Lögberg-Heimskringla - 19.05.1966, Page 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. MAÍ 1966
Jóel Sigurðsson
29. apríl 1886—29. desember 1965
Úr íslenzkum Þjóðsögum
Þegar gamalt fólk deyr er
það sjaldan óvænt heldur eðli-
legur viðburður og uppfylling
tímans. Því „þann kost undir
gengu allir að skilja við“. En
hvað skilja þeir þá eftir og
hvað hefir samtíðinni græðst?
Flestir skilja eftir einhver
spor, þó misjafnlega séu þau
djúpt greyft í svörðinn. Saga
Jóels er nokkuð sérstæð, en
hér verður aðeins stiklað á
steinum.
Hann var fæddur á Eyði á
Langanesi í Norðurþingeyjar-
sýslu, 29. apríl 1886. Foreldrar
hans voru Sigurbjörn Sigurðs-
son og Oktavia Jónsdóttir Sig-
urðsonar, bónda þar á bæn-
um.
Sigurbjörn var í mörg ár
póstur þar í sveit og þeir sem
hafa að nokkru kynnt sér
sögu íslenzkra pósta frá þeirri
tíð, vita að sú staða var ekki
heiglum hent og í hana völd-
ust engar liðleskjur. Hann
hlaut uppnefnið Sigurbjörn
Stálhryggur. Viðurkenndur
hraustleika og kjark maður
og svo ratvís að varla skeik-
aði. Eiginleiki sem oft kom
sér vel á varða- og vega-laus-
um útheiðum í svalviðri ís-
lenzks skammdegis. Sá þótti
öruggur er komst í samfylgd
með Sigurbirni Stálhrygg.
Þetta var þá stofninn. Má
segja að eplið hafi ekki fallið
langt frá eikinni. Jóel var líka
hraustmenni. Fær í flestann
sjó og varð varla misdægurt
á sinni löngu ævi.
Ungur að aldri fluttist hann
með foreldrum sínum til þessa
lands, og fjölskyldan settist að
í Grafton N.D. Einn drengur
var skilinn eftir í fóstri heima
á íslandi. Snemma missti
hann móður sína. Var þá
tveimur yngri systkinum
hans, Matthiasi og Guðlaugu,
komið í fóstur hjá góðu fólki,
en hvað varð nú um littla
drenginn? Hver átti að leið-
beina honum? Taka þátt í
kjörum hans, gleði og sárs-
auka? Kenna honum að þekkja
gott frá illu, kjarnann frá
hisminu? Faðirinn var hvergi
heimilisfastur, enda ekki
barnfóstri vanastur. Honum
lærðist því snemma að treysta
mest á sjálfs síns mátt og
meginn og vera ekki um of
hörundsár eða gjöra of háar
kröfur. Einn var sá mann-
kostur er hann átti í ríkum
mæli og það var að dæma
aldrei eða lasta náungann. Um
aldur og krafta fram, vann
hann að hverju sem fékkst:
um skólagöngu var lítið feng-
ist. Þegar honum óx nógur
fiskur um hrygg, hneigðist
hann helst að smíðavinnu,
enda varð það honum happa
drygst.
Árið 1909 flutti hann alfar-
inn til Saskatchewan fylkis.
Nam land í grend við Mozart
bæ, giftist heitkonu sinni,
Þóru Laxdal, alsystir hins
góðkunna kaupmanns þar,
Þorsteins Laxdals.
Þau Þóra byrjuðu nú bú-
skap í grend við bæinn. Altaf
hafði Jóel þó fleiri járn í eld-
inum. Búið átti aldrei hug
hans allann. Þó efnin væru
oft af skornum skammti, auð-
kenndi snyrtimennskan og
hagleikinn hvert hans hand-
tak. Hann hafði alveg sérstaka
útsjón með að gjöra alt sem
þægilegast úti og inni, og ekki
fannst honum það réna karl-
mennsku drengjanna sinna að
kunna að taka til höndum í
húsi. Síst var hann sjálfur
ragur að reyna sem flest. 1
fimmtán ár vann hann við
smíðar á korngeymslu hlöð-
um. Hefði mátt heimfæra upp
á hann vísuna hans St. G. St.:
„Löngum var eg læknir minn.
Lögfræðingur, prestur.
Smiður, kóngur, kennarinn,
Kerra, plógur, hestur.
Þeim Þóru varð þriggja
sonu auðið: Marino R. Sig-
urðsson, bóndi á föðurleifð
sinni. Þó hann sé einbúi, er
gott þangað að koma og hjá
honum er líka oft gestkvæmt.
Næstur er Sigurbjörn, vega-
vinnustjóri í East End, Sask.
Yngstur er Sigmundur Svein-
björn, kornkaupmaður í
Mazenod Sask.
Konu sína missti Jóel 9.
maí 1965. Seinni kona hans
varð ekkjan Lillian Rasscar.
Þau voru til heimilis í Glad-
stome, Manitoba. Þó Jóel væri
nú farinn að reskjast var hann
enn ungur í anda og lagði enn
gjörva hönd að ýmsu, þar á
meðal vann hann við vatns-
virki bæjarins um hríð. Að
mögla var honum sízt að skapi
enda var forsjónin honum
meðlát og hann þurfti ekki
lengi að liggja í kör. Hann
lést af hjartaslagi þann 29.
desember 1965.
Hann var jarðaður í Mozart
grafreitnum við hlið fyrri
konu sinnar. I byggðinni þar
sem hann átti svo mörg fót-
spor og handtök.
Hann er liðinn, en hann lifir
enn í drengjunum sínum og
barnabörnum. Verkin sína
merkin.
Helga Elíasson.
Dánarfregnir
Mánudaginn 11. apríl 1966,
andaðist á Ellimannaheimilinu
Stafholt, Blaine, Washington
öðlingurinn Guðmundur Guð-
mundsson, rúmlega 93 ára að
aldri, hann var fæddur 19.
september árið 1873, kom til
Canada árið 1900 ásamt konu
sinni Guðbjörgu Þorleifsdótt-
ur.
Þau settust að í Canada og
bjuggu þar á ýmsum stöðum
um 26 ára tímabil, en þá flutt-
ist Guðmundur, ásamt konu
sinni til Blainebyggðar og
dvöldu þau þar til æfiloka. Ár-
ið 1949, settust þau að á Staf-
rolti, en þá var heilsa konu
Guðmundar farin að bila, en
17. marz 1951 missti Guðmund-
ur sína góðu og mikilhæfu
conu, eftir það bar mjög lítið
á honum, hann var stiltur
maður, prúður og blíður í við-
móti, mjög vel látinn og elsk-
aður af öllum samfylgdar-
mönnum sínum, enda vina-
margur.
Útför Guðmundar sáluga
fór fram fimmtudaginn 14.
apríl frá útfararstofu McKin-
ney, Blaine, Washington, að
viðstöddum mörgum vinum
og vandamönnum. Hann var
lagður til hinztu hvíldar í
Greenacres Memorial Park.
Eftirlifandi syrgendur Guð-
mundar sáluga eru einn sonur
Valdimar, business maður í
Seattle. — Tvær dætur,
Margaret, Mrs. Vahl og Jo-
hanna, Mrs. Paulson í Seattle,
22 barnabörn, 45 barna-barna-
börn og eitt barna-barna
barna barn. Rev. Willard
Buckner og séra Guðmundur
Johnson, töluðu yfir moldum
hins látna sæmdarmanns.
* * *
Laugardaginn 25. september
1965, andaðist á Elliheimilinu
Stafholt, Blanie, Washington
hinn vellátni sæmdarmaíður
Runólfur Björnson, rúmlega
90 ára að aldri, fæddur, 14.
marz 1875, við Hornafjörð á
íslandi.
Runólfur kom til Vestur-
heims árið 1898, og það sama
ár gekk hann að eiga eftirlif-
andi konu sína Sigríði John-
son Oddsdóttur frá Reykja-
vík íslandi.
Runólfur stundaði búskap í
fjölda mörg ár, í Canada, þar
til árið 1945 að hann flutti ti
Blaine, en hin síðustu 12 ár
æfinnar dvaldi hann á Staf-
holti.
Eftirlifandi ástvinir Runólfs
sáluga eru auk ekkjunnar,
þrír synir, Ottó og Steve báð-
ir í Clovérdale, B.C. og Bill
búandi að White Rock, B.C.
Þrjár dætur Mrs. Bertha
Johnson og Miss. Lynne
Björnson, báðar í Bellingham,
Washington og Mrs. Laufey
Runacres að Glendale, Cali-
fornia.
6 barna-börn og 9 barna-
barnabörn, einnig fjöldi af
skyldmennum bæði í Vestur-
heimi og heima á Islandi.
Útförin fór fram þriðjudag-
inn 28. september 1965 frá
Lútersku kirkjunni í Blaine,
að viðstöddu fjölmenni. Run-
ólfur sálugi var lagður til
hinstu hvíldar í Surrey Center
kirkjugarðinum, undir um-
sjón McKinney útfararstof-
unni í Blaine.
Runólfur Björnson var
mætur maður greindur og ve'
lesinn, enda vinamargur.
Séra Guðmundur P. John-
son og Rev. Philip S. Ramstad,
prestur Lútersku kirkjunnar
í Blaine, jarðsungu.
Árni var sonur Odds bisk-
ups Einarssonar í Skálholti.
Hann hafði mannazt vel bæði
innanlands og utan, og verið
órjá vetur í Kaupmannahöfn,
og var þá settur yfir skóla í
Skálholti tvítugur að aldri
(1612), sem Espólín segir.
Eftir það tók hann að stunda
lögvísi, er honum kom að
haldi, bæði áður en hann varð
lögmaður og eftir.
Árið 1606 varð Herluf Daa
höfuðsmaður á Bessastöðum.
Hann átti í brösum við marga
landshöfðingja, og ekki síst
við Odd Skálholtsbiskup. Bar
höfuðsmaður róg um Odd í
konungseyru. —
En er fjandskapur óx með
biskupi og höfuðsmanni, sendi
Oddur biskup Árna son sinn
utan (1617), á konungsfund
til að tala þar máli sínu, en
þó átti að falla fullnaðardóm-
ur um þrætu þeirra á þinginu
árið 1618. —
En er dæma skyldi í málinu
spurðist eigi til Árna biskups-
sonar, því að höfuðsmaður
fengið kaupmenn til að synja
honum fars til íslands. Vænti
höfuðsmaður, að hann mundi
bera hærri hlut frá borði, ef
Árni kæmi eigi í tæka tíð
með sönnunargögn sín.
En það er frá Árna að segja,
að hann dvaldi í Kaupmanna-
höfn veturinn 1617—18, og
hann hugsaði þann tíma ein-
göngu um mál föður síns og
sín, að undibúa þau til Al-
þingis.
Tvær þjóðsögur-sagnir eru
til um farkost þann er Árni
lét flytja sig á um íslandshaf,
en bátur sá tók land í Vopna-
firði, og lenti þar í þingbyrj-
un. Fékk hann sér tvo úrvals-
hesta, og reið þeim þann dag
allan; hafði hann þá sprengt
annan þeirra, en gert hinn
pilllllllllllll
uppgefinn, er hann kom að
einhverjum bæ í Jökuldal.
Hann falaði þar hesta er sér
dyggðu að ríða á þrem dægr-
um skemmstu leijð til Alþingis.
Var honum vísað til hests á
einum bæ þar í dalnum er
honum mundi duga einhesta,
ef hann fengi að eins að
drekka. Árni fær sér þann
hgst. Sá hestur var brúnn að
lit, mjór sem þvengur og sí-
valur.
Árni tekur hestinn og ríður
honum allt þar til hann kem-
ur að Brú; það er efsti bær í
Jökuldal, og síðastur, er far-
inn er fjallvegur og Sprengi-
sandur suður. Árni kemur þar
á kvíabólið, og er verið að
mjalta eftirmjölt. Hann biður
að gefa sér að drekka. Konan
var í kvíunum, og sótti honum
heim rjóma, en kom um leið
með eitthvað í svuntu sinni.
Meðan Árni var að drekka,
segir konan: „Ég vænti þig
langi í sopann þinn líka,
Brúnn minn“. Síðan hellir
hún saman eftirmjöltinni í
eina fötu, sem tók yfir fjórð-
ung, gengur að hestinum og
setur hana yfir hann. — En
Brúnn kumraði við henni, og
hætti ekki fyrr en hann hafði
lokið úr fötunni.
Á meðan hann drakk, var
konan alltaf að klappa Brún,
og andvarpa yfir honum. Árna
þótti hún víkja kunnuglega að
hestinum, og spurði hana,
hvernig á því stæði. En hún
kvaðst hafa alið hann upp í
búrinu hjá sér, og látið hann
nauðug í burtu og hún héldi
hann reyndist mannbær.
Síðan þakkaði Árni kon-
unni greiðann, og sté á bak.
En í því tók konan smjörs-
köku úr svuntu sinni og stakk
upp í klárinn, og mælti: „Það
Framhald á bls. 7.
1111111111111111*
LÆGSTU
FLUGFARGJÖLD TIL
ISLANDS
| OG TIL ALLRA SKANDINAVÍULANDA J
i Ráðgerið þér ferð til íslands? Fljúgið þá með LOFTLEIÐUM |j
= og sparið nóg til að dvelja lengur. sja fleira, og njóta þess betur. =
= LOFTLEIÐIR bjóða lægstu flugfargjöld til af öllum flugfélög- =
= um á öllum árstímum — aðra leiðina eða fram og aftur. Þér ^
= greiðið miklu minna en þotu Economy fargjöld. Fljúgið í rúm- n
= góðu og þægilegu farrými í hraðfara, nýjum Rolls-Royce 400 =
= Jet Props beint til fslands, og þaðan með langferða DC-6Bs =
= til annara áfangastaða 1 SKANDINAVÍU. ókeypis heitar =
= máltíðir, drykkir og snacks til boða á hverju flugi.
I FRA NEW YORK TIL: ÍSLANDS - ENGLANDS - I
§ SKOTLANDS - HOLLANDS - NOREGS - SVÍÞJÓÐAR =
| - DANMERKUR - FINNLANDS - LUXEMBOURG.
s Fljúgið með Loftleiðum—og sparið—til allra landa Evrópu |j
og lengra
BRAUTRYÐJANDI lágra fargjalda iil Evrópu
WELANDICAIRLINES
| SJöílFuWMffffllB} |
H 610 Fifth Avenue (Rockefeller Center) New York, N.Y. 10020. =
PL 7-8585.
NEW YORK - CHICAGO - SAN FRANCISCO
M Fáið upplýsingabækling. farmiða og fl. hjá ferðaskrifstofu yðar. =
iiminmmii iimimiiiiiiú=