Lögberg-Heimskringla - 19.05.1966, Síða 1

Lögberg-Heimskringla - 19.05.1966, Síða 1
Hetntéímngla Slofnað 14. jan., 1888 Sloínuð 9. sept., 1886 80. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. MAÍ 1966 NÚMER 20 Yfirmaður líffræðideildar Morgunblaðinu hafa borizt fregnir af glæsilegum starfs- ferli prófessors Áskels Löve, sem um nokkurt árabil hefur dvalizt vestur í Ameríku, fyrst í Canada, en nú hin síð- ari ár í Bandaríkjunum. — Starfar hann við háskólann í Boulder í Coloradofylki. Hef- ur hann verið prófessor 1 grasafræði við háskólann. Fyrir nokkru ákvað yfir- stjórn háskólans að gera pró- fessor Áskel að deildarstjóra líffræðideildar háskólans. — Hún ein telur yfir 20 starfandi prófessora og við hana stunda nú nám yfir 2000 stúdentar. Fyrir fimm. árum var hér haldin merkileg alþjóðleg ráð- stefna um útbreiðslu grasa og dýra í löndum við norðanvert Atlantshaf, og var ráðstefnan helguð minningu Sveins Páls- sonar. Próf. Áskell stóð fyrir þessari ráðstefnu. Að henni Áskell Löve lokinni gaf hann ásamt konu sinni, sem einnig er grasa- fræðingur, út á ensku mikið rit um ráðstefnuna og störf hennar og birtust þar fyrir- lestrar þeir er haldnir voru á ráðstefnunni. Mbl. 8. maí. Bergur Thorsteinson Honoured At a farewell gathering April 28th, E. A. Cóté, Deputy Minister of Northern Affairs and National Resources, paid warm tribute to Bergie Thor- steinsson who, for the past six years, was Chief of the Education Division. partment in August 1960, had had extensive experience in teaching and in education administration. As Chief of the Education Division he was responsible for the develop- ment of the educational pro- eithvað fleira týnist til, og óettað fyrir $1.00 inngangs eyrir og 50 cent fyrir unglinga. Á að byrja kl. 8:00 e. h. í Legion Hall og einnig ætlar deildin Lundar að reyna að hafa minningarathöfn við Landnema Minnisvarðann seinna í sumar sem ég segi frá þegar því hefir verið ráðstaf- að. Svo hefir Lundar Legion Auxiliary tekið upp þann góða sið að skemmta gamla fólkinu (Senior Citizens) eitt eftirnón í hverjum mánuði, með heimboði þar sem það getur spilað á spil, rabbað sam- an og tekið þátt í almennum söng, og leikið undir ýmist á píanó eða guitars og svo kaffi veitingar á eftir, og hafa allir mikla ánægju af þessu. Ein slík skemmtun var í gær, og spilaði Mrs. Scheske á píanóið og á miklar þakkir skilið fyrir að vera þar og allar konurn- ar sem sjá um þettað eiga hjartans þakkir frá gamla fólkinu sem ég mæli fyrir munn allra. Tíðin er altaf svo köld að bændur eru lítið farnir að geta unnið á ökrum, og verða enn að hafa gripi sína á fullri heygjöf þar sem grænkar mjög hægt jörð. Björg Björnsson. On behalf of friends through- out the Department the Deputy Minister presented to Mr. Thorsteinsson a framed replica of the coat of arms of the Northwest Territories in colour and a piece of Eskimo sculpture. During Mr. Thorsteinsson’s term of service, the Deputy Minister noted, great progress had been made throughout the education system in the north, particularly with the construction of additional schools. Mr. Thorsteinsson, when he joined the De- Laufási, 13. maí 1966. Það hafa ýmsir verið að minna mig á að langt sé síðan fréttabréf- hafi komið frá Lundar og fékk ég „phone call“ í morgun að drífa mig í að skrifa þar sem svo margt gangi á hér. Giftingar á hverju laugardagskveldi nú í þrjár vikur, og „Showers“ og fundir inn á milli, og svo kom þann 5. maí í blaði L-H að byggja eigi Elliheimili hér á Lundar þetta ár og er unnið hart að því að ná saman pen- ingum sem byggðin þarf að leggja til. Enila er mikil þörf fyrir slíkt h( mili. Svo er nú bjóðræknisdeild- gram in the Northwest Terri- tories and for Eskimo edu- cation in Arctic Quebec. Mr. Thorsteinsson is leaving Northern Affairs to take up a position with the Government of ■ British Columbia. Before joining the Department he was District Superintendent of the districts of University Hill, Delta and Howe Sound and for two years served as Director of Educational and Vocational Guidance for the Province. in „Lundar“ að vakna eftir vetrardvalann með fund á heimili Mr. og Mrs. Kári Byron, 24. apríl s.l. og þar rætt um að koma á skemmti- samkomu til arðs fyrir deild- ina föstudaginn 27. maí, og nú búið að fá loforð um að Mr. Jakob Kristjánson og Mr. Heimir Thorgrímsson komi með myndir frá íslandi til að sýna, og vonum við að þeir hafi ræðu stúfa líka. Mrs. A. Scheske hefir lofað Piano Solo, og ef Judy, dóttir henn- ar getur verið þar, syhgur hún. Mrs. Rúna Pálsson sér um einn eða tvo söngva með guitar una rspili, og máske Þræða leið LEIFS HEPPNA Scarborough, Bretlandi, 2. maí. NTB. Sex manna leiðangur lagði af stað héðan í dag á 13 feta löngum kútter, og ætla þeir að reyna að sigla til Ameríku sömu leið og mörkuð er á hinu umdeilda Vínlandskorti. Ætla þeir að ná til Ameríku með hjálp sömu hafstrauma og þeir menn norrænir, sem fóru til Ameríku á undan Kólum- busi. Leiðangursstjóri er John Anderson siglingarritstjóri brezka dagblaðsins „The Guardian“. Gera leiðangurs- menn ráð fyrir að vera við Grænland í lok maímánaðar og ætla þeir þá að reyna að komast sem næst Julianehaab en það var þaðan, sem Lefiur Eiríksson lagði upp í för sína árið 1001. Víso Fólk gleymir því jafnan að gamlir menn, sem geta leið sína staulast enn eru valtari á löppunum leiddir. Eins lengi og vit þeirra óskert er, þeir ættu að fá að ráða sér og eldast ótilneyddir. G. J. G. Frá Lundar Kærkomnir gesfrir í Grand Forks, Morfrh Dakofra Um fyrri helgi áttu Ríkis- háskólinn í N. Dakota (Univ. of N. Dakota) í Grand Forks, og íslendingar þar í borg, góðum gestum að fagna. Það voru þau dr. Einar Ól. Sveins- son prófessor, forstöðumaður Handritastofnunar íslands, og frú Kristjana Þorsteinsdóttir kona hans. Hafa þau undan- farnar vikur verið á ferð um Austur- og Mið-Vesturríki Bandaríkjanna, þar sem dr. Einar hefir flutt fyrirlestra á mörgum kunnustu háskólum landsins, meðal annarra Har- vard, Princeton, Cornell og Columbia. Til Grand Forks komu þau á sunnudagskvöldið 8. maí, í fylgd með íslenzku ræðis- mannshjónunum þar í borg, frá Madison, Wisconsin, þar sem Einar prófessor hafði ver- ið aðalræðumaður á ársfundi Félagsins til eflingar norræn- um fræðum (The Society for the Advancement of Scandina- vian Study), eins og áður hefir verið getið um í Lögbergi- Heimskringlu; en fundurinn var haldinn í boði og húsa- kynnum Wisconsin-háskólans, og var óvenjulega fjölsóttur. Um hádegið á mánudaginn 9. maí var dr. Einar heiðurs- gestur í veizlu, sem Ríkishá- skólinn í N. Dakota hélt hon- um, og var sjálfur rektor há- skólans, dr. George W. Starcher, veizlustjóri. Sam- tímis efndi frú Margrét Beck til hádegisverðar til heiðurs frú Kristjönu. Síðdegis samdægurs flutti dr. Einar á háskólanum fyrir- lestur um „Homer and the Eddas“, er var vel sóttur af háskólakennurum og stúdent- um. Var fyrirlestur þessi, eins og vænta mátti, saminn af miklum lærdómi, stórfróðleg- ur og um allt hinn merkileg- asti, enda var ræðumanni ágætlega fagnað. F o r s e t i tungumáladeildar háskólans, dr. Abram Friesen, bauð gest- ina velkomna, og þakkaði, að málslokum, hinn prýðilega fyrirlestur, en dr. Richard Beck kynnti ræðumann. Laust eftir hádegið á þriðju- daginn 10. maí fóru þau dr. Einar og frú hans til Minne- apolis, þar sem hann flutti fyrirlestur á Minnesota-há- skóla daginn eftir, en þessu næst á Iowa-háskóla, í Iowa City, á föstdaginn 13. maí. En heim til íslands halda þau hjónin um eða fyrir 20. maí. Hefir dr. Einar, með fyrir- lestrum sínum unnið mikið og gdtt kynningarstarf í þágu Islands og íslenzkra fræða, og þau hjónin hvarvetna verið aufúsugestir. R. Beck. Frá Ríkisúfrvarpi íslands MI - Ágrip innlendra frétta vikunnar sem leið 15. 5. '66. - FÚ Síðastliðinn sunnudag var norðaustankaldi og frost um allt land og dálítil él voru nyrðra. Næstu tvo daga var austanátt, bjart veður og frost norðanlands en víða slydda með suðurströndinni til Aust- fjarða. Á miðvikudag var aft- ur komin norðaustanátt en hlýrri en áður. Þá var slydda eða snjókoma fyrir norðan en rigning á suðausturlandi og Austfjörðum. Á fimmtudag hlýnaði svo með suðlægri átt og hefur það veður haldist síðan. Talsverðar rigningar hafa verið í vikunni á suð- austurlandi og austfjörðum, hæfileg væta hefur verið í Reykjavík og nærsveitum en þurrviðrasamt á norðvestan- verðu landinu. * * * FORSETI ISLANDS herra Ásgeir Ásgeirsson varð 72 ára á föstudag. * * * Á fundi ríkisráðs á föstudag staðfesti forseti íslands 23 lög frá Alþingi og staðfestar voru lagastaðfestingar sem fram höfðu farið utan ríkisráðs- fundar. Á fundinum voru gef- in út bráðabirgðalög sem ákveða að skattvísitala gildi einnig um álagningu tekju- útsvara. * * . * Kauplagsnefnd hefur reikn- að vísitölu framfærslukostn- aðar í byrjun þessa mánaðar og reyndist hún 191 stig, sex stigum hærri en í aprílbyrjun. Kaupgreiðsluvísitalan í maí- byrjun reyndist 185 stig. Sam- kvæmt því skal á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst greiða 13,42% verðlagsuppbót á laun og aðrar vísitölubundnar greiðslur. * * * Rönlgendeild Borgarsjúkra- hússins nýja í Fossvogi var formlega tekin í notkun á föstudag. Deildin var opnuð að viðstöddum fjölda gesta, borgarstjórn og borgarráði. Ásmundur Brekkan, yfirlækn- ir deildarinnar, bauð gesti vel- komna og lýsti deildinni. Hún er í E-álmu sjúkrahússins, sem er tæpir 800 fermetrar. Rannsóknarstofur eru 6 og eru Framhald á bls. 5.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.