Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 19.05.1966, Qupperneq 4

Lögberg-Heimskringla - 19.05.1966, Qupperneq 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. MAÍ 1966 Lögberg-Heimskringla Published evety Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON Boord of Directors' Executive Committee President, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Philip M. Petursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudlaug Johannesson, Bogi Bjarnason. Los Angeles: Skuli G. Biarnason. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjoriv son. Grond Forks: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Stein- dorsson, Rev. Robert Jack. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottowo, and for payment of Postage in cash. Byggðirncr milli vatnanna í Manifoba Fyrir tveim árum var mikið rætt og ritað um að fólk á svæðinu milli vatnanna í Manitoba, Interlake area, væri ekki nálægt því eins vel stætt efnalega eins og fólk almennt annarsstaðar í fylkinu og í landinu. Stjórn federal - provincial Agriculture Rehabilitation and Development Administra- tion, skammstafað ARDA, hefir nú verið að rannsaka þetta mál síðastliðin tvö ár, hefir nú gefið út bækling sem fjallar um hvernig eigi að snúa sér í því, að bæta úr þessu ástandi. — Þess má geta að á þessu svæði eru ýmsar gamlar íslenzkar byggðir, en alls eru á þessu svæði um 57,000 íbúar. Megináherzla í þessari skýrslu er lögð á aukina menntun. Á þessu Interlake svæði eru enn um 100 eins herbergja barnaskólar, en í þeim eru vitaskuld margir bekkir og er talið að þeir fullnægi ekki kröfum nútímans og að sameina verði þá í hina svonefndu consolidated skóla, sem hafi að minsta kosti átta kennsluherbergi og kennara fyrir hvern bekk. Einnig verði að sameina ýmsa miðskóla, þannig að hægt verði að veita undirbúningskennslu fyrir háskólanám og annað framhaldsnám. Ennfremur ætti að koma á stofn heimavistarskóla fyrir verkfræðinám á þessu svæði. Til þess að slíkir skólar komi að notum verður að endurbæta og gera fyrsta flokks vegi um allt þetta svæði. Þá er lögð sterk áhersla á að nota landið sem bezt. — Rannsakað hefir verið hvar landið sé ákjósanlegast til rækt- unnar og gripaframleiðslu, og er komist að þeirri niðurstöðu að framleiðsla landbúnaðar og fiskiveiða geti ekki borið fleira fólk, en nú er þar búsett; eiginlega yrði að fækka því fólki, sem stundar þessi störf og stofna nýjar atvinnugreinar svo sem allskonar verkstæði. Annars ættu íbúar á þessu svæði að lesa þessa skýrslu nákvæmlega. Líklegt er að miklu fjármagni verði veitt á vegum ARDA til að byggja upp Interlake byggðirnar og verða þar þá um margskonar tækifæri að ræða. Afmælisfagnaður Canadísku þjóðarinnar Næsta ár verður mikið um dýrðir um allt okkar mikla land. Þá höldum við upp á hundrað ára afmæli Canadísku þjóðarinnar. Canada er náttúrlega miklu eldra, en hundrað ára, en við minnumst þá þess sögulega viðburðar þegar fjórar smá nýlendurnar, Nova Scotia, New Brunswick, Quebec og Ontario voru sameinaðar undir sambandsstjórn og nefndust einu nafni — Canada, -árið 1867. Síðan hafa sex önnur fylki gengið í sambandið, og landið allt frá 49. breiddargráðu norður til íshafsins er hluti af Canada, að Alaska undanskilinni. Canada er næst stærsta land í heimi, aðeins Soviet ríkin eru stærri. Við erum aðeins tuttugu milljónir að tölu og þriðji hluti þessa fólks býr á um hundrað mílna breiðri ræmu við landa- mæri Bandaríkjanna frá hafi til hafs, en hitt á norður- slóðum. — Að frátöldum frumbyggjum þessa lands, Indíán- um og Eskimóum höfum við hin ættir að telja til flestra landa heimsins, en samt kemur okkur öllum sæmilega vel saman. Og eitt er víst að hvar sem við erum í sveit sett og hvaðan sem við erum ættuð munum við öll, á einn eða annan hátt taka þátt í þessum afmælisfagnaði og gera hann eins glæsilegan og eftirminnilegan og auðið er. Fjöldi bæja og byggða hafa þegar hafið undirbúning að því, að minnast afmælisins eftir föngum í sínu umhverfi. Margir lesendur þessa blaðs munu minnast Mr. John Fisher og hinar ágætu ræðu, er hann flutti á Islendinga- deginum á Gimli í fyrra. Hann hefir meir en nokkur annar maður reynt í ræðu og riti að koma íbúum Canada í skiln- ing um hvað þeir eigi gott og fagurt land. Það fór vel á því að hann skyldi valinn til þess að skipuleggja hátíða- höldin fyrir þetta merkisár 1967. Við leyfum okkur að birta af og til stuttar greinar eftir hann, eftir því sem rúm leyfir og hér kemur sú fyrsta. Centennial Report — 1867-1967 BY JOHN FISHER When I took over the job of organizing Canada’s biggest celebration in history I ran into a number of pessimists. This is the sort of line they gave me: “Canadians aren’t noisy patriots. You’ll have a tough job stirring up much flag waving for 1967.” Well, some of their facts were cor- John Fisher rect but the spirit in which those few pessimists presented their views to me was not what I accept as Canadian. I have travelled enough in this country to know that Cana- dians really have strong, positive feelings about their country. I could agree with some of the statements by my pessimistic friends if they were in a different context. Canadians are not given to wild demonstrations of patrio- tism in their own country. Such things can embarrass us. I believe our kind of nationalism is more thought- ful than emotional and that is why I believe so fervently that our Centennial will be a successful and meaningful event in our history. Yes, we may have diffi- culty at times deciding what we are, what we are for, and what we are against in the world. But we know what home is and though we may be embarrassed to express it, we love our land. When we are world travelling we are more apt to open up and re- veal our inner thoughts. A few years ago I was breakfast- ing at a small hotel in London, England, and became engaged in conversation with a young man across the table from me. He was a Canadian working at an airline office in London. With no prodding from me he poured out all his thoughts about home and about Canada. “I’m not a nationalist,” he said. “In fact I’m against nationalism. It causes a lot of trouble in the world. That’s why I like my country. We’re not aggressive nationalists.” (I’m sure he thought I was an American.) — “But really, mister,” he said, “it’s hard to decribe my feelings about my country.” He thought his feel- ing for his homeland was not just the house he was born in back in Ontario, nor was it necessarily his home town. It was the lake country where he used to go on canoe trips in the summer, the big rushing rivers and the roads that go forever. “I always felt if I couldn’t find a job in Canada I could always go to the north country and trap and hunt— something one couldn’t do over here—and at least make a living,” he said. He admitted it was just a “fancy of the mind”—probably he’d starve —but Canada always gave him a feeling of security, he said. “I always felt that the Rockies or the Gaspe wilder- nesses were mine, even though I didn’t go there every weekend. (I only saw the Rockies once.)” The young man went on, exposing his mind and being very senti- mental and patriotic. I thought to myself he probably would be far too inhibited and em- barrassed to talk like that back home. From now to 1967 Cana- dians, as individuals and in groups, large and small, are finding ways to express their true feelings about Canada. I’ll tell you more about these in future reports. Canadian Scene. SPAKMÆLI DAGSINS Voltaire hafði á orði, að biblían ætti ekki langt líf fyrir höndum. Hann taldi, að hún myndi vera orðin úrelt eftir hundrað ár. En það lesa ekki margir rit Voltaires nú á dögum. Hinsvegar er hús hans fullt af biblíum, því að þar er nú biblíuafgreiðsla. — Bruce Barlon. * * * Sá sem aðeins vill trúa því, sem hartn skilur til fullnustu, verður annað hvort að vera ofviti eða lítiltrúaður. — Colton. Afmæliskveðja og þökk Oft hefi ég fundið til þess, þegar vinir mínir hafa átt merkisafmæli, hve ófróður ég er í kirkjubókum og ártíða- skrám. Á þetta var ég áþreyf- anlega minntur, þegar ég las það í nýkomnu Lögbergi- Heimskringlu, að góðvinur minn, séra Guðmundur P. Johnson, hefði orðið áttræður þann 26. apríl s.l. En þó að ég komi seinna í verið (svo að ég tali á sjómanna vísu) heldur en vera bæri, vil ég ekki láta þetta merkisafmæli séra Guð- mundar fara svo fram hjá, að ég sendi honum ekki nokkur heillaóska- og kveðjuorð frá okkur hjónum, enda hefi ég lengi verið fasttrúaður á það, að góðar óskir, sem fram eru bornar af heilum huga, komi aldrei of seint í höfn. Um leið og ég, í nafni okk- ar hjónanna, óska séra Guð- mundi sem lengstra lífdaga og gæfu og gengis um ókomin ár, þakka ég honum alla tryggð og vináttu, og prýði- lega samvinnu að sameigin- legum áhugamálum. Hefi ég þá sérstaklega í huga þjóð- ræknismálin, en til þeirra hef- ir séra Guðmundur lagt mik- inn og góðan skerf, bæði með margra ára starfi sínu í þágu þjóðræknisdeildarinnar „Öld- unnar“ í Blaine, Washington. og með starfsemi sinni í nefnd þeirri, sem staðið hefir að hinu árlega Islendingadags- haldi á þeim slóðum, sem á sér orðið langa og merka sögu að baki. Ég ber, að sjálfsögðu, þær þakkir fram einungis í eigin nafni, en veit, að núverandi forseti og aðrir forráðamenn þjóðræknisfélagsins myndu fúslega taka undir þau þakk- arorð mín. En þátttaka séra Guðmundar í þeim málum ber því fagurt vitni, hve ágætur og heilhuga Islendingur hann er, og hve vel hann kann að meta sinn íslenzka menning- ararf. Samhliða því og ég sendi séra Guðmundi innilegar af- mæliskveðjur og heillaóskir okkar hjóna, þakka ég enn- fremur honum og hinni ágætu konu hans, frú Margréti, hlýja gestrisni og góðar stund- ir á vinalegu heimili þeirra. Þar ríkir íslenzkur andi í beztu merkingu þess orðs. „Hin gömlu kynni gleymast ei“, sagði skozka þjóðskáldið, og þau orð, í markvisssri þýð- ingu Árna Pálssonar, eiga hér við í víðtækri merkingu. En því eldri, sem ég verð, er mér hlýhugur samferðasveitarinn- ar dýrmætari. RICHARD BECK.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.