Lögberg-Heimskringla - 19.05.1966, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 19.05.1966, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. MAÍ 1966 3 JÓNAS JÓNSSON: íslandssaga — Business and Professional Cards — ÞJÓÐRÆKNISFÉLAQ ISLENDtNGA í VESTURHEIMI Foneiii SÉRA PHHJP M. PÉTURSSON 681 Banning Street, Winnipeg 10, Manitoba StyrkiS félagiS m»8 þri að garaal maSlimlr. Aragjald $2.00 — Tímaril félagsina frilt Sendiat til fjármálaritara: MR. GUÐMANN LEVY. 185 Lindsav Street, Winnipeg 9, Monftobo Minnist - Annar mestur kappi í forn- öld var Gunnar á Hlíðarenda. Hann var mikill og sterkur, vænn að yfirliti, bláeygur og snareygur, rjóður í kinnum, hárið mikið, gult og fór vel. Gunnar var manna bezt vígur. Hann hjá jafnt með báðum höndum, hæfði allt, sem hann skaut til, var syndur eins og selur og stökk meir en hæð sína í öllum herklæðum. Gunnar var í víking og vann sér hið mesta frægðar- orð. Heimsótti hann marga ágæta menn, og þá af þeim ýmsar sæmdir. Eigi vildi hann þó staðfestast erlendis. Hann þráði ísland og vildi ekki dvelja til lengdar í öðrum löndum. Heima varð hann brátt að verja hendur sínar fyrir áleitnum fjandmönnum. Gunnar átti bræður tvo: — Kolskegg og Hjört. Eitt sinn hafði einn af nábúum Gunn- ars gert honum margt til skapraunar. Sá maður átti leið um héraðið og hafði sjö menn með sér. Gunnarverður þess var og þrífur vopn sín. Þá mælti móði rhans: „Reiðilegur ertu nú, sonur minn, og ekki sá ég þig slíkan fyrr“. Kolskeggur fór á eftir Gunnari og veitti honum lið. Felldu þeir bræður tveir alla hina. Skömmu síðar veittu þrjá- tíu menn þeim bræðrum þremur fyrirsát við Rangá. Gunnar bjóst um fram á ár- bakkanum og skaut með bog- anum á löngu færi. Þannig felldi hann tvo, en Kolskegg- ur drap hinn þriðja með stein- kasti. Þá mælti foringinn: — „Ekki mun oss duga, að hann komi boganum við“. Var þá barizt í návígi. Gunnar hafði sverð í annari hendi, en atgeirinn í hinni, og féllu menn fyrir honum unnvörp- um; sumum kastaði hann af atgeirnum út á Rangá. En er fallnir voru fjórtán fyrir þeim bræðrum, sagði einn úr óvina- liðinu: „Flýjum nú, ekki er við menn að eiga“. Gunnar var í raun og veru friðsamur maður, þótt hann neyddist til að verja hendur sínar. Eitt sinn sagði hann við Kolskegg: „Eigi veit ég, hvort ég er þeim mun óvaskari maður en aðrir menn, sem mér þykir meira fyrir en öðrum mönn- um að vega menn“. En óvinir hans voru alltaf á varðbergi. Eitt sinn fréttu þeir, að hann væri einn heima, en heima- fólk langt frá á engjum. Þá komu þeir að honum fjöl- mennir og felldu hann eftir ágæta vörn. Gunnar var þá liðlega ferutgur. (Njála 174— 180). Njáll á Bergþórshvoli var bezti vinur Gunnars. Hann átti marga syni en Skarphéð- inn var fyrir þeim öllum. — Hann var mikill maður vexti og sterkur vel, fölleitur og skarpleitur, eygur vel, manna bezt syndur, skjótráður, gagn- orður og skáld gott. Skarp- héðinn bar aldrei svo vopn að manni, að sá hefði eigi bana, er fyrir varð. Hann hefndi Gunnars á Hlíðarenda. Fór hann þá á einni nóttu heim til þriggja þeirra, er mest höfðu hvatt til aðfarar við Gunnar, og feldi suma, en lét aðra sæta afarkostum í fégjöldum. Þráinn hét maður, kappi mikill. Han var frændi Gunn- ars. Gerðist mikill fjandskap- ur af litlu tilefni milli hans og Njálssona, svo að þeir gerðu honum fyrirsát við Markarfljót. Þráinn hafði sjö fylgdarmenn en Skarphéðinn fjóra. Þetta var um vetur. — Markarfljót rann milli höf- uðísa og var svo djúpt, að langt var um ófært.\ ísspangir voru yfir fljótið hér og þar. Þráinn nam staðar öðrumegin við álinn, og stefndu félagar Skarphéðins þangað yfir ís- brúna, en hann dvaldist eftir og batt skóþveng sinn. En er minnst varði, hefur Skarphéð- inn sig á loft og hleypur yfir fljótið milli skara, en það voru tólf álnir. Svellið var glerhált, og renndi Skarphéðinn sér fótskriðu að Þráni svo hart sem fugl flygi og klauf hann í herðar niður. Þá komu félag- ar hans og felldu þrjá aðra, en Skarphéðinn handtók tvo, og komu þeir engri vörn við. „Tekið hefi ég hér hvolpa tvo“, mælti Skarphéðinn, „eða hvað skal við þá gera?“ „Kost átt þú að drepa þá báða“, sagði Helgi bróðir hans. Annar þeirra var sonur Gunnars, en hið mesta lítil- menni. „Ekki nenni ég“, mælti Skarphéðinn, „að veita öðrum bróðurnum en drepa hinn“, og gaf þeim grið, en báðir launuðu þeir illa lífsgjöfina og fylgdu Flosa við Njálsbrennu. (Njála 277—286). Framhald í næsta blaði. Furður í Reykjavik Þegar Guðmundur Jónsson, sem nú (1921) býr í húsinu Árnastaðir í Seyðisfirði, var 12 óra, var hann á hundelsk- um óþrifabæ í Gullbringu- sýslu. Varð hann þá svo sulla veikur, að heita mátti að hann hefði líf í munn upp. En er hann var 16 ára, var hann í Reykjavík. (Sá bær var syðst í Grjótaþorpi). Var hann þá talinn banvænn, því engin von var um bata. Ákvað Jón- assen landlæknir að skera hann upp. En nóttina áður en það skyldi verða, dreymir hann, að honum þykir ókunn kona, fríð og sköruleg, koma að sér og mæla: „Nú á að skera þig upp á morgun —.“ „J.,“ þykist hann svara. —| „Ef það verður gert“, mælti hún, verður það þinn bani, af því að læknislistin er ekki komin enn á svo hátt stig, sem til þess þarf og síðar mun verða. En þetta mun ekki verða, því að þú átt lengra líf fyrir höndum en til morg- uns. Skaltu nú koma til mín og skoða grasgarðinn minn. Ég ætla að sýna þér þar nokkr- ar jurtir“. Tekur hún þá í hönd hans og leiðir hann í fjölskrýddan blómjurtagarð. Þekkti hann sumar jurtirnar, en aðrar eigi. Hún bendir þá á heimulunjóla og segir: „Þekkir þú þessa jurt?“ Hann segir svo vera. „Jæja“, segir hún, „taktu þá rætur hennar og láttu sjóða þær, unz þú færð seyði í þrjár flöskur full- ar. Drekktu svo þetta seyði. Munu sullirnir flestir verða uppgengnir, þegar .þú ert bú- inn úr þeim tveimur. En þú lýkur svo úr þriðju flöskunni. Munu þá sullirnir allir verða gengnir upp, en þá muntu verða ærið sár fyrir brjóstinu. En þá er hér bót við því, eða þekkir þú þessa jurt?“ segir hún og bendir á vallhumal. „Nei“, mælti hann. „Þessi jurt heitir millifolium“, segir hún, „láttu líka sjóða hana og drekktu seyðið, því hún er græðandi og mun gera þig heilan“. Að svo mæltu hvarf konan og sá hann hana aldrei síðan. Þegar Guðmundur vakn- aði, sagði hann móður sinni drauminn. Hún var drauma- kona mikil og varð glöð við og segir: „Farðu rækilega eft- ir þessum draumi, drengur minn, og mun þér að góðu verða.“ Hann fór þegar og gróf upp heimulunjóla með rótum. Var hann soðinn unz seyði fékkst í þrjár flöskur. Drakk hann það jafnharðan, og tóku sullirnir að ganga upp úr honum, og voru marg- ir komnir, þegar hann hafði lokið úr þeim tveimur. Eftir hálfa aðra viku hafði hann eytt úr þeirri þriðju. Hættu þá sullirnir að ganga upp, en þá var hann afarsár fyrir brjósti, og sem tæki á kviku. Þá var humallinn soðinn. Og er hann hafði drukkið af hon- um, hurfu sárindin. Og — í stuttu máli sagt — var Guð- mundur albata eftir mánuð, og hefir síðan eigi kennt sulla- veiki, og er nú (1922) fullt fimmtugur maður. Hefir hon- um verið þörf góðrar heilsu, því hann hefir verið fátækur, átt mörg börn og orðið því að vinna þunga og óholla vinnu. Þakkar hann sína óbilandi heilsu draumnum sínum í Helgabæ. (Þjóðs. Sigf. Sigf., eftir sögu Guðmundar sjálfs). EGGERTSON & EGGERTSON Barri8t»rs, Solicitor* ond Notaries 500 Power Bullding Winnipeg 1, Mon Phpne WH 2-3149 at Municipol Office, Riverton 12:00 noon to 3:00 p.m. ot Credit Union Office, Gimli 4:00 p.m. to 6:00 p.m. First ond Third Tuesdoys Phone WHiteholl 3-8072 Building Mechanic’s Ltd. Pointing - Decoroting - Construction Renovoting • Reol Estote K. W. (BILL) JOHANU'SON Manoger 371 McDermot Ave., Winnipeg 2 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur lfkkistur og annast um útfarir. Allur utbúnaður sá bezti. Stofnað 1894 SPruce 4-7474 Goodman And Kojima Electric ELECTRICAL CONTRACTORS 770 ELLICE AVE., WINNIPEG 10 774-5549 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5561 LE 3-6433 Evenlngs ond Holidoys S. A. Thorarinson Borrister & Solicltor 2nd Floor, Crown Trust Bldg. 364 MAIN STREET. öffice WHitehall 2-7051 Retidenca HU 9-6488 The Business Clinic Otcar HJðrloifton Office at 194 Cathedral Ava. Phone 582-3548 Bookkeeping — Incomo Toi Benjaminson Construction Co. Ltd. 911 Corydon Avervuo GR 5-0498 GENERAL CONTRACTORS Rnidential ond Commorclol E. BENJAMINSON, Monogot Oft. SP 2-9509—SP 2-9500 Ret. SP 4-675J OPPOSITE MATERNITY HOSPITAL Nell’s Flower Shop 700 NOTRI DAMI Weddlng Bouquett - Cut Flowort Funerol Deilgnt - Cortogot Boddlng Plonts S. L. Stefonson—JU 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN H. J. LAWRIE LUDLOW Borrister ond Solicltor 2nd Floor, Crown Trust Bldg. 364 MAIN STREET WINNIPEG 1, MANITOBA Ph. WH 2-41J5 At Glmll Hotol ovory Frldoy 9:30 to 12:30 BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonasson, Pret. and Mon. Dlr. KEYSTONE FISHERIES LIMITED Wholosolo Dlstrlbutors of FRESH AND FROZEN FISH 16 Mortho St. WHIteholl 2-0021 Canadian Fish Producers Ltd. J. H. PAGE, Monoglng Dlrector Wholesalo Dlstrlbutors of Fresh ond Frozen Flsh 311 CHAMBERS STREET Oftlce: BUS.t SPruce S-04B1 SPruce 2-J917 TflLUN, KRISTJANSSON, PARKER, MARTIN & MERCURY Barrlstere & Sollcltors 210 Osborne Street North WINNIPEG I. MANITOBA

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.