Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1966 Lögberg-Heímskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Busines* Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON Board of Directors' Executive Committee President, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Philip M. Petursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudlaug Johannesson, Bogi Bjarnason. Los Angeles: Skuli G. Bjarnason. Minncapolis: Hon. Valdimar Bjorn- son. Grond Forks: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thorlacius, Steindor Stein- dorsson, Rev. Robert Jack. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottawa, and for payment of Postage in cash. Ræða SIGURÐAR LÍNDALS hæslarétlarritara 1. des.: Varðveizla þjóðernis Ein athyglisverðasta ræða, er við höfum lesið í blöðum frá íslandi, er ræða sú er Sigurður Líndal hæslaréllarritari flutti á þjóðfrelsishálíð slúdenta í háskóla íslands 1. desem- ber 1965, enda var hún birt í fleslum ef ekki öllum dag- blöðum Reykjavíkurborgar. Ræða þessi slær á viðkvæma strengi; hún lætur kunnug- lega í eyrum okkar Veslur-íslendinga. Síðan við komum hingað fyrir rúmum 90 árum höfum við óttast um afdrif þjóðernis okkar og tungu og höfum reynt á ýmissan hált að varna því að týnasl í þjóðahafinu hér vestra. Ræður sams- konar þessari hafa verið flutlar í þúsunda lali á þessum árum — á íslendingadögunum og öðrum samkomum V.-ís- lendinga, skáld okkar hafa brýnt fyrir okkur í máltugum ljóðum að varðveita íslenzka þjóðararfinn. íslenzk blöð og límaril hafa verið gefin út í þeim lilgangi að varðveita íslenzkt þjóðerni; þjóðræknisfélag var stofnað og háskóla- stóll í íslenzkum fræðum, svo fátt sé nefnt. En okkur kemur á óvænt, að þjóðræknisbarállu verði nú að heyja á íslandi sjálfu — ættlandi okkar. Við leyfum okkur að birta ræðu Sigurðar Líndals í Lögbergi-Heimskringlu — fyrri hlula hennar þessa viku. - I. J. * * * ÞJÓÐERNI ÍSLENDINGA er grundvöllur sjálfstæðrar til- veru þeirra og því undirstaða atburðar, sem í dag er minnzt er þessi sjálfstæða tilvera þeirra var lögformlega viður- kennd fyrir 47 árum. Ef íslendingar vilja halda þá braut, sem mörkuð var 1. desember 1918, hlýtur hann öðrum dögum fremur að vera dagur íslenzks þjóðernis, og telst það góðs viti, að stúd- entar láti sig nú þetta mál varða öllum öðrum málefnum fremur. Hvað er þjóðerni? Ekki er mér kunnugt um, að til sé algild skilgreining á orðinu þjóð eða þjóðerni, og má ekki líta á það, sem hér mun sagt verða sem neina tilraun til slíkrar skilgrein- ingar, heldur einungis við- leitni til að varpa örlitlu ljósi yfir þessi hugtök. Meðal fólks, sem lifir í lang- varandi lífssamfélagi, verður margvísleg blóðblöndun. — Skyldleikasambönd þau, sem af stofnast, verða mikilvæg fyrir andleg sameinkenni þessa fólks. Verður það einnig fyrir margháttuðum áhrifum frá landslagi, loftslagi og náttúruauðlindum þeim, sem á landssvæðinu eru. Hafa þessar aðstæður allar m.a. áhrif á atvinnuhætti og hvers konar lífsvenjur. Verður þannig til meðal fólks þessa meiri og minni samsvörunaf hugsunarháttur og verðmæta mats. Þetta fólk eignast sameiginlegar sið- venjur og erfðir, sameiginlega sögu — það fær á sig sameig- inlega eðlisþætti og verður að einni sjálfstæðri heild — einni þjóð. Þjóðerni er þannig þau and- legu sameinkenni — það and- lega samfélag, sem til verður við þær aðstæður, sem nú var lýst. Þjóðernisvitund vaknar, þegar þjóð hefur fengið til- finningu fyrir verðmæti eigin þjóðernis. Hún styrkist, þegar þjóðin hefur eignazt slíka arf- leifð í list, bókmenntum og vísindum að hana megi telja til menningarþjóða. — Þó að ein tungu sé engan veginn skilyrði þess, að um þjóð eða þjóðerni sé að ræða, þá er þó lungan mjög mikil- vægur þáilur þjóðernisins, einkum þar sem svo hagar iil að þjóðarsamfélagið er jafn- framt mál—samfélag. Því er það ofureðlilegi, að varðveizla þjóðernis beinisl einkum að verndun lungu, bókmennla og annarra þáiia menningarinnar, sem við mál- ið eru lengdir — að verndun mál-menningarinnar, ef svo má komast að orði. Tungan er forðabúr þess, sem þjóðin heíur eignazi af reynslu og hugsun. Tungan er því einn mikilvægasti þáilur menning- ar hverrar þjóðar. Loks ber að hafa í huga, að þjóðerni fær því aðeins notið sín, að samfelld landfræðileg heild myndi kjarnann í þessu samfélagi, það sé skipulagt j sem þjóðleg heild og borið uppi af vilja til félagsskapar í framtíðinni. Vilja íslendingar varðveiia þjóðerni siii? Tímabært má nú teljast að varpa fram þeirri spurningu, hvert sé tilefni þess, að tekin er til umræðu varðveizla ís- lenzks þjóðernis og þjóð- menningar. Þessi spurning virðist þeim mun eðlilegri, þegar haft er í huga, að í öllum opinberum umræðum á íslandi, einkum ræðum forystumanna virðist gengið að því vísu, að varð- veizla þjóðernis og þjóðmenn- ingar sé sjálfsagðari hlutur og heilagra málefni en svo, að þar þurfi umræðu við. í annan stað hefur það margsinnis verið fullyrt af ábyrgum leiðtogum þjóðar- innar, að íslenzkt þjóðerni og menning standi nú mjög traustum fótum, ef til vill traustari fótum en nokkru sinni fyrr, og sé því sízt ástæða til að bera ugg í brjósti út af framtíð hennar. Þessar fullyrðingar hafa aldrei verið rökstuddnr og því virðist ástæða til aö hreyfa því, hvort ekki sé tímabært að kanna það á hlutlægan hátt, hver séu raúnverulega viðhorf almenningi á íslandi til þjóðernis síns! og þjóð- menningar. — Tvennt þyrfti þar könnunar við, -t— hvort Is- lendingar vilji raunverulega varðveita þjóðerni sitt og þjóðmenningu og — ef svar þeirrar spurningar er jákvætt — þá hvers vegna. — Mér vitanlega hefur epgin slík könnun farið fram og er því skynsamlegt að stilla fullyrð- ingum í hóf. Gaum megum við Islend- ingar að því gefa, að á Norð- urlöndum hafa margir menn- ingarfrömuðir og þjóðarleið- togar þungar áhyggjur vegna sívaxandi tómlætis þarlends fólks fyrir þjóðerni sínu og þjóðmenningu og þykjast ýmsir sjá fyrir endalok nor- rænnar menningar þar í lönd- um eftir fáar kynslóðir, og þá einkum vegna ásóknar engilsaxneskar menningar. Þegar haft er í huga, að ís- lenzk menning er borin uppi af hópi manna, sem er um það bil 1/20—1/40 hluti af þeim hópi, sem ber uppi menningu hinna norðurlanda- þjóðanna hverrar um sig, virðist ekki síður ástæða fyrir Islendinga að gefa því gaum, hverjar séu framtíðarhorfur íslenzks þjóðernis og þjóð- menningar. Sú spurning hlýt- ur að liggja nærri, hvort tóm- lætis um þjóðerni kunni ekki að gæta á Islandi, — hvort ekki sé huganlegt, að til sé hópur Islendinga og hann ef til vill ekki ýkja fámennur, sem telur varðveizlu þjóðern- is og þjóðmenningar og þá einkum varðveizlu íslenzkrar tungu litlu eða engu máli skipta, — jafnvel heldur til trafala í sívaxandi samskipt- um við aðrar þjóðir. Aðstöðumunur menningar smáþjóðar gagnvari menningu stórþjóða. Nauðsynlegt er til að öðlast viðhlítandi skilningi á mál- efni þessu að hafa í huga þann mikla aðstöðumun, sem hlýtur að vera milli menning- ar stórþjóðar og smáþjóðar. Ef dæmi er tekið af menn- ingu stórþjóðar eins og til dæmis Bandaríkjanna, er al- kunnugt, að hún er borin uppi af miklu fjölmenni og miklum auði. Af því leiðir m.a., að hún er mjög fjöl- breytt og alhliða. Hún nær til flestra sviða mannlegra viðfangsefna. Um hitt er þó ekki síður vert, að hún er studd öllum öflugustu fjöl- miðlunartækjum nútímans og hvers konar þrauthugsaðri auglýsingatækni.Þessvegna er hún til í öllu formi bæði því, sem hentar hinum þroskaðri og vandlátari og einnig — ekki síður í hinu einfalda og ópersónulega formi múg- menningarinnar. Hún getur því náð til allra. Það samfélag, sem hana ber uppi, hefur því margt að bjóða, fjölbreyttari kost til menntunar, sérhæfingar og starfa. Einnig víðari starfs- vettvang, oft betri starfsaf- stöðu, margfalt hærri laun og um margt meiri lífsþægindi. Um það, hver sé aðstaða menningar smáþjóðar eins og Islendinga — og mætti þó alveg eins taka dæmi af marg- falt stærri þjóð, — þarf ekki að fjölyrða. Henni er hvorki auður né fjölmenni til styrkt- ar. Fjölbreytni hennar eru takmörk sett í þeim skilningi, að fjölmörg svið nútíma- menningar eru alls ekki rækt í íslenzku menningarsam- félagi. Fjölmiðlunartæki þau, sem hún hefur til ráðstöfunar eru fá og fábrotin. Verður því ekki neitað, að hún hlýtur að standa að ýmsu leyti höllum fæti í samkeppni við áhrif þeirrar erlendu menningar, sem ræður yfir hvers konar útbreiðslu og áróðurstækni. Norðurlandamenn eru næmir fyrir erlendum áhrifum. Er nú sennilegt, að þrátt fyrir allt, eigi íslenzk menn- ingararfleifð svo rík ítök 1 hug alls þorra Islendinga, að þessi aðstöðumunur geti eng- in áhrif haft, — að hinn áleitni og seiðmagnaði straum- ur erlendra áhrifa megni aldrei að gera íslendinga við- skila við þjóðfélag sitt og menningu? Ef svo er, felyr það raunverulega í sér, að öflugustu áróðurs og út- breiðslutæki nútímans hafi engin áhrif á Islendinga and- stætt því, sem raunin er um annað fólk. Hefðu þeir þá tiL ! að bera slíkan þroska og slíkt andlegt atgerfi að með ólík- indum er. I síðasta hefti tímaritsins The Icelandic Canadian er þess getið, að velmetinn kanadamaður, Joseph Martin, hafi ávarpað fund í íslenzk- Kanadíska-klúbbnum í Wpg. Segir þar, að hann hafi lokið lofsorði á íslenzku þjóðina, en í lofsyrðum hans hafi falizt skýr aðvörun. I ræðu sinni, sem tilfærð er, bendir Martin á, að Arnold Toynbee segi í hinu mikla riti sínu The Study of History, að sá eðlis- kostur, sem sé einna augljós- astur með íslendingum og raunar öllum Norðurlandabú- um leiði raunverulega til tor- tímingar þeirra. Þetta ein- kenni sé, hversu mjög þeir séu næmir fyrir utanaðkom- andi áhrifum. Fyrir um það bil 1000 árum hafi Vilhjálm- ur af Apúlíu bent á þetta í latínuvísu sem sé efnislega eitthvað á þessa leið: Norður- landamenn taka upp siði og tungu þeirra, sem skipa sér undir merki þeirra, svo að úr verður ein þjóð. Bezta sögu- lega dæmið um þetta sé þó innrásin í England árið 1066. Aðeins einni og hálfri öld áður hefðu víkingar brotið undir sig Normandí, en á því tímabili, sem liðið var frá innrásinni í Normandí hefði sú þjóð, sem víkingar sigruðu gleypt þá svo gjörsamlega, að þeir hefðu lagt undir sig England \xk öld síðar sem Frakkar en ekki Víkingar. Líka þróun segir Martin, að marka megi nú í dag í Winni- peg. Islendingar séu það þjóðarbrot, sem bezt hafi samlagazt hinni nýju þjóð. Afleiðing þessa sé sú, að ís- lendingar séu óvenjulega góð- ir þegnar fósturlands síns Kanada. Ekkert þjóðarbrot hafi bundizt hinu nýja landi jafnskjótt sem íslendingar. Ekki veit ég, við hvaða at- huganir Martin styður þetta, hve skjótt íslendingar í Winnipeg hafa aðlagazt fóst- urlandi sínu Kanada, en hitt er athyglisvert, að ritstjórn tímaritsins lætur þess getið, að hér hafi verið um mjög tímabæra hugvekju að ræða. Þessi orð eru vissulega allr- ar athygli verð og áminning til manna að stilla í hóf full- yrðingum sínum um tak- markalítinn traustleika ís- lenzkrar menningar. Liggja íslendingum þjóðernismál sín á hjarla? Hver sá, sem fylgist með opinberum umræðum á ís- landi, getur sannfærzt um það, að þau mál, sem mönnum raunverulega liggja á hjarta, eru ekki málefni, sem lúta að varðveizlu þjóðernis og þjóð- menningar. Að visu skortir ekki, að minnst sé á málefni þess, en það er gert með upp- hrópunum og margskonar j stöðluðum orðglósum, sem , hver tekur upp eftir öðrum, Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.