jörðin hefði
gleypt hana eða hún hefði
gengið inn í heila veggi. —
Hann leit inn í stofuna í ann-
að sinn. Þar var enginn. —
Það fór að síga í skapið. Loks
skálmaði hann upp að hömr-
unum. Sigga stóð við búr-
gluggann og horfði á eftir
honum. „Þar er hann kominn
á sporið“, sagði hún við Völku.
„Það var svona rétt að ég
gat smogið upp í bæjarsund-
ið, áður en hann kreisti mig
til sagna. Ég er blóðhrædd
um að þetta endi með skelf-
ingu. Karlinn hefur nú samt
verið þó nokkuð góður til
skapsmunanna í seinni tíð“.
„Það kviknar nú í honum í
dag, það er ég viss um. Mig
dreymdi svoleiðis í nótt“,
sagði Valka.
„Ég vildi óska, að ég fengi
að heyra það, ef þeir rífast.
Það er það skemmtilegast,
sem til er“, sagði Sigga.
„Þú ert mikið flón, Sigga
mín, þó held ég að þú látir
verr en þú sjálf álítur“, sagði
Valka.
Þorgeir snérist innan um
hamrana hátt og lágt nokkra
stund. Alls staðar komu í ljós
nýjar sprungur og fylgsni,
stallar og skútar, sem hann
hafði aldrei þekkt áður, enda
hafði hann haft annað að gera
en að þvælast innan um þá,
þessa bölvaða hamra. Þeir
voru áreiðanlega eitt af því,
sem óteljandi var á íslandi,
afkimamir í þeim. Loks þraut
hann þolinmæðina. Hann
kallaði eins og hann hafði
róm til: „Hjálmar, ef þú kem-
ur ekki fram úr fylgsni þínu,
skal ég sprengja þessa djöf-
uls ögn fyrir ögn!“ Hamrarn-
ir sendu honum hróp hans
aftur í gjallandi rómi. Annað
hafði hann ekki upp úr því.
Hann kallaði aftur og svo í
þriðja sinn. Þá stóð sonur
hans allt í einu rétt hjá hon-
um eins og hann hefði gengið
út úr berginu og spurði hann
ósköp rólega, hvort hann
hefði verið að kalla á sig. —
Þetta var þá ekki ólíkt Gunn-
hildi og gat gert hvem mann
vitlausan, sem ekki var sama
heimóttin og þau.
Háskólakennarinn: „Fyrir-
gefið þér ungfrú, að ég heils-
aði yður; þér eruð svo lík
henni systur minni, að ég hélt
endilega að það væri hún.“
Ungfrúin: „En Björn! Ég
sem er systir þín!“
Háskólakennarinn: „Nú —
mig skal þá ekki furða, þó að
ég villtist á ykkur.“
* * *
Hið eina jákvæða við, að
hlusta á mann tala um sjálf-
an sig, er, að þá heyrir maður
ekkert nema lof og hrós!
*
!
ff/
I
Matreiðið uppáhalds fiskrétt
yðar eftir þessari bók
*
4
T
3
' ■=
U 0
Yfir 50 myndir. "Canadian Fish
Cookbook" skýrir frá ágætum
matreiðsluaðferðum fyrir hinar
mörgu tegundir fisks í Kanada.
Uppskriftirnar eru fyrir Ijúf-
fenga, lystuga og ódýra rétti.
Matreiðslubókin fæst á ensku
og frönsku eingöngu.
Skrifið eftir eintaki í dag. Sendið
$1.25 ásamt nafni yðar og
heimilisfangi til: The Queen’s
Printer, Ottawa.
"NATIONAL FISH 'N'
SEAFOOD MONTH —
OCTOBER, 1965"
DEPARTMENT OF FISHERIES
Ottawa, Canada
ð
§
f
&
t
*
i
i
Hon. H. J. Robichaud, M. P„ Minister
Dr. A. W. H. Needler, Deputy Minister
f: